Tíminn - 13.08.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.08.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 13. ágúst 1975 Mjöl- oq lýsisnýtíng loðnunnar í láamarki BORGARlBKHÚS Grunnteikning af Borgarleikhúsinu. Þannig er Borgarleikhúsið útlits á skipulagsuppdrætti af Kringlubæn- um. Kostnaður við smíði nýja Borgarleik- hússins 940 milljónir BH-Reykiavik. — Við viljum endilega, að kannaðir séu mögu leikarnir á þvi að veiða loðnu fyrir norðan, cn við vildum alls ekki taka á móti meiru af þessari lélegu loðnu, sem við vorum búnir að fá i alltof miklu magni til þess að við gætum taliö, að lengur væri um tilraunaveiðar að ræða. Þaö var llka algerlega óþarfi af skip- stjórunum að láta það koma flatt Kekkonen kemur í dag Kekkonen Finnlandsfor- seti kemur i einkaheimsókn til tslands i dag. Áætlað er að flugvél forsetans lendi á Reykjavikurflugvelli klukkan 11. Forseti Islands býður Kekkonen til hádegisverðar á Bessastöðum, en eftir há- degið fer Finnlandsforseti til Vestmannaeyja, og einnig mun hann i dag skoða finnsk viðlagasjóöshús i Mosfells- sveit. Á morgun heldur Kekkonen til Akureyrar og skoðar þar sútunarverk- smiðju Sambandsins, en hún hefur haft nána samvinnu við finnska fyrirtækið Friitala, sem keypt hefur mikið af skinnum héðan. Ef timi gefst til mun forsetinn einnig skoða fataverk- smiðjuna Heklu, sem m.a. hefur saumað skinnfatnað. Eftir Akureyrarheim- sóknina heldur Finnlands- forseti til veiða i Viðidalsá. t Reykjavik gistir Kekkonen á Hótel Sögu. Gsal—Reykjavik — Náttúruauð- lindir og hagvöxtur — takmörk, árekstrar og atþjóðieg samvinna, nefnist aðalumræðuefnið á 22. móti norrænna hagfræöinga, sem haldiö verður að Hótel Loftleiðum Ferðaskrifstofa rlkisins opnar sérstaka landkynningaskrifstofu i húsnæði Norðurlandanna i 75 Rockefeller Center I New York um áramótin og hefur þar sér- stakan starfsmann, samkvæmt ákvöröun samgönguráðherra. Norðurlandaþjóðirnar hafa rekið sameiginlega land- kynningaskrifstofu i New York og Los Angeles um nokkurra ára skeið. Samstarf þetta hefur geng- ið vel og hefur bandarfskum ferðamönnum fjölgað mjög á Norðurlöndum. tsland var þátttakandi i þessu samstarfi fram yfir áramótin 1974, en þá var samstarfinu sagt upp af hálfu Islands og starfs- stúlka islenzku skrifstofunnar hætti þá störfum og kom heim. Starfsemi þess hafði kostáð Ferðaskrifstofu rikisins nokkurt fé og starfiö verið m jög árangurs- rikt. Þeir aðilar, hér á landi, sem annast fyrirgreiðslu erlendra upp á sig um seinustu helgi, að við tækjum ekki við þessu. Þeir voru aðvaraðir viku áður. Þannig komst Jón Reynir Magnússon, verksmiðjustjóri sildarverksmiðju rikisins að orði, þegar Timinn ræddi við hann i gær. — Raunveruleg forsaga málsins, sagði Jón Reynir, er sú, að þann 1. ágúst fór Hafrannsóknastofn- unin þess á leit við sjávarútvegs- ráðuneytið, að veiðar á loðnu minni en 12 sm væru bannaðar, og var þetta erindi lagt fyrir Fiski- félagið, þar sem það mun liggja enn,a.m.k. er ekki komin reglu- gerðum þetta. Daginn eftir', þann 2. ágúst, komu loðnuskipin tvö inn,og þá tilkynntum við þeim, að við myndum ekki taka við meiru af þessu. Okkur fannst ekkert vit i að halda þessu smáfisksdrápi áfram, auk þess sem það var af- skaplega erfitt að vinna þetta. Um þessa helgi erum við búnir að fá 2500 lestir af smáloðnu, sem er svo léleg, að aðeins 13,6% koma út úr mjölnýtingunni og innan við 2% I lýsisnýtingunni, en um seinna atriðiö er raunverulega erfitt aö segja, þvi að lýsið var það lftið, að það mældist varla. Eðlileg lýsisnýting er 7-8%, þegar loðnan er góð. — Við þetta áhugaleysi okkar á áframhaldandi nýtingu, sagði Jón Reynir að lokum, bætist það, að loðnuverðið er ekki komið enn, og það er ekkert óhugsandi að það sé á þann veg, að engan veginn borgi sig að vinna þetta. Loðnuskipin tvö, Árni Sigurður og Eldborg, héldu frá Siglufirði strax að löndun lokinni i gær, og vissu menn nyrðra ekki betur en þau væru á suðurleið. dagana 14.