Fréttablaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 22
Óánægja í starfi getur orsakast af of lágum launum. Ræðið frekar um launahækkun við yfirmenn heldur en að láta óánægjuna eyðileggja vinnugleðina.[ ] Í tilefni evrópsku vinnuvernd- arvikunnar veitti Vinnueftir- litið fimm fyrirtækjum viður- kenningar fyrir gott starf og góðar lausnir sem miðuðu að því að draga úr hávaða og bæta hljóðvist. Mörg fyrirtæki leggja upp úr því að fyrirbyggja hávaða strax á hönnunarstigi og eins við að bregðast við hávaða þar sem hann er til staðar. Oft eiga starfs- menn það til að sætta sig við há- vaðann og gleyma því að þeir hafa rétt á góðu umhverfi. Vinnu- eftirlitinu fannst full ástæða til að vekja launafólk og fyrirtæki til umhugsunar um hávaða á vinnustöðum og í umhverfi. Vinnueftirlitið veitti fimm fyrirtækjum viðurkenningar til að vekja athygli á því hvernig fyrirtæki geta beitt sér til þess að skapa starfsfólki sínu þægi- legra vinnuumhverfi og betri hljóðvist. Þessi fyrirtæki hafa gert sér ljóst að há- vaðavarnir skila sér í ánægðara starfsfólki sem aftur skilar sér í betri starfsanda, heilsu og framlegð. Fyrirtækin fimm sem hlutu viðurkenn- ingar eru eftirfarandi: B i f r e i ð a v e r k s t æ ð i Bernhards ehf. fyrir að bæta hljóðvist verulega á bifreiða- verkstæði þar sem hávaði hafði verið vandamál. Á verkstæðinu var dregið úr ómtíma með því að hengja hljóðísogsefni í loft. Hita- veita Suðurnesja fékk verðlaun fyrir að vinna markvisst að því að dempa hávaða í orkuverum og fyrirbyggjandi ráðstafanir á hönnunarstigi við uppbyggingu nýrri orkuvera. Leikskólinn Glaðheimar hlaut viðurkenningu fyrir að virkja starfsfólk og börn á þann hátt að allir starfshættir taki mið af því að draga úr há- vaða. Starfsfólk leikskólans hef- ur tekið virkan þátt í því að leita lausna sem markvisst hefur verið hrint í fram- kvæmd. Lundarskóli fékk viðurkenningu fyrir að bæta hljóð- vist í kennslustofum með því að setja upp hljóðkerfi. Röddin er vinnutæki kennarans og er undir miklu álagi við hefðbundnar aðstæður við kennslu. Þessar úr- bætur hafa skilað sér í minnkuðu álagi á raddfærin og auknum skilningi nemenda á því sem sagt er og hljóðlátari kennslu- stofum. Orkuveita Reykjavíkur fékk við- urkenningu fyrir að gera sér- stakar ráðstafanir til að hávaði yrði ekki truflandi þáttur í opn- um skrifstofurýmum. Unnið hef- ur verið markvisst að því að gera hljóðvistina sem besta og tryggja starfsmönnum gott starfsumhverfi. ■ Vi›urkenningar í tilefni vinnuverndarviku Námskei› á vegum VR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur stendur fyrir áhugaverðum og gagnlegum námskeiðum allan ársins hring. Um miðjan október og í nóv- ember verða kennd námskeið undir yfirskriftinni á vegum VR um hvernig á að semja um laun og önnur starfskjör við vinnu- veitendur. Á námskeiðunum verður kynnt samningatækni um laun, farið yfir atriði sem snúa að undirbúningi fyrir launaviðtal, ýmsa samningsfleti og aðferðir, uppbyggingu frammistöðumats- og umbunar- kerfa. Einnig verður farið í hvaða þættir hafa áhrif á laun og hvernig störf eru metin. Námskeiðinu er ætlað til undir- búnings fyrir félagsmenn VR sem, samkvæmt kjarasamning- um, eiga rétt á árlegu viðtali við vinnuveitendur um laun og starfskjör. ■ Íslenskir aðilar hafa kost á samvinnu við Evrópulönd á sviði nýsköpunar og rann- sókna. Aðilar sem vinna að rannsóknar- og þróunarverkefnum þekkja nauðsyn þess að hagnýta rann- sóknarniðurstöðurnar sem best. Margir leita í þeim tilgangi út fyrir landsteinana og getur sam- vinna við önnur lönd gefið aukna vídd í rannsóknar- og þróunar- ferlinu. Rannsakendur eru því