Tíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. janúar 1976.
TtMINN
11
son 18% - 1976
arflokknum töldu Sjálfstæðis-
menn sig eygja von um aukið
fylgi, og ekki vonlaust um þing-
sætið ef vel klofnaði. — Leið svo
fram til þess, er framboðsfundir
voru haldnir. Urðu fundirnir
fjörugir og nokkuð sögulegir.
Allt var þó enn i óvissu.
Kosningarnar 1934 voru sögu-
legur viðburður. Mikil tiðindi
voru að gerast. Nýir menn voru
i framboði og úrslit tvi'sýn. Mest
beindust augu manna að kosn-
ingunum i Strandasýslu. Ef
Framsóknarflokkurinn tapaði
þingsæti þar og annars staðar,
þá var sú umbótastefna, sem
Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn stefndu að, úr
sögunni. Inn i þetta spannst svo
„kollumálið” fræga og beindi
sjónum manna að frambjóð-
anda Framsóknarflokksins i
Strandasýslu.
Framboðsfundirnir hófust i
Arnesi. Kvöldið áður en þeir
hófust, komu allir frambjóðend-
urnir hingað i Vikina og gistu
hér, sinn á hverjum bæ. — Þeir
Tryggvi og Kristján komu með
varðskipi, en Hermann hafði
komið landveg á hestum hingað
norður.
Sváfu þeir svo af um nóttina,
en árla morguns veittu þeir,
sem fyrstir voru á fótum, þvi
eftirtekt, að maður stóð á efsta
tindi Árnesfjalls, sem gnæfir yf-
ir byggðina i vikinni. Vissu
menn i fyrstu ekki hvers kyns
var. En brátt kom i ljós, að
þarna var Hermann Jónasson á
ferð. Hafði hann risið úr rekkju
siðla nætur og lagt á brattann,
og lét ekki staðar numið fyrr en
á efsta tindi f jallsins, sem þó er
ekki auðveldur uppgöngu.
Þarna, i skini upprennandi
morgunsólar, stóð hann á tind-
inum, og horfði yfir hið stór-
brotna landslag byggðarinnar.
Af tindinum blasti við sjónum
hans þvi nær öll sveitin, með
sina tilkomumiklu fjallatinda,
dali, firði, vikur og voga. A
sömu stundu hafði hann gert sér
ljósa grein fyrir byggðinni,
kostum hennar, möguleikum og
göllum. Linur landsins lágu eins
og opin bók fyrir fótum hans,
mun skýrar en þeirra, sem að-
eins horfa af jafnsléttunni.
Framtið og örlög sveitarinnar
voru honum augljós frá þessari
stundu, það sagði hann mér sið-
ar. Þótt ég þá vildi ekki fallast á
að svo gæti farið, sannfærðist ég
um það siðar að hann hafði séð
rétt.
Að þessari morgungöngu lok-
inni kom Hermann heim hress
og endurnærður, löngu áður en
keppinautar hans risu úr
rekkju. — Á tilsettum tíma
mætti hann til leiks, sem allur
varð honum i vil.
Ég hygg, að þetta, sem hér er
sagt frá, hafi verið dæmigert
fyrir Hermann og sýnt, að hon-
um var flestum öðrum eðlilegra
að horfa á mál og málavexti of-
an frá og með meira viðsýni en
almennt gerðist.
Menn Tryggva Þórhallssonar
voru lengi á báðum áttum um
hvað gera skyldi. Einn þeirra
(Agnar á Hrauni) velti málinu
lengi fyrir sér. En nokkru fyrir
kosningarnar dreymir hann
draum.sem tók frá honum allan
vafa. Hann dreyndi, að til hans
kom maður með þrjá sykur-
mola og gaf honum kost á að
velja sér einn mola. Agnar virti
molana vandlega fyrir sér.
Fljótlega hafnaði hann einum,
en hinum tveim velti hann fyrir
sér með gaumgæfni. Sér hann
þá að annar molinn er laus i sér
og finnst hann ekki þola mikinn
þrýsting án þess að molna. En
þá er eftir sá þriðji. Hann tekur
Agnar i hönd sér og skyggnir
hann við birtuna. Sér hann þá að
molinn er steyptur úr hörðum
kristöllum og fastur í sér. Virðir
molann fyrir sér um stund og
segir: Þessi er ekta. Þetta er
SANNUR maður. Þennan kýs
ég mér. — Þennan draum heim-
færði Agnar á frambjóðendurna
og molann, sem hann valdi sér,
taldi hann tákn Hermanns Jón-
assonar. Þar með var fylgi Agn-
ars ráðið. — Þetta og annað si-
aði út frá sér, og menn skildu
tákn timanna.
