Fréttablaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 64
Umsjón: nánar á visir.is Ávöxtun á celsíus Prentvillur eru nokkuð sem alltaf getur komið fyrir. Þær eru hins vegar misskondnar. Ein slík rataði í titil tölvupósts greiningardeildar KB banka þar sem stóð Sérrit – kuldabréf. Þarna átti að sjálfsögðu að standa skuldabréf. Fyrirbærið kuldabréf hefur ekki sést áður, en aldrei að vita að hinn frjói fjármála- markaður taki upp á að gefa út slík bréf. Voru menn að gantast með það að líklegt væri að ávöxtun kuldabréfa yrði í gráðum á celsíus. Fahrenheit- skalinn þótti reyndar einnig koma til greina þar sem kuldabréf með ávöxtun á fahrenheit væru með pósitífri tölu þegar hrollur væri farinn að fara um fjárfesta kluda- bréfa með ávöxtun á celsíus. Þeir sem vildu tryggja sig fyrir nei- kvæðri ávöxtun myndu þó senni- lega vilja hafa þau á kelvin. Buffet í hólf og gólf Dagens Industri fjallaði um það að frægasti fjár- festir heims, Warren Buffet, ætti orðið hlut í fyrir- tækinu Pergo sem þekkt er hér á landi fyrir park- ett. Það er fjárfestingarfélagið Threadneedle sem keypt hefur hlut í Prego, en það félag er í eigu American Express sem sjóður Buffets, Berkshire Hathaway, er stór hluthafi í. Það er því farin að þynnast tengingin við að Buffet hafi eitt- hvað með þá ákvörðun að gera að kaupa í Pergo. Buffet er þekktur fyrir að fjárfesta í vel reknum fyrirtækjum með stöðugan rekstur þegar verð hlutabréfa í þeim er lágt samkvæmt greiningu hans. Pergo hefur hækkað mikið á sænska markaðn- um, en Affärsvärlden, sem birtir kaup og söluráðgjöf, mælir með sölu á bréfunum. Upphæðirnar eru heldur ekki vísbending um að hér sé um hefðbundna Buffet-fjárfestingu að ræða. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.523 Fjöldi viðskipta: 224 Velta: 2.255 milljónir +0,84% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... > Útlán Íbúðalánasjóðs jukust á milli mánaða í september og námu rúmum 7,5 milljörðum króna. Það er 30 prósenta aukning frá fyrri mánuði. > Rafmangsveita ríkisins hefur gefið út skuldabréf fyrir milljarð króna. Skuldabréfin eru gefin út til fimm ára. Vextir greiðast einu sinni á ári en höfuðstóll með einni afborgun hinn 1. september 2010. > Ný Apple-verslun verður opnuð að Laugavegi 182 fyrir áramót. Er það glerhúsið fyrir ofan Skeljung þar sem Kauphöll Íslands er til húsa. > Hagnaður alþjóðlega Apple fé- lagsins var 26 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og fjórfaldaðist milli ára. Mega þeir þakka vinsældum IPod fyrir árangurinn. 28 13. október 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 40,90 +0,00% ... Bakkavör 42,40 +0,50% ... FL Group 14,10 +2,60% ... Flaga 3,01 +0,30% ... HB Grandi 9,35 +0,00% ... Íslandsbanki 14,75 +1,40% ... Jarðboranir 21,90 +2,80% ... KB banki 590,00 +0,70% ... Kögun 54,00 +0,90% ... Landsbankinn 21,20 +0,50% ... Marel 63,80 +0,00% ... SÍF 4,55 +2,00% ... Straumur 13,00 +2,00% ... Össur 86,00 +0,60% FL Group +2,92% Jarðboranir +2,82% SÍF +2,02% Atorka Group -1,72% Nýherji -1,48% Mosaic Fashions -1,00% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Einar K. Guðfinnsson mælist til þess að Seðla- bankinn auki gjaldeyris- kaup sín til að vinna gegn styrkingu krónunnar. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra vill að Seðlabanki Ís- lands auki gjaldeyriskaup sín enn meira en hann hefur gert á árinu, til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð bankans. Það myndi hafa þau já- kvæðu áhrif, til skemmri tíma litið að minnsta kosti, að gengi íslensku krónunnar lækkaði. Einar segir ekki búið að taka ákvörðun um þetta í ríkisstjórn- inni en hann muni beita sér í mál- inu. Hans skylda sé sú að koma til móts við eðlilega gagnrýni útflutn- ingsfyrirtækja á hátt gengi krón- unnar með raunhæfum aðgerðum. Samhliða þessu þurfi að huga að því hvort hækka eigi bindiskyldu fjármálastofnana. Það gæti dregið úr útlánum þeirra. Einnig þurfi breyta umgjörð íbúðalánanna og ná utan um umfang þeirra. Í því samhengi sé verið að skoða starf- semi Íbúðalánasjóðs. Sjávarútvegsráðherra fjallaði einnig um þetta á aðalfundi Sam- taka fiskvinnslustöðva síðastliðinn föstudag. Þar sagði hann ekki óeðlilegt að marka stefnu um gjaldeyriskaup Seðlabankans til nokkurs tíma „til dæmis með það að markmiði að kaupin gætu nálg- ast einhverja þá upphæð sem svar- ar til þess sem útlendingar hafa verið að gefa út af íslenskum skuldabréfum“. Þessi aðferð gæti náð því markmiði að veikja raun- gengi íslensku