Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 5. desember 1975. Jón Skaftason, alþingismaður: VIÐGERÐAAÐSTAÐA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI ntEBBlö MO-Reykjavik. Jón Skaftason (F) hefur flutt á Alþingi tillögu til þingsályktunar um viðgeröar og viðhaldsaðstöðu flugvéla á Kefla- víkurflugvelli. t framsöguræðu sinni fyrir til- lögunni benti Jón á alls ónóga við- geröaraðstööu á Keflavikurflug- velli og af þeim sökum færi mikið viögerðar- og viöhaldsstarf fram erlendis. Benti flutningsmaður á, að ef tækist að flytja 50 flugvirkja hingað heim til starfa þýddi það 101,3 milljón króna auknar tekjur fyrir þjóðarbúið. Auk þess myndi sjáifur ríkissjóður hafa af þessu um 44,2 milljónir króna tekjur. Þessar upplýsingar eru fengnar úr könnun, sem Hagvangur hf. framkvæmdi i október sl. fyrir Flugvirkjafélag íslands Flugsamgöngur i örum vexti í framsöguræðu sinni vakti Jón athygli á að árlega væru á fjórða þúsund lendingar á Keflavlkur- flugvelli. Hin siðari ár hefði þó gætt vissra erfiðleika I flugstarfs- seminni bæði hér innanlands og einnig i næstu nágrannalöndum okkar. Af þeim sökum hafa lendingar verið nokkru færri á Keflavikurflugvelli tvö siðustu árin, en áður. Hins vegar er engin ástæða til annars en i framtiðinni muni lendingum fjölga verulega, enda eðlileg afleiðing, þar sem flugið er sú grein samgangna, sem er i örustum vexti i heiminum. - Keflavíkurflugvöllur er eini al- þjóðlegi flugvöllurinn i eigu ís- lendinga, en hann er að ýmsu leyti mjög vanbúinn þvi, að taka við" aukinni viðgerðar- og við- haldsaðstöðu fyrir flugvélar. Þjóðhagsleg nauðsyn knýr þó á um að þeirri aðstöðu verði komið á sem fyrst. 45 flugvirkjar erlendis Þá greindi framsögumaður frá upplýsingum sem hann hefði fengið hjá Flugvirkjafélagi Is- lands og sagði, að nú muni vera Lög samþykkt vegna veiða V.-Þjóðverja I gær var afgreitt sem lög frá Alþingi viðauki við lög nr. 102 27. desember 1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót i fiskveiðilandhelginni, sbr. lög nr. 14 26. marz 1974 og lög nr. 72 14. október 1975. Við lögin bættist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða: Meðan I gildi er samkomulag milli Islands og Sambandslýð- veldisins Þýzkalands um veiðar þýzkra togara innan fiskveiði- landhelgi, dags. 28. nóvember 1975, skulu brot gegn ákvæðum samkomulagsins af hálfu þeirra þýzku veiðiskipa, sem tilgreind eru á skrá, sem er fylgiskjal með samkomulaginu, og heimilaðar eru veiðar á umsömdum svæðum i fiskveiðilandhelginni, varða þeim viðurlögum, að veiðiskip, sem brotlegt hefur orðið við ákvæði samkomulagsins, skal fellt niður af fyrrnefndri skrá, og missir þar með rétt til að stunda veiðar samkvæmt ákvæði sam- komulagsins. Dómsmálaráðuneytið tekur ákvörðun um þá framkvæmd samkomulagsins, er það hefur fengið gögn I hendur frá Land- helgisgæzlunni. Jón Skaftason, 240 Islendingar, sem hafi verið útskrifaðir sem flugvirkjar. Þar af starfa um 200 i faginu, en af þeim eru 45 við vinnu erlendis. Vitað er, að þessir flugvirkjar hafa sett fram ákveðnar óskir um, að þannig verði búið að