Tíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. janúar 1976. TtMINN 7 Útgetandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalsjtræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. 'V Blaöaprent jf.f; Hugsjónir og þjóðlíf Allt, sem mikilvægast og merkilegast hefur verið gert i þessu landi, hefur verið borið uppi af hugsjón- um. í krafti þeirra hafa einstaklingar og alþýða manna unnið sin afrek. Á meðan landsmenn lágu á hnjánum og börðust fyrir lifi sinu og niðja sinna og sáu ekki út úr þeirri baráttu, gat ekkert gerzt. Þeir hlutu að verða leik- soppar sins harða lifsstriðs, sem oft tapaðist i miðri orrustu, og fjarlægra og nálægra yfirvalda, er sugu úr þeim blóðið. Með þeim Magnúsi amtmanni Gislasyni og Skúla fógeta kom hugsjónin inn i lif ís- lendinga — draumurinn um betra land og ham- ingjusamara þjóðlif fyrir tilverknað Islendinga sjálfra. Draumur var dæmdur til þess að blikna andspænis harðneskju raunveruleikans. En hann dó aldrei út af. í rökréttu framhaldi af honum, og i samræmi við strauma og stefnur i öðrum löndum, flutti nitjánda öldin íslendingum nýjar hugsjónir, sivaxandi þjóðernisvitund og vilja til þess að standa á eigin fótum og verða frjáls og sjálfstæð þjóð. í kjölfarið komu nýjar hugsjónir: samvinnu- hreyfingin, verkalýðshreyfingin, ungmennafélags- hreyfingin. Og allar þessar hreyfingar urðu meiri aflvakar en ýmsir gera sér nú i hugarlund dags daglega. Það var ekki bara hagsmunabarátta að frelsa verzlunina af oki selstöðukaupmanna, höggva þræl- dómsklafann af stéttum erfiðismanna og stuðla að ræktun lands og lýðs. Það var fyrst og fremst hug- sjón um betra mannlíf, sem var öllum þessum hreyfingum sameiginleg, þótt ein færi þessa leiðina, en önnur hina. Þeir, sem tendruðu neistann, sem sló eldi i brjóst þúsunda, voru ekki að hugsa um, að þeim sjálfum flyti af þessu hagnaður og lifsþægindi, enda upp skáru þeir fyrst og fremst erfiði, og oft ámæli og ofsóknir að auki. En einmitt þessum mönnum, sem og Fjölnismönnum og Jóni Sigurðs- syni og baráttusveit hans á nitjándu öld, er að likja við Móses, sem leiddi fólk sitt út af eyðimörkinni. En þegar hugsjónir hafa tætzt, er hætta á, að hin kalda gróðahyggja, nöturleg andstæða hugsjón- anna, færist i aukana. Þegar fólki hefur veitzt mikið, fyrnist yfir, hvernig vegurinn var varðaður, og i kjölfar yfirþyrmandi gróðafýsnar fylgir ófyrir- leitni og spilling, likt og nótt degi. Sá hugsunar- háttur dafnar, að peningarnir séu allt, hvernig sem þeir eru fengnir. Þá rennur upp timi auðgunar- glæpa og alls konar launráða, sem miða að þvi einu að skara peningum i vasana. Það fer ekki milli mála, að hin kalda og miskunnarlausa gróðafýsn hefur viða og á margan hátt sýkt islenzkt þjóðlif. Við megum gæta að þvi, hvar við stöndum og hvert við stefnum. Sem betur fer lifa þó hugsjónir enn með þjóðinni og ráða miklu um breytni hennar. Það er til dæmis ekki einber eiginhagsmunabarátta, þegar þúsundir manna hringinn i kring um landið vinna að þvi að efla og treysta og fegra byggðarlög sin. Þar býr undir draumurinn um farsælla mannlif — boðorðið eitt að elska, byggja og treysta á landið. En afl hugsjónanna er þó ekki eins voldugt og skyldi. Þær eiga i vök að verjast, og við verðum að gera okkur grein fyrir þvi, hvað það getur kostað, ef það afl þverr enn. Fyrr eða siðar mun að visu ný bylgja hugsjóna risa. Við, sem nú lifum, værum gæfumenn, ef við gætum stuðlað að þvi, að það verði sem fyrst. — JH. Úr Arbeiderbladet í Osló: CIA afkvæmi kalda stríðsins Þeir, sem hina raunverulegu ábyrgð bera, hafa hafizt við í Hvíta húsinu Við akvegina kringum Washington eru stór, græn spjöld með hvitum bókstöfum. Eitt slikt spjald með risabók- stöfum er vegvisir að bygg- ingu hinnar alræmdu banda- risku leyniþjónustu CIA. Hún er auðfundin. KGB-maður, sem þarna væri á ferð, myndi ekki villast. Bygging CIA er tólf kiló- metra frá miðbiki