Að þessum kosningum lokn-
um var Hermanni falið að
mynda stjórn. Var það hin
fyrsta VINSTRIstjórn hér á
landi. Mörg og vandasöm mál
biðu úrlausnar. Þau voru leyst
af hendi með festu, skörungs-
skap og manndómi, svo það
mun verða dómur sögunnar, að
i annan tima hafi ekki verið bet-
ur stjórnað i atvinnumálum og
fjármálum hér á landi við örð-
ugar aðstæður. — Var þetta
upphaf af löngum ráðherraferli
Hermanns og þá lengstum sem
forsætisráðherra, sem hann
hefur verið lengur en nokkur
annar islenzkur stjórn-
málamaður til þessa.
Auk umfangsmikilla stjórnar-
starfa reyndist Hermann Jónas-
son með afbrigðum ötull og for-
sjáll fulltrúi kjördæmis sins. Á
skömmum tima urðu verklegar
framkvæmdir meiri i Stranda-
sýslu en um langt timabil áður.
I raun og veru mátti segja að
kyrrstaða, sem rikt hafði fram
að þessu i opinberum fram-
kvæmdum væri rofin . Vegir
voru lagðir, ár, sem fram að
þessu höfðu verið illar yfirferð-
ar og farartálmi voru brúaðar,
hafnarbætur gerðar, þar sem
þeirra var þörf, og si'ðast en
ekki sizt simi lagður heim á
næstum hvern bæ til ómetan-
legra þæginda og öryggis i
dreifðri byggð. Margt fleira
mætti telja. Allt sýndi þetta hve
vakandi auka hinn nýi þingmað-
ur Strandamanna hafði á fram-
kvæmdaþörf okkar. Skorti oft
meira framkvæmdahug og þrótt
heimamanna, en atfylgi þing-
mannsins til þess sem gera
þurfti. Var það þó augljóst, að
meira var gertá ýmsum sviðum
i þessu kjördæmi en öðrum á
þessum tima.
Það er engum ofsögum sagt,
að strax eftir kosningasigur
Hermanns Jónassonar vorið
1934 varð hann ástsæll fulltrúi
Strandamanna, engu siður en
fyrirrennari hans. Menn lærðu
fljótt að meta manngildi hans,
karlmennsku hans, atorku og
óviðjafnanlegan drengskap,
sem kom fram i öllum störfum
hans, jafnt á opinberum vett-
vangi og i fyrirgreiðslu við þá
einstaklinga, sem aðstoðar
þurftu og leituðu til hans. Menn
fundu, hve gott var að njóta fyr-
irgreiðslu hans, og af hvaða
heilindum hún var i té látin. —
Honum var ljóst, hve villugjarnt
er fyrir ókunna og óreynda ein-
staklinga að reka erindi sin i
völundarhúsi skrifstofa og
stofnana i Reykjavik. Ef hann
vissi þörf manna, og til hans var
leitað, var fyrirgreiðsla hans vis
og þá örugg og afgerandi, svo
hlutirnir gerðust án mikillar
fyrirhafnar þiggjandans.
Reyndi égþetta sjálfur og vissi,
að sama var með fjölmarga
aðra. Var þá ekki spurt um,
hvort sá, er þurfti liðsinnis við,
væri flokksmaður hans eða
ekki. Þar voru allir jafnir. Þetta
kunnu menn vel að meta og
geymdu i þakklátum huga, og
með þessu ávann hann sér
vináttu og virðingu sérhvers
manns, sem samskipti átti við
hann. Ég held, að óhætt sé að
fullyrða, hvernig sem menn
krossuðu við kjörboðrið, hafi
Strandamenn allir borið til hans
hlvjan vinarhug.