-16. ágúst. Er þetta i fyrsta sinni, er norrænt hagfræð- ingamót er haldið hér á landi. Fjallað hefur verið um eitt aðalefni á siðustu mótum nor- rænna hagfræðinga, og er að ferðamanna, þótti þetta mjög miður og töldu þetta skref aftur á bak, þar sem allar þjóðir, hvar sem er I heiminum, verja miklu fé til landkynningastarfsemi. Upplýsingastarfið vestra hefur aö undanförnu mest beinzt til skrifstofu aðalræðismannsins i New York og Sendiráðsins i Washington, svo og hingað heim til Ferðaskrifstofu rikisins. Haustið 1974 fól Sam- gönguráðuneytið Birni Vil- mundarsyni, forstjóra Ferða- skrifstofu rikisins, að leita eftir samstarfi um þessi land- kynningamál að nýju og þá um leið að leita eftir hagkvæmari kjörum, en áður. Mál þetta hefur siðan verið á dagskrá á nokkrum fundum for- stjóra rikisferðaskrifstofanna á Norðurlöndum og hefur nýlega verið gengið frá samningi um, að Ferðaskrifstofa rikisins komi aftur inn i samstarfið frá 1. janúar 1976. Fyrirlestur um íslenzka húsagerð fyrr og nú í „opna húsinu” i Norræna húsinu á fimmtudaginn kl. 20.30. heldur Hörður Agústs- in, skólastjóri, fyrirlestur um islenzka húsagerð i fortið og nútið og sýnir skuggá- myndir til skýringar. Fyrirlesturinn veröur fluttur á dönsku. Ennfremur verður sýnd kvikmynd Osvaldar Knudsens — Sveitin milli sanda — með norsku tali. t anddyri hússins hefur verið komið fyrir ljósmynda- sýningu Harðar Agústssonar um islenzka torfbæinn. Þessar myndir voru á farandsýningu SOM um Norðurlönd 1974. t sýningarsölum i kjallara stendur yfir sýningin HOSVERND og verður hún opin þetta kvöld til kl. 22.00 og verður þá samfelld sýning á litskyggnum Gunnars Hannessonar af húsum i Reykjavik, þar sem m .a. er að sjá röð mynda, sem hann tók. er verið var að mála Bernhöfts torfuna. Hörður Ágústsson veröur væntanlega einnig til leiðbeiningar á sýningunni þetta kvöld að loknum fyrir- lestrinum. Sýningin er aðra daga opin kl. 12:00-19.00 og eru þá einnig sýndar litskyggnur hvern dag um Islenzka byggingarlist. Aö venju verður Norræna húsið opið frá kl. 20-23 þetta kvöld. Bókasafnið verður opið, en þó ekki til útlána. Kaffistofan verður opin allt kvöldið. þessu sinni valið efni, sem á und- anförnum árum hefur verið mjög til umræðu. Það kom fram á blaðamannafundi, sem hagfræð- ingar buðu til, að efni þessa fund- ar ætti sérstakt erindi til allra Norðurlandanna og ekki sizt ís- lands. „Þetta umræðuefni höfðar sérstaklega til okkar Islendinga, þar sem við byggjum okkar efna- hagslif upp á fáum og raunar við- kvæmum þáttum náttúruauð- linda”, sagði Jónas Haralz, sem er formaður undirbúningsnefnd- ar mótsins. Haldin verða fram- söguerindi og gagnrýniserindi og verður einn fyrirlesari frá hverju Noröurlandanna, auk eins auka- fyrirlesara. Aðalfyrirlesari af Is- lendinga hálfu verður Bjarni Bragi Jónsson, formaður áætlun- ardeildar Framkvæmdastofnun- ar rikisins, og mun erindi hans fjalla um auðlindanotkun og auð- lindasköttun. A mótinu mun ólafur