Tíminn - 07.11.1975, Qupperneq 3
Föstudagur 7. nóvember 1975.
TÍMINN
TVÆR BIÐ-
SKÁKIR í
RÖÐ HJÁ
GUÐAAUNDI
ELLEFTA umferö svæðamótsins
i skák var tefld i Búlgariu i gær og
tefldi Guðmundur Sigurjónsson
þáviðNedsker fráTékkóslóvakiu.
Skák þeirra fór i biö.
i tiundi umferð tefldi Guð-
mundur við Vogt og fór sií skák
einnig i bið.
t dag verður tólfta umferð tefld
og hefur Guðmundur hvitt á móti
Georghiu frá Rúmeniu.
Staða efstu manna á mótinu er
mjög óljós.
Svæðismótið í skdk
Zwaig hélt
jafntefli gegn
Liberzon
BK—Rvik — 13. umferð svæða-
mótsins var tefld i gærkvöldi.
Friðrik vann Murray i 31 leik,
Ostermeyer mátaði Hamann i 28
ieikjum, Parma vann Poutiainen
i 41 leik, Ribli vann Björn, Jansa
og Hartston gerðu jafntefli i 33
leikjum, Liberzon og Zwaig gerðuy
jafntefli i 37 leikjum, Laine og
van den Broeck sömdu jafntefli i
23. leik. Timman sat hjá.
Friðrik vann Murray örugg-
lega, en irinn lenti i timahraki og
missti tökin á stöðunni. Oster-
meyer náði sterkri sókn gegn
Hamann og mátaði hann i 28. leik.
Poutiainen missti tökin á skák-
inni i lakari stöðu og timahraki
gegn Parma.
Jansa fórnaði miklu liði gegn
Hartston, en náði aðeins þráskák.
Zwaig varðist af mikilli hörku f
lakari stöðu og hélt jafntefli gegn
Liverzon. Laine og van den
Broeck sömdu jafntefli i jafnri
skák eftir 23 leiki.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.12. 13.14. 15.
1. Ribli 1 1 1 1/2 1 1 1/2 1 1/2 1/2 1/2 1
2. Poutiainen 0 1 0 0 1 1 0 1 1/2 1 0 1
3. Hartston 0 0 0 0 1 0 0 1/2 1 1/2 1 1 -
4. Hamann 0 1 1 1/2 0 0 0 1/2 0 1 1/2 1
5. Friðrik 1/2 1 1 1/2 ! 1/2 1 1 1 - 0 1 1 1/2
6. Zwaig 0 0 0 1 1/í 0 1/2 1 1/2 1/2 1 1
7. Timman 0 0 1 1 0 1 1 1/2 1/2 1 0 1
8. Liberzon 1/2 1 1 1 0 1/2 1 1/2 1/2 1/2 1 1 1
9. Murray 0 0 1/2 1/2 0 0 1/2 0 0 1/2 1 ' 0
10. Ostermeyer 1/2 1/2 0 1 0 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1 1
11. Jansa 1/2 0 1/2 0 1/2 1/2 1 1/2 1/2 1 1 1
12. Parma 1/2 1 1 1/2 1/2. \ii 1 1/2 1/2 1 1 1
13. Björn 0 0 0 1/2 0 0 1/2 0 0 0 i 1 0
14. Laine 0 1/2 0 0 l 0 0 0 0 0 ■ 0 1/2
15. vandenBroeck 0 0 0 1/2 0 0 0 1 0 0 0 1 1/2
FRIÐRIK OLAFSSON:
,,Nú er bara að halda strikinu"
SJ—Reykjavik — Nú er baráttan
farin að harðna á svæðamótinu i
skák á Hótel Esju. Friðrik ólafs-
son á góða möguleika að verða i
| öðru sæti og komast I millisvæöa-
i keppni. tslenzkir skákunnendur
Björn gaf skák-
ina við Ribli
— vegna veikinda
Gsal-Reykjavik — Björn Por-
steinsson gaf skák sina við Ribli
á svæðismótinu i gærdag eftir
að hafa aðeins teflt örfáa leiki.
— Mér fannst ég vera að þvi
kominn að falla i yfirlið og
treysti mér þvi ekki til að tefla
skákina frekar, sagði Björn er
Timinn hafði tal af honum.
Björn kvaðst vera með hita,
en sagði að áður en skákin hófst
i gærdag, hefði hann talið sig
hafa nægilegt þrek til að tefla
hana til enda — en raunin heföi
orðið önnur.
glöddust þegar Friðrik vann bið-
skákina við Liberzon i gærmorg-
un. — Eg er auðvitað lika ánægð-
ur, sagði Friðrik i gær skömmu
áður en 13. umferð mótsins hófst.
