Tíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 29. janúar 1976. Sveimhugi, vormaður, ratvís foringi, átaka stór Hann var gæddur skáldlegu, jafnvel spámannlegu, innsæi Sveimhugi jafnan á sóldögum bliðum. — Sæll undir vorloftsins kór. — Leiðsögumaður i moldviðris hriðum manndóms og átaka stór. Þannig er Hermann Jónasson i huga minum. Þannig lifði hann og þannig dó hann. Margs er að minnast og margs að sakna. Við Hermann hittumsti fyrsta sinni á ævinni i gagnfræðaskól- anum á Akureyri. Þetta var á öðrum tug aldarinnar, — á sól- dögum æsku okkar og i hugbirtu aldamótakynslóðarinnar. Sú birta ljómaði upp landið. Skuggar heimsstyrjaldarinn- ar fyrri trúðu menn þá yfirleitt að nægja myndi mannfólkinu til þess að vitkast svo rækilega, að styrjaldir yrðu aldrei framar. Þeir skuggar urðu þvi siður en svo til þess að ungir menn kviðu komandi árum. Lifsfögnuður var áberandi og enginn lifskviði. Lifsþorstinn mikill og hvetjandi. Við Hermann vorum báðir sveitamenn aö uppeldi, „lærðir litt”, en höfðum þó talsvert lesið þjóðlegar, islenzkar bókmennt- ir. Gátum að þvi leyti blandað geði. Hins vegar byrjuðum við minna með viðræðum en afl- raunum og likamlegum svipt- ingum. Sannleikurinn er lika sá, að viðkynning ungra manna er ekki siður raunsönná þann hátt en i orðaskiptum. Bak við orð geta margir falið eðli sitt. En menntagildi islenzkrar glimu — og lausataka lika — er meðal annars, að þar finna menn fljót- lega innræti hvor annars. Hermann beitti þá þegar mik- illi skynsemi i keppni, þaul- hugsaði aðferðir sinar. Keppni hans var hörð og sterk, ekki ill- vig, en alvarleg og drengileg. Ilann var um leið einstaklega góður félagi. Þess vegna laðað- ist ég að honum. Með okkur tókst vinátta, sem rofnaði aldrei. — Hann umbar ann- marka mina og undanlátslausa sérstöðu i Framsóknarflokkn- um, þegar þvi var að skipta. Fyrir það var ég að sjálfsögðu afar þakklátur og virti honum það til frjálslyndis og dreng- skapar. Það er ómetanlegt að eiga mikilhæfa vini. Ég held enginn geri sér nægilega grein fyrir þvi, hve vináttan byggir hann upp — og gerir honum léttara að vera maður. Bezt skilst þetta við auða skarðið eftir vininn lát- inn. Nú horfum við, persónulegir vinir Hermanns Jónassonar, á skarðið. tslenzka þjóðin horfir þangað i dag. Hún átti vináttu hans. Hann var einn af hennar mikil- hæfustu og afkastamestu stjómmálaforingjum. Fráfall hans kemur að vi'su ekki yfir menn óviðbúna eins og reiðarslag. Hann féll i valinn fyrir yfirþyrmandi sjúkdómi fyrir hálfum áratug, og hefir ekki getað, þrátt fyrir sitt mikla hreystigeð, risið úr valnum né látið til sin heyra, þó að hann hafi af lifandi áhuga fylgzt með þvi, sem gerzt hefur. En fyrri ára verk hans hafa talað — og munuhalda áfram að tala. Ég er þess fullviss, að hann verður einn af eftirlætismönn- um stjórnmálasögu tslands. Ekki er það ætlun min nú aö gera tilraun til aðrekja afreka- skrá Hermanns Jónassonar. Þaö er ekki hægt að gera i skyndi — og má ekki vinna sem flaustursverk. Það, sem ég segi i þessari smágrein, á aðeins að vera kveðja á útfarardegi — frá fé- laga úr langferð — og má þess vegna vera mannlegur klökkvi i röddinni, — annað væri óein- lægni og uppgerð. Það var eðli Hermanns, að honum óx megin þvi meira sem með þurfti. Kjark held ég hann hafi