Fréttablaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 50
Vex í allar áttir
Sennilega hefur ekkert bæjarfélag stækkað jafnhratt
síðustu árin og Kópavogur. Næsta vor hefjast
byggingaframkvæmdir við Vatnsendasvæðið.
14 ■■■ { Kópavogur }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Íbúðabyggð í Kópavoginum hefur
vaxið hratt síðustu árin og virðist
ekkert lát vera þar á. Kópavogur á
mikið land sem ekki hefur verið
nýtt undir byggingar til þessa, en
breytingar hafa orðið á síðustu
árum og nú er unnið að því að
skipuleggja byggð á öllu lausu
landi sem tilheyrir Kópavogi. Lóð-
um var nýlega útdeilt við Vatns-
endasvæðið og næst á dagskrá er
að koma upp byggð á Kópavogs-
túni.
Tillaga var samþykkt í vikunni í
bæjarstjórn að aðalskipulagi að
Kópavogstúni. Tillagan hafði verið
afgreidd í skipulagsnefnd í síðustu
viku og búast má við að fljótlega
verði lóðir þar auglýstar til úthlut-
unar. Skipulagið sætti nokkurri
gagnrýni þegar það var auglýst
upphaflega og skipulagsnefnd varð
við þessum athugasemdum, enda
telur nefndin það mikilvægt að
virða óskir íbúana.
„Við fengum athugasemdir sérstak-
lega um miðsvæðið á túninu sem er
í eigu ríkisins, en svæðið er þrí-
skipt,“ segir Gunnsteinn Sigurðs-
son, formaður skipulagsnefndar og
skólastjóri Lindaskóla. „Í kjölfarið
tókum við þá ákvörðun að fresta
gildistöku skipulags á því svæði, og
verður það tekið til umræðu á
væntanlegu íbúaþingi í nóvember,“
segir Gunnsteinn. Athugasemdir
komu meðal annars frá ríkisspítal-
anum og hefur Kópavogsbær gert
samning við spítalann um að vinna
að þessu svæði í sameiningu. „Það
er unnið að lausn sem báðir aðilar
geta sætt sig við,“ segir Gunn-
steinn.
Aðrar athugasemdir komu frá leik-
skólanum Urðarhóli sem stendur á
svæðinu. Í tillögunni stóð til að
leggja niður hluta sem heitir
Stubbasel, en vegna fjölda athuga-
semda ákvað skipulagsnefnd að
gera það ekki. „Við hlustum á skoð-
anir og óskir íbúanna,“ segir Gunn-
steinn.
Næst á dagskrá segir Gunnsteinn
vera svæðið við Rjúpnahæð. Að-
spurður segir Gunnsteinn þó að
nokkur ár séu í það að búið verði
að byggja á öllu því landi sem til-
heyrir Kópavogi, en Kópavogur
nær frá Kársnestá upp að Elliða-
vatni.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/V
al
li
Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri
Lindaskóla, er formaður skipulags-
nefndar Kópavogsbæjar.
Við Vatnsendasvæðið mun meðal annars rísa íþróttahús og hesthús.Skipulagsteikning af Kópavogstúni sem samþykkt hefur verið af bæjarstjórn.