Nú er bara að halda strikinu.
— Hver heldurðu að verði
sigurvegari á mótinu?
— Ribli stendur bezt að vigi, og
það er langlíklegastað hann verði
i efsta sæti að lokum.
— ÞU teflir við stórmeistarann
Jansa i lokaumferðinni, verður
það þyngsta þrautin á mótinu?
— Það fer eftir þvi hvernig
staðan verður þá hjá hinum efstu
mönnunum. Þetta eru allt erfiðar
skákir, sem ég á eftir.
Friðrik tefldi við Murray i gær-
kvöldi, en á eftir að tefla við Ost-
ermeyer og Jansa.
Veröi þeir Liberzon og Friðrik
jafnir i 2. og 3. sæti þurfa þeir að
tefla einvigi um hvor komist i
millisvæðakeppni.og verði Frið-
rik, Liberzon og Parma allir
jafnir þá keppa þeir þrir á sér-
stöku móti um hverþeirra komist
áfram áleiðis i heimsmeistara-
keppni.
— 0 —
Liberzon gaf skákina við Frið-
rik eftir aðeins fimm leiki, sem
féllu þannig.
42. Hxb7 He2 +
43. Kf3 Hel
44. Hb8+ Kg7
45. b7 Hxgl
46. Hg8+ gefur
Hamann og Murray sömdu um
jafntefli án frekari taflmennsku,
en Timman vann Zwaig.
Umferðarslysunum linnir ekki:
5 ára drengur stórslasast
— þegar ekið var á hann á merktri gangbraut
Friðrik ólafsson
Kaupmannasam-
tökin hafa samið
við Mjólkursam-
söluna um kaup á
40 mjólkurbúðum
BH—Reykjavik — Það er alveg
öruggt mál, að mjólkin hækkar
ekki i verði, þótt almennar verzl-
anir annist mjólkursöluna til
neytenda. Núna er starfandi
nefnd, svokölluð mjólkursölu-
nefnd á vegum Kaupmannasam-
takanna, og það er búið að gera
samning við Mjólkursamsöluna
um kaup á öllum þeim mjólkur-
búðum, sem hún vill leggja niður,
og verður þá mjólkursalan færð
smám saman inn i hinar almennu
verzlanir.
Þannig komst Hreinn Sumar-
liðason kaupmaður, sem er for-
maður mjólkursölunefndarinnar,
að orði við Timann i gær, þegar
við ræddum þessi ynál viö hann.
Kvað Hreinn það löngu ljóst, að 40
ára gömul lög um þessi efni væru
löngu Urelt, og bæri margt til,
dreifðari byggð og fullkomnari
umbúðir.
— Okkar sjónarmið eru þau, að
það sé sparnaður fyrir Mjólkur-
samsöluna og þjóðarbúið I heild
að hafa mjólkursöluna I almenn-
um verzlunum. Við getum lika
selt meira af mjólk en núverandi
dreifingarkerfi býður upp á, auk
annarrar mjólkurvöru, og ættum
á þann hátt að geta sparað óþarf-
ar niðurgreiðslur.
— Eru þessar breytingar á döf-
inni?
— Samningurinn við Mjólkur-
samsöluna er fyrir hendi, og
landbúnaðarráðherra skipaði
fyrir nokkru 12 manna nefnd, sem
m.a. fjallar um þetta. Mjólkur-
samsalan heldur heildsölunni, en
við myndum þá annast smásöl-
una. Við vitum lika, að það er bú-
ið að semja frumvarp um þetta
mál, en það liggur einhvers stað-
ar óhreyft i skúffu.
— Hvað er búið að semja um
kaup á mörgum búðum?
— Þær eru 40 talsins.
FB/gébé Rvik — Fimm ára
drengur stórslasaðist i alvarlegu
umferðarslysi á Bústaðavegi I
gær, er bifreið ók á hann, þar sem
drengurinn var á leið yfir götuna
á merktri akbraut. Þetta er i ann-
að skipti á stuttum tima sem ekið
er á börn á merktri gangbraut, i
fyrra skiptið var það á Sund-
laugavegi en þar eru umferðaljós
sem bifreiðastjórar virðast eiga i
mestu erfiðleikum með að viður-
kenna. Það gerist nú æ tiðara að
litil börn sem eru á leið úr eða i
skóla verði fyrir barðinu á ógæti-
legum akstri bifreiðastjóra.
Það var um klukkan hálf f jögur
i gærdag, að fimm ára drengur
var á leið suður yfir merkta gang-
braut á BUstaðavegi við Asgarð,
þegar fólksbifreið ók á hann.
