Fréttablaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 26
6 ATVINNA 30. október 2005 SUNNUDAGUR Flugskóli Íslands er eini flugskólinn á Íslandi sem kennir bóklegt atvinnuflug. Skólinn kennir á öllum stig- um flugnáms, jafnt bókleg- um sem verklegum, frá fyrsta flugtíma til einka- eða atvinnuflugmannsrétt- inda. Kennt er samkvæmt nýrri reglugerð Flugörygg- issamtaka Evrópu, JAA. Skírteini JAA gera handhöf- um kleift að neyta réttinda sinna í hvaða aðildarlandi samtakanna sem er. Inntökukröfur í at- vinnuflugmannsnám Einkaflugmannsskírteini Til að fá einkaflugmanns- skírteini þarf að hafa fyrsta flokks heilbrigðisvottorð í gildi. Áður en flugnám er hafið þarf nemandi aðÝfara í læknisskoðun. Framhalds- skólanám sem samsvarar 15 einingum í stærðfræði, 6 einingum í eðlisfræði og 12 eininingum í ensku. Að öðr- um kosti þurfa nemendur að standast inntökupróf skólans í þessum fögum. Atvinnuflugmannsskírteini Til að fá atvinnuflugmanns- skírteini þarf einstaklingur að vera orðinn 18 ára. Nem- endur geta hafið bóklegt at- vinnuflugnám um leið og þeir hafa fengið einkaflug- mannsskírteini. En atvinnu- flugmannsskírteini fæst ekki fyrr en verklegu at- vinnuflugmannsnámi er lokið og flognir hafa verið 200 fartímar á flugvél. Flugmenn safna þessum flugtímum á mismunandi vegu. Sumir kaupa sér hlut í flugvél meðan aðrir gera samning við Flugskóla Ís- lands og fá þannig flugtíma á hagstæðu verði til tíma- söfnunar. Námið Atvinnuflugmannsnáminu er, eins og einkaflugmanns- náminu, skipt í tvo hluta, verklegan og bóklegan hluta. Bóklegur hluti Námið er yfir þúsund kennslustundir að lengd og er námstíminn um það bil átta mánuðir. Fögin eru þau sömu og fyrir einka- flugmannsprófið en efnis- tökin eru viðameiri og ítar- legri. Verklegur hluti Lágmark 25 tímar með kennara. Ef nemandi hefur blindflugsréttindi þarf hann að fljúga 15 tíma. Einnig þarf nemandinn að taka 6 tíma á fjölhreyfla- flugvél til fyrstu fjöl- hreyflaáritunar. Flugtím- arnir eru flognir á Cessnu 152 og Piper Seminole (tveggja hreyfla). Inntöku- kröfur í verklegt atvinnu- flugmannsnám eru 170 klukkustunda heildarflug- tíma, þarf af 100 tíma sem flugstjórar og 20 tíma sem flugstjóri í yfirlandsflugi. Einnig er krafist nætur- flugsáritun og nemendur þurfa að hafa lokið lokið 300 sjómílna yfirlandsflugi sem flugstjóri með við- komu á tveimur flugvöll- um. Gera má ráð fyrir að þessi hluti námsins taki að lágmarki eitt ár þó að al- gengara sé að það taki upp undir tvö til þrú ár. En sem fyrr veltur það mikið á nemandanum hversu hratt námið gengur því öll verk- leg kennsla fer eftir hög- um og tíma hvers og eins. Að bóklegu og verklegu námi loknu fær nemandinn atvinnuflugmannsskírteini með fjölhreyfla áritun. Í dag taka einnig flestir blindflugsáritun á tveggja hreyfla vél og fá þá svo- kallaða tveggja hreyfla blindflugsáritun sem er nauðsynleg til að geta sótt um vinnu hjá flugfélögum. Að loknu námi Að loknu atvinnuflug- mannsréttindum getur nemandi tekið námskeið í áhafnasamstarfi (MCC) sem er gott veganest og ráðningarskilyrði hjá flestum flugfélögum. Sumir nemendur hafa haldið áfram og klárað svokallaða tegundaáritun sem er kostur sem gerir menn mjög girnilega í augum flugfélaganna. Nemendur taka flestir at- vinnuflugmannsskírteini með blindflugs og fjöl- hreyflaáritun en flugfé- lögin krefjast venjulega beggja áritananna. Þess er þó ekki krafist fyrir at- vinnuflugmannsskírteini. Atvinnuflugmannsréttindi gefa viðkomandi aðila leyfi til að starfa við og fá greitt fyrir að fljúga. Fyr- ir marga er þetta kjörin leið til þess að sameina áhugamál og framtíðar- starf. Hvernig ver›ur ma›ur flugma›ur? Góðir farþegar þetta er flugstjórinn sem talar. Frutiger Bold 22p 100.56.0.0 Frutiger Bold 9,5p/12 Innritun nemenda í fyrsta bekk (börn fædd 1999) fer fram í grunnskólum Hafnarfjarðar 15.-18. mars nk. kl. 9:00 – 16:00. Frutiger Roman 9,5p/12 Sömu daga fer fram innritun nemenda sem fl ytjast á milli skólahverfa og þeirra sem fl ytja í Hafnarfjörð fyrir næsta skólaár. Innritunin fer fram í grunnskólunum og eiga nemendur rétt á skólavist í sínu skólahverfi . Eins og undanfarin ár geta foreldrar sótt um að senda barnið sitt í aðra grunnskóla og er ávallt reynt að koma á móts við þær óskir. Öldutúnsskóli s. 555 1546 oldutunsskoli@oldutunsskoli.is Hraunvallaskóli Innritun fer fram á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar í síma 585 5800 eða skolaskr@hafnarfjordur.is Frutiger Light Italic 9,5p/12 Nemendur í 1.-4. bekk í skólahverfi Hraunvallaskóla hefja nám þar næsta haust en eldri nemendur eiga skólasókn í Áslandsskóla. Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu við bað- og laugarvörslu kvenna, 100% starf í Suðurbæjarlaug. Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf samkvæmt öryggis eglugerð fyr r sundstaði. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi S.T.H. og Hafnarfjarðarbæjar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Suðubæjarlaugar Daníel Pétursson daniel@hafnarfjordur.is í síma 565 3080. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember 2005 Reykjanesvirkjun / bílstjóri Vantar bílstjóra með meirapróf á vörubíl, næg vinna fyrir góða menn. Upplýsingar veitir Hallgrímur í síma 822-4484 eða hm@eykt.is BIFREIÐARSTJÓRI Hollt og Gott ehf. óskar eftir að ráða bifreiðastjóra til starfa. Nánari upplýsingar veitir Ægir Kópsson í síma 862-9106.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.