Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 27. janúar 1976. Náttúruhamfarirnar á Norð-Austurlandi ræddar á Alþingi: Ríkisstjórnin heitir íbúum jarðskjálftasvæðanna aðstoð Asgeir Bjarnason, forseti Sam- einaðs Alþingis, gerði náttúru- hamfarirnar á Norð-Austurlandi að umræðuefni, þegar Alþingi kom aftur saman til fundar i gær. t þvi sambandi saeði forseti sam- einaðs þings: „Laugardag- inn 20. desem- ber s.l., hófst eldgos í Leir- hnjúk i Suð- ur-Þingeyjar- sýslu. Samfara eldgosinu voru jarðskjálftar miklir alltaf annað slagið og er þeirra vart ennþá, en þeir reyndust mestir þriðjudaginn 13. janúar s.l. Fund- ust þeir mjög viða og hafa valdið miklum skaða. Á Kópaskeri i Presthólahreppi voru 130 ibúar og þótti þá örugg- ast að flytja flesta þeirra burtu, þegar verst lét og hafa þeir ekki allirkomiðaftur, enda mikileyði- legging á staðnum. Vatnsleiðslan var meir og minna ónýt. Raf- magnslaust og simasambands- laust var um skeiö. Hafnarmann- virki staðarins sundurklofin og sprungin. Mörg ibúðarhús eru sprungin og sum ónýt og allt innanhúss meira og minna eyði- lagt. t Núpasveit, öxarfirði og Kelduhverfi hafa einnig orðið all- miklar skemmdir á mannvirkj- um, ibúðarhúsum og öllu þvi er þeim fylgir, peningshúsum, rækt- un, jarðvegi o.fl. Jarðskjálftar þessir hafa valdið verulegum óþægindum og eyðileggingu á all stóru svæði. Fleiri hundruð manns hafa orðið að liða meiri og minni óþægindi vegna jarð- skjálftanna. Málefni þessa fólks hafa þegar verið rædd i rikis- stjórninni og sjálfsagt mun Al- þingi nú sem jafnan áður undir svipuðum kringumstæðum taka með fullum skilningi, samhug og stórhug á vandamálum þessum, svo öllum þeim sem eiga i erfið- leikum, vegna jarðskjálftanna, megi auðnast að búa um sig á nýjan leik, treysta heimili sin, þegar náttúruhamförum linnir, sem við vonum og óskum að megi verða sem allra fyrst. Það er skammt stórra högga á milli. Það eru þrjú ár liðin siðan eldgos hófst i Vestmannaeyjum og rúmt ár siðan að snjóflóð og manntjón af þess völdum varð i Neskaupstað. Auk þessa hefur á sama ti'mabili orðið vart mikilla jarðskjálfta i Borgarfirði og á Reykjanesi. Við lifum i landi eld- fjalla og isa og getum þvi búizt við að þessir gamalkunnu kraft- miklu náttúruöfl minni á sig ann- að slagið. tslenzka þjóðin hefur jafnan sýnt þrautseigju og festu, þegar á hefur bjátað og hún hefur mætt hverri raun með dugnaði og sam- stilltum vilja til að leysa þann vanda sem hún stendur frammi fyrir og ekki efast ég um að svo muni einnig verða að þessu sinni. Það er ósk min og von að al- þingismönnum megi nú sem jafn- an áður auðnast að standa sam- an, þegar leysa ber vandamál þau sem ég hefi minnzt hér á.” Ingvar Glsla- son (F) 1. þing- maður Norður- landskjördæmis eystra, tók næstur til máls og sagði m.a.: „Ég sé ástæðu til að þakka hæstvirt- um forseta Al- þingis fyrir það að minnast þeirra erfiðleika og tjóns, sem nokkrar byggðir Þingeyjarsýslu hafa orð- ið fyrir.Mester þetta tjón i Norð- ur-Þingeyjarsýslu á þeim stöð- um, sem hæstvirtur forseti nefhdi. Ég þori að fullyrða, að orð hæstvirts forseta munu vekja von og traust meðal fólksins á tjóna- svæðunum og að þau verði skoðuð sem tákn um samkennd þings og þjóðar með þessu fólki i umtals- verðum erfiöleikum. Eins og háttvirtum þingmönn- um og landsmönnum öllum er kunnugt, er ljóst, aö tjón af jarð- skjálftum í Norður-Þingeyjar- sýslu er verulegt og kemur viða við. Þetta tjón snertir fyrst og fremstmargs konar byggingar og önnur mannvirki, þ.