Tíminn - 01.02.1976, Page 13

Tíminn - 01.02.1976, Page 13
Sunnudagur 1. febrúar 1976. TÍMINN 13 Kowes bauð enskum samstarfs- manni sinum, Charles Brearley, sem hafði bent honum á Meyer, til hófsins. En Brearley hafði lengi verið i sama bransa og Kow es. Eftir að hafa afhent Meyer föls- uð heiðursdoktorsskjöl yfirgaf Kowes London oghélt til Rómar. Þar hitti hann annan samstarfs- mann sinn: Heiðurskrosshafann, prófessorinn og prinsinn Basilio Petrucci di Vacone e di Siena. Hann er stórriddari fölsku reglunnar — Riddararnir af Möltu — og hann lifir á þvi að við- skiptavinir hans rugli þessari uppfinningu hans saman við Mölturiddara-reglu kaþólsku krikjunnar. Þessi tungulipri reglubróðir færir með hjálp ame- risks starfsbróður sins Henry Erdes, fólk úr öllum stéttum i eftirlikingu af kufli sinum. A lista hans eru mörg fræg nöfn. — Shirley Temple fyrrver- andi barnastjarna og núverandi sendiherra Ameriku i Ghana, er þar með talin. Thor Heyerdahl Norðmaðurinn sem m.a. er fræg- ur fyrir sjóferðir sinar á Kontiki, kraup grunlaus á kné fyrir fram- an hann og lét slá sig til riddara. — Og meira að segja er hægt að finna Prins Bernhard af Niðurlöndum stórriddara hinnar raunverulegu reglu á myndum hjá þessum falsara. Henry Erdes, sem frá skrif- stofusinni i New York hefur yfir- sýn yfir glerbýggingu S.Þ. og kallar sig þess vegna — áhorf- anda S.Þ., stjórnar Ameriku- markaðnum, en Petrucci drottn- ar yfir þeim evrópska. Hann er ekki raunverulegur prins en sér- staklega iðinn og duglegur. Hann matar krókinn á löngun hégóma- gjarns fólks i titla. Skort sinn á bláu blóði bætir hann upp með hegðun, sem hver eðalborinn maður gæti verið hreykinn af. Yf- ir honum hvilir virðuleikablær, þegar hann tekur á móti eið og peningum viðskiptamanna sinna. Eftir það eru þeir meðlimir i stór- riddarareglu. Meðlimirnir klæð- ast einkennisbúningi: Silki- skikkju i rauðum og hvitum lit, skreyttri með útsaumuðum stöf- um og orðum. Tveir aukaborðar eru fáanlegir fyrir meðlimi úr ræðismannastéttinni. Annar er rauður sendiherraborði með gylltum stöfum, en hinn er til að setja i bilinn og hefur stafina CD. Verðið á hvorum urn sig er 100.000 kr. Prins Petrucci verzlar helzt ekki með neitt undir þremur milljónum. Kowes lokkar menn inn i regl- una, og ef þeir tilheyra róm- versku kirkjunni, tekur Petrucci aukagjald (1 millj.) fyrir að aðla þá i sankti Péturskirkjunni i Vin- coli, þar sem keðjurnar, sem Pét- ur postuli var hlekkjaður með eru geymdar. Undir marmarastyttu eftir Michelangelos létu skart- gripasalinn H. Goldberg frá Köln og teppasalinn E. Goldwasser frá Dortmund slá sig til riddara og hafa sig að fiflum. Otto Bantele, sem er forrikur verzlunarmaður i Munchen, var sleginn til riddara fyrir fimm milljónir. Prinsinn og Kowes gátu boðið viðskiptavinun- um upp á þessar athafnir i kirkju- legu andrúmslofti, þvi að þeir höfðu fengið raunverulegan erki- biskup til liðs við sig. Þessi var Nasrallah Sfair frá Tarsus, fróm- ur og elskulegur maður, rauður i andliti og með þrútið nef. Hann var drykkjumaður, sem kaus frekar gamalt viski en messuvin, — hann lifði eftir þeirri megin- reglu, að manni beri skylda til að prófa allar holdlegar lystisemdir — áður en maður fordæmir þær. Þessi sálnahirðir áleit alla nætur- klúbba heyra undir sitt hirðsvæði. Og þar sem hann hafði mestar mætur á diskótekinu Piper og fór þangað