Daviðs- son flytja sérstakt erindi um is- lenzka efnahagsþróun. Það kom fram á fundinum að viðhorf hagfræðinga til aðalum- ræðuefnisins er talsvert á annan veg en þær skoðanir sem hávær- astar hafa verið i fjölmiðlum á undanförnum mánuðum, þ.e. þær fælu i sér meiri bjartsýni um þessi mál en fram hefði komið i fjölmiðlum. Gert er ráð fyrir 350 gestum til mótsins, en milli 50 og 60 tslend- ingar munu sitja það. Fyrsta nor- ræna hagfræðingamótið vr hald- ið I Gautaborg árið 1863. Matthias A. Mathiesen, fjár- málaráðherra mun setja mótið. BH—Reykjavik — Tillögur bygg- inganefndar borgarinnar að nýju Borgarleikhúsi, likan og teikning- ar hafa verið lögö fyrir borgar- ráð. Áætlaður kostnaður við bygginguna mun nema tæpum milljarði, eða um 940 milljónum króna. Borgarleikhúsinu er ætlaður staður i Kringlubænum, en það er heiti nýja miðbæjarins manna á Ólafur G. Einarsson, alþm., stjórnarformaður Oliumalar hf. hafði samband við Timann og lýsti undrun sinni á yfirlýsingum Sigfúsar Thorarensen verk- fræðings hjá tstak og Hákonar Ólafssonar hjá Rannsóknastofn- Malbikun í fullum gangid ísafirði G.S.—isafirði — Malbikunar- framkvæmdir eru i fullum gangi á tsafirði þessa dagana. Lokið mun vera við að malbika Hafnar- stræti, Aðalstræti og Suðurgötu á tsafirði, einnig var hafizt handa i gær um malbikun 400 m kafla á flugvellinum. Hafinn er undir- búningur malbikunarfram- kvæmda á Seljalandsvegi en óvist er hvort þvi verki lýkur i sumar. I undirbúningi er malbikun á hafn- arsvæði tsafjarðarhafnar svo og framkvæmdir á Flateyri, Þing- eyri, Bolungarvik og malbikaður verður vegurinn milli Hnifsdals og tsafjarðar i sumar. meðal. Mun það standa suðvest- anvert i bænum á rúmgóðu svæði meö tilliti til bifreiðastæða. Teikningar að húsinu hafa gert þeir arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sig- urðsson, og er ljóst af svipmynd- um þeim, sem Timinn hefur séð, að þær eru mjög nýstárlegar, og munu eflaust vekja mikla eftir- tekt. un byggingariðnaðarins, sem birtust i blaðinu I gær i frétt um vegaskemmdir á nýja veginum austan Selfoss. Sagöist ólafur ekki vilja á þessu stigi fullyröa neitt um þaö, hvort oliumölin hafi verið gölluð, eins og látið er liggja að i viðtalinu. Hins vegar sagði hann, að jafnvel þótt oliumölin hefði verið af beztu gerð, þyldi hún ekki þá meðferð, sem hún hefur hlotið af hálfu verktakanna. I þvi sambandi benti hann á þrjú atriði: 1. Oliumölin heföi verið lögð út á blautt undirlag. 2. Rigning hefði verið meðan oliu- mölin var lögð út. 3. Strax eftir lagninguna var hleypt á veginn mestu umferð, sem á sér stað á árinu, þ.e. þeirri umferð, sem á sér stað um Verzlunarmannahelgina, i rigningu. ölafur sagði, að hér hefði verið staöið að verki á rangan hátt og væri um nægilega orsök að ræða fyrir skemmdum á olíumölinni. Benti hann á, að á myndinni, sem fylgdi fréttinni sæist greinilega, að allar skemmdir væru i ytra hjólfari, en þangað leiti vatnið. Þá sagðist Ólafur sérstaklega furða sig á yfirlýsingu Hákons Ólafssonar og sagði það ekki vera traustvekjandi, þegar verk- fræðingar á rannsóknarstofnun létu fara frá sér yfirlýsingar, án undangenginnar rannsóknar. Norrænir hagfræðingar ræða um náttúruauðlindir og hagvöxt á þingi hér n Handvömm verktaka næg ástæða fyrir vegaskemmdunum" r — segir Olofur S. Einarsson FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS OPNAR LANDKYNNINGAR- SKRIFSTOFU í NEW YORK i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.