Fréttablaðið - 13.10.2005, Síða 65
FIMMTUDAGUR 13. október 2005
„Þetta er mjög spennandi tæki-
færi. Ég kem með sama hætti að
fyrirtækinu og áður og ekki
stendur til að breyta miklu á
næstunni þótt auðvitað séu ýms-
ar hugmyndir í gangi,“ segir
Svava Johansen kaupmaður, sem
hefur fest kaup á hlut Bolla
Kristinssonar í verslunarkeðj-
unni NTC og á því fyrirtækið að
fullu.
NTC er ein stærsta tískuversl-
anakeðja landsins og rekur meðal
annars fjórtán verslanir í Kringl-
unni, við Laugaveginn og í
Smáralind. Þekktasta verslun
NTC er Sautján en meðal annarra
má nefna Deres, Evu og Retro.
Fyrirtækið hóf starfsemi sína
fyrir nærri þrjátíu árum og hef-
ur vaxið jafnt og þétt. Stærstur
hluti verslana NTC er í verslana-
miðstöðinni Kringluni, alls tíu
verslanir.
Svava segir að spennandi tím-
ar séu í smásöluverslun: „Árið er
eitt það besta í sögu fyrirtæks-
ins. Veltan hefur aukist bæði með
tilkomu nýrra verslana og í eldri
verslunum,“ segir Svava.
Viðræður hafa staðið milli
þeirra Bolla og Svövu um nokkra
hríð. NTC hefur skilað ágætum
rekstrarhagnaði á síðustu árum
samkvæmt heimildum.
- eþa
www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
29
67
8
09
/2
00
5
Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070
Við viljum bjóða þér meira
en þú hefur látið þig
dreyma um
Heilsársdekk Krómgrind
á afturljós
Vindskeið Aurhlífar Dráttarbeisli
Í samstarfi við
RAV4 aukahlutapakki að andvirði 185.000 kr. fylgir með
Nú færð þú glæsilegan RAV4 með veglegum aukahlutapakka að andvirði
185.000 kr., heilsársdekk, dráttarbeisli, vindskeið, aurhlífar og krómgrind á
afturljós. Komdu, prófaðu RAV4 og upplifðu meira en þú hafðir látið þig
dreyma um. Þú gerir ekki betri kaup fyrir veturinn!
Verð frá 2.690.000 kr.
Mánaðarleg greiðsla frá 35.990 kr.*
* m.v. 10% útborgun og 84 mánaða bílasamning hjá Glitni.
Svava kaupir Sautján-veldi›
Bolli Kristinsson selur öll hlutabréf sín.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI