Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. ágúst 1975 TÍMINN 3 Undirmenn greiða at- kvæði um samkomu- lagið fram á þriðjudag BH-Reykjavik. — Undirmenn á farskipum, meðlimir Sjómanna- félags Reykjavfkur,komu saman i Lindarbæ í gær kl. 2. A& sögn Hilmars Jónssonar, formanns félagsins, var fundurinn mjög fjölsóttur. Þar var fundarmönn- um kynnt efni nýja samkomu- lagsins, sem gert var með fyrir vara vió útgeröarmenn fyrra- kvöld. Strax að fundi loknum hófst atkvæðagreiðslan um samkomulagið, sem stendur til nk. þriðjudags. Að sögn Hilmars Jónssonar voru samningsaðilar sammála um að láta ekkert uppi um efni samkomulagsins að svo stöddu. Samkomulagið gerir ráð fyrir samningum til næstu áramóta. Mótmæla komu NATO- skipanna Sambandsstjórnarfundur Iðn- nemasambands tslands ályktar á þessa leið: „Sambandsstjórnarfundur INSI mótmælir harðlega komu hinna erlendu Nato-herskipa hingað til lands mánudaginn 25. ágúst. Sambandsstjórn ályktar þvi i anda 32. þings, er var á þessa leið: „Þingið fordæmir vigbúnað- arkapphlaup stórveldanna og lýs- ir þeirri skoðun sinni, að engin þjóð éigi að þurfa að hafa erlendan hér i sinu landi og krefst þess, að erlendar herstöðvar hér á landi verði lagðar niður tafar laust og ísland hætti allri þátttöku i hemaðarbandalögum. (FrálNSt) Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Tímans: Hefi ekki haft og mun ekki hafa nein afskipti af hinu nýja dagblaði FJ-Reykjavfk. — Ég hefi ekki haft og mun ekki hafa nein af- skipti af hinu nýja blaði, sem þeir Sveinn R. Eyjólfsson og Jónas Kristjánsson eru að hleypa af stokkunum, svaraði Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Timans, þegar Tlminn bar undir hann full- yrðingar i dagblöðum um að hann hefði einhver afskipti af tilkomu hins nýja blaðs og væri jafnvel hluthafi i þvi. — Ég er ekki hluthafi i þessu fyrirtæki, sagði Kristinn, og ég léti mér aldrei til hugar koma að fjárfesta i blaði, þar sem Jónas Kristjánsson er leiðara- höfundur. Eina samtalið, sem ég hef átt við blaðamann vegna þessa nýja blaðs, hélt Kristinn áfram, er, að ég hringdi einu sinni — að beiöni formanns stjórnar Blaða- prents, Sveins R. Eyjólfssonar, — i blaðamann á VIsi, og sagði honum, að ekki yrði hægt aö sinni að taka fyrir beiðni nýs dagblaðs um prentun i Blaöa- prenti. Aö ég hafi reynt að fá ein- hvern til starfa á hinu nýja dag- blaði eru helber ósannindi, enda hefur viðkomandi blaðamaður á VIsi staðfest, að það sem okkur fór á milli i framangreindu sim- tali var það eitt, sem ég hef sagt hér að framan, sagði Kristinn Finnbogason að lokum. Kristinn Finnbogason Þorskárgangurinn í slöku meðallagi Loðnuseiðin sennilega helmingi færri en í fyrra FB-Reykjavik. Reynt hefur verið að fylgjast með afkornu ungviðis nytjafisks hér við laml allt frá árinu 1970. Rannsóknaferð þessa árs i þessum tilgangi er mi lokið, en ekki hefur verið unnið úr öllum gögnum, sem liggja fyrir eftir leiðangurinn. Þrjú skip tóku þátt i lciðangrinum að þessu sinni, Bjarni Sæmundsson, Arni Friðriksson og sovézka skipið Frittjof Nansen, en þetta er fjórða árið, sem Rússar taka þátt I rannsóknunum með islenzku fiskifræðingunum. Fjórir islenzkir fiskifræðingar. Hafrannsóknastofnunarinnar tóku þátt i leiðangrinum, Hjálmar Vilhjálmsson. Eýjólfur Friðgeirsson, Vilhelmina Vilhelmsdóttir og Ólafur Karvel Pálsson. Timinn hafði samband við Hjálmar Vilhjálmsson og spurði hann um leiðangurinn og þær niðurstöður hans. sem þeg’ar liggja fyrir. Hjálmar sagði. að skipin hefðu skipt með sér verkum. þannig að rússneska skipið væri aðallega á sunnanverðu Grænlandshafi. Árni I'riðriksson var norðantil á Grænlandshafi ogá Dohrn-banka, og auk þess á hafsvæðinu vestan og norðvestanlands og á grunnslóðum norðanlands. Bjarni Sæmundsson rannsakaði svæðið út af Suðurlandi og Austfjörðum og djúpslóðir út af Norðurlandi. Þorskseiði frá klakinu i vor fundust nú á