Tíminn - 13.09.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.09.1975, Blaðsíða 16
SÍMI 12234 •HERRA GflR-ÐURINN MALSTRfETI 8 /............ ......... fyrirgóóan mat ^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS —-----——.............. A Tyrkland: Nýr jarðskjálftakippur — ekki vitað, hvort einhverjir hafa látizt Reuter—Ankara — Haröur jarð- skjálftakippur varð aftur I austur Tyrklandi í gærdag, rétt i nánd við bæinn Lice, sem var verst úti i jarðskjálftanum i slöustu viku. Að minnsta kosti fimmtiu hús hrundu og eyðilögðust og 122 hús stórskemmdust. Ekki höföu bor- iztneinar fréttir um mannskaða, að sögn tyrkneska útvarpsins i gærkvöldi. Jarðskjálftinn i gær var við borgina Lice, sem er öll i rústum, slöan i jarðskjálftanum sl. laugardag. Það voru byggingar i fimm nálægum þorpum, sem urðu verst úti i þessum siðustu jarðskjálftakipp. Enn eru um sextán þúsund manns heimilislausir á jarð- skjálftasvæðinu, en kuldinn, sem nú er orðinn mikill, hefur valdið þvi, að skæður inflúensufaraldur geysar nú meðal fólksins, sem Buenos Aires: Harður bardagi skæruliða og lögreglu Reuter—Buenos Aires —- Bardaga milli lögreglu og skæruliða i út- hverfi höfuðborgar Argentinu, Buenos Aires, lauk með þvi að fjórir menn voru drepnir. Skæru- iiðarnir höfðu rænt verzlunar- manni og höfðu hann I haldi, en lögreglunni barst vitneskja um, að skæruliðarnir hefðust við I húsi nokkru i úthverfi Buenos Aires, ogumkringdi þegar staðinn.Hófst þegar upp harður bardagi, sem stóð i átta klukkustundir. Verzlunarmanninum Luis Domenech, 72 ára, var rænt af skæruliðum 12. ágúst s.l. Hann lézt i bardaganum og einnig fjórir af skæurliðunum, tveir karlmenn ogeinkona. Að sögn lögreglunnar fannst geysimikið af vopnum og skotfærum i húsinu. Þá varð sprenging mikil i suðurhluta Buenos Aires I gærdag og að sögn lögreglunnar var það skæruliði einn,sem hélt á sprengju.ersprakk i höndunum á honum. Skæruliðinn lézt sam- stundis. Með þessum siðustu fórnardýr- um stjórnmálaátakanna i Argen- tinu á þessu ári, er tala látinna kominn upp i 431. í brezka blaðinu Daily Buenos Aires Herald, sagði i gær, að siðan i júli 1974, þegar Juan Peron forseti lézt, hefðu meir en sjö hundruð manns látið lifið. Það eru vinstrisinnuðu flokk- amir, sem beðið hafa mest af- hroð, en þeir hafa misst 379 menn. Dauðadómur yfir þrem Spánverjum Reuter—Madrid. — Herréttur á Spáni, dæmdi þrjá Spánverja tii dauöa i gær, en þeir voru sekir funduir um að hafa drepið lög- reglumann í júli i sumar. Tveir aðrir Spánverjar hiutu langa fangelsisdóma, en þeir voru einnig viðriðnir vig lögreglu- mannsins. Fimmmenningarnir viður- kenndu, að þeir væru félagar I andfasistasamtökunum Frap. Hinir dauðadæmdu eru Manuel Antonio Blanco Chivite, blaðamaður, Wladimiro Fernandez Tovar verkamaður og Jose Baena Aionso, stúdent. Félagar þeirra tveir eru Pablo Mayorai Rueda vélfræðingur, og Fernando Sierra Marco stúdent, sem er yngstur fimmmenninganna, eða aðeins nitján ára, var dæmdur i tuttugu og fimm ára fangeisi. Sadat ræðir við Ford í október Reuter Kario — Aætlað er, að Anwar Sadat Egyptalandsforseti heimsæki Bandarikin i október og hefji viðræður við Gerald Ford Bandarikjaforseta um fram- kvæmdir friðarsamkomulagsins milli tsraels og Egyptalands. Þetta var tilkynnt i dagblaðinu A1 Ahram i Kairo i gærdag. Sadat forseti hafði reyndar áður gefið út þá tilkynningu, að hann hefði i hyggju að fara til Bandarikjanna i haust, en eins og áður segir fer hann þangað 26. október, sem er nokkru seinna en búizt hafði