Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. janúar 1976. TÍMINN 3 Þeir voru margir, sem iögðu leið sina i Lindarbæ i gær og færðu félagi sinu árnaðardskir I tilefni 70 ára afmælis.ns, en i gær voru þessi timamót i ævi verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Þarna voru lika krásir á borðum, sem menn gerðu sér gott af. -Timamynd: Gunnar. LANDHELGISGÆZLAN: Breytt fyrirmæli í aðeins einn dag I.andhelgisgæzlan sendi á laugar- dag út eftirfarandi: „i framhaldi af þvi, sem komið hefur fram i fréttum fjölmiðla að undanförnu um Landhelgisgæzl- una gagnvart brezkum togurum á Austfjarðamiðum er rétt að taka eftirfarandi fram. Þegar brezku herskipin sigldu af Austfjarðamiðum 21. þ.m. voru þar að veiðum 46 brezkir togarar dreifðir á svæði frá norðri til SA frá Langanesi eða á sömu slóðum og islenzkir loðnubátar voru þá. Nú hefur þetta breyzt þannig, að brezku togurunum hefur fækk- að nokkuð og þeir færzt saman og norðar. 1 gær og i dag hafa allir brezku togararnir verið i þéttum hóp um 45 sjómilur noröur af Svinalækjartanga, á svæði, sem er innan við 10x20sjómilur að stærð, og er hafisinn nú aðeins 15 sm. norðan við brezku togarana. Engin breyting hefur orðið á fyrirmælum Dómsmála- ráðuneytisins um framkvæmd Landhelgisgæzlunnar nema hvað fallistvar á, að ekki skyldi klippt á togvira daginn, sem viðræðurn- ar í London hæfust, enda var vænzt fyrirmæla til brezku togar- anna frá London um að þeir sinntu fyrirmælum varöskipanna meðan viðræðurnar stæðu yfir. Af þeim sökum var það álit Landhelgisgæzlunnar a6 heppi- legast væri að þétta togarahópinn sem mest og jafnframt þrýsta honum smám saman utar og þetta hefur Landhelgisgæzlunni tekizt.” Tillögur fískveiðilaganefndar væntanlega lagðar fram í vikunni SJ-Rvik------Tiilögur okkar um togveiðilinur og veiðisvæði, sem og um stærðarflokkun skipa eru einfaldari en núverandi kerfi, sem byggist á iögum, sem sam- þykkt voru 1973. Allir nefndar- menn eru sammála um að ekki megi taka upp regiur, sem hindri fiskimenn i að gegna hiutverki sinu, þó miðað við ástand fiski- stofnanna hverju sinni, sagði Már Eiisson, formaður fiskveiðilaga- nefndar i viðtaii við Timann i gær. Fiskveiðilaganefnd, sem skipuð var i janúar 1975, er um þessar mundir að ljúka störfum og mun væntanlega leggja fram tillögur sinar í frumvarpsformi i þessari viku. Már Elisson fiskimálastjóri er formaður nefndarinnar og skýrði hann Timanum frá helztu atriðunum i tillögum nefndarinn- ar um ný fiskveiðilög. 1 janúar i fyrra voru fulltrúar fjögurra hagsmunasamtaka skipaðir i nefndina, þ.e. Far- manna og fiskimannasambands- ins, Félags islenzkra botnvörpu- skipaeigenda, landssambands is- lenzkra útvegsmanna — báta- deildar og Sjómannasambands Islands, en Már Elisson frá Fiski- félagi Islands varð formaður nefndarinnar. Þessir fimm nefndarmenn fóru tvær ferðir umhverfis landið vegna endur- skoðunar laganna. 1 þeirri fyrri voru settir á fót vinnuhópar og rætt við fulltrúa byggðarlaga og hagsmunasamtaka þar. Hóparnir gengu siðan frá sinum hugmynd- um og tillögum og komu þeim á framfæri við fimmmenningana, sem siðan samræmdu þær og kynntu i siðari ferð sinni um land- ið. Siðan gekk fimm manna nefndin frá sinum tillögum og voru þær tilbúnar i ágúst siðast- liðnum. Að þvi loknu voru skipað- ir til viöbótar sjö alþingismenn i nefndina, fulltrúar þingflokk- anna, og var hún ekki fullskipuð fyrr en i október. Miklar annir voru á þingi i haust og fyrrihluta