Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur 7. janúar 1976. AAiklar tafir á flugumferðinni Nýr skólastjóra- bústaður tekinn í notkun á Súðavík IIG-Súðavik — Fyrir jól var tek- inn i notkun hér i Súðavik nýr og glæsilegur skóiastjórabústaður. Eru þetta gieðileg tiöindi, þvi hér hefur rikt mikið vandræðaástand i húsnæðismálum. Nýi skóla- stjórabústaðurinn er 125 íermetr- ar að stærð, steinhús á einni hæð, og er það allt mjög snyrtilegt og hitað upp meö rafmagni. Skóla- stjóri hér er Auðunn Bragi Sveinsson, en hann réðst hingað á liðnu hausti. Barna- og unglingaskóli Súöa- vikur er til húsa i nokkuð gömlu steinhúsi, sem farið er að láta á sjá. Þyrfti að gera átak til að lag- færa það, eða öllu heldur að endurbyggja, ef ekki á innan skamms að hefjast handa um að byggja hér nýtt skólahús. Mó—Reykja vfk — Erfiðleikar hafa verið á flugi að undanförnu, t.d. var ekki hægt að fljúga til Ak- ureyrar i vikutima um áramótin. Á laugardag var hægt að fljúga þangað sex ferðir áður en lokaðist fyrir flug, en siðan var ófært þar til á sunnudagskvöld að aftur var hægt að hefja flug til Akureyrar. Voru sex ferðir farnar þangað að- faranótt mánudags og lauk flug- inuekki fyrren klukkan að ganga fimm. Einnig voru farnar tvær ferðir til Egilsstaða þá um nótt- ina. A mánudag fóru vélar F'lugfé- lagsins margar ferðir út á land, en undir kvöld lokaðist fyrir flug og varð vél, sem fara atti til Sauð- árkróks, að snúa við, og tvær vél- ar urðu veðurtepptar á Egilsstöð- um. Einnig raskaðist millilanda- flug, og varð Flugfélagsvél að bíða i Giasgow og Loftleiðavélar flugu yfir án viðkomu. Nokkrar tafir urðu á að hægt væri að hefja flug i gærmorgun vegna ófærðar á götum Reykja- vikur. Komust hvorki áhafnir né farþegar i tæka tið út á völl. Hjá flugfélaginu Vængjum fengum við þær upplýsingar. að flug yfir hátiðarnar hefði yfirleitt gengið ágætlega. Nokkrar tak- markanir hefðu orðið á flugi sið- ustu dagana, og á mánudaginn var ekkert f'logið, enda ekki flug- veður. t gær var flogið til Blöndu- óss og Snæfellsness, en óíært hef- ur verið til önundarfjarðar i nokkra daga. Framsóknarmenn efna til félags- málanámskeiða á Vestfjörðum ilennibraut Trausta Valssonar, eins og hugsa mætti sér hana á Arnarhóli — hún hlaut þriðju verðlaun af tillögum um leiktæki, en jafnframt fékk Trausti verðlaun fyrir einu tillöguna, sem barst um leiksvæði. MÓ-Reykjavik — Kjördæmis- samband Framsóknarmanna á Vestfjörðum, Framsóknar- flokkurinn og Samband ungra Framsóknarmanna mun á næstu vikum gangast fyrir nokkrum fé la gsm á la ná m - skeiðum á Vestfjörðum. Til að leiðbeina á þessum nám- skeiðum hefur Heiðar Guð- brandsson form. Verkalýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga i Súðavik. verið ráðinn. Ileiðar hefur unnið mikið að félags- málastörfum og verið virkur þátttakandi i mörgum félögum. Sérstaklega hefur hann látið málefni verkalýðsins til sin taka. Nú starfar Heiðar sem erindreki Framsóknarflokksins á Vestfjörðum. Timinn átti stutt viðtal við Heiðar i gær og spurði hann um fyrirhuguð námskeið og hver yrðu helztu verkefni hans sem erindreka á Vestfjörðum? — Helzta verkefni mitt er að koma á skipulegri félagsmála- fræðslu á sem flestum stöðum á Vestfjörðum. Ég mun koma á fót eins mörgum námskeiðum og timi vinnst til og áhugi er á að fá. — Hvernig fara svona nám- skeið fram? — Hvert námskeið stendur 15-20 klst., og verður kennt fimm til sex kvöld. Kennsluefni er fengið hjá Æskulýðsráði rikisins, og er þar fjallað um flesta þætti félagsstarfa, svo sem ræðumennsku, fundar- stjóm, fundarreglur, störf for- manna og annarra stjórnar- manna i félögum og sitthvað fleira. — Eru námskeiðin aðeins Ivrir Framsóknarmenn? — Nei, þau eru öllum opin, hvaða skoðanir sem fólk hefurá þjóðfélagsmálum og hvort sem þeir eru ungir eða