á m. opinber mannvirki, svo sem hafnarmann- virki og vegi. Og samansafnað tjón einstaklinga er mjög til- finnanlegt.” t framhaldi af þvi sagði Ingvar Gislason, að á þessu stigi væri ekki vitað hversu mikið tjónið væri i krónutölu. Unnið væri að þvi að meta það, og heimamenn ynnu jafnframt að þvi að lagfæra það, sem brýnast væri. Sagði þingmaðurinn, að ljóst væri, að skaði Norður-Þingeyinga væri meiri en svo, að þeir gætu risið óstuddir undir honum. „Mér er kunnugt, að hæstvirt rikisstjórn hefur fjallað um vanda Norð- ur-Þingeyinga og haft góö orð um að koma myndarlega til liðs við uppbyggingarstarfið þar nyrðra” sagði Ingvar Gislason. Hann sagðist að lokum vilja beina þeirri fyrirspurn til félagsmála- ráðherra, Gunnars Thoroddsen, sem gegndi embætti forsætisráð- herra i fjarveru Geirs Hallgrims- sonar, hvaða aðgerðum rikis- stjórnarinnar i þessum málum liði. Næst á eftir Ingvari talaði Lárus Jdnsson (S),4. þingmaður kjördæm isins. Lagði hann áherzlu á, að endurbyggingar- starfið á Kópaskeri hæfist fljót- lega, og minnti á, að það væri ekki einungis nauðsynlegt fyrir ibúa Kópaskers heldur og fyrir nágrannabyggðirnar, þvi að kauptúnið væri þýðingarmikil miðstöð fyrir þær. Gunnar Thor- oddsen félags- málaráðherra tók þvi næst til máls og skýrði frá viðbrögðum rikisst jórnar- innar. Sagði hann, að heil- brigðis- og tryggingar- málaráðherra, Matthias Bjarna- son.yfirmaður Viðlagatrygginga, hefði farið norður til að kynna sér ástandið. Málið hefði verið rætt i rikisstjórninni og ákveðið, að félagsmálaráðuneytið hefði yfir- umsjón með aðgerðum. Sagði félagsmálaráðherra, að oddviti Presthólahrepps hefði gefið sér almennar upplýsingar um tjónið, sem hlotizt hefði. Ljóst væri, að eitt ibúðarhús væri alveg ónýtt á Kópaskeri og nokkur hús óibúðar- hæf. Þá hefði tjón af völdum jarð- skjálftans orðið á 80 bæjum. Mest tjón varðá hafnarmannvirkjum á Kópaskeri, en minni skemmdir á vatnsveitu, en talið hafði verið i fyrstu. Þá skýrði Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra frá þvi, að i framhaldi af viðræðum við heimamenn hefði verið ákveðið að skipa nefnd til að kanna tjónið og gera tillögur um úrbætur. Ætl- un rikisstjórnarinnar væri að hlaupa undir bagga eins og eftir snjóflóðin í Neskaupstað. 