Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.01.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miövikudagur 7. janúar 1976. Dr. Jóhannes Nordal: Tímabært að marka ákveð stefnu í starfi lífeyrissjóða 94 lífeyrissjóðir Málefni lifeyrissjóðanna hafa veriö mjög á dagskrá að undan- fömu. Kemur þar hvort tveggja til, vaxandi þáttur þeirra i fjár- málabúskap þjóðarinnar og áhyggjur manna af áhrifum verð- bólgunnar á getu þeirra til að sinna hlutverki sinu á viðunandi hátt. Er enginn vafi á þvi, að timabært er orðið að marka ákveðnari stefnu varðandi starf- semi lifeyrissjóða, þar sem jafnt væri tekið tillit til hagsmuna þjóðfélagsins I heild og einstakra sjóðfélaga. Vonast ég til þess, að ég geti i þessu erindi varpað nokkru ljósi á hugsanlegar leiðir að þessu marki. Lifeyrissjóðir eiga sér nokkuð langa sögu hér á landi. Lifeyris- sjóður rikisstarfsmanna var stofnaður árið 1920, en fyrir þann tima var til annað fyrirkomulag, er tryggði embættismönnum rik- isins lifeyri. Skömmu þar á eftir komu eftirlaunasjóðir Lands- bankans og Otvegsbankans og lff- eyrissjóður kennara, en eftir seinni heimsstyrjöldina voru lif- eyrissjóðir ljósmæðra og hjúkr- unarkvenna stofnaðir. Allir þess- ir sjóðir náðu til opinberra starfs- manna, sem annað hvort störfuðu beint fyrir rikið eða voru ná- tengdir starfsemi þess. Lifeyris- sjóðir I einkaatvinnurekstri komu allir nokkru siðar, en meðal hinna fyrstu voru Eftirlaunasjóður Eimskipafélags fslands, lifeyris- sjóður prentara, starfsmanna KEA og SÍS, svo að einhverjir séu nefndir. Lifeyrissjóðirnir i einka- atvinnurekstrinum voru hins veg- ar allir mun smærri I sniðum i fyrstu, þannig að nú er orðinn verulegur munur á þróunarstigi þessara tveggja sjóðstegunda. Lifeyrissjóðirnir fara fyrst að ná verúlegri útbreiðslu eftir 1960, þegar æ fleiri stéttir ná sam- komulagi um að stofna lifeyris- sjóöi. Löggjafarvaldið ýtti óbeint undir þessa þróun, enda hefur það ávallt litið á lifeyrissjóði sem æskilega og i' þvi skyni leyft frá- drátt iðgjalda til lifeyrissjóða til skatts, auk þess sem lifeyrissjóð- ir hafa ætið verið skattfrjálsar stofnanir. Árið 1961 voru starfandi 41 lff- eyrissjóöur, en árið 1965 var fjöldi þeirra kominn I 61 og 1970 i 90. 1 dag eru 94 sjóöir starfandi i land- inu. Mestur hluti þessarar fjölg- unar hefur átt sér stað i einkaat- vinnurekstrinum. Fyrst riðu starfsmenn verzlunar- og þjón- ustugreina á vaöiö, en siðan hefur fjölgunin fyrstog fremst orðið hjá verkalýðsfélögum, sérstaklega eftir samningana vorið 1969, en þá var samið um, að öll aðildar- félög ASl skyldu fá aöild að lif- eyrissjóðum frá ársbyrjun 1970. Þessir samningar skýra hina miklu fjölgun lifeyrissjóða um þetta leyti. Nú er svo komið, að flestallir launþegar i landinu eiga þess kost að vera aðilar að einhverjum lif- eyrissjóði, enda var með lögum frá 1974 svo fyrir mælt, að öllum launþegum sé rétt og skylt að vera félagar i lifeyrissjóðum. Þannig hefur staða lifeyris- sjóða i