Washing- tonborgar i úthverfinu Lang- ley, handan Pótómakkár. Þetta er ferhyrningur með nokkrum álmum, sjö hæða bygging, ljósgrá á lit. Glugga- kisturnar eru afar djúpar, og á neðstu hæðinni eru firnasterk- legar járngrindur fyrir glugg- unum. Þessi þyngslalega skrifstofuhöll er talin rúma átta til tiu þúsund manna starfslið. Margan kann að undra, hversu litið er hirt um að dylja, hvar þessi miðstöð njósna og launráða er og hversu mikið þar er umleikis. Það þótti lika spaugilegt, þeg- ar falleg boðskort voru send fjölda manna árið 1959, þegar hornsteinn var lagður að byggingunni. Fólk undraðist, hversu sjálfsögð svona stofn- un þykir, og það rekur i roga- stanz, þegar það gerir sér grein fyrir allri skriffinnsk- unni, sem þar er iðkuð. Hvort tveggja finnst mörgum ósam- rýmanlegt stofnun, sem fyrst og fremster kunn að njósnum, samsærum og tilræðum við rikisstjórnir annarra landa, byltingarstarfsemi og margs kyns ofbeldisverkum. Sá þáttur i starfi CIA, sem al- kunnastur er, má hiklaust kallast glæpsamlegur, og beint samband við mafiufor- ingja landsins er aðeins eitt kennimerkið, er á allra vitorð hefur komizt siðustu ár. En framhliðin er snotur, og þarna hafa ráðið húsum menn, sem ekki var skipað i hóp banditta — hinn föðurbróðurlegi Allan Dulles á árunum upp úr 1970, imynd hins háttprúða embættismanns með gleraugu og i gráum stroknum fötum. En allt eru þetta sjúkdóms- einkenni, sem afhjúpa tvö- feldnina og siðferðisskortinn i bandariskum utanrikismál- um. Bak við virðulega fram- hlið eru leikin óþokkabrögð frelsi og lýðræði er hampað sem hinni æðstu hugsjón, en harðstjórar og einræðisherrar leiddir til valda og studdir i sessi. Upplýsingum, sem eiga að vera réttar og nákvæmar, er safnað i óðaönn, en teknar ákvarðanir, sem ganga i ber- högg við þær, mótaðar af ósk- hyggju. Þessi tvöfeldni orsakast ekki einungis af eins konar pergónuklofningi i bandariskri utanrikismálastefnu. Hún er lika sprottin af þeirri einföldu staðreynd, að CIA hefur svo margt á prjónunum — það eru svo margar vistarverur i húsi herrans. 1 vitund fólks vitt um heim er CIA uppspretta hinna verstu skálkabragða. Margt af þvi, er CIA aðhefst, er þó meinlaust. En þar sem érind- rekar CIA koma fram i gervi glæpamanna, er þessi stofnun verkfæri til þess, sem sizt skyldi, og alvarlegu ákvarð- anirnar hafa ekki verið teknar i Langley, heldur i kjallaran- um undir Ilvita húsinu. bar hittist sá hópur, sem i bók blaðamannanna Daviðs Wise og Toms Ross er kallaður Hin sýnilega rikisstjórn. CIA er aðeins ein af tiu stofnunum, sem annast njósn- ir i Bandarikjunum. Enginn veit. hversu umfangsmikil starfsemi þessara stofnana er, Ilöfuðstöðvar þar sem bæði tölu starfsfólks og fjárveitingum til þeirra er haldið leyndum. En þeir þing- menn, sem bezt vita, telja að minnsta kosti jafnvirði 1200 milljarða islenzkra króna fari árlega til njósnastofnananna tiu og starfsfólk sé um tvö hundruð þúsund — þar af tuttugu þúsund á vegum CIA. Innan CIA eru margar deildir, og er svokölluð fram- kvæmdadeild talin ill- ræmdust, en sú, sem annast upplýsingasöfnun, fjöl- mennust. Simahleranir eru þó aðallega framkvæmdar af annarri stórri stofnun, NSA, og yfir henni hvilir afar mikil leynd. Eitt af undrunum i upplýsingadeild CIA er firna- mikill rafeindaheili. En ekki kom allar þær upplýsingar, sem þar hafa hrúgazt upp, ævinlega að miklum notum. Mikil tilhneiging hefur verið til þess að hafa að litlu bend- ingar og gagnasöfnun hinna fjölmennu njósnarasveita CIA erlendis, ef þetta fór i bága við rikjandi stefnu stjórnmála- mannanna. Hin alkunna löng- un margs mannsins til þess að þóknast húsbónda sinum hefur lika haft i för með sér að sumir hagræða upplýsingum sinum til þess að ávinna sér hylli og auka framavonir sinar. Eink- um hafa verið brögð að þessu meðal þeirra, sem komnir eru i háar stöður. Samúel Adams er dæmi um þvilika árekstra. Hann hvarf