Tíminn - 06.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.11.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 6. nóvember 1975. Fimmtudagur 6. nóvember 1975. TÍMINN 9 WÉ WÉtií 1 Timanum 22. þ.m. birtist hér i opnunni óvenju myndskreytt og skrautleg grein eftir Hafstein Þorvaldsson, formann U.M.F.Í. þar sem hann m.a. ber sig illa undan þeirri rangsleitni, er hann telur U.M.F.t. og ungmenna- féögin verða að sætta varðandi skiptingu opinbers fjárstuðnings til iþróttastarfsins i landinu. Vissulega er formaður U.M.F.Í. duglegur og áhuga- samur i sinu starfi, það held ég að allir viðurkenni. Hins vegar er allt kapp bezt með forsjá, og umfram allt verða menn að geta byggtuppsitt eigið starf, án þess að rifa niður fyrir öðrum. Það er leikregla, sem allir verða virða. FormaðurU.M.F.l. hnýturhins vegar um þessi grundvallarat- riði, og verður það út af fyrir sig að teljast miður farið hjá aðila i hans þýðingarmikla starfi fyrir æskulýðinn og raunar þjóðina i heild. Af þessum sökum er nauðsynlegt að leiðrétta ýmis at- riði i skrifum hans, og jafnframt að upplýsa önnur ,,til þess að alþingismenn og aðrir opinberir aðilar fái raunverulega mynd af stöðu U.M.F.l. innan iþrótta- hreyfingarinnar”, svo notuð séu formannsins eigin orð. Sigurður Magnússou, skrifstofu- stjóri ÍSÍ. árum til ómetanlegs gagns fyrir allt iþróttastarf i landinu. En stundum er það svo, þegar eitt- hvað tekst vel til, að þá vilja allir Lilju kveðið hafa. tþróttasamband Islands er æðsti aðili um frjálsa iþrótta-starfsemi áhugamanna i landinu. Og enn fremur: öll opinber iþrótta- keppni skalfara fram samkvæmt reglum, er Í.S..I. setur. Þessi ákvæöi taka af öll tvimæli og bréytir þar engu þótt t.S.Í. hafi i framkvæmd siðar meir falið einstökum sérsamböndum ýmsa þætti þessa máls i samræmi við kröfur timans, enda eru sérsam- böndin óvéfengjanlegur hluti af Í.S.I., eru stofnuð af iþróttasam- bandinu samkvæmt lögum þess og skipulagslegri uppbyggingu. Það gegna þvi furðu þau um- mæli formanns Ú.M.F.Í., þegar hann segir, að Í.S.I. geti á engan hátt talizt samband islenzkra ungmennafélaga. Hvað meinar formaðurinn i raun og veru? Vill hann draga úr hlutgengi iþrótta- fólksins i ungmennafélögunum, réttindum þess og skyldum, þegar t.d. er um að ræða meistaramót, bikarkeppnir og önnur álika mót á vegum sér- sambandanna? Veit formaður U.M.F.Í. það ekki eða vill hann ekki vita það, að þegar um iþróttir er að ræða, er skipulagslega séð aðeins um að ræða eitt iþróttasamband i landinu, svo sem að framan greinir. Almaiinaiþróttir eiga vaxandi fylgi að fagna og fleiri og fleiri gera sér grein fyrir þvðingu iþrótta og útivistar. Myndin er frá Bláskógaskokki IISK. iþróltir íyrir fallaða er nvr þátlur i starfsemi Iþróttahreyfingarinnar setn þarl' að leggja mikla rækt viö. Myndin er frá I.eiðbeinendanámskeiði ÍSÍ i iþróttum fatlaðra. með þeirri margþættu þjónustu- starfsemi sem þaðan er rekin. 