stóru svæði frá Reykjanesi vestur og norður fyrir land og ennfremur út af Aust fjörðum suður á móts við Stöðvarfjörð. Norðanlands fund- ust þorskseiði allt norður að 68 gráður norðurbreiddar og vestan- lands um það bil hálfa leið til Grænlands. Heyfengur mikill að vöxt- um en misjafn að gæðum SJ ÖB-Reykjavik. Heyskap er lokið eða að verða lokið víðast hvar á landinu. Við höfðum tal af nokkrum bændum I gær og bar þeim saman um, að heyfengur væri nokkuð mikill að vöxtum en gæðin yfirleitt ekki eftir þvi. Vot- heysverkun hefur gengið vel, en bændur aimennt hafa ekki nægi- lega góða aðstöðu til hennar. Vot- heysgeymslur þurfa að vera þannig að hægt sé að ganga inn i þær af jafnsléttu, þegar gefið er. — Sumur eins og þetta ættu að kenna bændum, að nauðsynlegt er að eiga þess kost að verka vot- hey, sagði einn bændanna, sem við ræddum við og verkað hefur I vothey i flatgryfju undanfarin fjögur ár, meira en helminginn af sinum heyfeng. — Sumarið hefur verið erfitt hér i Saurbæ og i vestanverðri sýslunni, sagði Sigurður Þórólfs- son bóndi i Innri Fagradal, Dala- sýslu. — Þó eru menn nú langt komnir með heyskap og heyfeng- ur er yfir'leitt nokkuð sæmilegur. Gras spratt seint og bændur fóru seint að slá. Það er nokkuð breytilegt milli bæja, hve miklu menn hafa náð upp. Langmest er hér verkað i þurrhey. Hér hafa ekki verið stórrigningar nema siðustu daga. En mestan hluta sumarsins voru skúrir næstum hvern einasta sólarhring. Eflaust hefur hey farið illa þessa siðustu daga hjá þeim, sem áttu hey eftir flatt. — Framleiðsla hefur gengið vel i sumar i Fóðuriðjunni i Ólafsdal. Kartöflurækt stunda menn hér eingöngu fyrir sjálfa sig, og er ég hræddur um, að uppskeran verði ekki mikil. — Héraðsmót Dalasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu var haldið 9. ágúst að Reykhólum. t september verður bændahátið i Dalabúð i Búðardal og verður samkoma með skemmtiatriðum að deginum og siðan dansleikur um kvöldið. — 1 vor fóru nær 100 manns úr Dalasýslu i bændaför, hringferð um landið. Þetta var góð ferð og móttökur hvarvetna hinár beztu. Flytjum við gestgjöfum okkar þakkir fyrir góðar móttökur. — Réttir verða hér um slóðir 21. september og hafa menn nóg að gera fram að göngum að lagfæra og hreinsa til i gripahúsum. Magnús ólafsson bóndi á Sveinsstöðum i A-Húnavatns- sýslu sagði, að svO til samfelldir óþurrkar hefðu veriö i hans ná- grenni siðan um miðjan júli og hefðu hey hrakizt mjög mikið og skemmzt. — Seint i mai voru mjög góðir dagar, en siðan kóln- aði og júni var óvenju kaldur. Grasspretta var seint á ferðinni. Fyrri hlutann i júli kom góður þurrkur. Byrjuðu þvi fáir að slá, en mjög margir byrjuðu siðustu þurrkdagana áður en brá til rign- inga. — Bændur hér i sýslunni hafa verkað með almesta móti i vot- hey, en þvi miður eru á alltof fáum bæjum byggingar hannaðar sérstaklga fyrir vothey. Sumur eins og þetta hljóta að kenna mönnum að nauðsynlegt er að koma sér upp aðstöðu til að hafa vothey. Hér á Sveinsstöðum höfum við verkað mikið i vothev fyrir sauðfé sl. fjögur ár og likað mjög vel. — Sem dæmi um tiðarfarið má nefna, að frá 16. júli til 16. ágúst voru aðeins fimm dagar, sem hægt var að vinna að þurrheys- verkun. — 1 siðustu viku komu nokkrir góðir dagar og gekk þá vel undan. Þó er mjög mikið eftir ennþá úti af heyjum hér um slóðir, og þess eru dæmi, að menn eigi eftir að slá, og er það gras orðiö úr sér sprottið og illa farið. Ég held að heyfengur i sýslunni sé þó ekki minni en oft áður, en gæðin tvimælalaust léleg. Góð spretta er einnig i úthaga. Ekki hefur lengi veriö unnið eins mikið i vegagerð i Austur- Húnavatnssýslu og i sumar. Stærsta verkefnið er undir- bygging hraðbrautar frá Blöndu- ósi að Stóru Giljá, en það er um 12 km vegalengd. Ætlunin er að leggja þarna oliumöl á næstaári. Þá hefur verið unnið að vegagerð i Langadal fyrir nokkuð mikla fjárhæð, sennilega einar 