Tíminn - 07.11.1975, Síða 9
Föstudagur 7. nóvember 1975.
TÍMINN
9
Crtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:’
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu vib Lindargöty,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26S0P
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprenth.L
AAenntamálin
I umræðum á Alþingi um stefnuræðu forsætis-
ráðherra, var Vilhjálmur Hjálmarsson mennta-
málaráðherra meðal ræðumanna. Hann minntist
i upphafi ræðu sinnar á menntamál og sagði
m.a.: „Forsætisráðherra hefur i stefnuræðu
reifað stærstu viðfangsefni rikisstjórnarinnar á
fyrsta starfsári. Fleira er titt. í menntamála-
ráðuneytinu er til dæmis margt sýslað.
Á siðasta Alþingi voru sett lög
um tónlistarfræðslu, um launasjóð rithöf-
unda, húsfriðunarsjóð, leiklistarskóla og hús-
stjórnarfræðslu. Frumvarp um bókasöfn, leik-
listarstarfsemi, þjóðleikhús, breytingu á há-
skólalögunum og lögum um lánasjóð islenzkra
námsmanna verða meðal þeirra, sem fram koma
á fyrra fallinu i vetur. Endurskoðun laga um iðn-
fræðslu, viðskiptamenntun. Myndlista- og
handiðaskóla og fleiri þætti skólalöggjafarinnar
er nú i gangi, og vinnuhópur innan ráðuneytisins
hefur fyrir nokkru hafið undirbúning að heildar-
endurskoðun framhaldsskólastigsins. Á grunn-
skólastiginu er stöðugt unnið að endurskoðun og
endurnýjun námsefnis, og sett hefur verið af stað
námsskrárgerð iðnfræðslunnar. Jafnframt er
unnið að samræmingu, og þar með eflingu verk-
kennslu á ýmsum stöðum á landinu. Skipulagning
sérkennslunnar er undirbúin, Höfðaskólinn hefur
fengið nýtt húsnæði I Fossvogi, og hafizt hefur
verið handa um aðgerðir á þessu sviði utan
Reykjavikur. Tilfinnanlegur skortur er á sér-
hæfðu fólki, en það stendur til bóta, þvi að
allmargir kennarar eru i framhaldsnámi á þessu
sviði. Þrátt fyrir aukið aðhald og beinan niður-
skurð i fjárlögum, hefur i ár verið byrjað á
nokkrum skólamannvirkjum, og auðvitað haldið
áfram byggingu annarra. En hér er of langt upp
að telja, þvi fjölmörg verkefni eru ætið i vinnslu,
en seinunnin langtimaviðfangsefni. En mér ber
að þakka umburðarlyndi og atbeina fólks, sem
starfar að skólamálum, listum, iþróttum og
skyldum verkefnum.
Menntamálin eru umfangsmikil og þykja enda
rúmfrek i fjárlögum. í hagtölum ágústmánaðar
segir þó, að íslendingar verji til menntamála
4.30% af þjóðarframleiðslu, á sama tima og
Norðmenn nota 5.90%. Þegar að þrengir, er
gjarna horft eftir möguleikum til sparnaðar á
stærstufjárlagaliðunum. Á sumum sviðum þessa
málaflokks er erfitt að spara án tjóns. Svo er t.d.
um aðstoð vegna barna með sérþarfir og ýmsa
þætti verkmenntunar, sem þurfa örvunar. En
menntamálaráðuneytið mun á skipulegan hátt
leita leiða til aðhalds og aukinnar hagkvæmni i
menntakerfinu, og væntir góðs samstarfs við alla
þá, sem þar eiga hlut að máli”.
Þetta yfirlit menntamálaráðherra sýnir, að
unnið er kappsamlega að mörgum verkefnum á
sviði menntamálanna, þrátt fyrir erfiðari fjár-
hagsástæður en oftast áður. Sérstök ástæða er til
að vekja athygli á ummælum menntamálaráð-
herra um verkmenntunina, en þar biður nú fram-
undan stærsta átakið, sem gera þarf i skólamál-
um þjóðarinnar.
ERLENT YFIRLIT
Reagan getur orðið
Ford hættulegur
Ford skiptir um ráðherra vegna þess
MJOG er um það deilt, hvort
Ford forseti hafi styrkt stöðu
sina með hinum sögulegu ráð-
herraskiptum, sem hann lét
koma til framkvæmda i byrj-
un þessarar viku. Einnig eru
skiptar skoðanir um, hver til-
gangur hans hafi verið með
þvi að skipta þannig um ráð-
herra og hvaða stjórnmála-
legar afleiðingar það kunni að
hafa. Reynslan ein mun gefa
fullnaðarsvör við þessum
spurningum.
Fyrst i stað gizkuðu ýmsir á,
að ráðherraskiptin stæðu i
sambandi við fyrirhugaða
samninga Bandarikjanna og
Sovétrikjanna um kjarnorku-
vigbúnað. Þetta var m.a.
byggt á þvi, að Schlesinger,
fyrrv. varnarmálaráðherra,
var talinn tregari til samninga
um þau mál en Kissinger. Við
nánari athugun mun niður-
staðan verða sú, að ráðherra-
skiptin muni litlu eða engu
breyta i þessum efnum. Hinir
nýju ráðherrar eru allir þess
sinnis, að þeir munu ekki vilja
fá á sig það orð, að þeir séu
eitthvað undanlátssamari við
Rússa en fyrirrennarar
þeirra. Þetta gildir einnig um
stöðu Kissingers. Ýmsir gizk-
uðu á, að það myndi styrkja
hann, að Schlesinger léti af
embætti varnarmálaráð-
herra, en þessir tveir Gyðing-
ar hafa ekki fellt skap saman.