5. Til nauðsynlegra fundarhalda og félagslegra samskipta, er hljóta að fyltja samstarfi við hina mörgu aðila innan lands og utan. Enn fremur hefur Fram- kvæmdasjóður I.S.Í. getað veitt nokkurt fjármagn að láni til uppbyggingar Vetrar-iþrótta- miðstöðinni á Akureyri, uppstningu skiðalyftna á Isafirði og til byggingar iþróttaleikvangs á Sauðárkróki, sem þurfti að ljúka við fyrir landsmót U.M.F.I. 1972. Einnig hefur Framkvæmda- sjóður veitt fé til uppbyggingar Iþróttamiðstöðinni i Laugardal i samstarfi við IBR og KSI, en 13 sérsambandanna af 15 hafa nú sina eigin starfsaðstöðu i Laugar- dalnum, auk l.S.t., l.B.R. og Get- rauna. Að lokum Landsmenn þekkja allir meira og minna það gifurlega starf sem sérsamböndin og héraðssam- böndin inna af hendi, hvert á sinu sviði. 1 þeim efnum nægir ekki að minna á neitt eitt landsmót öðr- um fremur. tþróttastarfið er allt- af i gangi á ótal mörgum vig- stöðvum. íþróttamótin, keppnirn- ar, gagnkvæmar heimsóknir, og iþróttaiðkanir almennings, eru samanlagt orðin einn fyrirferða- mesti þátturinn i daglegú sam- félagi utan hins daglega strits. t.S.l. og sambandsaðilar þess vinna jöfnum höndum að framþróun og uppbyggingu allra þessara þátta eins og getan frekast leyfir og gera þeir engan greinarmun, á hvort félögin eru staðsett i sveit eða kaupstað. samtök I landinu, iþróttasam- band islands. Öll iþróttafélög og öll ungmennafélög eru innan t.S.Í. og njóta þar réttinda, þjónustu og fyrirgreiðslu alger- lega á jafnréttisgrundvelli, nema hvað félögin i sveitum eru sett skör ofar i styrkveitingum cins og áður greinir. öll viðleitni til að villa um fyrir stjórnvöldum eða öðrum i þessu efni er þvi i senn ósmekkleg og ósanngjörn. Ungmennafélögin hafa alltaf, eins og raunar kemur fram i grein Hafsteins Þorvalds- sonar, form. U.M.F.l. staðið ein- hug að uppbyggingu l.S.l., héraðssambanda og sérsam- banda og með þvi áréttað vilja sinn á þvi, að t.S.l. færi með yfir- stjórn iþróttamálanna. Ekki skal það dregið i efa, að U.M.F.Í. hafi fulla þörf fyrir meira fjármagn til starfsemi sinnar. Það verða forráðamenn þess hins vegar að leysa, án þess að öfundast yfir þvi sem aðrir hafa fengið áorkað. Og eins og sagði i upphafi þess- arar greinar: Menn eiga að geta byggt sig upp án þess að rifa niður fyrir öðrum. L'ngmcnnafélögin liai'a ávallt eins og öniiur iþróttafélög staðið einbuga að uppbyggingu ÍSÍ og með þvi áréttað vilja sinn á einuin heildarsam- lökum iþróttafólks. Myndirnar eru frá iþróttahátið ÍSÍ. |§§j ' • ... Allir vildu Lilju kveðið hafa Nú i dag, 63 árum eftir stofnun t.S. I. virðist það af einhverjum ástæðum angra formann U.M.F.l, að þáttar Ungmenna- félagsins við stofnun íþróttasam- bandið sé að litlu getið. Sé þetta þeim munverra, þarsem stofnun t.S.l. sé fyrst og fremst verk Ungmennafélags Islands. Manni verður á að spyrja af þessu tilefni: Hver hefur gert litið úr þessu atriði? Tildrögin að stofnun l.S. I. liggja fyrir svart á hvitu. Ung- mennafélag Islands átti sinn góða þátt i þvi að stofna t.S.l. og undir- strikar afstaða Ungmenna- félagsins aðeins þá staðreynd, að forystuaðilar sambandsins á þeim tima, töldu nauðsyn á að stofna sérstamtök, er ynnu eingöngu að Iþróttamálum. En i þessu efni koma auðvitað margir fleiri viö sögu. Td. voru það 12 Iþróttafélög, sem stóðu að stofnun I.S.t.,þar af 9 úr Reykjavik og 3 á Akureyri. Hér skal ekki farið nánar út i þennan .