Tíminn - 01.02.1976, Síða 10

Tíminn - 01.02.1976, Síða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 1. febrúar 1976. •■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■{■•••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■l :::::: Skirnir Timarit Hins islenzka bókmenntafélags 149 ár. Ritstjóri Ólafur Jónsson Reykjavik 1975. Timarit Hins islenzka bók- menntafélags helgar sig is- lenzkum bókmenntum aö fornu og nýju, islenzkri tungu og sögu. Þó er ekki básinn markaður svo þröngur að segja megi að efni ritsins sé einskorðað við þessi svið f þrengstu merkingu enda fléttast öll þjóðmenning meira og minna I bókmenntirnar. And- legar hreyfingar koma þar við sögu i svo ríkum mæli að margt i bókmenntum verður óskiljan- legt nema menn kunni skil á sálarfræði samtimans. Skirnishefti það sem hér er til umræðu gegnir hlutverki sinu vel að þvi leyti aö það fjallar um efni sem eru ofarlega i hugum manna á liðandi stund. Ég á ekki von á þvi að þar sé margt sem vinni sér varanlegarn sess i bókmenntum eða sögu þeirra en næstu vikurnar vænti ég að margur tali um það, sem hann hefur lesið i þessum Skirni. Og þessi grein er skrifuð til að taka þátt i þeim umræðum og á aö vekja athygli á þvi að hér er gott efni til umræðu hvar sem tveir eða þrir, sem láta sér annt um islenzka menningu og bók- menntir, eru saman komnir. Sálarfræði samtimans Fyrsta ritgerðin i þessu hefti er eftir Þorstein Gylfason og heitir: Ætti sálarfræði að vera til? Sjálfur segir höfundur að hann geti ekki svarað þessu „nema á einn veg: Ég veit það ekki”. Samt skulum við ekki vanmeta slik visindastörf. Mér þykir grein Þorsteins skemmtileg og að minu viti er hún hentugt tilefni og undir- staða alþýðlegrar umræðu um sálarfræði liðandi stundar. Gömul sendibréf Kristján Albertsson skrifar i Skirni grein um bréfaskipti Hannesar Hafsteins við Georg Brandes. Kynni þeirra Haf- steins og Brandesar eru vissu- lega merkileg. Brandes var mikill áhrifamaður á bók- menntasviðinu og hvort sem hann hefur ráðið úrslitum eða ekki um það að Hannes varð ráðherra studdi hann að þvi. Hins vegar er fátt nýtt i þessari ritsmið. Kjarnann úr þessum bréfum hefur Kristján birt i sögu Hannesar Hafsteins, ýmist orðrétt eða i endursögn, svo að efnislega er litlu eða engu aukið við þó að bréfin séirstjú birt á dönsku en væru þýdd i sögunni. Kristján vitnar stundum til bókar sinnar og segir t.d. um mannskaðann á Haukadalsbót 1899. „Frá þessum atburði er hugsunarefni en það er hvernig sögur hafa borizt milli landa og þjóða og mótazt i meðferðinni, auk þess sem boðskapur og lifs- skoðun þjóðsögunnar er alltaf menningarsöguleg heimild. En oft mun verða erfitt að segja hvaðan sögur og minni eru kom- in i fyrstu. Við höfum hugsað okkur að við værum á enda ver- aldar, sögur enduðu hér, bærust hingað fremur en héðan. Þó höf- um við talið tslendinga bók- menntalega útflytjendur fyrr á öldum. Drottning bað Sturlu Þórðarson að hafa með sér tröllkonusöguna. Og hvað eig- um við að segja þegar Danir birta ævintýrið um Grámann, segja það vera franskt eða frá Normandie, en kóngurinn rikir i Skálholti og Grámann er prins frá Hólum? Þjóðsögur og ævintýri kunna frá mörgu að segja. Raunsæið og konan Nú er komið að ritgerð Helgu Kress um kvenlýsingar og raun- sæi með hliðsjón af Gunnari og Kjartani eftir Véstein Lúðviks- son. Það gat heldur ekki sam- rýmzt raunsæi og raunveruleika þjóðfélagsins að láta konu vera togaraskipstjóra eða sýslu- mann. Mér kemur i hug i þessu sam- bandi blaðaviðtal við Helgu Kress frá siðasta sumri. Það varð i tilefni þess að Helga ætl- aði að kanna stöðu konunnar i fornsögunum. Nú má ég vita eins vel og hver annað, að ógætilegt er að treysta þvi, að allt sé nákvæmlega og rétt með farið i blaðaviðtölum. Þó vitna ég til þess, af þvi að það er þessu efni skylt. Haft var eftir Helgu, að engar Islendingasögurnar væru ritaðar af konu, nema e.t.v. Fóstbræðrasaga. Þar væri gert spott að hetjuskap. Þarna kom fram i tveimur atriðum stórkostleg vangá. 