Allir hinir nýju ráðherrar eru
metnaðargjarnir og dreymir
um meiri frama. Allir hafa
þeir verið tilnefndir sem for-
setaefni. Þeir munu þvi
ógjarnan vilja verða taldir
einskonar peð Kissingers.
Kissinger getur þvi ekki siður
vænzt andspyrnu frá þeim en
Schlesinger, ef skoðanir falla
ekki saman. Sá er hinsvegar
munurinn, að Schlesinger
hafði litil eða engin áhrif innan
flokks republikana, heldur var
fyrst og fremst embættismað-
ur. Donald Rumsfeld hinn nýi
varnarmálaráðherra, og
George Bush, hinn nýi yfir-
maður CIA, hafa hinsvegar
sterka flokkslega aðstöðu.
Báðir hafa átt sæti i fulltrúa-
deild Bandarikjaþings og
Bush var um skeið fram-
kvæmdastjóri flokksins. Elliot
Richardson, hinn nýi við-
skiptamálaráðherra, hlaut
mikla frægð vegna framgöngu
sinnar i Watergatemálinu, og
hefur oft siðan verið nefndur
sem álitlegt forsetaefni.
LÍKLEGASTA skýringin á
ráðherraskiptunum virðist sú,
að Ford hafi talið sér nauðsyn-
legtað styrkja stöðu sina með-
al republikana vegna fyrirsjá-
anlegrar keppni hans við Ron-
ald Reagan, fyrrv. leikara og
Schlesinger og Kissinger
Rockefeller og Ford
rikisstjóra i Kaliforniu. Það
þykir nú vist, að Reagan muni
gefa kost á sér og að hægri
armur republikana muni
fylkja sér fast um hann. Svo
illa hagar til fyrir Ford, að
fyrstu prófkjörin verða i þeim
rikjum, þar sem hægri sinnað-
ir republikanar eru einna
sterkastir, eða i New Hamps-
hire og Florida. Reagan getur
þvi orðið Ford hættulegur
keppinautur þar. Allir hinir
nýju ráðherrar eru taldir
heldur til hægri, þótt veruleg-
ur munur sé á afstöðu þeirra
Ronald Reagan
og Reagans. Ráðherradómur
þeirra ætti þvi að geta styrkt
stöðu Fords meðal hægri
manna og svonefndra miðju-
manna i flokki republikana.
Ford treystir hinsvegar á, að i
glimunni milli hans og Reag-
ans, muni írjálslyndari menn
flokksins fylkja sér um hann,
þvi að • þótt þeir séu ekki
ánægðir með hann, taki þeir
hann fram yfir Reagan.
Það sýnir bezt, hve ótti
Fords og fylgismanna hans
við Reagan er mikill, að Nel-
4 % ' ‘ ?
son Rockefeller varaforseti
hefur skrifað Ford bréf, þar
sem hann lýsir yfir þvi, að
hann gefi ekki kost á sér sem
varaforseti að nýju. Rocke-
feller hefur yfirleitt verið tal-
inn til frjálslyndari arms
republikana og af hálfu fylgis-
manna Reagans hefur það
verið mjög notað gegn Ford,
að hann myndi velja Rocke-
feller sem varaforseta með
sér, ef hann hlyti útneíningu
sem forsetaefni á flokksþingi
republikana, en venja er sú,
að forsetaefnið velji varafor-
setaefnið.
AF HÁLFU fylgismanna
Reagans er þvi nú talsvert
hampað, að brottvikning
Schlesingers úr embætti varn-
armálaráðherra sé sprottin af
undanlátssemi við Rússa.
Ford og fylgismenn hans virð-
ast hinsvegar ekki óttast þann
áróður, enda muni annað
koma i ljós. Þeir treysta hins-
vegar á, að þeir Rumsfeld,
Bush og Richardson muni
fljótlega vekja á sér athygli og
vinna sér álit og að það muni
verða Ford til styrktar. Lik-
legt er, að þeim þremenning-
unum verði verulega teflt
fram til ræðuhalda og þó eink-
um þeim Rumsfeld og Bush,
sem eru þaulvanir i þessum
efnum. Ástæða er þvi til að
álykta, að ráðherraskiptin
verði Ford heldur til fram-
dráttar, þegar frá liður.
Eins og málin standa nú,
þykir það liklegt, að Ford nái
útnefr.ingu sem frambjóðandi
republikana I forsetakosning-
unum á næsta ári. Það gæti
hinsvegar veikt stöðu hans
verulega, ef honum tækist
ekki að sigra Reagan nema
með naumindum. Reagan er
slyngur áróðursmaður og nú
virðist frekar blása hægri
vindur i Bandarikjunum en
hið gagnstæða. Þvi mega
fylgismenn Fords gæta þess
að vanmeta ekki Reagan.
Fylgismenn Fords hugga
sig við það, að hjá demokröt-
um rikir enn algert
ósamkomulag um ’það, hver
frambjóðandi þeirra eigi að
verða. Margir hafa þegar gef-
ið kost á sér, en enginn þeirra
þykir vænlegur til sigurs.
Helzt berast nú böndin að Hu-
bert Humphrey, fyrrum vara-
forseta. Hann hefur lýst yfir
þvi, að hann taki ekki þátt i
prófkosningum, en fái hann
áskorun frá flokksþinginu
muni hann gefa kost á sér og
sigra. Eftir Nixon, fyrrv. for-
seta er hinsvegar höfð sú spá.
að Edward Kennedy verði
frambjóðandi demokrata og
að Ford muni falla fyrir hon-
um. — Þ.Þ.
Þ.Þ.