aldrei brostið, en hann var of greindur til þess að velja ekki heldur færar leiðir en ófærar. Hann var alltaf alþýðusinni, þótt hann hefði valdsmanns ásýnd og yfirbragð, sem skap- arinn hafði gefið honum i vöggugjöf. Hann var ljúfur i umgengni við litilmagna og tök svari þeirra, þegar með þurfti. Margir smælingjar lögðu leiðir sinar heim til hans og fengu Ur- lausnir mála sinna, sem oft voru peningagjafir. Ég tel, að það hafi verið ein allra mesta yfirsjón, sem for- ustumenn verkalýðshreyfingar- innar á tslandi hafa gert, þegar þeir neituðu Hermanni Jónas- syni um frest til þess að gera þá tilraun, sem hann vildi gera til þess að reisa varanlegar skorð- ur gegn þvi að verðbólgan færi í öfgar i landi okkar. Gerðu hon- um sem drengskaparmanni ógerlegt að halda þáverandi vinstri stjórn áfram — og hleyptu verðbólgunni i þann ham, að ekkert ræðst við hana siðan. Hermann hafði i uppvexti og á skólaárum kynnzt sjálfur kröppum kjörum nógu mikið til þess að skilja liðan hinna snauðu. Sjálfur komst hann i góð efni. Var hagsýnn fjárafla- maður, en gekk aldrei i berhögg við lög — og þótti andstæðingum hans hvimleitt að reka sig á það, þegar þeir reyndu að koma á hann höggum. íþróttahreyfingin — og þar með ungmennafélögin — eiga Hermanni Jónassyni mikið að þakka, af þvi að hann sem ráð- herra beitti sér fyrir þvi, að sú almenna löggjöf og sjóðstarf- semi af rikisins hálfu, er iþrótt- irnar hafa notið, kæmist á. Hann barðist fyrir setningu afurðasölulaga landbúnaðarins, sem urðu bjargráð og heilla- stoð. Hann var forsætisráðherra i vinstri stjórninni, sem færði landhelgina út i 12 milur og þok- aði landhelgismálinu áleiðis svo miklu meira munaði en þeim áfanga. Hann synjaði algerlega út- sendurum Hitlers um flugvall- araðstöðu áöræfum Islands ,,til visindastarfa”, og hlaut af þvi frægð viða um heim fyrir einurð og framsýni. — Þannig mætti lengi telja. Stundum var eins og Her- mann Jónasson fengi hugboð um hvað verða vildi og gera skyldi. Ég var oftar en einu sinni vitni að þessu. Ég er van- trúaður á það, sem dulrænt er. En gat ekki rengt þetta. Ég lit á það, sem náðargáfu, er hann sem óvenjulegt náttúrubarn — „sveimhuginn á sóldögum blið- um”, hefir fengið i arf langar leiðir gegnum ættir sinar . Þessi gáfa var Hermanni mikils virði.. Frá henni naut hann aðstoðar sem „leiðsögu- maður i moldviðrishriðum” til þess að rata. Þjóð hans varð hennar þannig aðnjótandi. Hermann Jónasson var góður ræðumaður. Einkum lét honum vel aö halda ræður við meiri háttar tækifæri. Enn fremur kappræður á fundum, ef honum rann i skap. Hann var ágætlega ritfær. Hann notaði skyggnisstil og gegnlýsti efnið. Beitti hóf- stilltu skáldamáli með raun- hyggjurökum. Hann var sigursæll i kosning- um og einnig i málsfærslu sem lögfræðingur. Það var mál manna, að ætið væri vel á hann hlustað á mál- þingum erlendis, en þar mætti hann oft fyrir þjóð sina. Hann var vel hagmæltur, svo sem þjóðkunnugt er. Hafði glöggt auga fyrir hinu broslega, eins og hver maður þyrfti að hafa. Ég og kona min vorum i hálf- an áratug leigjendur Hermanns Jónassonar og þá um leið mót- býlisfólk hans. Við kynntumst þvi þess vegna af eigin raun, að hann var framúrskarandi hús- ráðandi og sambýlismaður, til- litssamur, nærgætinn og laus við aðsjálni. Þá kynntumstvið