krónunnar. Í dag kaupir Seðlabankinn gjaldeyri á innlendum millibanka- markaði fyrir 2,5 milljónir Banda- ríkjadala dag hvern. Það jafngildir um 153 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dalsins í gær. Áætlanir bankans kveða á um kaup á 160 milljónum dala frá september til ársloka. Það eru tæpir tíu milljarðar króna. Í fyrra- dag var búið að gefa út erlend skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um 80 milljarða. Sérfræðing- ar spá áframhaldandi útgáfu vegna mikils vaxtamunar við út- lönd. Seðlabankinn þyrfti sam- kvæmt þessu að kaupa mun meira af gjaldeyri ef upphæðin á að svara til þess sem gefið hefur ver- ið út af skuldabréfum í íslenskum krónum eins og sjávarútvegsráð- herra nefnir. bjorgvin@frettabladid.is Einar K. vill veikja krónuna KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands út- vegsmanna, segist ekki vera tals- maður þess að Ísland gangi inn í Evrópusambandið eins og skilja mátti á frétt á for- síðu Markaðarins í gær. Hann hafi velt upp þeim möguleika að taka upp evruna ein- hliða sem lögeyri á Íslandi án þess að ganga í Evr- ópusambandið. Friðrik segir þess virði að velta þessum möguleika upp í ljósi þeirrar stöðu sem útflutnings- greinarnar eru í – meðal annars vegna hás gengis krónunnar. Nokkrir hagfræðingar hafi sagt að þessa leið skorti trúverðug- leika og sé jafnvel óraunhæf en hann sé ekki tilbúinn að skrifa undir það umhugsunarlaust. Seðlabanki Evrópu myndi hvort sem væri ekki taka tillit til hag- sveiflunnar hér á landi við vaxta- ákvarðanir sínar þó Ísland ætti beina aðild að stjórnun bankans. Hagkerfið hér sé svo smátt í sam- anburði við evrulöndin. Friðrik segir sérfræðinga halda því fram að erlend skulda- bréfaútgáfa í íslenskum krónum geti aukið enn frekar á gengis- sveiflur krónunnar. Ástæða sé til að bregðast við núverandi ástandi. – bg Verðbólga innan ársins er orðin jafnmikil og hún var allt árið í fyrra þegar hún var um 3,9 pró- sent frá byrjun árs til ársloka. Hagstofan birti í gær vísitölu neysluverðs fyrir október og hækkaði verðbólgan um 0,61 prósent á milli mánaða. Er hækkunin innan þeirra marka sem greiningardeildir bankanna spáðu en þær gerðu ráð fyrir að hún yrði á bilinu 0,4-0,7 prósent. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að áhrif verðhækkana á fasteignum, meðal annars á landsbyggðinni, hafi verið meiri en búist var við. Á ársgrundvelli mælist nú verðbólga 4,6 prósent og lækkar lítillega frá fyrra mánuði. Hún er yfir efri mörkum verðbólgu- markmiðs Seðlabanks, sem eru fjögur prósent. - eþa Stjórnendur sænska lífeyrissjóðs- ins Andra AP-Fonden (AP2) hafa aukið hlut sinn í Skandia upp í 3,5 prósent og skora á Old Mutual að falla frá yfirtökuáformum sínum í sænska fjármálafyrirtækið. Einnig hafa þeir þrýst á fjárfestingarfélag- ið Cevian Capital, samstarfsaðila Straums-Burðaráss, að hætta stuðn- ingi sínum við áform Old Mutual en Cevian er að 45 prósent í eigu A0P2. „Stjórn Old Mutual hlýtur að átta sig á því að það er best að falla frá boðinu. Tilboðið er bæði lélegt og fjandsamlegt,“ segir Lars Ider- mark, hjá AP2 í spjalli við Dagens Industri. Í fyrstu var talið að Old Mutual þyrfti að fá samþykki 90 prósent hluthafa en nú er talið líklegt að fé- lagið láti 75 prósent duga. Formlegt yfirtökutilboð var lagt fram um helgina sem gildir fram í nóvember. Þótt fleiri hópar hafi lýst and- stöðu sinni við tilboðið er AP2 fyrsti úr „nei-hópnum“ sem kaupir hluta- bréf í Skandia til að styrkja stöðu sína. DI veltir því fyrir sér hvort til- gangur sjóðsins sé fremur pólitísk- ur en að stuðla að bestu ávöxtun fyrir sjóðsfélaga. Um 1,3 milljónir Svía eru í við- skiptum við Skandia og hugsa margir með hryllingi til þess að fé- lagið endi í klónum útlendinga. Straumur-Burðarás á um 4,6 pró- sent í Skandia og hefur lýst því yfir að hann taki tilboðinu. - eþa EINAR K. GUÐFINNSSON Sjávarútvegsráðherra telur sér skylt að koma með tillögur að raunhæfum aðgerðum til að veikja gengi krónunnar og koma þannig til móts við gagnrýni útflutningsgreinanna. FRÉTTAB LAÐ IÐ /TEITU R Andstæ›ingar blása til sóknar Sænskur lífeyrissjó›ur vill verja Skandia. Ver›bólga töluver› FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Sko›a evru en ekki ESB Framkvæmdastjóri LÍÚ vill kanna kosti fless a› taka upp evru án a›ildar a› ESB. SLAGURINN HARÐNAR AP2 hefur aukið hlut sinn í Skandia og þrýstir á aðra hluthafa að hafna tilboði Old Mutual.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.