þátt, til þess þyrfti of mikið rúm. En siðari tima sagan skýrir sig sjálf i bókum og margs kyns heimildargögnum. A 63 ára tima- bili hafa heildarsamtök iþrótta- manna I landinu oröið það, sem þau eru i dag. Þar eiga hlut að máli iþróttafólk og forystumenn, sem af ósérplægni og áhuga hafa unnið að framgangi iþróttanna, hvort sem félögin hafa nefnt sig iþróttafélag, ungmennafélag, glimufélag, sundfélag, skiða- félag, eða eitthvað annað þvi um likt. Iþróttaiðkanirnar sjálfar hafa sem sé alla tið, fyrt og siðast, verið aðaluppistaðan i starfinu. Maður skyldi þvi ætla, að allir gætu fagnað þvi, að t.S.t. og sam- bandsaðilum þess hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum íþrottalögin frá 1940 Stofnun héraðssamtaka A sama hátt virðist það þjóna litlum tilgangi að vera að metast um, hverjir eigi mestan þátt i stofnun einstakra héraðssamtaka i kaupstöðum eða sveitum. Vitað er, að það var mikið og erfitt verk fyrir 3-4 áratugum, sem margir velviljaðir og framsýnir menn stóðu að. Samkvæmt iþróttalögunum er það hlutverk Iþróttanefndar Rikisins að annast um skiptingu landsins i iþróttahéruð, og skal það gert i samráði við l.S.t. og U.M.F.l. — I reynd hefur það orðið svo, eftir að iþróttahéruðin voru mynduð, að tengsl U.M.F.t. hafi orðið meiri við iþrotta- héruðin I dreifbýlinu, og er það ekki nema i fullu samræmi við eöli málsins og allar aðstæður. Ungmennafélögin hafa svo margþætta starfsemi á sinni könnu, aðra en iþróttir. Þeim þáttum starfseminnar þarf að sinna ekkert sfður en iþróttunum. I mörgum byggðarlögum eru ungmennafélögin, með sina margþætta starfi fyrir utan iþróttirnar, einn ötulasti og at- hafnamesti aðilinn i þvi að halda uppi alhliða menningarlifi, ekki aðeins innan sinnar sveitar held- ur einnig i samskiptum við aðrar sveitir og önnur byggðarlög. Þetta félagslega starf þarf að leggja rækt við og hlúa að á allan hátt. Þar hefur u.M.F.I. ærið verk að vinna. Þetta breytir hins vegar engu um það, að þegar um iþróttir og iþróttastarfsemi er að ræða, lúta allir aðilar sömu reglum og tilheyra einum heildarsamtök- um, hvort sem þeir eru staðsettir i þéttbýli eða strjálbýli. Þvi, eins og segir i tþróttalögum frá 1940: Enda þótt öll ungmennafélögin séu aðilar að Í.S.l. hefur iþrótta- sambandið aldrei haft minnstu tilhneigingu til að blanda sér inn i eða hafa afskipti af þeim þáttum i starfi ungmennafélaganna, sem eru utan iþróttastarfsins. En l.S.l. ber lika jafnmikil skylda til aö standa fast a þeim rétti iþróttafólksins i landinu að ekki verði starfandi fleiri en ein heildarsamtök iþróttaiðkenda. Dæmi um hið gagnstæða