starfsgreininni, að þeir geti horfið hingað heim til að sinna hér sinni vinnu. Það er okkur Islendingum mikið metnaðarmál að geta orðið við þessum óskum, auk þess, sem það er beint hagsmunamál fyrir þjóðfélagið. Þessu næst vék framsögumað- ur að brunanum á skýli Flug- félagsins á Reykjavikurflugvelli á síðasta vetri. Af þeim sökum byggju um 100 flugvirkjar við mjög slæma aöstöðu og væri vinnuaðstaða sú, sem þeim væri t.d. boðin I flugskýlum varnar- liðsins á Keflavikurflugvelli al- gerlega óviðunandi. Verði ekki skjótt við brugðið til að bæta úr þessu, er hætt við að enn stærri hluti þessarar þjónustu hverfi út úr landinu. Mikil útgjöld erlendis Hér verða birtar samtölur kostnaðar við viðgerðir Flug- félags tslands og Loftleiða á sið- ustu fjórum árum, og sést þar vel, hve mikill hluti viðgerðar- kostnaðarins er greiddur á er- lendri grund. 1971 var kostnaðurinn 536 millj. kr. erl., en 113 millj. kr. innanl. 1972 var kostnaðurinn 511 millj. kr. erl., en 111 millj. kr. innanl. 1973 var kostnaðurinn 511 millj. kr. erl., en 140 millj. kr. innanl. 1974 var kostnaðurinn 608 millj. kr. erl., en 212 millj. kr. innanl. Flutningsmaður vakti athygli á að langmestur hluti af kostnaði Loftleiða væri erlendis, en kostnaður F.í. að mestum hluta innanlands. Með sameiningu þessara flugfélaga ætti að gefast betra færi á að flytja stærri hluta af þessari starfsemi inn I landið. Að lokum sagði framsögu- maður: — Það sem fyrir mér vakir með þessum tillöguflutningi er ekki sizt það, að i þessum efn- um verði mörkuð einhver ákveðin stefna, þannig að allir þeir aðilar, opinberir og einkaaðilar, sem hagsmuna eiga að gæta i þessu sambandi.viti að hvaða marki er stefnt, þannig að þeir geti tekið höndum saman að ná þvi marki. ■ iiiihinlii Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra svaraði fyrir nokkru fyrirspurn frá Vil- borgu Harðardóttur um undanþágu afnotagjalda af sima fyrir elli- og örorkulif eyrisþega, en þingsályktunar- tillaga þess efnis var sam- þykkt á siðasta þingi. I svari sinu las ráðherra upp bréf frá Póst- og simamála- stjóra, þar sem kom fram, að auðveldasta leiðin til að fram- kvæma vilja Alþingis sé að hækka elli- og örorkulifeyri um sömu upphæðog simgjöld- um nemur, eða um 800 kr. á mánuði. Með þessu fengi styrkþegi á öruggan hátt, það sem til er ætlazt i nefndum lögum, en verður ekki sérstakur skattur á simnotendum einum. Elli- og lífeyrisþegar voru i des. sl. um 2203, en engin könnun liggur fyrir hve marg- ir þeirra hafa sima. Talið er að slik athugun yrði mjög kostnaðarsöm, og einnig myndi verða mjög kostnaðar- samt eftirlit með þvi að fella simgjöld niður. Þá benti Póst- og simamála- stjóri á i svari þvi, sem sam- gönguráðherra las u,pp, að tekjutap simans gæti numið 21 millj. króna á ári. Að þessu öllu athuguðu væri ljóst, að bezti kosturinn við að ná fram vilja löggjafans væri sá að hækka elli- og örorkulif- eyrinn sem simagjöldunum næmi. Samgönguráðherra hefur einnig svarað fyrirspurn frá Jóhannesi Arnasyni um störf verðjöfnunarnefndar vöru- flutninga. I svari ráðherra kom fram, að gagnasöfnun á vegum