Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.12.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 5. desember 1975. TÍMINN 17 FH-ingar ætla að selja sig dýrt — og hefna ófaranna í Osló, þegar þeir mæta Oppsal á sunnudagskvöldið — Við erum ákveðnir að selja okkur dýrt og hefna ófaranna í Osló, sagði Þórarinn Ragnarsson, en hann og félagar hans úr FH mæta norska liðinu Oppsal í Evrópu- keppni bikarhafa í Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöldið. Eins og menn muna, þá fengu FH-ingar skell i Ekeberg-höllinni í Osló — töpuðu með 8 marka mun (11:19) fyrir Oppsal. FH-ingar leika með alla sina beztu leikmenn gegn Oppsal og koma þeir Kristján Stefánsson og Jón Gestur Viggósson inn i FH-liðið, en þeir gátu ekki leikið með þvi i Osló. Róðurinn verður örugglega þungur fyrir FH-liðið, þvi að Oppsal-liðið með landsliðs- fyrirliðann. Allan Gjerde, og landsliðsmarkvörðinn snjalla Bal Byefremstan i flokki,er sterkt lið. Blak- lands- leikur — Islendingar mæta Færeyingum í Laugardals- höllinni í kvöld islendingar leika sinn fyrsta landsleik i blaki við Færeyinga i kvöld i Laugardalshöllinni , en leikurinn verður jafnframt fyrsti landsleikur Færeyinga i blaki. Þjóðirnar mætast siðan aftur á morgun, og eru landsleikirnir þeir fyrstu af 10, sem háðir verða milli landanna á 5 árum. Komið hefur verið á keppni milli þjóðanna, og munu verða leiknir tveir leikir á ári fram til 1979, til skiptis á Islandi og i Fær- eyjum. Blaksamband Islands hefur gefið bikar til að keppa um I þessum landsleikjum. Hlýtur það landslið gripinn til varðveizlu i eitt ár, sem vinnur báða leikina eða nær betri hrinuhlutfalli úr leikj- unum, ef liðin vinna sinn hvorn leikinn. Ef liðin skilja jöfn — og hrinufjöldinn verður sá sami, verður leikin aukahrina til að skera úrum hvort liðið beri sigur úr býtum. Það lið, sem vinnur bikarinn oftar á þessum árum, hlýtur hann til eignar. Landsleikurinn i kvöld hefst i Laugardalshöllinni kl. 20.30, en á morgun hefst leikurinn kl. 15.30. Leikurinn i kvöld verður 10. landsleikur tslendinga i blaki. — Fyrsti landsleikurinn var gegn Norðmönnum á Akureyri i marz 1974. Ef FH-ingar ná sér á strik og áhorfendur styðja við bakið á þeim, þá eiga þeirmöguleika á að vinna upp 8-marka forskotið, sem Oppsal-liðið kemur með hingað. Eins og menn muna, þá var leikurinn i Osló nokkuð söguleg- ur, þar sem Norðmennirnir léku i skjóli v-þýzkra „heimadómara” og gátu þeir leyft sér ýmsar kúnstir i skjóli þeirra. Framkoma norska landsliðsfyrirliðans Allan Gjerde var ekki til fyrirmyndar þá. — Hann hagaði sér eins og villimaður Ur svörtustu skógum Afriku. Þá má búast við spennandi og jafnvel sögulegum leik, þegar FH-ingar mæta Oppsal-liðinu i Laugardalshöllinni kl. 20.30 á sunnudagskvöldið. Þessi mynd sem er úr leiknum í Osló, sýnir Allan Gjerde, þar sem hann lemur i andlitið á Þórarni Ragnarssyni, eftir að hann var búinn að skjóta. Þórarinn var of seinn að verja sig. DANKERSEN TAPAÐI STÓRT AXEL Axelsson, Ólafur Jóns- sonog félagar þeirra í Danker- sen máttu þola stórtap, þegar þeir léku gegn Gummersbach i „Bundesligunni”. Leiknum sem fór fra m i Köln, lauk með 9 marka (21:12) sigri Hansa Schmidt og félaga hans. Gummersbach-liðið er algjör- lega ósigrandi á heimavelli og má búast við að Vikingar fái þar stórskell á sunnudaginn, þegar þeir leika þar i Evrópu- keppninni. Tottenham-liðið stef ni r á Wembley mætir Newcastle í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar. AAiddlesborough mætir Manchester City TERRY NEÍLL og ungu strákarnir hans hjá Tottenham Hotspur hafa tekið stefnuna á Wembley. Þeir sigruðu Doncastle (7:2) á White Hart Lane I Lundúnum I deildarbikarkeppninni. Tottenham-liðið unga, sem sýndi mjög góðan leik gegn Doncastle, mætir Newcastle I undanúr- slitunum. Middlesborough mætir þá Manchester City, en leikið verður heima og heiman I undanúrslitunum, og siðan ræður markatalan hvaða lið leika til úrslita á Wembley 28. febrúar. Tottenh m-liðið, sem hefur borið tvisv ir sinnum sigur úr být- um i deudarbikarkeppninni — 1971 og 1973 — hefur mikla mögu- leika á að tryggja sér farseðilinn á Wembley, Leikmenn Doncastle veittu Tottenham-liðinu harða keppni i byrjun og skoruðu fyrsta mark leiksins. En Tottenham svaraði með tveimur mörkum fyrir leik- hlé, og i siðari hálfleik hirti mark- vörður Doncastle knöttinn 5 sinn- um úr netinu hjá sér — Skotinn John Duncan skoraði „Hat-trick” (þrjú mörk) fyrir Lundúnaliðið. < ................ JOHN DUNCAN...hefur skorað 12 mörk fyrir Tottenham á keppnis- timabilinu. Manchester City átti i vandræð- um með Mansfield. Það var ekki fyrr en Asa Hartford var búinn að skora fjórða mark City (4:2), að Manchester-liðið var öruggt um sigur. Annars urðu úrslit þessi i 8-liða úrslitum deildarbikarkeppninn- ar: Burnley —Middlesb.........0:2 Man.City—Mansfield .......4:2 Newcastle—NottsC .........0:1 Tlottenham—Doncastle......7:2 Notts County sýndi stórgóðan leik á St. James Park — en heppnin var ekki með liðinu, sem tryggði Newcastle sigur, með sjálfsmarki. Markvörðurinn Eric McManus varð fyrir þvi óhappi að senda knöttinn i eigið mark. Middlesborough vann góðan sigur á Turf Moor — þeir DavidMillsog Bill Maddren skoruðu mörk „Boro”. —Sos ÞEIR SKORA TED MacDOUGALL hefur skor- að flest mörk af leikmönnum ensku 1. deildar liðanna á keppnistimabilinu — 17. Þeir sem hafa skorað flest mörkin, eru: MacDougall, Norwich.........17 Noble, Burnley..............15 A. Taylor, West Ham.........14 Tueart, Man. City...........14 Toshack Liverpool ..........13 Duncan, Tottenham...........12 Golwing, Newcastle..........12 George, Derby...............11 MacDonald, Newcastle........11 Lee, Derby..................10 Lorimer, Leeds .............10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.