Tíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 1
ÆHGIRr Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar I Flateyri — Bíldudalur ! Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 iguflug um BRETAR HEIMTA VOPNA- HLÉ Á ISLANDSMIÐUAA — MEÐAN ÍHUGUÐ ER ÚTKOMAN ÚR VIÐRÆÐUNUM Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti 200 milur ..... > Baksíða FJ—Reykjavik. Harold Wilson, forsætisráöherra Breta, sendi i gær Geir Hailgrimssyni forsætis- ráðherra skeyti þar sem hann itrekaði kröfu Breta um að til engra tíðinda dragi á miðunum meðan rikisstjórnir landanna velta fyrir sér útkomunni úr viðræðunum i London. Að sögn forsætisráðherra i gærkvöldi er þetta skeyti Wiisons f athugun hjá rikisst jórninni. Brezkir togaraskipstjórar á tslandsmiðum sendu skeyti til Bretlands i gær og létu þar i ljósi megnustu óánægju með 30 klukkustunda aðgerðaleysi sitt á miðunum. Sögðust þeir ekkert geta veitt fyrir varðskipunum og væri nauðsynlegt að fá herskipa- vernd á ný, ef eitthvað ætti að veiða. Wilson sagði i brezka þinginu i gær, að brezka rikisstjórnin legði rika áherzlu á að ekki kæmi til árekstra á miðunum, heldur fengju brezku togararnir frið til veiða. — Ef nauðsynlegt reynist, sagði hann, munum við sjá til þess að togarar okkar fái vemd gegn allri áreitni og tilraunum til að tefja þá frá veiðum. Wilson varðist allra frétta af viðræðunum iLondon um helgina og kvað það nauðsynlegt að rikis- stjórnir tslands og Bretlands fengju næði til að ihuga útkomu þeirra. Jákvæð viðbrögð Nígeríu- manna um kaup á niður- soðinni loðnu frá okkur Engin svör um hvað gerðist í London MÓ—Reykjavik. Geir Hall- grim sson, forsætisráðherra, neitaði með öllu að svara nokkrum spurningum blaða- manns Timans i gær um út- komuna úr landhelgis- viðræðunum við Breta um helgina. Forsætisráðherra kynnti meðráðherrum sinum málið á rikisstjórnarfundi i gær- morgun og siðan skýrði hann formönnum stjórnarand- stöðunnar frá málinu. Að loknum stuttum fundum á Alþingi var málið rætt i þing- flokkunum. gébé—Rvik. — Það hafa komið fram mjög jákvæðar undirtektir varðandi kaup á niðursoðinni loðnu i Nigeriu, sagði Ileimir Hannesson, stjórnarmaður hjá Sölustofnun lagmetis. — Þegar hafa verið send sýnishorn af framleiðslu okkar, og viðbrögð orðið góð, og fieiri sýnishorn verða send fljótlega, sagði hann. — Málið er allt á könnunarstigi Samninga- fundur í gær SJ-Reykjavík. í gær sátu samninganefndir Vinnuveitenda- sambands Islands og Alþýðu- sambands tslands á fundi með sáttanefnd. Þangað komu Klemenz Tryggvason hagstofu- stjóri og Jón Sigurðsson forstjóri þjóðhagsstofnunar og gáfu fundarmönnum upplýsingar um þróun verðlagsmála og spár fyrir þetta ár fram i ágúst. Á fundinn kom lika nefnd, sem vinnur að lifeyrissjóðamálum, en hana skipa Guðjón Hansen af hálfu vinnuveitenda, Pétur Blöndal frá Alþýðusambandi og Bjarni Þórðarson af hálfu rikis- stjórnarinnar. Ræddu þeir val- kosti i lifeyrissjóðamálum við fundamenn og spurðu þá álits. ÓTTAST SNARPAN JARÐ- SKJÁLFTA VIÐ LEIRHÖFN — fbúar hvattir til að fara af staðnum eða búa sem bezt um sig Gsal—Reykjavik.------Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræð- ingur hefur bent fbúum Leir- hafnar i Norður-Þingeyjarsýslu á þá hættu, að snarpur jarð- skjálfli kunni að verða i grennd við Leirhöfn á næstunni, jafn- Iramt þvi sem hann hefur beint þeim tilmælum til fólks á staðn- um, að það flytjist brott, sé þess kostur, ella geri allar þær varúðarráðstafanir sem hægt er að gera. Ragnar Stefánsson, staðfesti þetta i samtali við Timaun i gær. Fyrir nokkru urðu fjórir nokk- uö snarpir jarðskjálftar á Kópa- skerssvæðinu og fundust þeir greinilega i Leirhöfn. Talið er að einn þessara skjálfta hafi átt upptök sin skammt frá Leir- höfn. Jarðfræðingar telja, að þessir skjálftar kunni að vera fyrirboðar enn snarpari skjálfta — og þá myridu áhrif þeirra verða mest i nágrenni Leirhafn- ar. Af þessu tilefni, hafði Timinn i gærkvöldi tal af Guðjóni Peter- sen, formanni Almannavarna- nefndar rikisins þar sem hann var staddur á Húsavik og innti hann eftir þvi, hvort Almanna- varnir hefðu gert einhverjar varúðarráöstafanir vegna hugsanlegs skjálfta i grennd við Leirhöfn. Guðjón sagði, að rætt hefði verið við ibúa I.eirhafnar, eftir stóra skjálftann á Kópa- skeri, og óskað eftir þvi að það fólk flyttist á brott,sem gæti þvi við komið, jafnframt sem rætt hefði verið við það um nokkrar varúðarráðstafan- ir. Þá sagði Guðjón. að einnig liefði verið metið hvaða hús væru i mestri hættu, ef snarpur skjálfti yrði. — Við erum á leið austur i Lairhöfn og munum gera frek- ari ráðstafanir á morgun. ságði Guð jón Petersen. ennþá, en við höfum mikinn áhuga á að fylgja þvi eftir, ef þetta ber góðan árangur, sagði Heimir ennfremur. Það er erlendur maður, búsettur i Nige- riu, og vinnur fyrir umboðsfyrir- tæki þar, sem hefur haft samband við okkur viðvikjandi þessu máli. Hann hefur m.a. haft milligöngu áður um sölu á skreið til Nigeriu. Ekki er þó óliklegt að einhver Hermann verði sendur héðan frá okkur. ef mál þetta kemst lengra. Þá verð- ur einnig kannað, hvort sölu- möguleikar eru fyrir hendi ann- ars staðar i Afrihu t.d. Kenya. Þessi niðursoðna loðna. sem til greina kemur að selja til Nigeriu. er framleidd hér á þann ódýrasta hátt sem hægt er. AAinning BLAÐSIÐUR: 8 - 9 - 10 - 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.