þvi lika, að hann var góður fjölskyldufaðir, dagfarsprúður og jafnvægisör- uggur. Hann var svo lánsamur, að kona hans, Vigdis Stein- grimsdóttir, er framúrskarandi kvenkostur, sem stóð á allan hátt vel i stöðu sinni. Sama hvort hún mætti með honum sem forsætisráðherra i sölum þjóðhöfðingja erlendis, eða stóð fyrir veizluhöldum heima hjá þeim við móttökur gesta af hvaða stétt sem voru. Allir róm- uðu háttvisi hennar og kunn- áttu. Eftir að Hermann missti heiisuna, annaðist frú Vigdis hann með svo takmarkalausu ástriki, umhyggju og þolgæðum öll veikindaárin, að ég hygg að varla finnist nú sambærilegt dæmi. Ég tel ekki ofsagt, að tryggðir hennar hafi að styrk- leika likzt tryggðum Bergþóru, sem gekk á bálið með manni sinum. Ég efast ekki um, að Vigdis hefði bókstaflega gengið á bál með Hermanni, ef fyrir hefði legið, en jafnvist er að hann hefði aldrei mælzt til þess af henni. Ég vissi, að Hermann var konu sinni þakklátur af öllu hjarta. Og vistgerði hann henni margt léttara með þeirri miklu hetjulund og karlmennsku, að kvarta aldrei. Eiginkonan orkaði þvi, að telja má Hermann Jónasson' gæfumann til æviloka, þrátt fyr- ir hin hörmulegu veikindi. Börnin þeirra tvö, frú Pálina og Steingrimur alþingismaður, lögðu sig lika fram til að bera gæfu inn til hans. Svo komu einnig til hans barnabörnin með sólskin sitt. Hann unni börnum sinum, var þeim fórnfús faðir, og uppskar virðingu þeirra. Barnabörnin vildu hafa hann að leikbróður og þvi kunni þessi stórbrotni, hjartahlýi maður vel. Sjúklingurinn var oft glað- ur. — Ahugasamur og trúverðugir sagnfræðingar munu rekja og skrá feril, stjórnmálagarpsins, Hermanns ráðherra, þegar timar hafa liðið svo, að þeir eru orðnir hlutlausir. Astvinir hans og afkomendur, mann fram af manni, munu orna sér við frásagnir af honum og láta þær örva sig til dáða. Vinir og kunningjar munu minnast hans með virðingu meðan minnið endist þeim. Ég enda þessi fátæklegu kveðjuorð min með þvi að segja eins og oft var sagt forðum i glimufélagi gagnfræðaskólans á Akureyri, þegar lokið var æf- ingu: Þökk fy rir stundina! Góða nótt! Ætli við hittumst ekki á morgun og tökum upp þráðinn aftur. Karl Kristjánsson Hermann Jónasson fyrrverandi alþingismaður og forsætisráð- herra, er látinn. Fregnin um andiát hans barst á öldum ljós- vakans þann 22. þessa mánaðar, með hádegisfréttum. Hann and- aðist þá um nóttina rúmlega 79 ára að aldri. Með Hermanni Jónassyni er genginn mikill og merkur mað- ur, sem hafði forustu á hendi i stjórnmálum þjóðar sinnar lengur en nokkur annar Islend- ingur, með þeirri sæmd, sem lengi mun geymast. Ég held, að óhætt sé að fullyrða, að i annan tima hafi stjórnmálum okkar litlu þjóðar ekki verið betur borgið en undir stjórn hans og sam verkamanna hans. Þau spor, sem fyrsta stjórn hans markaði munu seint fyrnast og þjóðin lengi að þeim búa. Má þar til nefna afurðasölulögin, sem þá voru sett, bændum og öðrum til ómetanlegra hags- bóta, og enn er búið að i aðalat- riðum,en mættu þá harðri mót- spyrnu. t hans hlut, sem forsætisráð- herra, kom einnig að taka af- stöðu til óska eða kröfu Hitlers og þýzku nasistanna um aðstöðu fyrir þýzka flugflotann hér á landi. Þeirri beiðni visaði Her- mann með einbeitni algerlega á bug. Má segja, að sú ákvörðun hafi haft örlaga- og