nefndarinnar hefði farið fram og stefnt væri að þvi, að nefndin skili áliti snemma á næsta ári. Fé verði aflað til að Ijúka dreifingu sjónvarps Múrarar mótmæla skýrslu Rannsóknar- ráðs og frumvarpi til byggingarlaga Félagsfundur i Múrarafélagi Reykjavikur, haldinn mánudaginn 24. nóvember 1975, mótmælti að i nefndir á vegum stjórnvalda um málefni byggingariðnaðarins skuli svo til eingöngu skipaðir langskóla- gengnir menn, sem mjög tak- markaða þekkingu hafa á vanda- málum byggingariðnaðarins. 'Taldi fundurinn þá hafa mis- notaðþessa aðstöðu sér tilábata, sbr. frumvarp til byggingalaga og skýrslu Rannsóknaráðs rikisins. Fundurinn krafðist þess, að betur væri vandað til skipunar ábyrgðarmikilla og kostnaðar- frekra nefnda, og að skipaðir verði i þær byggingariðnaðar- menn. sem haldgóða þekkingu hafa á þeim málum. Fundurinn fordæmir harðlega þá ófrægingarherferð sem hann taidi hafa verið hafða I frammi gagn- vart byggingariðnaðarmönnum, og þó sérstaklega ákvæðisvinnu- mönnum og harmaði þátt hinna svokölluðu „hlutlausu” rikisfjöl- miðla i henni. Hlustunarskilyrði hljóðvarps bætt Áætlanir Pósts Mó-Reykjavlk. Steingrimur Her- mannsson, Ingi Tryggvason og Halldór Asgrimsson hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á útvarpslögum. Leggja þeir til að svohljóðandi verði bætt inn i útvarpslögin. Rikisútvarpinu er skylt að leggja áherzlu á að koma fullnægjandi hljóðvarps- og sjón- varpssendingum til allrá lands manna og til sjómanna á fiski- miðunum i kringum landið, eins og tæknilega og fjárhagslega er talið kleift. Rikisútvarpið skal láta gera og leggja fram áætlun til þriggja ára i senn um framkvæmdir þessar. Til þessara framkvæmda skal varið fjármagni þvi sem fæst samkvæmt 17. gr. að viðbættu fjármagni, sem veitt er til slikra framkvæmda af öðrum tekjum Rikisútvarpsins og á fjárlögum. I þvi skyni að hraða fram- kvæmdum skal a) Leggja 10 af hundraði viðauka- gjald á afnotagjald af hljóövarps- tækjum eins og það er ákveðið hverju sinni vegna annarra fjár- þarfa Rikisútvarpsins og skal þvi fjármagni varið til framkvæmda á sviði hljóðvarps. b) Leggja 10 af hundraði viðauka- gjald á afnotagjald af sjónvarps- tækjum, eins og það er ákveðið hverju sinni vegna annarra fjár- þarfa Rikisútvarpsins, og skal þvi fjármagni ráðstafað til fram- kvæmda á sviði sjónvarps. Gjald þetta skal ekki innheimt eftir að framkvæmdum er lokið og sima I greinargerð með frumvarpinu vitna flutningsmenn til áætlana, sem Póst- og simamálastjórnin hefur gert um a) Sjónvarpsdreifikerfi fyrir haf- svæðiö umhverfis Island b) Framkvæmdir við sjónvarps- dreifikerfið. c) Framkvæmdir við hljóðvarps- dreifikerfið. I greinargerðinnni drepa þeir siðan á nokkrar meginniður- stöður áætlunarinnar. Þar segir m.a.: Móttöku hljóðvarps er viöa mjög ábótavant. Einkum hafa kvartanir verið tíðar frá Aust- fjörðum og öðrum fjarlægum landshlutum. Kveður oft svo rammt við, að hljóðvarps- sendingarnást ekki timum saman vegna slæmra móttökuskilyrða og truflana frá öðrum sterkum stöðvum. 