1 fyrsta lagi: Konur dá og vegsama hetjuskapinn engu sið- ur en karlar. Ég held þær meti karlmennskuna jafnvel ennþá meira. í öðru lagi: Fóstbræðrasaga gerir ekki spott að hetjuskap. Þegar menn segja það, er Gerpla Halldórs Laxness að vefjast fyrir þeim. Um anda og fólk, sem mótar samfélagið, sem ætlaði Kjartani þann feril, sem hann neitaði að feta, liti öðrum augum á nám kvenna. Þetta ætti Helga Kress að meta og telja Vésteini og verki hans til gildis. En það getur verið hættulegt að hafa ákveðnar skoðanir fyrirfram um það, hvað skáld eigi að segja og megi segja. Lengimætti tala um tilvitnan- ir Helgu og meðferð á þeim. Auðvitað er það i ákveðnum til- gangi og sögulegri þörf, að Inga er höfð eins og hún er, lauslát, litilsigld og góð. Hún er ekki og á ekki að vera neinn allsherjar- fulltrúi islenzkra kvenna. Nóg um það. Þvi einu skal viö bætt, að ef við vildum fá fram i sögu karlmannlegan glæsileika og sálarþroska, sem við værum ánægðir með og stoltir af fyrir okkar kyn, þá gætum við tint til ýmsar tilvitnanir ógóðar úr Gunnari og Kjartani. Um hugmyndafræði kari- mennskunnar er rétt að benda á það, að öllum mönnum er nauð- synlegt hugrekki til að horfast i augu við veruleikann og kann- ast við sjálfa sig — jafnt karl- mönnum sem kvenmönnum. Helga mæðist oft og sárt yfir þvi að Vésteinn lýsi konum sem kynverum. Flest erum við nú kynverur, hvort sem það likar betur eða verr. Allir erum við kvennamenn, hvernig sem með það er farið, sagði einhver. Aft- ur á móti segir Helga, að Guð- bergur Bergsson fjalli um vandamál kvenna á þjóðfélags- legum grundvelli. Hvað er þjóð- félag? sagði Laxness. Eru ekki konurnar hjá Guðbergi kynver- ur? Þar var konan, sem hugsaði til þess með fögnuði, ef einhver girntist sig svo að hann legði i nauðgun. Mun það vera að fjalla um vandamál kvenna á þjóð- félagslegum grundvelli? UM ÍSL ENZKA Greinin er hógvær en rökföst ádeila á ýmislegt það, sem hátt hefur borið ogxhátt ber á vegum sálarfræðinnar. Sjálfsagt er það almennt við- horf, að auðvitað eigi og þurfi sálarfræði að vera til, þ.e. visindagreinin um tilfinningalif og kenndalif mannsins, og leitin að þeim lögmálum sem þar gilda. Þau fræði liggja nærri lif- eðlisfræðinni, en hún kann þó engan veginn svör við öllu sem sálarfræðin glimir við. Og þó að hin viðurkennda og rikjandi sálarfræði hafi oft vaðiö i villu og svima eins og margar fleiri visindagreinar, hefur hún ekki unnið sér til óhelgi svo að hún megi ekki lifi halda. Hún hefur hlutverki að gegna. Það breytir þvi ekki, þó að t.d. sálkönnunin hafi lent á villigötum að ýmsu leyti. Og um dulsálarfræði er það að segja, að orð eins og dul- vitund segir það beinlinis að um sé að ræða eitthvað sem fræði- mennirnir sjálfir vita ekki skil á. Þeir nefndu það ekki lengi dulvitund ef þeir þættust kunna full skil á þvi, jafnvel þó að þeir hugsuðu sér i bili að nafnið rétt- lættist af þvi að vitundin væri dulin okkur tilraunadýrum og rannsóknarefni. Það er auðvitað maklegt til- efni gagnrýni, að ætla dulvitund mannsins nánast sjálfstæðan persónuleika