Tíminn - 07.11.1975, Síða 1
iMW
PRIMUS
HREYFILHITARAR
í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR
Landvélar hf
255. tbl. — Föstudagur 7. nóvember — 59. árgangur.
HF HÖRÐUR OUNNARSSOM
SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460
ÓLAFUR JÓHANNESSON Á EFTA-FUNDI:
íslendingar kunna
ad neydast til að
endurskoða þátttöku
sína í efnahaassam-
starfi Evrópuríkja
Reuter/Genf. ólafur Jóliannes-
son, viðskiptaráðherra, sagði á
lundi Friverzlunarbandalagsins i
gær, en hann er þar i forsæti, að
■uiverandi framkoma eins eða
tveggja aðildarrikja Efnahags-
handalagsins i íslands garð gæti
leitt til þess, að islendingar
endurskoðuðu alla þátttöku sina i
elnahagslegu samstarfi Evrópu.
Á fundinum skýrði viðskipta-
ráðherra aðilum Friverzlunar-
bandalagsins frá málstað tslands
i landhelgismálinu og gat um við-
Viðræðum íslenzkra
og brezkra fiski-
fræðinga er lokið
gébé—Rvik. — Viðræðum brezku
og islenzku fiskifræðinganna lauk
i Hafrannsóknastofnuninni i
Enn eitt
banaslysið:
32 ÁRA
AAAÐUR
FERSTí
BÍLSLYSI
SJ—Patreksfirði. Banaslys
varð um kl. 0.30 i fyrrinótt
innan til við Eysteinseyri i
Tálknafirði, skammt frá
vegamótunum upp á Hálfdán
til Bildudals. Bifreiðin Z-1218
sem var að koma frá Bildu-
dal, lenti þar út af veginum.
ökumaður var einn i bifreið-
inni, og mun hafa henzt út
um leið og billinn valt og orð-
ið undir honum. Talsverð
hálka var á veginum, þegar
slysið varð.
Bifreiðin er af rússneskri
gerð, frambyggð, og var á
vegum Rafmagnsveitna
rikisins.
Maðurinn, sem beið bana
hét Sigurður Hjörtur
Stefánsson, verkstjóri hjá
Rafmagnsveitum rikisins til
heimilis að Holtagerði 54 i
Kópavogi, 32 ára að aldri.
Hann lætur eftir sig konu og
tvö börn.
gærdag. Að viðræðunum loknum
fóru fiskifræðingarnir á fund
Hans G. Andersen, sendiherra i
utanrikisráðuneytinu, og var þar
m.a. rætt um skýrslu isl. fiski-
fræðinganna, en frekari fréttir
varekkiaðfáafviðræðunum. Jón
Jónsson, forstöðumaður Haf-
rannsóknastofnunarinnar, sagði,
að á þessu stigi málsins væri ekki
hægt að gefa neinar upplýsingar
um viðræðurnar, en að nú væri
veriðað ganga frá sameiginlegu
áliti fiskifræðinganna. Brezku
fiskifræðingarnir vörðust einnig
allra frétta i gær.
EIÐSGRANDA-
ÚTHLUTUN
UAA ÁRAMÓT
BH-Reykjavik. A næsta ári eru
756 lóðir til úthlutunar i Reykja-
vik og verður næsta lóðaúthlutun
strax eftir áramót, þar á meðal
úthlutun 147 ibúða á Eiðsgranda-
svæðinu.
ræðurnar við Breta, Vestur-Þjóð-
verja og Belga. Sagði ráðherrann
ógerlegt að segja til um niður-
stöður þessara viðræðna.
GERÐADOMURINN
í SVARTSENGISMÁL-
INU VÆNTANLEG-
UR í MÁNUÐINUM
MÓ-Reykjavik. ólafur G. Einars-
son sagði á Aiþingi i gær að siðar i
þessum mánuði væri að vænta
gerðadóms um deilu Hitaveitu
Suðurnesja og landeigenda á
Svartsengi.