þekkjum við frá öðrum löndum með allri þeirri ringulreið sem þvi fylgir. Iþróttasamband Islands, sér- samböndin 15 innan þess, héraðs- samböndin 27 og um 50 sérráð, eru allt stofnanir, sem Iþrótta- hreyfingin sjálf hefur komið á fót og mótað i timanna rás til eflingar alhliða iþróttastarfi. Það þjónar þvi i senn hagsmunum iþróttahreyfingarinnar og hags- munum einstakra iþrótta- iðkenda, að ekki sé verið að riðla þeirri uppbyggingu, sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Fjárstuðningur opinberra aðila Alþingi veitir fé til stuðnings hinni frjálsu iþróttastarfsemi. Þvi miður er sú fjárveiting miklu minni en þyrfti að vera og íþróttahreyfingin ætti skilið að njóta. Fjárstuðningur rikisins samanstendur einkum af tvennu: 1. Fjárveitingu sem ákveðin er við afgreiðslu fjárlaga hvert ár. 2. Tekjum af sölu vindlinga, er I.S.I. hefur notið að hálfu móti Slysavarnarfélagi Islands siðan árið 1964. I grein sinni býsnast formaður U.M.F.Í. mjög yfir þeim tekjum, JK T- ■ IfSiPi íþrúttamiðstöðin I Laugardal er samastaður ÍSÍ og sérsambandanna, auk ÍBR og Getrauna. Sérsam- böndin eru eins og ÍSÍ stofnuð með aðild iþróttahreyfingarinnar um land allt og i sinu margþætta uppbyggingarstarfi vinna þau jöfnum liöndum fyrir landið i heild, hvort sem félögin nefnast ungmenna- cða iþróttafélög. Efst — Irá Hliðarfjalli við Akureyri. í miðið — fimleikasýning á Lands- móli UMFI á Sauðárkróki. Neðst: — frá Setjalandsdal við isafjörð. Framkvæmdasjóður iSl neiur cftir þvi sein fjárliagur liefur leyft, stutt uppbyggingu iþróttamann- virkja viðs vegar uin land. sem I.S.I. hafi af vindlingasölu, og gengur meir að segja svo langt að láta að þvi liggja, að þessir fjármunir séu fengnir á röngum forsendum, og að þeim sé ekki ráðstafað eins og til hafi verið ætlazt. Hvort þessi ummæli for- mannsins stafa af vanþekkingu, fljótfærni eða einhverjum annar- legum sjónarmiðum, skal ekkert fullyrt um. Hins vegar skal hér vikið nokkru nánar að þvi, hvernig fjármunum rikisins er varið til eflingar iþróttastarfinu viðsvegar um landið. Hlutur íþrótta- nefndar rikisins Af þvi fjármagni, sem iþrótta- nefnd rikisins fær til ráðstöfunar á fjárlögum Alþingis, ver hún ákveðinni upphæð til styrktar iþróttakennslu. Þessi upphæð nam á s.l. ári 3.0 millj. króna en kennslukostn. sem verið var að styrkja ham hins vega 73.3 millj. króna. tþróttanefndin er skipuð einum fulltrúa frá l.S.t. einum frá U.M.F.I. og oddamanni skipuðum af Menntamála- ráðherra. Úthlutun sina byggir nefndin á úrvinnslu kennsluskýrslna, sem iþrótta- og ungmennafélögin i landinu gefa árlega um starfsemi sina, svo sem iðkendafjölda, kennslukostnað, sjálfboðakennslu o.m.fl. Þarf iþróttanefndin i sum- um tilvikum að meta ýmsa kostnaðarliði. Í.S.I. hefur s.l. 17 ár eöa frá þvi 1958, viöurkennt margvislega erfiðleika iþrótta- starfseminnar i strálbýlinu, og þess vegna samþykkt, að iþrótta- nefndin styrkti féiögin til að sveita meir en félögin i kaupstöðum. Reynt