lífeyristryggingakerfinu tekið miklum stakkaskiptum á örfáum árum, en einnig hefur þýðing þeirra sem fjármagns- stofnana stórlega breytzt. Á árunum 1961 til 1974 hafa eignir lifeyrissjóða vaxið um hvorki meira né minna en rúm- lega 27% á ári að meðaltali, eða úr 583 millj. kr. 1961 I 13,4 mill- jarða króna árið 1974. Ekki er þó vöxturinn jafn yfir þetta timabil i heild. Fram að 1970 var hann heldur hægari, en eftir það tók hann mikinn kipp, annars vegar vegna tilkomu hinna nýju sjóða og fjölgunar sjóðfélaga, en hins vegar vegna verðbólgu og mjög örra kauphækkana i krónutölu. Frá árslokum 1969 til ársloka 1974 jukust eignir lifeyrissjóða uni 35,6% að jafnaði á ári, en til sam- anbwðar má geta þess, að eignir innlánsstofnana jukust ekki nema um 26,3% á ári til jafnaðar á sama timabili. Er nú svo komið, að eig.nir lifeyrissjóða eru komn- ar upp i réttan fimmtung, miðað við eignir innlánsstofnana. Þessi mikli vöxtur veldur þvi annars vegar' að stjórnvöld hljóta að marka ákveðnari stefnu um starfshætti lifeyrissjóða sem fjármálastofnana, en hins vegar að vinna aðþvi að samræma störf þeirra og skipa þeim ákveðinn sess I tryggingakerfinu til fram- búðar, en hvorugt hefur verið gert að neinu marki til þessa. Röng uppbygging lifeyrissjóða Allir lifeyriss jóðir, sem stofnaðir hafa verið hér á landi, hafa verið byggöir á svokölluðum sjóösmyndunargrundvelli. Þetta þýöir 1 grófum dráttum, að sjóð- unum er ætlað aö taka við hluta af tekjum sjóöfélagans og ávaxta hann á me&an á starfsævi sjóöfé- lagans stendur, þannig að hann geti tekiö inneign sina út I formi lifeyris, eftir að starfsævi hans llér birtist ciiinli. sem <lr. .lolia iincs Nordal, Seðla- liankastjóri . Ilutti á t uiid i Sa in liaiuls alineiinra lif- cs rissjóða i desember sl.. Millil'yrirsagiiir eru blarts- i 11 s. lýkur og eftirlaunatimabilið hefst. Þetta fyrirkomulag útheimtir, að lifeyrissjóðirnir eig ávallt kost á ávöxtun, er tryggir raungildi eigna þeirra, þrátt fyrir verð- bólguna, auk þess sem þeir eru yfirleitt þannig úr garði gerðir tryggingafræðilega, að þeir þurfi að ná um 4% árlegri ávöxtun um- fram verðbólgu til að geta staðið við skuldbindingar sinar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lifeyrissjóöirnir hafa yfirleitt verið fjarri þvi marki að ná jákvæöri ávöxtun undanfarna 2-3 áratugi, og nú hin siðustu tvö ár hefur ávöxtun sjóðanna verið stórlega neikvæð, þar sem verð- bólgan hefur farið langt fram úr þeim vöxtum, sem hægt hefur veriö að fá af útlánum og verð- bréfum. Ef annars vegar er litið á þá ávöxtun, sem sjóðirnir hafa náð siöan 1965, en hins vegar vexti, sem þeir heföu þurft að fá til þess aö sjóðirnir gæfu af sér 4% árlega ávöxtun umfram hækkun visitölu neyzluvöruverðlags, kemur I ljós, aö ávöxtun sjóðanna nær ekki nema broti af þvi, sem hún þyrfti að vera til þess, að þeir teldust geta staðið við skuldbindingar sinar. Vandamál þetta hefur ekki enn komið fram á sársaukafullan hátt fyrir allan þorra sjóðfélaga. Svo