Það sýndi sig við mörg tæki-
færi, svo sem er Strandamenn
heiðruðu hann með samsæti í
tilefni 25 ára þingmannsferils
hans, og aftur er hann hafði lát-
ið af þingmannsstörfum sökum
heilsubrests. Þá voru pólitiskir
andstæðingarhans framarlega i
flokki og mæltu til hans vináttu
og viðurkenningarorðum. Orð-
um, sem ekki voru tækifæris-
uppgerð, heldur komu beint frá
hjartans rótum og voru af heil-
um huga mælt. Slikt kunni hann
vel að meta og var vel að skapi.
Áður en ég skilst við þennan
þátt um samskipti Hermanns
við kjósendur sina, ætla ég aö
segja frá einum slikum atburði.
t
sem segir meiraum manninn og
gerðhans en þó lengra mál væri
skrifað.
Oft hefur veðráttan verið okk-
ur Árneshreppsbúum erfið og
harðhent, svo að til vandræða
hefur horft. Veturinn 1949 var
einhver sá harðasti, sém núlif-
andi menn muna. Hitt tók þó út
yfir, hvað vorið var vont. Segja
mátti, að vetrarveðrátta rikti
fram i endaðan júni og skepnur
á gjöf. Hey voru gengin til
þurrðar hjá nær öllum og vá
fyrir dyrum. Þá voru heyflutn-
ingar milli landshluta ekki
orðnir eins algengir og siðar
hefur orðið með nýrri heybindi-
tækni og flutningaleiðum, svo Ur
vöndu var að ráða. Hermanni
Jónassyni var þá sagt frá vand-
ræðum okkar og hann beðinn
aðstoðar. Verður lengi i minn-
um haft, hvernig hann brást við
þeim vanda. Ekki voru nema
fáirdagar liðnir, þegar sérstakt
skip kemur hingað fermt af ilm-
andi og grænni töðu i sekkjum.
Þessum dýrmæta feng var út-
hlutað. Skepnum okkar var
borgið. Þegar farið var að leita
eftir hjá Hermanni, hvað heyið
kostaði.kom svarið: „Þettahey
átti ég sjálfur og þurfti ekki að
leggja út fyrir það. -Það kostar
ekki neitt”. Og siðan bætti hann
við: „Björn, afi minn, miðlaði
oft heyjum, en seldi aldrei”.
Þetta var dæmigert fyrir dreng-
lund hans og úrræði.
Öllum, sem kynntust Her-
manni Jónassyni nokkuð, verð-
ur hann eftirminnilegur. Ber
þar margt til. Sumt af þvi hefur
þegar komið fram i þvi, sem hér
hefur verið sagt um hann, og
samskipti hans við okkur kjós-
endur hans. Hann var góðum og
margþættum gáfum gæddur. Að
ytra útliti var hann imynd karl-
mennsku og hreysti, meðan
hann naut heilsu. Hann var gáf-
aður og djúphygginn, gæddur
skáldlegu, jafnvel spámannlegu
innsæi, likt og hann sæi fyrir
óorðna hluti, viðsýnn og frjáls-
lyndur. Lausviðalla smámuna-
semi. Svipmikill og mikil festa i
svipnum. Geðrikur skapmaður,
en þó mildur og bliður og mikil
birta i svipnum: Sannur höfð-
ingi i sjón og raun.
Það var i senn ánægjulegt og
lærdómsrikt að kynnast Her-
manni Jónassyni. Þess nutu lika
margir. Hann var vinmargur og
vinfastur. — Gott var að koma á
heimili hans og hinnar ágætu
konu hans, Vigdisar Stein-
grimsdóttur. Þar var okkur
kjósendum hans, og öðrum, tek-
ið opnum örmum, og þar vorum
við leiddir til stofu og veittur
hinn bezti beini. Gilti einu, hvort
við komum einir eða fleiri sam-
an. öllum var jafnvel fagnað.
Þurfti þá margs að spyrja
heiman úr kjördæminu og um
hagi hvers og eins. Ef lengur
var setið, beindist talið að ýms-
um hugðarefnum hans, svo sem
iþróttum, listum og skáldskap,
en sizt að stjórnmálum. Hann
var mikill listunnandi og fagur-
keri. Um það bar hið fagra
heimili hans gleggstan vott. 1
þvi hygg ég, að þau hjónin hafi
átt saman sin hugðarmál sam-
an. eigi siður en á öðrum svið-
um. — Oft var það, að hann
leiddi gesti sina að bókaskáp
sinum og dró fram ljóðabók og
las okkur kvæði, sem hann hafði
mætur á, með djúpri lotningu.