vetrar og dróst þvi starf hinnar fullskipuðu fiskveiðilaganefndar á langinn, en þvi átti upphaflega að vera lokið fyrir áramót. — Ég tel hins vegar að það hafi verið til góðs aö hafa þingmenn i nefndinni, sagði Már Elisson fiskimálastjóri, — ef það verður til þess aö frumvarpið fær greiðari gang I gegnum þingið. Einnig uröu tafirnar i sumar og haust til þess aö skýrslur Haf- rannsóknastofnunar og Rann- sóknaráðs um fiskistofnana og sjávarútveginn voru hafðar til hliðsjónar i lokatillögum nefndar- innar, en eftir tilkomu þeirra breyttust viðhorfin töluvert. — 1 ferðum okkar um landið i fyrra urðum við varir við að sá hugsunarháttur er rikjandi að tryggja þurfi verndun fiskistofn- anna, bæði með tilliti til veiða á smáfiski og á hrygningarstöðvun- um. Þetta meginsjónarmið kom alls staðar fram. Sá andi sveif yfir vötnunum i starfi nefhdarinnar að þvi, hvernig við tækjum þann afla sem leyfður yrði, skyldi fremur stjórnað með reglugerðum en beinum lagabókstaf. Eftir að skýrslurnar um ástand fiskistofn- anna og þróun og stöðu sjávarút- vegsins komu fram og stjórn- málamennirnir bættust i nefndina var þó heldur slegið af þessari stefnu. En þó eru tillögur okkar mun rýmri en núgildandi lög um fiskveiðar. Aðalgagnrýni nefndarmanna og annarra, sem með okkur hafa unnið, á þau lög, sem nú eru i gildi, er sú, að þau séu of þröng, og rammi þeirra gefi of litið svigrúm til breytinga á skömmum tima. Fiskveiðilaganefndin gerir til- lögur um allverulega stækkun á friðunarsvæðum bæði á uppeldis- og hrygningarstöövunum. Flestir eru þó sammála um að föst friðunarsvæði séu ekki æski- leg til langframa, heldur séu þetta neyðarráðstafanir meðan ástand stofnanna er eins slæmt og nú er. Þær tillögur okkar, sem við bindum mestar vonir við, eru um eftirlit á þann hátt að loka megi smáfiskasvæðum strax þegar bera fer á óhæfilega miklu magni af smáfiski i aflanum. Núgildandi kerfi er allþungt i vöfum, og ekki er hægt að loka veiðisvæðum strax. Það er einnig skoðun okkar að gera eigi greinarmun á ásetn- ingsbrotum gagnvart fiskveiði- og landhelgislögum og brotum, sem framin eru af vangá. Við teljum aö halda eigi uppi eftirliti á sjónum, þannig að afli og veiðarfæri séu skoðuð á staðnum. Þetta aðhald hefur Landhelgis- gæzlan veitt, en hún hefur að sjálfsögðu ekki tök á þvi núna, þegar öll skip hennar eru önnum kafin við að hindra veiðar út- lendinga. Teljum við, að taka eigi 2-3 litil skip á leigu og gegna meö þeim þessu hlutverki a.m.k. með- an þetta ástand varir. Á hinn bóginn leggjum viö einn- ig til að allveruleg stækkun verði gerð á lágmarksmöskvastærð og bindum lika vonir við fram- kvæmd hennar. Slikar aðgerðir eru þó ekki einhlitar, og það eru skyndilokanir svæða, sem við vonum aö séu vænlegastar til árangurs. Þá er gert ráð fyrir að togveiði- linur frá Vestfjörðum að Hviting- um út af Hvalsnesi verði færðar út. Þar með verði engar togveiðar leyfðar innan tólf milna en undanþágur hafa verið veittar frá þvi fram til þessa. Lagt er til að þessar reglur um togveiðar gildi i tvö ár og verði síðan endur- skoðaðar. Gert er ráð fyrir að ákveðnar reglur verði settar um notkun flotvörpu, og er þá sérstaklega verið að hugsa um að henni verði ekki beitt á hrygningarstöðvum þorskins. Tillögurnar geraráð fyrir að lágmarksstærð fiskjar við löndun verði hækkuð. Lágmarksstærð á þorski og ufsa er nú 43 cm, en gert er ráð fyrir að hún verði færð i 50 cm við fyrsta tækifæri. Vonazt er til að þetta nægi til að fiskimenn haldi sig fremur frá þeim svæð- um, þarsem mikiðer af smáfiski.' Akvæði eru um eftirlit i landi, og tekið fram að framleiöslueftir- liti sjávarafurða, Fiskmati rikis- ins, beri að annast það. Þetta herta eftirlit með að smáfiskur sé ekki unninn i vinnslustöðvunum á að verða til þess að ekki fari milli mála að bátar nái ekki að landa ólöglega. 