10-12 milljónir. Þá er unnið aö endur- bótum á vegum á snjóþungum stöðum á leiðinni frá Skagaströnd að Blönduósi, sérstaklega á milli Vatnahverfis og Lækjardals. Einnig hefur verið unnið að viðgerðum á Skagavegi við Byggðarmúla auk smærri verk- efna viðar um héraðið. Blaðið hafði samband við Bjarna l’étursson hónda á Foss- hóli i Ljósavatnshreppi og innti hann eilir. hvernig heyskapur hel’ði gengið hjá bændum þar um slóðir Sagði Bjarni, að bændur væru búnir að hirða að mestu nema hvað sumir ættu eitthvað eftir að verka vothey. Hann sagði, að veðrið hafi veriö mjög gott upp á siðkastið, þrátt fyrir að sól hefði ekki skinið i heiði alla daga. Bjarni sagði, að ekki væri mikið um kartöflurækt i nágrenni sínu, en þó væru nokkrir bændur, sem ræktuðu kartöflur og væri allt út- lit fyrir góða uppskeru hjá þeim. Að lokum sagði Bjarni, að spretta hefði verið góð og jafnvel betri en i fyrra, en ekki taldi hann að um neinn seinni slátt yrði að ræða i sumar. — Heyskapur hefur yfirleitt gengið heldur illa hér i grendinni, sagði Ólafur Bergsveinsson bóndi að Stafafelli i Lóni, A-Skaft., en þó hefur sennilega gengið en verr vestan Almarinaskarös. — Menn eru þó komnir vel á veg með hey- skapinn almennt og er hann mikill að vöxtum en ekki að gæðum. Frekar litið er verkað i vothey og hafa flestir bændur ekki nógu góða aöstöðu til þess. Ef nokkrir góðir þurrkdagar kæmu, nægði það til að ljúka heyskapnum. Uppúr miðjum september hefj- ast göngur hjá bændum i Lóni, en þær standa yfir i hálfan mánuð til þrjár vikur. Eru hvergi á landinu erfiðari og lengri göngur en hjá bændum i Lóninu. — Eftir er að leggja endanlegan dóm á stærð þorskklaksins, eins og raunar annarra fisktegunda, en hvergi varð vart við verulegt magn, þannig að enda þótt út- breiðslusvæði seiðanna sé stórt, þá virðist mér i fljótu bragði, að árgangurinn muni verða i slöku meðallagi sagði Hjálmar. — Enn- fremur er mikill hluti seiðanna mjög smár, smærri en vanalega og þvi nokkuð aukin óvissa um, hversu þeim hluta reiðir af eftir veturinn. — Um loðnuna er það að segja, að útbreiðslusvæði loðnuseiða var mjög stórt og i heild má segja, að loðnuseiði hafi fundizt á svipað stóru svæði og I fyrra, sem var metár. Um fjöldann gildir sama og um þorskinn. Seiðin eru færri ent.d. var á seinasta ári — senni- lega um helmingi færri. Enn- fremur voru loðnuseiðin miklu smærri, en venjulega og eykur það einnig óvissuna. — Um ýsuna get ég litið sagt ennþá, af þvi litið er farið að skoða hana sérstaklega, en ef dæma má eftir stærð út- breiðslusvæðisins, þá er árgang- urinn sæmilegur. — Eins og venjulega var mjög mikið af karfaseiðum i hafinu á milli Islands og Grænlands, en fjöldi þeirra þó mun minni en i fyrra. Fljótt á litið virðist magn karfaseiða i ár tæplega nema hálfum til einum þriðja af þvi sem þá var. Þann árgang höfum við talið i meðallagi. — Sem von er urðum við ekki varir viö seiði frá klaki sumar- gotssíldarinnar frá þvi i sumar. Hins vegar fundust ársgömul sildarseiði á svæðinu frá tsa- fjarðardjúpi að Axarfirði, en það er viöar en á undanförnum árum, og i samræmi við vaxandi stærð hrygningarstofns sumargots- sildarinnar. Við urðum ekki varir við vorgotssildarseiði, enda sá sildarstofn vart merkjanlegur um þessar mundir, sagði Hjálmar. Við spurðum Hjálmar, hvaða ástæður væru fyrir smæð þorsk- og loðnuseiðanna. Hann sagði, að þessi smáu þorkseiði væru trú- lega tilkomin af hrygningu norðanlands, sem venjulega á sér stað alllöngu seinna en á Suðvest- urlands-miðum, og hefði hlutur þessarar hrygningar i heildinni sennilega verið óvenju stór. Um loðnuna sagði hann, að eins og menn myndu, þá hefði verið mjög vont veður um það bil, sem hrygning var að hefjast, og þess vegna væri ekki óliklegt að klak þeirra hrogna, sem fyrst var gotið, hafi að einhverju verulegu leyti farið forgörðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.