Deilan við landeigendur kemur
þó ekki til með að hafa áhrif á
hitaveitu fyrir Grindavik, þvi að
samkvæmt samningum Hitaveitu
Suðurnesja og landeigenda eru
báðir aðilar skuldbundnir að hlita
úrskurði gerðadóms vegna hita-
veitu i Grindavik.
1 fyrra var gerð áætlun um
hitaveitu Suðurnesja og var þá
áætlað að fyrsti áfangi kæmi i
gagnið á þessu ári. Ljóst er að svo
verður ekki, en nú fyrir hálfum
mánuði hófust framkvæmdir við
fyrsta áfanga við dreifikerfið i
Grindavík. Innan skamms munu
framkvæmdir við aðveituæðina
verða boðnar út, og i undirbúningi
er hönnun á orkuverinu.
Að sögn Eiriks Alexandersson-
ar sveitastjóra i Grindavik eru
björtustu vonir þær, að fyrstu
húsin i Grindavik verði tengd við
Hitaveitu Suðurnesja i mai eða
júni.
Myndin er frá Svartsengi.
BORGARSTJORI LOFAR
AÐ TAKA ÁRMANNSFELLS-
MÁLIÐ UPP í BORGARRÁÐI
BH—Reykjavik. — Borgarstjór-
inn, Birgir tsieifur Gunnarsson,
mun beita sér fyrir þvi, að Ár-
mannsfellsmálið komi fyrir
borgarráð strax og gögn saka-
dóms liggja fyrir. Þetta kom
fram i svari borgarstjóra á
borgarstjórnarfundi i gær, þegar
hann svaraði Alfreö Þorsteins-
syni, borgarfulltrúa
Fra m sók nar f lokksin s, sem
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár
um málið i tilefni þess, að úr-
skurður saksóknara rikisins i þvi
er kominn.
Alfreð Þorsteinsson spurði
borgarstjóra, hvort hann hyggð-
ist leggja Ármannsfellsmálið
fyrir borgarráð og borgarstjórn
til frekari afgreiðslu og gefa
borgarstjórnarmönnum kost á að
kynna sér endurritun sakadóms-
rannsóknar málsins. Benti Alfreð
á, að niðurstöður saksóknara á
Ahaldahússmálinu svonefnda
hefðu verið á sama veg og i
Armannsfellsmálinu, en engu að
siður hefði borgarstjóri beitt sér
fyrir þvi að forstöðumaður
Áhaldahússins var rekinn. Sagði
Alfreð, að ýmsir þættir Armanns-
fellsmálsins væru þess eðlis, að
borgarfulltrúar vildu kynna sér
þá betur.
Borgarstjóri svaraði þvi til, að
hann myndi beita sér fyrir þvi að
Ármannsfellsmálið yrði tekið upp
i borgarráði strax og endurritun
sakadómsrannsóknarinnar liggur
fyrir.
Býður gjaldeyri
í húsaleiguna!
BH—Reykjavik. — Ég tel auglýsingu sem þessa algjört hneyksli,
sagði Björgvin Guðmundsson, fulltrúi i viðskiptaráðuneytinu,
þegar Timinn bar undir hann auglýsingu i Morgunblaðinu i gær,
en þar auglýsir „einhleypur verkfræðingur” eftir húsnæði undir
hausnum „Gjaldeyrir-húsnæði".
— Gjaldeyriseftirlitiö fylgist auðvitað með þvi, að menn skili
þeim gjaldeyri, sem þeir koma með inn i landið, sagði Björgvin,
og það verður gert i þessu tilfelli, en ég tel liklegast að hér sé um
að ræða námsmann, sem heim kemur.
Þá spurði Timinn Björgvin, hvort einhverjar gjaldeyrisyfir-
færslur hefðu verið leyfðar til kaupa á málverkum i Kaup-
mannahöfn, en þar keyptu Islendingar islenzk málverk á upp-
boði. Sagði Björgvin að veitt hefði verið yfirfærsla til kaupa á
tveimur eða þremur málverkum, sem var mun minna en vi'ðkom
andi hafði sótt um. Á uppboðinu voru seld sex málverk islenzkra
listamanna, m.a. mynd eftir Kjarval á hálfa milljón og voru það
islenzkir menn, sem keyptu flest þessara verka.