eða skýra per- sónuleika og viljalif mannsins sem árangur ósjálfráðrar og að mestu óvitaðrar baráttu i djúp- um sálarlífsins, þar sem sjálfið, yfirsjálfið og þaðið eigast við. Eða svo að tekið sé einfaldara dæmi má minna á það, að fyrir 30-50 árum var þvi haldið fram i nafni sálarfræðinnar, að hættu- legt væri fyrir andlegan þroska og skapgerð smábarna, að gefa þeim að drekka þegar þau þyrsti og svengdi. Það ætti að gerast á vissum, ákveðnum timum. Nú segir sálarfræðin, að með þessu hafi mörg börn verið gerö taugaveikluð. En þó að rétt sé og nauðsynlegt að taka öllu með gát og gagnrýni er þaö þó vissulega margt og merkilegt, sem við eigum sálarfræðinni að þakka. Hitt er ekki út i bláinn, sem Þorsteinn bendir á, að stundum gera niðurstööur frægra rannsókna ekki annað en staðfesta gamalkunn sannindi. MENNINGU skýrt itarlega i bók minni um Hannes Hafstein, I. bindi bls. 178-82”. 1 stafsetningarorðabók sinni segir Halldór Halldórsson: „itarlega, réttara ýtarlega, nema i merk „ágætlega”, það er fornt or af itur”. Nú skiptir það engu hvort Kristján vill heldur segja að frásögnin i sinni sé nákvæm eða ágæt. En þar sem i henni er sú meinlega missögn að sýslumað- ur hafi fengið bát i Haukadal til að fara að togaranum en ekki frá Hrólfsnaustum sem eru yzt á Mýramel, norðan Dýrafjarð- ar, eins og hann vitanlega gerði, þá var nú tækifæri til að leið- rétta það. Sú frásögn er hvorki nákvæm né ágæt, sem lætur Hannes Hafstein bæta að óþörfu 35 km á landi við ferð sina um leið og þess er þó getið, að hann segi i bréfi til Brandesar að hann hafi á leið sinni frá ísafirði engu kviðið öðru en þvi, að togarinn yrði farinn, „min en- este Bekymring havde været, at Skibet vilde været sejlet bort inden vi indtraf”. En Kristján Albertsson hefur ekki fundið ástæðu til að leið- rétta svona litilræði i sinni itar- legu frásögn. Hann sleppir þvi tækifæri. Ævintýraleiðir Davið Erlingsson skrifar um ævintýrið af Kiða-Þorbirni og Maurhildi mannætu. Þar gerir hann samanburð á sögunni af Maurhildi i þjóösögum Jóns Arnasonar og rimum af Kiða- Þorbirni eftir sr. Þorstein Jóns- son á Dvergasteini og ræðir skyldleika við Grimmsævintýri. Auk þess sem gaman er að fá fréttir af rfmunum er tilefni þessarar greinar merkilegt um- Þetta er ef til vill sú ritgerðin sem bezt fellur inn I almennar umræður liðandi stundar um samtimabókmenntir og stöðu og rétt kvenna. Höfundur leggur i upphafi tvær spurningar til grundvall- ar: 1. Er konum lýst i samræmi við veruleikann? 2. Beinir verkið erindi sinu tii beggja kynja jafnt? Siðan kemur alllöng umræða um það, hvernig sögur eigi að vera, og er þá stuðzt við kenn- ingar Georges Lukacs. Jafn- framt er vitnað i rit tveggja kvenna um stöðu kvenna og karlveldismunstur i frásögn. Svo er rætt um sögu Vésteins út frá þessum fræðum. Mér virðist, að Helga Kress geri strax i upphafi tvær megin- kröfur, sem hún ætti sjálf að sjá aö eru ósættanlegar. Hún krefst þess, að konum sé lýst i sam- ræmi við veruleikann. Þá er vitanlega ekki hægt að ganga framhjá þvi, sem hún telur al- gilt — karlveldismunstur ræður og mótar þjóðlifið. En hún krefst þess að hlutur kvenna sé jafn og hlutur karla i sögunni. Annars beinir verkið ekki erindi sinu til beggja kynja jafnt. Hún krefst þess, að svona breið saga leiði fram réttan tölfræðilegan þverskurð þjóðfélagsins. Hér koma mér i hug ljót orð eins og þröngsýni og ofstæki. Það er þröngsýni, að bók- menntaverk beini erindi sinu alltaf jafnt til kvenna og karla i hlutfalli við það, að hve miklu leyti þær