1 nefnd- ina hafa verið skipaðir eftirtaldir menn: Jón Ingimarsson frá heil- brigðis- og tryggingarráðuneyt- inu, Steingrimur Arason af hálfu samgönguráðuneytisins, Hall- grimur Dalberg frá félagsmála- ráðuneytinu, en hann verður jafn- framt formaður nefndarinnar, og Friðrik Jónsson, oddviti Prest- hólahrepps. Að lokum skýrði félagsmála- ráðherra frá þvi, að félagsmála- ráðuneytið hefði beitt sér fyrir þvi, að Jöfnunarsjóður lánaði 4 millj. kr. tii að hefja uppbygg- ingarstarfið nyrðra. Ingvar Gislason tók aftur til máls og þakkaði ráðherra fyrir svörin. IllllliiiliiHlHlllill JMIffllBWllMflwlWllllmllWHmllTTWIlllWllmlMlm. Hermanns Jónassonar minnzt í Sameinuðu þingi 1 upphafi fundar i Sameinuðu Alþingi i gær minntist Asgeir Bjarnason, forseti sameinaðs þings, Hermanns Jónassonar, fyrrv. forsætisráðherra, með eftirfarandi orðum: „Hermann Jónasson fyrrver- andi forsætisráöherra andaðist I sjúkrahúsi hér i Reykjavik að morgni siðastliðins fimmtu- dags, 22. janúar, eftir margra ára vanheilsu, 79 ára að aldri. Hermann Jónasson var fædd- ur 25. desember 1896 á Syðri- Brekkum i Skagafirði. Foreldr- ar hans voru Jónas bóndi og tré- smiður þar Jónsson bónda i Grundarkoti i Blönduhlið Jóns- sonar og kona hans, Pálina Björnsdóttir bónda á Hofsstöð- um i Skagafirði Péturssonar. Hann stundaði nám i Gagn- fræðaskólanum á Akureyri veturna 1914-1917, lauk stú- dentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik 1920 og lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1924. Fulltrúi bæjarfógetans i Reykjavik var hann árin 1924- 1928. Hann kynnti sér lögreglu- mál á Norðurlöndum og i Þýskalandi vorið 1928 og varð i ársbyrjun 1929 lögreglustjóri i Reykjavik, gegndi þvi embætti þar til hann var skipaður for- sætisráöherra 28. júli 1934 og jafnframt dóms- og kirkjumála- ráðherra, en fór auk þess með landbúnaðarmál. Sat hið fyrsta ráðuneyti Hermanns Jónasson- ar að völdum til 18. nóvember 1941, en ýmsar breytingar urðu á skipan ráðherraembætta á þvi timabili. Sama dag, hinn 18. nóvember, varð Hermann Jónasson forsætisráðherra og jafnframt dómsmála- og land- búnaðarráðherra i nýju ráðu- neyti.sem gegndi störfum til 16. mai 1942. Gerðist hann þá lög- fræðilegur ráðunautur Búnaðarbanka Islands og hafði það starf með höndum til 1960, að undanskildum þeim timabil- um, sem hann var ráðherra. Hæstaréttarlögmaður varð hann árið 1945. Frá 14. marz 1950 til 11. september 1953 var hann landbúnaðarráðherra i ráðuneyti Steingrims Steinþórs- sonar. Hinn 24. júli 1956 mynd- aði hann hið þriðja ráðuneyti sitt, var forsætisráðherra og jafnframt landbúnaðar- og dómsmálaráðherra til 23. desember 1958. Hermann Jónasson var skipaður i landskjörstjórn árið 1930, kosinn 1942 i stjórnar- skrárnefnd og 1943 i milliþinga- nefnd til undirbúnings verk- legra framkvæmda. í bankaráöi Búnaöarbanka Islands var hann frá 1943-1972 og formaður þess 1943-1960. Hann átti sæti i skilnaðarnefnd 1944, i Þing- vallanefnd 1946-1968, i fjárhags- ráöi 1947-1950 og i sölunefnd varnarliðseigna 1953-1972. 1 togaranefnd var hann kosinn 1954 og i atvinnumálanefnd 1955. A Allsherjarþingi Sameinuðu þjóöanna sat hann árin 1947, 1948 og 1955, var fulltrúi íslands á Ráögjafarþingi Evrópuráðs- ins 1950-1967 og átti sæti i mann- réttindanefnd Evrópuráðsins 1954-1957. Hermann Jónasson var gædd- ur miklu andlegu og likamlegu atgervi. Skólanám sóttist hon- um með ágætum og hann lagði stund á likamsrækt lengst af ævi sinnar, var karlmenni að burð- um, drengilegur og sigursæll glimukappi og varð glimukóng- ur Islands árið 