heillarikar afleiðingar fyrir land okkar og þjóð, og jafnvel ráðið örlögum annarra þjóða i þeirri hildarleik heimsmálanna.sem þá stóð fyr- ir dyrum. Þetta gerðist á sama tima og aðrar og stærri þjóöir beygðu sig i auðmýkt undir áhrif þýzku nasistanna. Sýnir þetta skarpskyggni hans, fram- sýni og festu. — Sagan mun lengi halda nafni hans á lofti sem eins framsýnasta og drengilegasta forsvarsmanns, jafnt sem forsætisráðherra, al- þingismanns og flokksleiðtoga Framsóknarflokksins um langt árabil. Sú saga er stórbrotin og merk, en verður ekki rakin af mér. Það verður gert af öðrum. Þegar það kom til tals, vetur- inn 1934, að Hermann Jónasson, þáverandi lögreglustjóri i Reykjavik, færi i framboð á móti Tryggva Þórhallssyni, var hann flestum Strandamönnum ókunnur. Sjálfur sagði Her- mann svo frá, að i fyrstu hefði hann aðeins haft eins manns at- fylgi, auk sin sjálfs. Með tilstyrk heimamanna var svo framboð hans ákveðið. En ákveðna fylg- ismenn átti hann fáa i byrjun. — Fljótt óx þó kynning á þessum nýja frambjóðanda. Hann var af skagfirzku merkis og atorku- fólki kominn. 1 fátækt hafði hann brotizt til mennta og reynzt ágætur námsmaður, og jafnframt afreksmaður i iþrótt- um. Að námi loknu hafði hann verið valinn til trúnaðarstarfa i Reykjavik, skipaður lögreglú- stjóri Reykjavikur 1929 og kos- inn fulltrúi Framsóknarflokks- ins i bæjarstjórn Reykjavikur árið 1930. Þetta voru að visu góð meðmæli, og lofuðu nokkru um manninn, en var það nóg til að leggja út i þessa glímu i von um sigur? Þeir voru ekki margir, sem álitu það, en Hermann gekk glaður til leiks. „Ég hef þá fyrr tapað glimu,”sagði hann, þegar á þetta var bent, og hló létt við. Þegar Framsóknarflokkurinn klofnaði, veturinn 1933-1934, og Tryggvi Þórhallsson sagði sig úr flokknum i samúðarskyni við þá þingmenn, sem vikið hafði verið úr flokknum, var vandi á höndum að fá mann til fram- boðs móti Tryggva i Stranda- sýslu. Tryggvi var búinn að vera þingmaður kjördæmisins frá árinu 1923, eða i ellefu ár. Hann var ástsæll og virtur þing- maður kjördæmisins og mikil- hæfur þingskörungur. Þrátt fyr- ir þann ágreining, sem kominn var upp, mátti gera ráð fyrir, að Strandamenn myndu enn halda fylgi sinu við hann. Það var þvi ekki heiglum hent að keppa við hann um þingsætið. Eftir að framboð Hermanns var ákveðið, lagði hann i ferða- lag, landveg, um vetur i mis- jöfnu veðri og færð, noröur alla Strandasýslu og hingað i Árnes- hrepp, til að kynna sig og kynn- ast viðhorfLmanna til þess, sem var að gerast i stjórnmálum. Sýndi þetta ferðlag karl- mennsku hans og áhuga. Þótti mönnum honum ekki fisjað saman að leggja i slikt. Við þessa kynningu vann hann sér hylli manna, og þá einkum þeirra, sem yngri voru. Menn fundu, að þar fór maður mikill- ar gerðar, sem vakti traust og tiltrú. Safnaðist honum þegar við fyrstu kynni nokkurt fylgi. Samt þorðu menn ekki að gera þvi skóna, að hann hlyti þing- sætið. Til þess voru vinsældir Tryggva of miklarog rótgrónar. — Auk þeirra Tryggva og Her- manns var i framboði Kristján Guðlaugsson fyrir Ihaldsflokk- inn, sem nú kallaði sig Sjálf- stæðisflokk. Kristján var sonur séra Guðlaugs á Stað i Stein- grimsfirði, ungur og glæsilegur maður. Við klofninginn i Framsókn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.