hefur þvi verið að iáta fjárstuðninginn til aðila i sveitum nema 75% á keypta kennslu og 37.5% á sjálfboðakennslu. Sam- bærilegar tölur i kaupstöðum hafa hins vegar verið 50% og 25%. Rétt er þó að undirstrika að tþróttanefndin hefur hvergi nærri haft til ráðstöfunar það f jármagn, sem nægði til að greiða að krónutölu það það sem bæri að gera skv. þessari skiptingu. Tii þess hefði nefndin þurft að hafa á s.l. ári 17.2 millj. króna til ráðstöfunar i stað 3.0millj. króna. En skiptingarhlutfallið sem slikt hefur hins vegar verið látið gilda og hafa þvi félög I sveitum notið 50% hærri f járstuðnings en félög i kaupstöðum. Það verður þvi ekki annað sagt en I.S.I. taki fyllsta tillit til þeirra erfiðleika, sem iþróttastarfsemin út um hinar dreifðu byggðir hefur við að glima, umfram það sem gerist i þéttbýli. Hlutur Í.S.Í. Að þvi leyti sem I.S.I. hefur af eigin fé getað veitt fjármagn til styrktar kennslukostnaði iþrótta og ungmennafélaganna, hefur verið fylgt sömu reglu og að framan greinir varðandi iþrótta- nefnd rikisins. Fjármagn það sem t.S.t. hefur til að veita i kennslu- og út- breiðslustyrki, til uppbyggingar iþrottaaðstöðu o.þ.h. byggist á framlagi Alþingis hverju sinni, tekjum af sölu vindlinga og Get- raunastarfsemi, en fyrir tilstuðlan I.S.Í. var U.M.F.Í. gefinn kostur á að gerast rekstraraðili að Getraunastarf- seminni. Fjárveitingar l.S.I. til uppbyggingar alhliða iþrótta- starfsemi, eru i stórum dráttum til þessara verkefna: 1. I kennslu- og útbreiðslustyrki til 27 héraðssambanda með u.þ.b. 250 félögum og til 15 sérsam- banda. 2. Til uppbyggingar og reksturs Iþróttamiðstöðvar t.S.I. að Laugarvatni yfir sumarmán- uðina. 3. Til fræðslumála með starf- rækslu Grunnskóla I.S.I. og nám- skeiðum svo og útgáfu leik- reglna i hinum ýmsu iþrótta- greinum. 4. Til reksturs eigin skrifstofu Ummælum formanns U.M.F.I., um að LS.t. geti á engan hátt talizt samtök ungmenna- félaganna, verður þvi algerlega að visa á bug. Þegar um iþróttir er að ræða, eru aðeins ein hcildar- Til upplýsinga fylgir hér tafla yfir þýðingarmikil atriði varðandi fjárstuðning til iþróttastarfsins og cru upplýingar þessar skv. skýrslu iþróttafulltrúa rikisins. er hann semur að aflokinni úrvinnslu kennsluskýrslna ár hvert. 1 ll llcildar keniislukostnaður 1968 1969 19711 1971 1972 iþrótta- og ungm. félaga að meðtöldum iþróttalegum þús. kr. þús. kr. þús. kr. þús. kr. þús. kr. þlis. kr. samskiptuin 1972og’73 2) Þörf styrkveitinga 17.236.6 22.008.7 26.352.5 41.649.8 69.428.5 95.885.4 i.s.i. 2.083.1 2.327.9 3.192.0 4.778.9 5.803.0 7.353.9 U.M.F.Í. 637.4 749.5 899.7 1.394.6 1.571.5 2.136.2 3) Veittur styrkur i.s.i. 732.4 713.0 722.0 1.394.0 1.635.0 2.250.0 U.M.F.Í. 192.6 202.0 203.0 406.0 365.0 750.0 Ath.: Rekstur sérsambanda Í.S.Í. ei hér aö mjög litlu leyti inni i mvndinni en til fróðleiks má geta þess, að reksturskostnaður þeirra nam á árinu 1974 læplega 50 inilljónum króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.