segi frá körium og konum. Það er ofstæki að niða sögu og höfund hennar, vegna þess að hluti sögunnar gerist á togara, þar sem kvenfólk kemur eðli- lega litið við sögu beinlinis. frásögn Fóstbræðrasögu er það til vitnis, sem Stephan G. kvað: En það hafa i útlöndum islenzkir menn af afdrifum Þormóðs að segja — og staddir i mannraun þeir minnast þess enn —. Um meiðslin sin kunni hann aðþegja, að örina úr undinni dró hann og orti, og brosandi dó hann. En i sambandi við karlveldis- munstur i fornum sögum, og að þær séu einkum um karlmenn og fyrir karlmenn, má minna á það t.d„ að Guðrún Ósvifurs- dóttir er tvimælalaust höfuðper- sóna Laxdælasögu. Hafi Eddu- kviðurnar átt að vera um karl- menn einkum og sérstaklega, lætur nærri að þær Guðrún Gjúkadóttir og Brynhildur hafi „stolið senunni”. Sögu Vésteins verður að meta út frá þvi sem hún er. Hún er fyrst og fremst um Gunnar og Kjartan. Mér hefur raunar fundizt, að höfundur næði aldrei nógu góöum tökum á Gunnari. Hann er að verulegu leyti i þoku, og leynd hjúpar gróða- klæki hans. Samt er það eflaust rétt, sem Helga Kress bendir á, að þeir eru hvor um sig fulltrúi sinnar lifsstefnu i lokin. Sagan er fyrst og fremst um þaö, hvernig Kjartan losnar undan áhrifum Gunnars og þess valds, sem ætlaði honum hefðbundna framaleið yfirstéttarsona. Þar til heyrir, að hann finni fánýti þess skólauppeldis, sem honum er ætlað, fánýti þess frá mann- legu sjónarmiði. Þvi er næsta ósanngjarnt að krefjast þess að þessi saga dragi sérstaklega fram þýðingu slikrar skóla- göngu fyrir stúlkur. Og það er fullkomið raunsæi i þvi, að það Helga segir að konur séu „sagðar likamlega veikari en karlmenn”. Hún mótmælir þvi að visu ekki, að svo kunni að vera. Það ætti nú að vera unnt að mæla. Það eru til kraftamæl- ar. Og enginn bannar Helgu að taka þátt i lyftingum eða þreyta hryggspennu. Hún gæti boðið Vésteini i krumlu. Þjóðfélag okkar hefúr að visu litið á það sem „köllun kvenna að ganga með börn”. Þvi getur Helga vist ekki breytt, þótt hún fegin vildi. En þjóðfélagið ætl- asttil að foreldrar ali börn upp. Karlmenn eiga hægara með að svikjast frá ábyrgð og skyldum i þeim efnum, og sumar konur vola yfir þvi að geta það ekki lika, eins og launamenn væla stundum út af þvi að þeir eiga óhægara með að stela undan skatti en einhverjir aðrir. Helga segir: „Menn merkir karlmenn og tilheyrir mennt- unarsviðinu. Þegar aftur á móti ekki er talin ástæða til að ganga framhjá konum er talað um fólk.” Tilvitnun, sem á að sanna þetta, er m.a. þar sem sagt er um lækna: „Þarna eru menntaðir menn að bjarga lifi fólks.” Hefði nú Vésteinn skrifað: „Þarna er menntað fólk að bjarga lifi manna,” eða manns- lifum, hefði kannski mátt segja : Lif manna — þ.e. karlmanna, mannslif, þaðer ekki lif kvenna. Konur eru svo fyrirlitnar i þess- ari bók, að það er ekki talið gefa læknisstarfinu gildi að bjarga þeim. Hvernig á að skrifa til að þóknast þeim, sem les og gagn- rýnir með sliku hugarfari? Helga tekur upp það orðalag, sem Kjartan hefur á hugsun móður sinnar, að Inga sé og hljóti alltaf að verða skrill. Þá skoðun gerir hún að sinni og vex ekki af. Ég hélt að skrill væri safnheiti og þessi notkun orðsins minnti á krakka, sem kallar steininn grjót. En sleppum þvi. Inga er alltof góð stúlka til að kallast skrilmenni. Stundum leiðist manni hrokinn svo að maður kýs fávisa hjartahlýju og góðvild fremur en mont og mannfyrirlitningu, þó að gáfur og lærdómur fylgi. Til staðfestingar dómum sin-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.