Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 4
TÍMINN Miðvikudagur 7. janúar 1976. Safna steingervingum frá Marokkó Ung hjón i Frankfurt, Karl og' Hannelore Pfaff, hafa að undan- förnu verið að safna steingerv- ingum frá Marokkönsku Sahara. Steingervingar hjón- anna eru sagðir vera 400 milljón ára gamlir. Steingervingarnir eru af sæsniglum, og hafa stein- gervingar sams konar dýra fundizt i Suður-Þýzkalandi. Eitthvað af steingervingunum hefur verið hreinsað upp og pússað, og siðan hafa þeir verið lagðir i polyester, og búnar til úr þeim borðplötur, sem sagðar eru mjög eftirsóttar. Hér er Hannelore með tvær slikar borðplötur. Veiðimenn sitja þétt A siðasta sumri kepptu fjörutiu beztu stangveiðimenn Búlgariu, Ungverjalands, Austur-Þýzka- lands, Póllands, Rúmeniu, Tékkóslóvakiu og Sovétrikjanna i stangveiði i Moskvu. Þetta mun vera mesta rólegheita iþrótt, og samkvæmt reglunum urðu allir að veiða af bakkan- um, og sátu veiðimennirnir nokkuð þétt, eins og myndin sýnir. Það heyrðist hvorki stuna né hósti i þær þrjár klukku- stundir, sem keppnin stóð. Sam- kvæmt keppnisreglum máttu menn aðeins hafa eina stöng og urðu að veiða með „náttúr- legri” beitu. Sigurvegarinn var sovézkur visindamaður, Oskar Soboley. Annar varð Austur- Þjóðverjinn Jurgen Metzke og þriðji Pólverjinn Boguslaw Dobzhanski. — Ég get svo sem vel skilið, að þaö séu einhverjir fjárhagsörðug- leikar hjá dýragarðinum, en þú verður samt aö reyna að fá kaup- ið þitt I peningum en ekki dýrum. f'h K/U — Er lifsnauðsynlegt, að hengja myndirnar af foreldrum þinum upp f svefnherberginu? — Það er svo sem í lagi herra minn. Ég get vel skilið, að þér eigið nóg af burstum. DENNI DÆMALAU5I Það er alveg satt Wilson, þetta var bara óvart, þú veizt, að Jói er ekki svona hittinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.