Fréttablaðið - 16.10.2005, Side 33

Fréttablaðið - 16.10.2005, Side 33
13 ATVINNA SUNNUDAGUR 16. október 2005 Lögfræðingarnir munu starfa við fjölbreytt verkefni og fá tækifæri til faglegrar þróunar. Störfin fela í sér samskipti við eftirlitsskylda aðila og viðskiptavini þeirra og úrlausn ýmissa mála vegna eftirlits með viðskiptaháttum. • Vátryggingamarkaður. Í starfinu felst m.a. eftirlit með viðskiptaháttum, vátryggingaskilmálum, upplýsingagjöf og framkvæmd réttarreglna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rúnar Guðmundsson, sími: 5252 700. • Verðbréfamarkaður. Í starfinu felst m.a. eftirlit með viðskiptum á markaði, samstarf við Kauphöllina og rannsókn mála sem varða td. innherjaviðskipti, markaðsmisnotkun og yfirtökur. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlynur Jónsson, sími: 5252 700. FME er vinnustaður með hátt menntunarstig og öfluga liðsheild. Lögð er áhersla á frumkvæði, opinn stjórnunarstíl, símenntun og skýra verkefnaábyrgð. Starfsfólkið er helsta auðlind FME. Vinnuumhverfið er skemmtilegt og einkennist af fjölbreytni og þverfaglegri samvinnu. Fjármálamarkaður einkennist af örum breytingum og að því leyti munu lögfræðingarnir taka virkan þátt í mótun á starfsemi FME. Æskilegir eiginleikar sem horft er til: • Reynsla og þekking sem nýtist í eftirliti á fjármálamarkaði • Frumkvæði, metnaður og hæfni til þátttöku í hópvinnu Umsóknarfrestur er til 25. október. Umsóknir og starfsferilsskrá berist til Huldu Guðmundsdóttur, Fjármálaeftirlitinu, Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík eða á netfangið hulda@fme.is Fjármálaeftirlitið (FME) auglýsir eftir tveimur lögfræðingum. Annars vegar til starfa á verðbréfamarkaði og hins vegar á vátryggingamarkaði.LÖGFRÆÐINGAR Atvinna – lager Sindra-Stál hf óskar að ráða traustan og duglegan starfsmann í vöruhús, þarf að hafa lyftarapróf. Æskilegt er að viðkomandi hafa einhverja reynslu og þekkingu í málmiðnaði og geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða framtíðarstarf. Umsóknir sendist: Sindra-Stál hf, Klettagörðum 12, 104 Reykjavík – merkt: Vöruhús eða með tölvupósti verkstjori@sindri.is Sindra-Stál hf. þjónar íslenskum fyrirtækjum með stál, málma, verkfæri, vélar og festingavörur í hæsta gæðaflokki. Fyrirtækið vill vera þekkt sem góður og eftirsóttur vinnustaður. Íþróttaskóli HK hefst 19. október Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 3 til 6 ára. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á virka hreyfingu þar sem börnin taka þátt í ýmsum þroskandi leikjum, leysa þrautir og æfingar sem efla hreyfiþroskann. Ásamt því að allir skemmti sér vel. Tveir tímar verða í boði annars vegar frá klukkan 16:20 til 17:10 og hins vegar frá klukkan 17:10 til 18:00. Um er að ræða 8 skipti, frá 19. október til 7. desember, og verð er kr. 5.000. Íþróttaskólinn verður eins og áður í íþróttahúsi Kársnesskóla Skráning fer fram á staðnum eða hjá Magnús Orra í síma 848-2858 eftir kl. 16 á daginn. Einnig er hægt að hafa samband á netfangið magnusos@smsk.kopavogur.is. AÐALFUNDUR KTÍ. Boðað er til aðalfundar Kælitæknifélags Íslands þriðju- daginn 18. október 2005. Fundurinn verður á Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38 kl. 19:30. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum Kælitækni- félags Íslands. Tvær kynningar verða að aðalfundarstörfum loknum. 1. Stöðuleiki við geymslu og flutning frosinna matvæla - hitasveiflur og rekjanleiki. Kynning : Sigurjón Arason. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. 2. Rakavandamál í frystigeymslum og lausnir. Kynning: Sigurður J. Bergsson Kælitækni h.f. Stjórn Kælitæknifélags Íslands. F.h. Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins (SORPU) er óskað eftir tilboðum í sorpböggunarpressu. Pressan skal afkasta að minnsta kosti 45 tonnum af sorpi á klukkustund miðað við sorp sem er með þéttleika 150-200 kg/m3. Útboðsgögn á ensku fást á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns (VGK) Laugavegi 178. Tilboðum skal skilað til VGK eigi síðar en 11. nóvember kl. 16:00.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.