er enn i dag, að flestir lifeyr- isþegar eru i verðtryggðu sjóðun- um, þar sem þeir hafa starfað lengst. Hér er eingöngu um að ræða sjóði rikisins, sveitarfélaga og rikisbankanna. Nokkrir eldri óverðtryggðir lifeyrissjóðir, s.s. Llfeyrissjóður SIS og prentara hafa þegar nokkurn fjölda sjóðfé- laga, sem njóta lifeyris, enda verða þessir sjóðir nú áþreifandi varir við, að þeir geta ekki staðið við greiðslu viðunandi lifeyris. Miðað við 12-14% verðbólgu, eins og hún hefur verið undanfar- inn áratug, má lifeyrisþegi i óverðtryggðum sjóðibúast við, að kaupmáttur lifeyris hans verði helmingaður að raungildi innan 4-5 ára. Sé hins vegar miðað við 50% verðbólgu, er lifeyrir þegar helmingaður að raungildi eftir 1. ár og eftir 4. ár er hann innan við einn fimmta af upprunalegu raungildi hans eftir. Af þessu sést, að lifeyrissjóð- irnir, eins og þeir eru nú upp- byggðir, munu ekki með nokkru móti geta gegnt hlutverki sinu, eins og félagar þeirra ætlast til af þeim, og er þvi óhjákvæmilegt að leitað sé leiðréttingar á málum þessum. Mun um þetta fjallað hér á eftir, en fyrst mun verða gerð grein fyrir fjárráðstöfunarhlið sjóðanna og nokkrum vandamál- um I sambandi við hana. ónóg skuldabréfakaup Langmestur hluti af útlánum lifeyrissjóðanna hefur til þessa verið til sjóðfélaga. Hafa þessi lán yfirleitt átt sér stað i formi fasteignatryggðra skuldabréfa, sem sjóðirnir hafa keypt af sjóð- félögum, venjulegast með hæstu leyfilegum vöxtum, en þó með nokkru lægri vöxtum i verð- tryggöu sjóðunum. Með þessu móti má meö nokkru segja, aö verðbólgutap það, sem lifeyrisþegar verða fyrir, sam- svari sér aö hluta I verðbólgu- hagnaöi af lántökum hjá sjóðun- um. Er þannig verið að færa fé frá lifeyrisþegum til fólks á bezta aldri, sem er aö koma yfir sig húsnæöieða stendur I öðrum stór- um fjárútlátum. Þannig hefur lif- eyrissjóðafyrirkomulagiö óvilj- andi innbyggt tilfærslu fjár frá öldruöum og öryrkjum til full- frisks fólks á bezta tekjuöflunar- aldri, og ber að benda á þetta sem áberandi misvægi i fyrirkomulagi sjóðanna, enda gengur það i ber- högg við þá almennu stefnu þjóð- félagsins að leitastviðaðbúa sem bezt að öldruðum og sjúkum á kostnað þeirra, sem betur mega sin. A undanförnum 2-3 árum hefur mikið áunnizt við að auka skiln- ing lifeyrissjóðanna á, að þetta fyrirkomulag getur ekki gengið til lengdar. Hafa stjórnvöld boðið lifeyrissjóðunum sérstök skulda- bréf Framkvæmdasjóðs og Bygg- ingarsjóðs, sem eru tryggð með visitölu byggingarkostnaðar og hefur nokkur árangur náðst I að fá sjóðina til að kaupa þessi bréf. Ætla má, að kaup sjóðanna á þessum bréfum verði i ár um 1000 milljónir króna, sem nemur um nálægt einum sjötta af ráðstöfun- arfé þeirra, eins og það er nú áætlað. Kaup þessi eru þó enn hvergi nærri nógu mikil til þess að sjóðirnir nái fullnægjandi ávöxtun. Það virðist einnig vera afar mismunandi, hve mikið ein- stakir sjóðir kaupa af þessum bréfum. Sumir sjóðirnir, ekki sizt margir almennu sjóðirnir, hafa