aldnir, konur eða karlar. Ég vona að hóparnir verði töluvert marglitir, svo að skemmtilegar umræður mynd- ist. Ég mun ekki reyna að troða Aðeins þrír tóku þótt í samkeppni um leik- svæði og leiktæki neinum ákveðnum stjórnmála- skoðunum upp á fólk, þótt að sjálfsögðu verði starf og stefna Framsóknarflokksins kynnt. — Er mikil þörf fyrir slík námskeið? — Ég tel þörf fyrir svona námskeið mjög brýna, og vil ég hvetja fólk mjög til að sækja þau. Það eru mörg dæmi um að fólk, sem ekki var mjög virkt i sinum félögum og þorði naumast að standa upp á fund- um, varð mjög virkt eftir að hafa sótt slfkt námskeið. Þá vil ég sérstaklega hvetja verkafólk til að sækja námskeiðin og tel mikils vert fyrir félaga i verka- lýðshreyfingunni að nota hvert tækifæri til að auka við þekk- ingu sina á félagsmálum. — Ilvenær verður fyrsta námskeiðið haldið? — Það fyrsta verður haldið á Bíldudal.og hefst föstudaginn 9. jan. n.k. Siðan verður hvert námskeiðið haldið af öðru, og eru námskeið ákveðin á Suður- eyri. Bolungavik og ísafirði. Siðar verður ákveðið, hvort fleiri námskeið verða haldin. lleiðar Guðbrandsson verður leiðbeinandi á félagsmálanám- skeiðunum. Trausti Valsson og Pétur Lúthersson viröa fyrir sér hugmynd Magnús- ar Tómassonar að „leikskúlptúr”, sem hlaut fyrstu verðlaun af tillög- unum um leiktæki. SJ—Reykjavik — t gær voru af- hent verðlaun í samkeppni fimm sveitarfélaga um leiksvæði og leiktæki, sem efnt var til vorið 1974. Aðeins fjórar tillögur bárust frá þrem aðilum, og varð úr að þær hlutu allar verðlaun. Um 20-30 sóttu útboðsgögn og þátt- taka var öllum heimil, svo að bú- izt var við fleiri tiliögum, en fæð þeirra var orsök þess, hve dregizt hefur að tilkynna úrslit i keppn- inni. Ekki þótti rétt að auglýsa keppni þessa aftur með endur- nýjuðum skilafresti. Samkeppnin var tviskipt, ann- arsvegar var óskað eftir tillögum að fyrirkomulagi leiksvæða, og hinsvegar tillögum um leiktæki. Fyrstu verðlaun fyrir hugmynd að leiksvæði, 150.000 kr., hlaut Trausti Valsson arkitekt. Hann hlaut einnig 3. verðlaun, 40.000 kr., fyrir hugmynd að leiktæki — rennibraut úr plasti, sem koma má fyrir með ýmsum hætti á ólik- um stöðum. Magnús Tómasson hlaut fyrstu verðlaun, 120.000 kr., fyrir hug- mynd að leiktæki. Magnús Tómasson sendi til keppninnar fimm afbrigði af „klifurskúlptúr” úr tré. Pétur Lúthersson húsganga- arkitekt fékk önnur verðlaun fyrir leiktæki — u-laga bygging- arklossa, sem setja má saman með ýmsum hætti og gera úr margháttuð leiktæki. — Ég hef alltaf haft áhuga á umhverfi barna, sagði Trausti Valsson i viðtali við Timann. — Þegar ég stundaði nám i arki- tektúr i V-Berlin, varði ég einu ári til að sérhæfa mig i þessari grein, en þvi miður hafa mér ekki borizt viðfangsefni á þvi sviði hér heima eftir að námi lauk. — Ég hef hins- vegar m.a. unnið að skipulagn- ingu útivistarsvæða Reykvikinga hjá þróunarstofnun borgarinnar, en það verk er að minu áliti merkilegur áfangi. Trausti leggur einmitt áherzlu á að leiksvæði sé ekki afgirtur vöRur, heldur hluti úr stóru úti- vistarsvæði, þar sem fullorðið fólk er einnig, og jafnframt i bein- um tengslum við atvinnufyrirtæki og aðra þætti borgarlifsins. Áherzla er lögð á að börn og full- orðnir geti tekið þátt i athöfnum og leikjum hver annars. Hug- mynd Trausta að leiksvæði gerir ráð fyrir margvislegum athöfn- um innan þess. I greinargerð með tillögu sinni leggur Trausti m.a. til að sveitarfélögin eigi safn leik- tækja, sem eru færanleg milli leikvalla. Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjavik og Sel- tjarnarnes stóðu að samkeppn- inni. Formaður dómnefndar var Skúli H. Norðdahl. Tillögurnar, sem bárust, verða siðar til sýnis i öllum bæjarfélög- unum. Rennibrautin er gerð úr nýju plastefni. Tiniainyndir: Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.