Kastaðist drengurinn fimm
metra áfram við áreksturinn og
missti þegar meðvitund. Var
hann fluttur á slysavarðstofu
Borgarspitalans og þegar siðast
fréttist var verið að rannsaka
meiðsli hans og hafði hann ekki
komizt til meövitundar og liggur
hann þungt haldinn á gjörgæzlu-
deild.
Okumaður fólksbifreiðarinnar,
sem var kvenmaður, kveðst ekki
hafa séð drenginn fyrr en hann
var kominn vel Ut á gangbraut-
ina, og þá þegar hemlað, en um
seinan. Mældust löng hemlaför
eftir bifreiöina, og er þvi talið að
hún hafi verið á töluverðri ferð.
A miðvikudaginn, um klukkan
hálffjögur um eftirmiðdaginn, lá
svo enn einu sinni við stórslysi á
gangbrautinni við Sundlaugarn-
ar, þar sem fyrir örfáum dögum
var ekið á tvær litlar telpur.
1 þetta skipti var það sjö ára
drengur, sem var að koma heim
Ur skólanum. Hann hafði ýtt á
stöðvunarhnapp ljósanna og var
kominn út á eyjuna á miðri göt-
unni, þegar leigubill af Hreyfli,
Benz ’67, hvitur að lit kom æðandi
og ók yfir gangbrautina, þrátt
fyrir það aö hann æki á móti
rauðu ljósi. Bill, sem hafði numið
staðar á hinni akbrautinni til þess
að hleypa drengnum yfir flautaði
á bilinn, sem yfir fór, en sá lét
engan bilbug á sér finna. Þarna
mátti ekki muna nema hárs-
breidd, og hefði drengurinn ekki
numið staðar á eyjunni hefði hann
án efa látið lifið I enn einu gang-
brautarslysinu.
Þetta tilfelli var kært til lög-
reglunnar og er von til þess að
menn fari senn hvað liður að láta
sér segjast, og reyni að fara eftir
umferðarreglunum, áður en fleiri
slys verða hér og enn fleira fólk
liggur limlest á sjúkrahúsunum,
eða andvana á likbörunum.
SILDVEIÐISKIPIN VEIÐA
ÁFRAM í NORÐURSJÓ
— ákvörðun um heimkvaðningu fre.stað
gébé—Rvik — Afli islenzku sildveiðiskipanna i
Noröursjó hefur verið nokkuð góður að undanförnu,
og var heildaraflinn 5. nóv., frá þvi að veiöi hófst 18.
april sl. 17.933,5 lestir að verðmæti 773.588.303.- kr.
Eins og kunnugt er, ákvað Norðaustur-Atlantshafs-
fiskveiðinefndin að islendingar mættu veiða 19 þús-
und lestir á timabilinu 1. júli 1975, til ársloka 1976.
Jafnframt fór nefndin fram á, að aöeins þriðjungur
þess magns yrði veiddur á þessu ári. Ekki hefur
verið farið að þcssum tilmælum, og er aflamagnið
frá 1. júli nú orðið tæpar 9.800 lestir. A fundi Norð-
austur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar i London i
næstu viku, mun þetta mál vera tekið fyrir. Danir
hafa nú kallað heim sildveiðiflota sinn úr Norður-
sjó, enda liafa þeir fyllt þann kvóta sem nefndin
skammtaði þeim.
Rætt mun hafa verið um.i sjávarútvegsráðuneyt-
inu að kalla sildveiðiflotann heim, en ákvörðun um
það mál er frestað þangað til eftir fund nefndarinn-
ar i London i næstu viku. Islenzku sendinefndina
skipa Þórður Asgeirsson að hálfu sjávarútvegs-
ráðuneytisins, Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ,
Ingólfur Stefánsson framkvæmdastjóri FFSI og
Jakob Jakobsson fiskifræðingur.
Loftur Baldvinsson EA er enn aflahæstur sild-
veiðiskipanna i Norðursjó og hefur nú fengið 1.723,7
lestir að verðmæti 69.305.523.- kr., meðalverð á kg.
40,21 kr. Súlan EA kemur fast áeftir með 1.390,9
lestir að verðmæti 64.057.699,- kr., meðalverð á kg
45,85 kr.
Mikill munur er ef samanburður er gerður á sild-
arsölum erlendis áþessu ári og s.l. ári, en á timabil-
inu 7. mai til 2. nóv. 1974 var aflinn 34.656,7 lestir að
verðmæti 997.530.732.- kr. en i ár var hann, á tima-
bilinu 18. april til l.nóv., 17.081,5lestir aöverðmæti
732.583.440,- kr.