sýnt ábyrga afstöðu gagnvart sjóðfélögum sinum og keypt þessi bréf i mjög rikum mæli, en aðrir hafa óneitanlega litið á þessi bréfakaup sem óþægilegan skatt af hálfu rikisins, án tillits til þess, að þau gefa miklu betri ávöxtun en almenn fasteignatryggð lán. Undanfarin tvö ár hefur verið starfandi nefnd með fulltrúum stjórnvalda og lifeyrissjóðanna, hefur unnið að þvi að reyna að leysa verðtryggingar- og ávöxt- unarvandamál lifeyrissjóðanna, þannig að sjóðunum verði annars vegar komið á heilbrigðan og varanlegan ávöxtunargrundvöll en hins vegar verði afnuminn sá réttindamismunur, sem nú rikir milli sjóðfélaga verötryggðu og óverðtryggðu sjóöanna. Starf þessarar nefndar hefur ekki verið auðvelt, enda hefur gengið erfiö- lega að komast að raunhæfri niðurstöðu, er allir geta fellt sig við. Vinnurhún enn að þessu mál- efni, en vonast til aö geta skilað niöurstöðum sinum i vetur. Starf nefndarinnar beindist i upphafi og samkvæmt skipunar- bréfi hennar einkum að þvi aö gera tillögur um ávöxtun sjóöanna Var þá bæði höfö I huga þörf sjóð- anna fyrir betri ávöxtun eigna sinna og fjáröflunarþarfir rikis- valdsins, einkum vegna ibúða- lánakerfisins og fjárfestingar- sjóða atvinnuveganna. Eftir þvi sem á starfið hefur liöið hefur oröið ljósari þörf þess að huga aö skipulagi lifeyrissjóðakerfisins frá viöara sjónarhóli og samræm- ingu á starfsemi þess og al- mannatrygginganna. Verðtryggð ávöxtun Mun ég vikja fyrst að ávöxtun- arvandamálinu og athugunum nefndarinnar á þeim. Ég held að gagnlegt sé að byrja á þvi að gera nokkra grein fyrir þeim megin- sjónarmiðum eða markmiðum, er hafa þarf I huga við ávöxtun á fé lifeyrissjóða. 1 fyrsta lagi ber að gæta þess, að'fjármunir lifeyrissjóðanna séu ávaxtaðrir i sem tryggustum eignum. Hér er um að ræða markmið að þvi er varðar með- ferö fjármuna, sem ekki þarf i sjálfu sér að deila um. Eðlilegt er, að llfeyrissjóðum eins og öðrum fjármálastofnunum sé gert að fylgja ákveðnum reglum um tryggingar útlána og verðbréfa- kaup. Eruslikarreglur nú þegar i gildi hér á landi, en æskilegt getur Tafla i Elgnir 1{feyrissjófla (StaBa í árslok) BráBab. tö lur mli.kr. 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 1 Otlán 483 582 718 894 1093 1373 1685 1989 2326 2793 3555 4847 6860 11 RÍkiS 11 18 22 20 15 16 12 12 13 22 49 81 100 12 Sveitarfélög 20 20 17 15 15 15 20 18 24 23 25 26 30 13 FjárfestingarlánasjóSir 11 14 26 9 10 15 22 31 42 107 189 454 750 14 Atvinnuvegir 45 55 60 69 75 75 98 139 183 230, 15 SjóSsfélagar o.fl. 44 1 53v 653 805 996 1267 1562 1853 2172 2543 3153 4103 5750 2 SjoBur og bankainnsta?ður 87 1 1 5 127 156 2' (• 232 242 306 398. 615 806 1125 1625 3 ASrar eignir 13 25 49 62 86 102 133 151 199 234 485 612 815 31 Þar af oinnheimtir vextir 4 10 18 24 3 7 48 65 83 94 103 125 173 32 Þar af oinnheimt iðgjöld 97 123 318 383 4 Meildareignir 583 722 8H4 1112 1388 1707 2060 24 46 2923 3642 464 6 6584 9300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.