minntir á að Impra nýsköpunar- miðstöð aðstoðar íslensk fyrir- tæki, stofnanir og háskóla við að komast í samstarf við evrópska aðila á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Impra er aðili að IRC netverkinu og getur í gegn- um það komið íslenskum aðilum á framfæri við yfir þriðja tug landa í Evrópu. Síðustu ár eru íslensk fyrirtæki farin að nýta sér þessa þjónustu. ■ Góð þátttaka kvenna í kröfu- göngu og hátíðahöldum á kvennafrídaginn 24. október sýnir að flestir atvinnurek- endur eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til jafnréttis kynjanna á vinnumarkaði. Athygli vekur þó að nokkur fyrir- tæki tóku illa í þá ósk starfs- manna að leggja niður störf hluta úr degi til að þeir gætu sýnt hug sinn í verki. Þetta kemur fram á heimasíðu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Hjá VR er kunnugt um að nokkur fyrirtæki hafi hafn- að ósk starfsmanna um að fá að taka þátt í kröfugöngunni eða til- kynnt að dregið yrði af launum starfsmanna sem legðu niður störf á kvennafrídaginn þann tíma sem þeir væru fjarverandi. Á heimasíðunni lýsa aðstandend- ur VR vonbrigðum sínum með þau fyrirtæki sem ekki gáfu starfsfólki sínu frí til að taka þátt í kröfugöngu þar sem barist var fyrir sjálfsögðum mannréttind- um og jafnrétti kynjanna. VR vill enn fremur hvetja fyrir- tæki til að draga ekki laun af starfsfólki sem tók þátt í kvenna- frídeginum. Félagsmenn VR sem tóku þátt í deginum og fá ekki laun greidd þess vegna eru hvattir til að láta VR vita svo að félagið geti metið umfang þess og fái að vita um hvaða fyrirtæki er að ræða. ■ Dregi› af launum vegna kvennafrídags Fjögurhundru› og tvö störf á Rey›arfir›i Ráðningarfyrirtækið IMG Mannafl-Liðsauki hefur samið við Alcoa Fjarðarál um að það sjái um ráðningu allra starfsmanna álversins á Reyðarfirði. Talið er að álverið muni skapa um það bil fjögurhundruð ný störf og mun IMG Mannafl-Liðsauki opna útibú á Reyðarfirði til þess að auðvelda mannaráðningar. „Núna erum við að fara að auglýsa eftir verkfræðingum og í framhaldi af því förum við að auglýsa eftir mönnum í framleiðslustörf. Svo vantar verkefnisstjóra sem þurfa að vera með iðnmenntun og góða tölvukunnáttu. Við þurfum líka fólk í notendaþjónustu og þar sem krafist er stúdentsprófs auk þess sem þörf verður fyrir mikið af iðnaðarmönnum,“ segir Sigurlaug Þorsteinsdóttir hjá IMG Mann- afli-Liðsauka. Sigurlaug segir að eins og er séu þau bara að ráða einn og einn en reyndar nokkuð þétt. „Það er verið að manna alla stjórnunina, svo förum við að taka einhverja inn í framleiðslustörfin sem yrðu væntanlega einhverskonar leið- togar þegar framleiðslan færi í gang. Þegar líður á næsta ár fer þeim fjölgandi en framleiðslan á að hefjast vorið 2007 og þá verður búið að ráða þessa fjögurhundruð sem talað er um að ráða,“ segir hún. Sigurlaug segir að við val á umsækjendum verði hæfni látin ráða og Austfirðingar gangi ekki fyrir öðrum umsækjendum. Hún býst þó við því að hægt verði að manna flestar stöðurnar án þess að flytja þurfi inn vinnuafl. „Það er orðið ljóst nú þegar að ein- hverjir af þeim sem hafa unnið við byggingu álversins munu sækja um vinnu í því,“ segir hún. Útibú IMG Mannafls-Liðsauka á Reyðarfirði mun opna fljótlega og við það skapast tvö ný störf því að ráðningarfyrirtækið er að aug- lýsa eftir tveimur starfsmönnum fyrir austan í útibúið. ■ Vinnueftirlitið veitti fimm fyrirtækjum viðurkenningu fyrir að draga úr hljóðmengun í vinnurýmum. Sigurlaug Þorsteinsdóttir hjá IMG Mannafli-Liðsauka. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Rannsóknir og n‡sköpun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.