1921. Stjórn- málaafskipti hóf hann að marki árið 1930, er hann var kjörinn i bæjarstjórn Reykjavikur. Aftur var hann kjörinn bæjarfulltrúi i Reykjavik árið 1934. En það ár varð honum timi stórra sigra og mikils frama. Við alþingis- kosningahnar þá um vorið háði hann kosningabaráttu við vin- sælan og mikilhæfan stjórn- málaforingja og hlaut sigur. Að þeim kosningum loknum var honum falin myndun rikis- stjórnar. Er hann eini islending- urinn, sem hefur hafið þingferil sinn i sæti forsætisráðherra og jafnframt yngstur þeirra manna, sem tekið hafa að sér forsæti i rikisstjórn hér á landi. Hlutskipti þeirrar rikisstjórnar var örðugt á timum heims- kreppu og sölutregðu á Islenzk- um afurðum. Þó að vissulega hafi verið deilt hart um stefnu og störf fyrstu rikisstjórnar Hermanns Jónassonar, má full- yröa, að stjórnað hafi veriö með festu og komist hjá stórum áföllum á erfiðum timum. Hörð átök um lausn vinnudeilu leiddu af sér ráðherraskipti á árinu 1938, og vegna yfirvofandi heimsstyrjaldar tókst sam- komulag um fjölgun ráðherra og myndun þjóðstjórnar 17. april 1939. A þeim örlagariku timum auðnaðist Hermanni Jónassyni að synja erlendu her- veldi, Þýzkalandi, um flugrétt- indi hér á landi og hafa forustu um ákvarðanir um æðstu stjórn landsins vegna hernáms Dan- merkur 9. april 1940 og viðbrögð við komu hernámsliðs Breta til tslands 10. mai 1940. Hermann Jónasson var þing- maður Strandamanna 25 ár samfleytt, árin 1934-1959, og siö- an þingmaður Vestfjarðakjör- dæmis 1959-1967, sat á 40 þing- um alls. Ráöherradómur hans stóð samtals rúmlega 14 ár. Hann átti frumkvæði eða at- beina að margvíslegri löggjöf, sem markaði djúp spor. Fyrsta ráðuneyti hans beitti sér fyrir löggjöf um afurðasölu land- búnaðarvara, nýbýli og sam- vinnubyggðir, alþýðutrygging- ar og skipulag á sölu islenzkra afurða á erlendum mörkuðum. Á þessu timabili hafði hann for- ustu um setningu nýrrar lög- gjafar um ýmis réttarfarsmál og samþykkt nýrra iþróttalaga. Útfærsla islenzkrar fiskveiði- lögsögu var eitt þeirra stór- mála, sem hann átti rikan þátt i að koma til framkvæmda á sið- ari rikisstjórnarárum sinum. Hermann Jónasson var mikil- hæfur forustumaður i Islenzkum stjórnmálum um langt skeið. Hann var forvigismaður i flokki sinum frá upphafi þingferils sins. Formaður Framsóknar- flokksins var hann 1944-1962, en lét þá af formennsku að eigin ósk. Hann var skörulegur þjóðarleiötogi, drengilegur i viðskiptum, rökfimur i mál- flutningi, varkár i athöfnum á örlagastundum, en fylgdi tekn- um ákvörðunum fram með festu og djörfung. Hann var ágætlega hagmæltur og átti sér ýmis hugðarefni auk þjóðmálastarfs- ins. Skógrækt var meöal helztu áhugamála hans og hann var mikilvirkur skógræktarmaður. Fyrir aldur fram lagðist á hann erfiður sjúkleiki, sem hann átti við að striöa árum saman og bar með karlmennsku og æðruleysi. Við fráfall hans á islenzka þjóð- in á bak að sjá einum mikilhæf- asta stjórnmálaforingja sinum á þessari öld. Ég vil biðja háttvirta al- þingismenn að minnast Her- manns Jónassonar með þvi að risa úr sætum.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.