Fréttablaðið - 16.10.2005, Síða 30

Fréttablaðið - 16.10.2005, Síða 30
10 ATVINNA 16. október 2005 SUNNUDAGUR Fararstjóranámskeið Apollo í Egyptalandi Norræna ferðaskrifstofan Apollo hefur hafið starfsemi á Ís- landi og stefnir að því að ráða í sína þjónustu íslenskumæl- andi fararstjóra. Apollo efnir árlega til námskeiðs fyrir verð- andi fararstjóra og næsta námskeið verður haldið í Egypta- landi í lok janúar. Ef þú uppfyllir neðangreindar kröfur er þér velkomið að sækja um aðgang að námskeiðinu með því að senda um- sókn á dönsku, norsku eða sænsku á netfangið langferdir@langferdir.is. • Ert á aldrinum 21-35 ára. • Talar góða dönsku/norsku/sænsku og ensku.og hefur helst búið í einu Norðurlandanna. • Hefur lokið stúdentsprófi. • Hefur starfsreynslu úr þjónustustörfum. • Hefur bílpróf. Námskeiðið verður haldið í Hurghada í Egyptalandi 19. jan.- 9. feb. 2006. Námskeiðsgjald er 101.000 kr. og innifalið er allar ferðir, dvöl í 2ja manna herbergi á 4ra stjörnu hóteli, hálft fæði kynnisferð til Kaíró, námsgögn og tryggingar. Að námskeiðinu loknu er þáttakendum ekki tryggð vinna hjá Apollo en eðlilega munu umsóknir þeirra liggja efst í umsóknarbunkanum. Stefnt er að því að ráða a.m.k. þrjá íslensku mælandi fararstjóra til starfa næsta sumar. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.apollorejser.dk (Om Apollo – Rejselederskolen). Bílstjóri óskast Mata óskar eftir að ráða skemmtilegan, röskan og þjónustulundaðan starfsmann í útkeyrslu á vörum þess í verslanir og til annara viðskiptavina auk þess að aðstoða við vörutiltektir og almenn lagerstörf þegar það á við. Áhugasamir sendi umsókn til Mötu ehf. á netfangið: eggert.g@mata.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.