Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 28. ágúst 1975 TÍMINN 15 O Sauðárkrókur 215 milljónir á verðlagi ársins i ár. Eins og gefur að skilja er þetta mikið hagsmunamál fyrir okkur og allan landshlutann, og riður mikið á fyrir okkur að út af áætluninni verði ekki brugðið, en flugvöllurinn er ekki eina sam- göngubótin, nýr vegur yfir Þverárfjall kemur til með að stytta vegalengdina til Skaga- strandar um nokkra tugi kilómetra. — Hvenær er svo hugsanlegt að hægt verði að nota flugvöllinn? — Það er möguleiki á, að það verði nú i haust eða á næsta ári. Miklar framkvæmdir fyrirhugaöar í hafnarmál- um — Nú eru miklar hafnarfram- kvæmdir i gangi á Sauðárkroki? — Já, það er unnið eftir fjögurra ára áæltun við höfnina og kemur hún til með að verða mjög full- komin eftir þær endurbætur. Núna er til dæmis verið að reka niður 200 metra langt stálþil, en það verður 270 metrar fullbúið. Með þilinu á einnig að steypa þekju á hafnarsvæðið, koma þar upp fullkominni lýsingu og vatns- lögnum. Þá er ætlunin að lengja sandvarnargarðinn um eina 100 metra og dæla verulegu magni af sandi úr höfnninni. Hins vegar verða tvær siðasttöldu fram- kvæmdirnar ekki unnar fyrr en á næstu tveimur árum. Til hafnar- innar verður keypt ný hafnarvog, en sú gamla er orðin úr sér gengin. Um leið og byggt verður húsnæði fyrir vogina, er hug- myndin að það geti þjónað þeim starfsmönnum, sem við höfnina vinna, en þeirra vinnuaðstaða er nú ófullnægjandi. — Það mun óhætt að fullyrða að þessar hafnarframkvæmdir gjörbreyta aðstöðu heimamanna til útgerðar CREDA-tauþurrkarinn er nauðsynlegt hjálpartæki á nútimaheimili og ódýrasti þurrkarinn I sinum gæöaflokki. Fjórar gerðir fáanlegar. Ennfremur útblástursbarkar f/Creda, o.fl. þurrkara. Veggfestingar f/Creda T.D. 275 þurrkara. (Sýndur I bás 46 á vörusýn- ingunni). SMYRILL Armúla 7. — Simi 84450. Atvinna Ráðskonu vantar að veitingahúsinu Vega- mótum, Miklaholtshreppi. Upplýsingar gefur Jón Einarsson. Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi. Staða íþróttakennara stúlkna við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar er laus til umsóknar. Einnig almenn kennarastaða við Barna- skóla Siglufjarðar. Upplýsingar eru gefnar i fræðsludeild Menntamálaráðuneytisins Reykjavik og hjá skólastjórum skólanna i simum 96- 71310 Og 96-71247. Skólanefndin. Sölumaður N Véladeild Sambandsins auglýsir eftir sölumanni til að annast sölu á rafmagns- tækjum (iðnaðartækjum) og skyldum vör- um. Bréfaskriftir á ensku. Tækni- menntaður maður æskilegur. Gjörið svo vel og hafið samband við starfsmannastjóra i sima 28200. Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Rofsuðu TÆKI - * fyrir SUÐUVÍR 2,5 og 3,25 mm væntanleg i byrjun september. Rafsuöuhjálmar og tangir nýkomið. handhæg og ódýr Þyngd 18 kg ARMULA 7 - SIMI 84450 og fyrirtækjanna i landi, er vinna úr aflanum. Þannig hefur Fisk- iðjan nú tilbúnar teikningar að nýju húsi við höfnina, en þrengsli eru fyrirsjáanleg við hana, svo að æskilegt væri, að fiskiðjuverin tvö stæðu saman — að einhverju leyti — að fyrirhuguðum framkvæmd- um. Allar götur malbikaöar fyrir 1980 — I sambandi við gatnagerð hér á Sauðárkróki þá hefur verið gerð 10 ára áætlun, og miðast hún við árin 1975-’85. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 320 milljónir, en það er heildartala fyrir undirbyggingu gatnanna og nauðsynlegar endur- bætur, gagnstéttir og þess háttar. Miðað er við i áætluninni, að árin 1977 og 1980 verði nokkurs konar malbikunarár, en hin árin verði unnin undirbúningsvinna. Þannig er gert ráð fyrir að allar götur i gamla bænum verði malbikaðar 1978, en nýja hverfið — Hliða- hverfið — 1980. — Hvernig getur Sauðárkrókur fjármagnað þessa framkvæmd? — Til þess að það sé hægt, er nauðsynlegt að fram fari endur- skoðun á gatnagerðargjöldum, en annað skilyrði er, að Byggða- sjóður kaupi skuldabréf vegna gatnagerðargjaldanna. En það mun vist vera unnið að þvi hjá Framkvæmastofnun rikisins, að koma skipulagi á þessi mál. En hitt er eins vist,að standist allar áætlanir verður malbikun gatnanna til þess að gjörbreyta bæjarbragnum frá þvi sem nú er, en eins og málin standa nú, þá er ómögulegt að koma i veg fyrir rykmökkinn, sem myndast óhjá- kvæmilega þegar þurrt er. Ungur maður óskar eftir góðri at- vinnu. Hefur Meira- próf. Tilboð merkt ,,Góö at- vinna". Efll Electrolux Frystikísta 310 Nr.^f Electrolux Frystikista TC114 310 litra Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjáífvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaðurinnhf. ARMULA 1A, SÍMI B6112, REYKJAVfK. BflMET'T O 1 8B J | UTANI .ANDSFERÐl EINSTAKT TÆKIFÆRI Ferð til Vínarborgar 4. til 15. sept. Af sérstökum á- stæðum hefur ver- ið ákveðið að lengja ferðina tii 15. sept. Þeir sem áhuga hafa á þessariferð hafi samband við flokksskrifstofuna. Nánari upplýsing- ar um ferðina á flokksskrifstofunni. Simi 2-44-80. Allra siðustu for- vöð að tryggja sér far. Sumarhátið Framsóknarmanna f Arnessýslu verður haldin að Arnesi 30. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Halldór E. Sigurðsson ráöherra og Geröur Stein- þórsdóttir kennari. Magnús Jónsson óperusöngvari syngur, Baldur Brjánsson töframaður skemmtir og Anna Vilhjálms syngur með Stuðlatriói, sem leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Kjördæmisþing ó Austurlandi Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. ágúst. Þingið hefst kl. 14. Héraðsmót í Neskaupstað Héraðsmót Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 30. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Halldór Asgrimsson alþingismaður. ómar Ragnarsson, hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar og Halli og Laddi flytja nýja skemmtidagskrá. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. Héraðsmót í Skagafirði Héraðsmót framsóknarmanna i Skagafirði verður haldið að Miðgarði 30. ágúst og hefst það kl. 21. Einar Agústsson utanrikis- ráðherra og Jón Sigurðsson varaformaður SUF flytja ræður. Óperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Carls Billich. Gautar leika fyrir dansi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.