Fréttablaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 38
2 ■■■ { Kópavogur }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Áhersla á raungreinar FYRSTI ÁFANGI VATNSENDASKÓLA ER RISINN OG SKÓLASTARF HAFIÐ. SKÓLINN VAR VÍGÐUR FYRR Í ÞESSUM MÁNUÐI. Vatnsendaskóli er nýr grunnskóli í Funahverfi sem vígður var fyrr í þessum mánuði. Þegar er risinn fyrsti áfangi skólans og skólastarf með 120 nemendum í 5 bekkjadeildum hefur þegar hafist. Næsti áfangi skólans verður tek- inn í notkun að ári. Við hönnun á Vatnsenda- skóla var gert ráð fyrir að í skólanum verði ríkjandi áherslur á raungreinanám með sérstökum áherslum á náttúrufræði. Í skólabygg- ingunni er gert ráð fyrir sérstakri aðstöðu sem á að styðja við þessar áherslur en umhverfi skólans við Elliðavatn er sér- staklega vel til þess fallið að fara með nemendur í vettvangsferðir umhverfis vatnið og inn í Heiðmörkina sem er hinum megin við vatn- ið. Arkitekt að byggingunni er Sveinn Ívarsson. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi mun standa fyrir rétttrún- aðarmessu og lofsöng í Kópavogs- kirkju á morgun kl.18 og má segja það vera óformlega opnun á Rúss- neskri menningarhátíð í Kópa- vogi. „Messan er í tengslum við hátíð sem verður í okkar rétttrúnaðar- kirkju á Rússlandi,“ segir Sergey Guschin, þriðji sendiráðsritari rússneska sendiráðsins. „Hátíðin er haldin í tilefni af verndardegi Maríu meyjar 14. október og verður sunginn lofsöngur fyrir henni til handa, sem var samin á 6. öld,“ segir Sergey og bætir við að lofsöngurinn sé mjög þekktur innan rétttrúnaðarkirkjunnar. Safnaðarprestur rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar í Reykjavíkur- borg, Séra Timothey, mun þjóna við messuna, þó mun ekki vera haldið hefðbundið sakramenti eins og tíðkast í messum hjá rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunni. „Við höfum boðið biskupi Íslands að sækja messuna, auk þess sem allir eru velkomnir,“ segir Sergey. Kórinn sem syngur lofsönginn samanstendur af safnaðarmeðlið- mum rússneskur rétttrúnaðar- kirkjunnar í Reykjavíkurborg. Messur eru hjá söfnuðinum eru hvern laugardag og sunnudag að Túngötu 24 í húsakynnum rúss- neska sendiráðsins. Rússneskur rétttrúnaður í Kópavogskirkju Rússnesk messa verður haldin í Kópavogskirkju á morgun í tengslum við rússneska menningarhátíð sem hefst á laugardag. Séra Timothey er safnaðarprestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Reykjavík og mun hann þjóna við messu í Kópavogskirkju á morgun. Fréttablaðið/E.Ól. Heimsfrægur baritónsöngvari, rúss- neskar kvikmyndir, íkon og Guð- spjallabókin eru meðal þess sem í boði verður á rússneskri menningar- hátíð í Kópavogi dagana 15.-23. október. Kópavogsbær stendur fyrir hátíðinni í samvinnu við lista- og menningarstofnanir í Kópavogi og fleiri samstarfsaðila og er dagskráin bæði vönduð og spennandi. Hæst ber að nefna tónleika hins heims- fræga barítónsöngvara Vladimir Chernov og Terem-kvartettsins í Salnum og hina merku sýningu Tími Romanov-ættarinnar í Gerðarsafni þar sem sýndir verða yfir 200 gripir í eigu Ríkisminjasafnsins Tsarskoje Selo og gefur þar að líta dýrgripi á borð við Guðspjallabókina (Nýja testamentið) frá 17. öld sem er sér- legur fjölskylduhelgidómur Roman- ov-ættarinnar. Enn fremur má nefna fjölda gripa sem tengjast síðasta keisara Rússlands, búninga, postulín, málverk og ljósmyndir. Auk þess verður kvikmynda- og ljósmynda- sýning í Bókasafni Kópavogs, mál- þing sem nefnist Rússland og ég, bókmenntakynningar og fjölskyldu- hátíð í Vetrargarðinum í Smáralind. Frekari upplýsingar og dagskrá má nálgast á vefsíðunni www.kopa- vogur.is. Dýrgripir og sjaldgæfar kvikmyndir RÚSSNESK MENNINGARHÁTÍÐ VERÐUR HALDIN Í KÓPAVOGI DAGANA 15.-23. OKTÓBER. MERK SÝN- ING VERÐUR Í GERÐARSAFNI, KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í BÓKASAFNI KÓPAVOGS OG TÓNLEIKAR Í SALNUM. Gjánni lokað GJÁIN SEM KLOFIÐ HEFUR MIÐBÆ KÓPAVOGS TIL MARGRA ÁRA MUN BRÁTT HEYRA SÖGUNNI TIL. MIKLAR FRAMKVÆMD- IR STANDA YFIR OG SKEMMTILEGT SVÆÐI MYNDAST FYRIR GANGANDI VEGFARENDUR. framkvæmdir } Gamla skiptistöðin á brúnni brann til kaldra kola fyrr á þessu ári. Til stóð að rífa bygginguna þar sem miklar breytingar eru fyrirhugaðar á svæð- inu, svo skiptistöðin verður ekki endurbyggð á sama stað. Framkvæmd- ir standa nú yfir þar sem gjánni verður lokað og þar kemur heilmikið torg. Skemmtilegt útivistarsvæði mun myndast með göngusvæði og tenging myndast milli menningarbygginganna, og stjórnsýslunnar sem stendur hinum megin við gjána. Þarafleiðandi verða samgöngur þar á milli mun auðveldari fyrir gangandi vegfarendur. Skiptistöðin mun fær- ast og standa við tónlistarhúsið þar sem strætisvagnarnir koma. Svæðið breikkar töluvert og gjáin sem klofið hefur bæinn til margra ára mun heyra sögunni til. Tölvuteikning af skipulagi gjárinnar í Kópavogi. Fr ét ta bl að ið /N or di cP ho to s/ G et ty Im ag es Vladimir Chernov baritónsöngvari mun syngja í Salnum í Kópavogi á rússneskri menn- ingarhátíð. Búningur verndara Níundu kazönsku Dragúnasveitar hennar keisaralegu tignar verður á sýningunni Tími Romanov-ættar- innar. Úr Purpurastellinu frá Rússlandi, sem verður á sýningunni í Gerðarsafni sem verður opnuð um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.