verið við. Anwar Sadat Egyptalandsforseti neyðist til að sofa úti undir beru lofti. Alþjóða-Rauði krossinn I Genf tilkynnti i gær,að nokkrar deildir hans hefðu safnað stórum fjárupphæðum til hjálpar hinum heimilislausu Tyrkjum á jarð- skjálftasvæðinu, og væri þegar búið að kaupa 2300 tjöld, 4500 teppi og fimm tonn af lyfjum, sem þegar hafa verið send til Tyrk- lands. Eins og kunnugt er, tilkynnti Tyrklandsstjórn i siðustu viku, að þegar yrði hafizt handa við að endurreisa Lice, en enn hafa þó engar fregnir borizt um það, hvort sú vinna sé hafin. Innan nokkurra vikna hefst regntima- bilið i Austur-Tyrklandi og siðan kemur hinn kaldi vetur, sem hinir heimilislausu Tyrkir geta ekki lifað af, nema að hjálp fáist og húsum verði komið upp fyrir hina sextán þúsund heimilislausu menn. Ford forseti er við öllu búinn. Ford í skotheldu vesti Reuter Washington — Gerald Ford. Bandarikjaforseti hélt áframferbalagi sinu um Banda- rikin í gær og lætur engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir að tilraun hefði verið gerð til að ráða hann af dögum, fyrir rúmri viku. Þó vakti það athygli I New Hampshire á fimmtudag, að for- setinn hafði gert varúðarráð- stafanir, með þvi að klæðast skot- heldu vesti. Öryggisverðir forsetans, um- kringdu hann og gæta hans vand- lega. 1 dag verður forsetinn i Dallas, en eins og flestir muna, var það i Dallas, þar sem John Kennedy forseti var myrtur fyrir tólf árum. Þrír létust í flugslysi Reuter Vardoe/Noregi —Litil einkaflugvél af Cessna-150 gerð, fórst rétt vestur af Vardoe i Norður-Noregi i vik- unni. 1 vélinni voru þrir menn og létust þeir allir. Tveir þeirra voru þýzkir, en sá þriðji af tyrkneskum ættum. Flugvélin, sem var i eign Þjóðverjanna, tveggja sem fórust með henni, fannst utan i hæðardragi rétt við fiskiþorp- ið Baatsfiord i gær. Vélarinn- ar var saknað siðastliðinn miðvikudag og hófst þá þegar leit að henni, en hún var á leið fi^t Noregi til Finnlands. Idi Amin Úgandaforseti gerir viðreist þessa dagana. AMIN TIL NEW YORK Reuter New York. Idi Amin Cgandaforseti virðist hafa fyllzt ferðagleði mikilli. Eins og kunn- ugt er, var hann nýlega á italiu, SPINOLA í PARÍS — verður handtekinn, ef hann fer til Portúgals Reuter NTB Lissabon — Antonio de Spinola fyrrvprandi forseti, verður handtekinn, ef hann reynir að komast inn á portúgalskt yfirráðasvæði, var tilkynnt I Lissabon i gærdag. Spilola dvelur nú i Paris. Sögusagnir hafa gengið um það iLissabon,að Spinola hafi hugsað til heimferðar. en hann hefur dvalizt að mestu i Brasiliu siðan hann gerði hina misheppnuðu byltingartilraun I marz siðast- liðnum. Hann fór til Parisar i siðustu viku og dvelur þar nú. þar sem hann ræddi i mesta bróð- erni við Pál páfa og borðaði með Leone italiuforseta. Nú er komin röðin að Bandarikjunum, en þangað ætlar Amin i október. Það er orðin föst venja, að for- maður Einingarsamtaka Afriku- rikjanna, ávarpi þing Sameinuðu þjóðanna i New York, en Amin forseti er einmitt formaður sam- takanna þetta árið. Hann mun á- varpa þing Sþ þann 14. október. Amin tilkynnti sjálfur Kurt Waldheim ritara Sameinuðu þjóðanna um þessa ákvörðun sina, en ekki er vitað, hve iengi Amin ætlar sér að dvelja i Banda- rikjunum, né heldur hvort hann muni hitta Gerald Ford Banda- rikjaforseta. Búizt er við, að mikilla öryggis- ráðstafanna verði þörf, þegar Amin kemur til New York og mun hans verða vandlega gætt, meðan hann dvelst i Bandarikjunum. KHFFIÐ ffrá Brasiliu Antonio Spinola

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.