Fréttablaðið - 16.10.2005, Page 28

Fréttablaðið - 16.10.2005, Page 28
8 ATVINNA 16. október 2005 SUNNUDAGUR „Ég aðstoða við útsendingu og er ein af þeim sem koma fréttunum í loftið. Ég hjálpa líka til við að finna myndefni fyrir fréttirnar og svara símtölum. Svo hjálpa ég fréttamönn- unum og öllum sem vinna hérna. Ég geri bara það sem þarf að gera hverju sinni,“ seg- ir Sigríður. Hún segir að starfið sé mjög breytilegt dag frá degi. „Oft getur verið mik- ið stress en stundum koma líka rólegir dag- ar.“ Sigríður kláraði menntaskóla síðasta vor og er tiltölulega nýbyrjuð að vinna sem skrifta. „Ég er búin að vera í þessu í svona einn og hálfan mánuð og mér finnst þetta ofsalega skemmtilegt starf. Ég er líka að vinna með mjög skemmtilegu fólki og hitti mikið af skemmtilegu fólki í gegnum vinn- una.“ Sigríður segir að þó að starfsheitið sé kannski svolítið villandi þá hafi það örugg- lega einhvern tímann lýst starfinu vel. „Ég held að áður fyrr hafi falist meiri skriftir í þessu starfi, en það er ekki svoleiðis lengur. Starfið felst miklu meira í því að vera á ferð- inni en að sitja og skrifa.“ Sigríður hleypur reyndar ekkert mikið um í vinnunni þessa dagana því hún er fót- brotin. „Ég sit að mestu við skrifborðið mitt núna og vinn það sem ég þarf að gera í tölvu. Það er svolítið hlegið að mér í vinnunni af því að ég er skrifta á hækjum.“ emilia@frettabladid.is Sigríður er á hækjum í vinnunni þessa dagana. Skr‡ti› a› vera skrifta á hækjum Sigríður Halldórsdóttir er skrifta á fréttastofu Sjónvarpsins. Hún segir að starfið felist meira í því að hlaupa um og redda hlutum en að sitja við skriftir. Á næstunni hefst starf í nýstofnuðum skóla fyrir börn á aldr- inum 10-16 ára með hegðunar- og tilfinningaraskanir. Skól- inn er staðsettur í Gaulverjabæ, sem er í 12 km fjarlægð frá Selfossi. Reiknað er með að skólinn taki við fyrstu nemend- um í janúar nk. Gert er ráð fyrir að ráðningar taki gildi í byrj- un árs 2006. Í skólanum fer fram kennsla og meðferð og þjónar hann börnum og unglingum úr sveitarfélögum á Suðurlandi. Reiknað er með að skólinn taki 10-16 börn í einu. Um er að ræða tímabundið úrræði í 3-6 mánuði í senn. Áhersla er lögð á náið samstarf við heimaskóla og foreldra/forráðamanna barnanna. Meðferðarúrræðið ART (Aggression Replacement Training) verður notað við skólann og felur meðferðin í sér þjálfun í fé- lagsfærni, reiðistjórnun og siðferði. Námskeið fyrir verðandi starfsfólk skólans verður dagna 28. nóv. – 4. desember nk., frá mánudegi til laugardags. Nauðsynlegt er að væntanlegir starfsmenn geti setið námskeiðið. Starfsmenn vinna náið saman sem teymi og vinna í samstarfi við heimaskóla, foreldra, Skólaskrifstofu Suðurlands, félags- þjónustu viðkomandi sveitarfélags og aðra þá aðila sem mál nemenda varðar. Mikilvægt er að í starfsmannahópnum séu bæði karlar og konur og að starfsmenn séu tilbúnir til að takast á við ný og ögrandi verkefni og umhverfi. Störf til umsóknar: KENNARAR Kennarar sinna kennslu nemenda og taka þátt í teymisvinnu varðandi meðferð og nám barnanna. Starfið felur í sér tals- verðan undirbúning og jafnvel námsefnisgerð. Kennarar þurfa einnig að sinna gæslu nemenda í frímínútum og öðrum hlé- um. Nauðsynlegt er að bæði karlar og konur starfi við skólann og eru því karlmenn sérstaklega hvattir til að sækja um. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun. • Æskilegt að viðkomandi hafi sérhæfingu í lestrarkennslu og/eða sérkennararéttindi OG/EÐA að viðkomandi sé handlaginn og geti sinnt smíðakennslu, handverkskennslu og/eða viðgerðum á vélum og öðrum tækjum. • Rík þolinmæði og umburðarlyndi. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg. • Færni í agastjórnun. • Hæfni í kennsluáætlanagerð og teymisvinnu. • Sveigjanleiki. SKÓLALIÐI/STUÐNINGSFULLTRÚI Starfsmaðurinn sinnir aðstoð við nemendur, ræstingum og gæslu eftir þörfum. Hann er hluti af teymi skólans og situr fagfundi eftir því sem þörf er á. Nauðsynlegt er að bæði karl- ar og konur starfi við skólann og eru því karlmenn sérstaklega hvattir til að sækja um. Menntunar- og hæfniskröfur: • Reynsla og færni í ræstingum. • Vandvirkni og skipulagshæfni. • Rík þolinmæði og umburðarlyndi. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg. • Sveigjanleiki. Laun eru skv. kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga og launanefndar sveitarfélaga og miðast við álag í starfi og um- fang starfs. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. október 2005 og skulu umsóknir sendar til Skólaskrifstofu Suðurlands merktar: Skólaskrifstofa Suðurlands v/Gaulverjaskóla Austurvegi 56 800 Selfoss Nánari upplýsingar veita Kristín Hreinsdóttir, forstöðumaður Skólaskrifstofu Suður≠lands í síma 482 1905 og 862 9905, netfang: khreins@sudurland.is og Ragnar S Ragnarsson sál- fræðingur í síma 482 1905, netfang: ragnarr@ismennt.is. Kennari og stuðningsfulltrúi óskast að Gaulverjaskóla skóla- og meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga á Suðurlandi Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 STARFSMAÐUR Í SÍMSVÖRUN Laust er til umsóknar hálft starf símavarðar á upplýsingaskrifstofu. Upplýsingaskrifstofan hefur m.a. það hlutverk að þjónusta aðal- símanúmer Háskólans og hafa umsjón með póstdreifingu, auk almennrar upplýsinga- þjónustu við nemendur og gesti skólans. Leitað er að starfsmanni með þjónustuvilja og hæfni í samskiptum. Gott vald á íslensku og færni í ensku og Norðurlandamáli er skil- yrði. Reynsla af símsvörun er æskileg. Umsóknarfrestur er til 31. október 2005. Nánari upplýsingar: Þóra M. Pálsdóttir, starfsmannasviði í síma 525 5220, netfang thp@hi.is. Sjá nánar á www.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is Starfsmaður óskast Salathúsið óskar að ráða röskan, stundvísan og já- kvæðan starfsmann til almennra framleiðslustarfa í salatgerð þess í Reykjavík. Umsókn sendist til Salathússins ehf. á netfangið: eggert.g@mata.is Help wanted Salathúsið is seeking a person to work in its salad factory in Reykjavík. Person must be hygienic, punctual and positive. Please send applications to eggert.g@mata.is Vaktmaður – næturvinna Viljum ráða til okkar vaktmanneskju til eftirlits- og þjón- ustustarfa á nóttunni. Unnið er aðra hvora viku en frí hina. Um fullt starf er að ræða, ráðið verður í starfið fljótlega. Næturræstingar Óskum eftir starfsfólki til ræstinga að nóttu til, frá kl 4.00 e.m. Unnið er í 7 daga og síðan frí í 7 daga. Æskilegt aldurstakmark 25 ára, þó ekki skilyrði. STUÐNINGSFJÖLSKYLDUR ÓSKAST FYRIR FÖTLUÐ BÖRN Svæðisskrifstofa Reykjaness leitar eftir að ráða fjöl- skyldur eða einstaklinga sem eru tilbúin til að ger- ast stuðningsfjölskyldur í tvo til þrjá sólarhringa á mánuði fyrir fötluð börn búsett á stórhöfuðborgar- svæðinu. Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að létta álagi af fjölskyldu fatlaðs barns. Nánari upplýsingar um starf stuðningsfjölskyldu eru veittar á skrifstofutíma í síma 525-0900. Umsóknar- eyðublöð má nálgast á skrifstofu okkar að Fjarðar- götu 13-15 eða á heimasíðunum www.smfr.is og www.starfatorg.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.