Fréttablaðið - 30.10.2005, Síða 28

Fréttablaðið - 30.10.2005, Síða 28
8 ATVINNA 30. október 2005 SUNNUDAGUR Bátabúllan Nonnabiti í Hafnarstræti hefur verið starfrækt í um 12 ár. Hróð- ur hennar hefur farið víða og margir geta vart hugsað sér að fara í bæinn um helgar án þess að enda kvöldið á Nonnabita. Nonnabiti fagnar nú 12 ára afmæli en eig- endurnir, hjónin Björk Þorleifsdóttir og Jón Guðnason, opnuðu staðinn í október árið 1993. „Allar aðstæður og löngun til þess að fara út í eigin rekstur voru til staðar. Ég hafði verið mikið í sölumennsku og hann mikið í afgreiðslustörfum þannig að þetta lá beint við okkur. Þessi rekstur var í miklum uppgangi á þeim tíma,“ segir Björk. Hún bætir við að Jón, eða Nonni eins og hann er alla jafna kallaður, sé mikill matgæðingur og að það sé mikið kokkaefni í honum. Björk segist ekki geta kvartað yfir rekstr- inum. „Við erum mikið í þessu sjálf. Það þarf að vera vakandi og sofandi yfir rekstrinum eins og ungabarni. Þetta hefur síðan bara undið upp á sig. Í gegnum matreiðslu- og persónutöfra Nonna hafa margir af fastakúnnunum sem bera sterkar taugar til staðarins mætt hingað í mörg ár.“ Björk seg- ir að gæði bátanna hafi spurst manna á milli og sá orðrómur hafi náð langt út fyrir land- steinana. „Hingað kom eitt sinn maður frá Bretlandi sem keypti alla bátana af matseðl- inum og fór síðan heim samdægurs.“ Sósan er án efa helsta sérstaða Nonnabita og segir Björk að hræringar séu í gangi varðandi frekari markaðssetningu á henni. Að lokum segist Björk vonast eftir því að þau verði áfram í Hafnarstrætinu þrátt fyrir miklar breytingar miðbæjarins. „Við höldum ótrauð áfram, þökk sé traustu starfsfólki og frábærum viðskipta- vinum.“ steinthor@frettabladid.is Björk og Jón segja það vera meginmarkmið sitt að bjóða upp á gæði og persónulega þjónustu FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eins og a› huga a› n‡fæddu barni Hjúkrunarheimili Árskógum 2, 109 Reykjavík auglýsir lausar stöður hjúkrunarfræðings, sjúkraliða og starfsfólks við umönnun. Einnig vantar starfsfólk við ræstingar. Vinnuhlutfall frá 20% til 80%. Möguleikar á sveigjanlegu vinnufyrirkomulagi. Æskilegt að viðkomandi hefji störf nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 5102100 virka daga milli klukkan 13 og 16. Hægt er að sækja um á www.skogar.is KÓPAVOGSBÆR Hefur þú áhuga á gefandi starfi? • Félagsþjónustan í Kópavogi óskar eftir að ráða jákvæðan og hugmyndaríkan starfsmann í hlutastarf til að starfa með 14 ára fötluðum dreng, einn til fimm eftirmiðdaga í viku. Starfsmanni er ætlað að vinna að endurhæfingu drengsins undir handleiðslu og í samstarfi við foreldra og fagaðila (s.s. taka þátt í teymisvinnu og vinna að atferlismótun). Leitað er að einstaklingi með frumkvæði sem getur starfað sjálfstætt. Einnig er mikilvægt að viðkomandi hafi áhuga og ánægju af mann- legum samskiptum. Allar nánari upplýsingar veitir Dagný Björk Pjeturs- dóttir á mánudögum og fimmtudögum í síma 570-1400. Netfang: dagny@kopavogur.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR Starfsfólk vantar í eftirtalin störf í Salaskóla • Heimilisfræðikennari - 100% starf vegna forfalla. • Starfsfólk í dægradvöl 20 - 50% störf. Upplýsingar gefa Hafsteinn Karlsson, skólastjóri og Hrefna Björk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 570 4600. Heimasíða skólans er http://salaskoli.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.