1 almennum hugleiðingum nefndarmanna er mikil áherzla lögð á mikilvægi rannsókna og að Hafrannsóknastofnunin geti ann- að nauðsynlegum rannsóknum á stærð fiskistofna og veiðiþoli. Komum við fram með ákveðnar hugmyndir i þeim efnum. Þá er gert ráð fyrir, að Fiski- félag Islands verði ráðgefandi aðili um þær reglugerðir, sem settar verða, og gerum við ráð fyrir, að það geti oröið mjög virkt sem slikt vegna sambands sins við öll samtök i sjávarútvegi hér og deildir félagsins um allt land. Það er skoðun okkar að óhóf- legar svæðalokanir og aflakvótar séu neyðarúrræði sagði Már Elis- son. — Meginsjónarmið okkar er að afkastageta fiskiskipanna gébé-Rvik. — Loðnuveiði var m jög góð siðastliðinn sóiarhring, eða sú bezta enn á þessari vertiö. Klukkan 18 I gærkvöld höfðu tuttugu og niu bátar tilkynnt um afla, samtais 9.140 tonn. Loönuna fengu þeir I suðvestur af Digra- nesflaki, en veiðiveöur var sæmi- legt á þessum slóðum. skuli miðuð við, hvað hver ein- stakur fiskistofn geti gefið af sér án þess að endurnýjunarhæfni hans sé ógnað. Stærð og afköst fiskveiðiflotans skulu samkvæmt þvi miðuð við afrakstursgetu miðanna. Kjörræðismaður Mexíkó Gsal—Reykjavik. Geir G. Jóns- syni hefur verið veitt bráöa- birgðaviðurkenning sem kjör- ræðismanni Mexikó i Reykjavik. Heimilisfang ræðisskrifstofunnar er Ægisgata 10, Reykjavik. Guðmundur RE fékk 750 tonn i þessari hrotu, Börkur 700 tonn og Grinövikingur 600 tonn. Eld- borgin er enn hæst að heildarafla, eða með um tæplega 1600 tonn — Það lætur nærri að nálægt sextiu loðnubátar séu nú farnir á miðin fyrir austan. Áfengi selt fyrír nær 5 milljarða '75 — neyzlan minnkaði þó um 5.26% ó órinu FB—Reykjavík. Heildarsala áfengis á siðasta ári nam tæp- um fimm milljörðum króna, samkvæmt yfirliti, sem Afengisvarnarráð hefur sent frá sér. Var hér um 53.45% sölu- aukningu að ræða miðað við ár- ið á undan, talið i krónum. Neyzla áfengis á árinu minnk- aði þó um 0.16 litra á mann eða 5.26%. 1 yfirlitinu kemur fram, að áfengissalan i okt-des. var 1.498.473.593 krónur, en var kr. 922.484.969 árið á undan. Mest var salan i Reykjavik, losaði einn milljarð, en minnst i áfengisútsölunni á Siglufirði rúmlega 23.5 millj. króna. Þegar litið er á áfengissöluna yfir allt árið 1975 sést, að i Reykjavik hefur áfengi verið selt fyrir tæplega þrjá og hálfan milljarð, og 2.3 milljarða árin á undan. A Akureyri nam salan um 476 milljónum (308.5 millj. árið áöur), á Isafirði 142 milljónum (92.5), á Siglufirði 76 milljónum (49 millj). Á Seyðis- firði 141.8 milljónum (80 milljónum), Keflavik 199,5 milljónum (134,7 milljónum), Vestmannaeyjum 141.3 milljón- um (68.8 milljónum). Um áfengisneyzluna á mann miðaðvið 100% áfengi er þetta að segja: Árið 1965 var hún 2.07 1, 1966 — 2.31 1. 1967— 2.381. 1968 — 2,11 1. 1969 — 2.17 1. árið 1970 var neyzlan 2.50 1. 1971 — 2.70 1. 1972 — 28,81 1. 1973 — 2.88 1. 1974 — 3.04 1. 1975 2.88 litrar. Verð á áfengi hækkaði nokkuð á árinu 1975miðað við verð árið áður. BEZTA AFLAHROT- AN TIL ÞESSA 29 bótar fengu 9140 tonn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.