brott úr þjónustu CIA i reiði árið 1973, vegna þess, að rétt mat hans á herstyrk Viet Kong árið 1968 hafði af yfirlögðu ráði verið falsað. Þetta gerð- ist, þegar Lyndon B. Johnson reyndi af hvað mestri ákefð að sannfæra bandarisku þjóðina um, að sigur væri i vændum i striðinu i Viet-nam. önnur og nýrri dæmi um það, hvernig augnaþjónusta af þessu tagi hefur komið Banda- rikjastjórn i koll, eru bylting i Portúgal og innrás Tyrkja á Kýpur, en hvort tveggja kom af þessum sökum á óvænt. Ekkert þeirra mála, sem gert hafa CIA illræmda stofnun, er viðkomandi raun- verulegri upplýsingaþjónusta eða njósnastarfsemi. Til þeirra hefur verið stofnað með óleyfilega viðtækri túlkun á ákvæðunum um markmið og verksvið stofnunarinnar. Það hefur stuðlað að þessari ógæfu, að CIA var komið upp, þegar kalda striðið var iskyggilegast, og stjórn Bandarikjanna og verulegur hluti almennings sá kommún- ista i öllu og alls staðar. bá fæddist sú hugmynd. að Bandarikin ættu að vera alls staðar með klærnar. Það væri hlutverk þeirra að gripa i taumana hvar i veröld sem þurfa þætti. Slik stefna krafð- ist le.vnilegra aðgerða. og þetta var ógerlegt að ræða og móta innan lýðræðislegra marka. Þetta hófst á dögum Tru- mans, magnaðist á dögum Eisenhowers og hélt áfram á dögum Kennedys, Johnsons. Handurikjunum. Nixons og Fords. Gripið var til harkalegustu ráða i Kolombiu. Kóreu, Kina, Iran, Guate- mala, Egyptalandi, Kosta Rika, Burma, Indónesiu. Laos, Kúbu, Viet-nam og Chile. Afskiptin voru allt frá pólitískri ihlutun og útbýtingu peninga til hervæðingar og beinnar innrásar. Fyrsti „sigur” CIA var uppreisnin i Iran 1953, þegar Mossadegh var steypt af stóli. Frægasta frumhlaupið var Svina- flóainnrásin á Kúbu 1961. Rannsóknarskýrslur herma, að CIA hafi ekki bein- linis staðið að uppreisninni i Chile, sem leiddi til þess að Allende var myrtur, en sannað er, að stofnunin fékk heimild Johnsons og Nixons til þess að nota 1500 milljónir króna til undirróðurs og pólitiskrar ihlutunar. Þvi var varið til þess að berjast gegn Allende i kosningunum, grafa undan lýðræðislega skipaðri stjórn hans eftir kosningasigur hans. Annars hafa rannsóknir á siðustu árum leitt i ljós þátt CIA i átta tilræðisáætlunum gegn útlendum þjóðhöfðingj- um og stjórnmálaforingjum. Þótt þessar áætlanir rynnu út i sandinn, voru margir þeirra manna, sem þeim var stefnt gegn. drepnir i uppreisnum eða tilræðum, sem CIA hafði hvatt til. Oftsinnis tryggði CIA sér hjálp mafiuforingja til þess að vinna á Fidel Kastró. Þegar starfsemi CIA er ekki blóðug, dapurleg, eða þung- lamaleg skrifstofuvinna. getur hún oft verið hlægileg. Howard Hung, sem lagði á ráðin um Watergate-.innbrot- ið, er höfundur iélegra en nokkuð hugmyndarikra reyf- ara. I þeim eru oft skeggjaðir menn með blá gleraugu. Sjálfur fékk Hung einu sinni lánaða rauða hárkollu hjá CIA. Margir erindrekar CIA ganga undir fölskum nöfnum. Alkunna er, að þeir hafa þús- undum saman verið ..starfs- menn” i bandariskum sendi- ráðum á liðnum áratugum. Um miðbik sjöunda áratugar- ins voru þeir oft jafnmargir raunverulegum sendiráðs- mönnum i flestum sendiráð- um. Aðrir hafa haft einhvers konar viðskipti að yfirskini, og dæmi eru um það, að ..verzl- unarfyrirtæki” hafi innt af höndum njósnir undirróður og gert áætlanir um samsæri. Þannig hefur CIA fengið á sig hið hroðalegasta orð — svo slæmt, að nú er stofnunin not- uð sem þrumuleiðari og ásteytingarsteinn til þess að benda á. En ábyrgðin á gerð- um CIA. illum og meinlaus- um. hvilir eigi að siður á for- setum Bandarikjanna og mönnunum kringum þá. Stundum er sagt, að CIA liafi gert þetta eða hitt að eigin frumkvæði. Auðvitað kann slikt að hafa gerzt. en þau dæmi munu þó ekki mörg. Hitt er ekki fátitt. að reynt hefur verið að nota CIA. sem skálkaskjól. Aðrir. sem hylja sig reyk. bera hina raunveru- legu ábyrgð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.