Tíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 29. janúar 1976. Irina Derjugina heitir 17 ára gömul rússnesk blómarós, sem er að skemmta sér með bolta hér á myndinni, sem tekin var i Flórida, þar sem hún var á sýn- ingarferðalagi, þar sem hóp- ★ leikfimi var sýnd. En Irina gerði betur en að sýna með öðr- um, þvi hún varð Sovétríkja- meistari í leikfimi, sem framin er undir tónlist. ★ Örvar Nebúkadnesars Fornfræðingar fullyrða, að þeir hafi fundið i Jerúsalem tvö þús- und og fimm hundruð ára gamla örvarodda, einn úr járni og þrjá úr bronsi, sem her Nebúkadnes- ars hafi haft að vopni. örvar- oddar þessir voru fimmtán metra i jörðu niðri. ................. lö Fjórði hluti jurta í hættu Vestur-þýzkir liffræðingar ótt- ast, að meira en fimmtiu þús- und jurtategundir, fjórði hluti allra jurtategunda á jörðunni, séu i hættu, og kunni svo að fara, að þeim verði útrýmt á næsta aldarfjórðungi, eða að minnsta kosti mjög nærri þeim gengið. Orsökin er meöal ann- ars ægileg rányrkja i skógum þróunarlanda, þarsem ekki fást kol i bræðsluofna eða önnur orka, sem getur verið hitagjafi handa iðnaði. Fimm þúsund hektarar skóglendis eru dag- lega höggnir i regnskógum hita- beltisins vegna málmbræðslu. Liffræðingarnir ákváðu að vinna að alþjóðlegu samstarfi og rannsóknum i því að stöðva þessa rányrkju, áður en þús- undum trjátegunda og jurtateg- unda hefur verið útrýmt. ★ Lág daglaun í sex löndum i Suður-Ameriku eru daglaun meira en 40% verkamanna innan við 180 krón- ur á dag. bar á ofan er atvinnu- leysi meira en 10% i Chile, sem áður var hvað skást Suður- Amerikulanda á vegi statt, Perú, Ekvador, Bóliviu, Kólofnbiu og Venezúelu. Perlufiskur í sovézkum fljótum Perlufiskveiðar fara mjög I vöxt i fljótum Kareliu, Arkhangelsk- héraðinu og á Kamtsjatka á austurströnd Sovétrikjanna. Fyrr á timum, á 15.—18. öld, var mikil eftirspurn eftir rússnesk- um fljótaperlum. Perlusaumur á silki, brókaði og lín var þá stundaður svo mjög, að perlu- skeljum I rússneskum fljótum var nærri útrýmt. Nú hafa sér- fræðingar fundið aðferð til þess að ganga úr skugga um það af lögum skeljarinnar, hvort hún inniheldur perlu eða ekki. bar með komast menn hjá því að eyðileggja skelfiskastofninn með þvi að veiða að nauðsynja- lausu skelfisk, sem ekki inni- heldur perlur. Bezt í Sovétrikjunum stund, sem þýðir að það er rúm- lega helmingi fljótlegra að ganga en aka i vindknúna blln- um. Annar galli er á farartæk- inu, sem er sá, að það gengur alls ekki I logni. En kostirnir eru margir, billinn er ódýr i fram- leiðslu, viðhald litið, eldsneytis- kostnaður enginn, og það er sama af hvaða átt hann blæs, það er jafnauðvelt að aka á móti og með vindi. En sennilega mun vindknúni bíllinn ekki leysa bensinhreyflana af hólmi. ökutæki, sem knúin væru með einhverri annarri orku en olíu. Verksmiðjurnar kostuðu smiði gripanna. Alls komu fram 62 hugmyndir, sem reyndar voru. Meðal þeirra var billinn á með- fylgjandi mynd. Hann er vind- knúinn, og þegar blæs I hálf- kúlurnar, snýstásinn, sem þær eru fastar við. Asinn er I sam- bandi við hjólabúnaðinn með tannhjólum, og þannig hreyfist ökutækiðfram á við. Hámarks- hraði til þessa er 2 km á klukku- Á valdi vindanna Oliukreppan gaf hugvitssömum uppfinningamönnum byr undir báða vængi, og komið hafa fram ótal hugmyndir til að beizla alls konar orku.. Honda-verksmiðjurnar I Japan gáfu starfsmönnum sínar frjálsar hendur til að finna upp

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.