Hygg ég, að hann hafi haft sér-
stakar mætur á Einari Bene-
diktssyni sem skáldi, enda vitn-
aði hann oft i Einar Benedikts-
son i ræðum sinum og einkavið-
ræðum. Þar fór saman mannvit
og djúp skáldhyggja. Eitt sinn
er ég var einn i heimsókn hjá
honum, sýndi hann mér ljósrit
af frumhandriti ljóða Jónasar
Hallgrimssonar, sem hann hafði
þegið að gjöf. Hann fór höndum
um bókina með mikilli lotningu
og viðkvæmni. „Þetta er ger-
semi”,sagði hann. — „Og að sjá
hvaða vinnu skáldið hefur lagt i
að fága og breyta, þar til það
fegursta og bezta er fengið.” —
Mér fannst ég kenna saknaöar i
rödd hans, að hann sjálfur
skyldi ekki hafa haft tima eða
tækifæri til slikrar iðju. — Til
þess hygg ég, að hann hefði haft
hæfileika, hefði hann lagt rækt
við þá.
Hermann var ágætur ræöu-
maður, þó ekki mælskur, eins og
það er kallað, fyrr en i harð-
bakka sló, en rökvis og rökfim-
ur. Ræður hans voru gæddar
skýrri hugsun, djúpri hyggju og
alvöruþunga. Ræður hans, svo
sem við áramót, áramótagrein-
ar hans og ávörp við sérstaka
atburði báru af um þetta, og ég
hef oft hugsað til þess, að þar
væru geymdar gersemar, sem
bezt sýndu manndóm hans
vizku og heita réttlætiskennd.
Væru þær verðugt bókarefni til
minningar um hann i stað þess
aðgeymastá gulnuðum blöðum
og gleymast.
„Þetta geymi ég og les stund-
um. Mér finnst meira af þvi
mega læra en mörgu öðru, sem
lesið er”, sagði gömul ná-
grannakona min eitt sinn við
mig um leið og hún dró undan
koddanum sinum gamalt Tima-
blað með áramótagrein eftir
Hermann Jónasson. — Þetta
fannst mér athyglisvert og
ábendandi.
Éghefhér rakiðnokkuð kynni
min og annarra, eftir þvi sem
það getur átt við um aðra en
sjálfan mig, af Hermanni Jón-
assyni meðan hann var fulltrúi
okkar Strandamanna, heill
heilsu og gat neytt þess mann-
dóms, sem hann var gæddur i
rikum mæli. Af þingmennsku lét
hann fyrir nær áratug, þá þrot-
inn að heilsu. Var hann þá búinn
að búa við heilsubrest um nokk-
ur ár. Fast að áratug er hann
búinn að vera ósjálfbjarga.
Lengst af þeim tima hefur hann
ekki mátt hönd hræra eða mál
mæla. Það var ömurlegt að vita
hann verða þeim örlögum að
bráð. Oft var tvisýnt um lif
hans.Sterkthjartahans tafði þó
fyrir þeim leikslokum, þar til
nú. Löngu og ströngu sjúkdóms-
striði afburðamanns er lokið.
Lausnin er fengin.
Tvivegis kom ég heim til
hans, eftir að hann var orðinn
sjúkur. t fyrra sinn hafði hann
enn nokkra fótavist og gat með
erfiðismunum gertmér skiljan-
leg nokkur orð. Mér rann til
Hermann Jónasson er látinn.
Þar með er lokið ævi manns
úr hópi merkustu Islendinga á
þessari öld. Ævi, sem markaði
dýpri spor i islenzka sögu um
áratugaskeið, en titt er, jafnvel
um stjórnmálamenn. Ævi karl-
mennsku og glæsileika. Ævi
mikilla sigra til æðstu
trúnaðarstarfa. Og að lokum
karlmennskuraunin mikla,
barátta við óvænta og ósigrandi
vanheilsu fullan áratug þar til
yfir lauk.
Þessi ævi er liðin, en eftir
stendur minning okkar um at-
burðina, okkar, sem ýmist voru
áhorfendur eða þátttakendur i
sögunni sem var að gerast.