1 áætlunum Póst- og sima- málastjórnarinnar er þetta staðfest. Er lagt til að komið verði upp FM-kerfi og nýjum langlinu- og miðbylgjusendi á Austurlandi. Auk þess er nauðsynlegt að endurnýja möstur sendistöðvarinnar á Vatnsenda en það fellur að sjálfsögðu undir eðlilegt viðhald hljóðvarps- kerfisins. Samkvæmt frumáætlun, sem gerð er i október 1974, yröi heildarkostnaður við endurbæturnar 650 millj. kr, en 415 millj. kr, að frádregnum kostnaði við sendistöðina á Vatnsenda. 1 áætlun um framkvæmdir við sjónvarpsdreifikerfið kemur fram, að 98.5 af hundraði þjóðarinnar hafi nú möguleika á viðunandi móttöku sjónvarps. Vegna þeirra, sem ekki ná út- sendingu, er talið, að reisa þurfi 14stöðvar, sem hver getur þjónað 8eða fleiri notendum. Til viðbótar er gert ráð fyrir 150 stöðvum, sem þjónað gætu frá 1 og upp i 7 notendum. Auk þess er talið nauðsynlegt að ljúka við ýmsar bráðabirgða endurvarpsstöðvar og fleira. Fjölmargar þings- ályktunartillögur en litlar framkvæmdir A undanförnum árum hafa verið fluttar fjölmargar þings- ályktunartillögur um útbreiðslu sjónvarps til þeirra staða sem ekki njóta þess nú. Arangurinn hefur orðiö litill af þessum mál- flutningi. Framkvæmdir á þessu sviði hafa verið litlar sem engar siðustu árin. Þeir fáu, sem eftir eru, virðast gjarnan gleymast. Flutningsmönnum þessa frumvarps þykir ljóst, að úr þessu verði ekki bætt nema með þvi að tryggja sérstakt fjármagn til slikra framkvæmda. Þvi er horfið að þvi ráði að flytja frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum. Meginefni þessa frumvarps er það að gera út- varps- og sjónvarpseigendum skylt að greiða 10 af hundraði viðaukagjald af afnotagjaldi af þessum tækjum og renni þær tekjur óskiptar til þess að koma sjónvarps- og hljóðvarpssending- um til þeirra, sem ekki ná þeim i dag, eða bæta þar sem móttakan er óviðunandi. Afnotagjald af hljóðvarpi er i dag 3.800 kr. á ári, en af sjónvarpstæki 8.400 kr. á ári. Hér er þvi um að ræða 380 kr. á ári af hljóðvarpstæki og 840 kr. af sjón- varpstæki. Það er sannfæring flutningsmanna að þeir Is- lendingar, sem njóta þessara lifs- gæða I dag, muni ekki sjá eftir þvi að greiða slikt gjald til þess að tryggja þeim fáu, sem eftir eru, aðstöðu til þess að njóta einnig sömu lifsgæða, sem og sjómönn- um á fiskimiðum umhverfis landið. Það gjald, sem á þennan hátt yrði innheimt næmi 24 milljónum króna af hljóðvarpstækjum, og um 40millj. kr. af sjónvarpstækj- um. Gera flutningsmenn ráð fyrir að viðaukagjaldið falli niöur þegar umræddum framkvæmd- um er lokið, þannig að allir lands- menn njóti sambærilegra hljóðvarps- og útvarpssendinga. Ofangreint fjármagn mun þó hrökkva skammt, en það ætti þó tryggja að nokkur hreyfing komist á þessi mál. Eðlilegt telja flutningsmenn, að áætlun verði gerð um þessi mál og stefnt að þvi að þeim ljúki á næstu 4-5 árum. Það er skoðun flutningsmanna að það verkefni á sviði hljóðvarps og sjónvarps að koma útsending- um til allra Islendinga á landi og sjó eigi að ganga fyrir flestum öðrum framkvæmdum á sviði hljóðvarps og sjónvarps. Það er von þeirra, að samþykkt þessa frumvarps leiði til þess, að svo verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.