Þeir, sem staddir voru á
stjórnmálafundinum að Hólma-
vik I júni 1934, þeir munu flestir
muna hann enn. Þá réðust mikil
örlög og hygg ég, að sá fundur
hafi ráðið úrslitum um
kosninguna i Strandasýslu það
ár, og þar með verið kveikjan
að löngu og gifturiku samstarfi
Hermanns Jónassonar og
Strandamanna.
Það var gaman að vera ungur
á þeim árum og njóta forystu og
handleiðslu þessa vitra og karl-
mannalega manns, sem kom
óvænt eins og skrugga, sá og
sigraði.
Sambandið milli Hermanns
rifja að sjá, hver breyting var á
orðin. En hlýleiki hans i minn
garð var sá sami. Hann hrein-
lega vafði mig örmum, eftir þvi
sem hann hafði mátt til, og tár
blikuðui augum hans. Gleðitár?
— Þegar ég gekk frá honum i
það sinn, rifjaðist upp i huga
mér brot úr erfiljóði um Hannes
Hafstein, sem ég las i blaði fyrir
áratugum og ég held að hafi
verið eftir Þorstein Gislasori.
Þar er þetta:
„Og þinn var kraftur þrotinn,
þinn þrekni vængur brotinn.
Hjáfrónskum lýð hinn frækni
foringi gleymist ei.”
Mér fannst þetta eiga við að-
stæðurnar. Það kom sem kall úr
hugarfylgsnum.
I fyrravetur kom ég ásamt
öðrum fornvini hans til hans. Þá
var hann eins og blaktandi skar,
sem er að brenna út. — Aðeins
gat ég merkt, að hann væri að
reyna að bera fram nafn sveit-
unga mins. Þá vissi ég, að hugur
hans var sá sami, þó að tungan
yrði ekki hrærð til orðmyndun-
ar.
Ég lýsi þvi ekki frekar. Við
tveir vinir hans frá fyrri árum
gengum hljóðir frá beði hans.
Okkur varþungt ihuga. — Nú er
hann látinn. Guði sé lof fyrir h'f
hans og starf, fyrir þjóð okkar
og fósturjörð, sem hann unni og
sýndi svo margvislega ást sina i
verki, meðan hann gat.
Við Strandamenn þökkum
honum langa, farsæla og giftu-
rika þjónustu við okkur sem ein-
staklinga og i heild. — Konu
hans, börnum hans og öðrum
vandamönnum sendum við hug-
heilar samúðarkveöjur okkar.
Að lokum tilfæri ég niðurlags-
erindið úr áðurnefndu erfiljóði:
Nú heill tíl himna landa
þú heldur striðið eftir,
með vonarvængi þanda,
sem verða ei framar heftir.
Sem svanur svif þú veginn,
mót sólu lausnu feginn.
Frá ættjörð fylgja ómar:
Alvaldur blessi þig.”
Bæ, Ásneshreppi,
25. janúar 1976,
Guðmundur T. Valgeirsson.
Jónassonar og Strandamanna
um árabil var athyglisvert.
Hermann var allra manna
lausastur við smjaður og
kjósendadekur og samband
hans við Strandamenn byggðist
ekki á hömlulitilli fyrirgreiðslu-
pólitik, eins og suma hendir,
heldur á gagnkvæmri virðingu
fyrir mannlegum eigindum.
Vegna áratuga fjarveru
úr heimabyggð minni skortir
mig grundvöll til að flytja hér
kveðjur og þakklæti alls þorra
Strandamanna til Hermanns
Jónassonar, en fullviss er ég
þess, að meginhluti hinnar eldri
kynslóðar, þar i héraði. muni
taka undir þær kveðjur og gera
þær að sinum.
Sjálfur er ég ákaflega
þakklátur fyrir að hafa kynnzt
Hermanni Jónassyni, fyrst sem
meðreiðarsveinn i snarpri
orrustu, siðar um árabil i
félagslegu starfi. Ég er
þakklátur fyrir það traust. er
hann jafnan sýndi mér jafnvel
þó óverðskuldað væri.
Mikilhæfri konu hans, sem
lagði svo fagurlega sitt lif við
hans lif, flyt ég samúðar-
kveðjur svo og niðjum hans.
Gunnar Grimsson.
Mannsævi,
sem markaði
djúp spor