oft til að fá sér einn gráan var hann kallaður — utan Vati- kansins að sjálfsögðu —, erki- biskupinn af Piper. Þegar hann i fyrra hvarf á vit feðra sinna, missti hin heilaga kirkja svartan sauð, en prins Petrucci ómetan- legan aðstoðarmann. Þriðji samstarfsmaður Kowes prins Enrico III de Vigo Ale- ramico Paleologe býr einnig á Italiu. Hans hátign skrifar sig ætið höfuð býzönzku konungs- ættarinnar Paleologen. En að sið- asta afsprengi þessarar ættar var komið undir græna torfu árið 1502, og að Enrico III. er hvergi að finna i aðalsmannaskrám þarf enginn að vita. Don Enrico, sem Kowes uppnefnir — pizzugerðar- manninn frá Genúa — lifir kónga- lifi. Hann fær árlega þóknun frá félagi, sem hann aðstoðaði við að komast i tölu hinna tignu, og auk þess fellur ýmislegt annað til. Að minnsta kosti einu sinni á ári koma—riddarar hans —sam- an á fundum eins og Mafiufjöl- skylda. Frú Don Enrico er gjald- keri. Þessi fyrrverandi af- greiðsludama er nú titluð hin keisaraleg hátign og nýtur núver- andi stöðu sinnar til fullnustu. Frá hverjum meðlimi reglunnar tekur hún 40.000 kr, og siðan slær maður hennar prinsinn, enn fleiri menn til riddara fyrir fimmfalt það verð. A meðal allra þessara fölsku prinsa, greifa og riddara, sem safnast saman á þessum fundum má finna ærlega menn. Þar má nefna Joachim Egon erfðarprinsinn af Furstenberg, sem er ósvikinn frá toppi til táar. Hann er margmilljónari, og er fulltrúi BRD i Byzanz, og kemur oftast fljúgandi i þyrlu sinni á mótstað. Hóteleigandinn Adi Vogel út- vegaði þeim eitt sinn fundarher- bergi i glæstu hóteli sinu i Salz- burg og fyrir þetta framtak sitt öðlaðist hann nokkra titla. Ef við- skiptavinum Kowes falla ekki evrópskir titlar i geð, þá er úr nógu öðru að velja fyrir þá. Ef þeir bara hafa næga peninga eru engin landfræðileg takmörk fyrir þvi sem Kowes getur útvegað þeim. Arkitekt að nafni Georg Mayr ákvað að fá sér prófessortitil við — National University College — i Toronto. I tilefni af þessu lét Kowes samstarfsmann sinn nr. fjögur kardínálann Ignatus 1., sem jafnframt hafði upprunalega átt hugmyndina að stofnun þess gerviháskóla i Toronto, fljúga til Evrópu frá Kanada. Einn af við- skiptavinum kardinálans leitaði að — National University — i To- ronto og fann undir þessu nafni skrifstofu i fámennum skóla fyrir málhalta. Samt sem áður keypti hann sér doktorsgráðu, og að auki ræðismannstitil og nokkrar orð- ur. Hátindi starfs sins náði Kowes, er hann var i þjönustu tveggja konunga Afrikurikisins Burundi. Þeim kom hann i samband við forrika menn, sem þeir siðan gátu haft að féþúfu. — Það er bezt að lifa lifinu og njóta þess á meðan hægt er, er einkunnarorð Kowesar. Þegar hann kom frá Ungverjalandi til Austurrikis fimm árum eftir striðið, hafði hann enga löngun til að vinna sem óbreyttur maður við þetta eða hitt verzlunarfyrirtæk- ið. Það varð honum til happs, að hann hitti landa sinn Baron dr. Kornel af Tarczaly. Þessi falski barón verzlaði með titla og gengu viðskiptin svo vel að hann þurfti að fá sér aðstoðarmann. Og vegna þess að Kowes var hvaða raunveriulegum aðalsmanni sem var glæsilegri, þegar hann var klæddur samkvæmisfötum, fékk hann stöðuna. Smátt og smátt jók Kowes titlum framan við nafn sitt allt frá doktorsnafnbótum til riddara og skaraði brátt langt fram úr lærimeistara sinum. Hann hafði komið ár sinni vel fyr- ir borð og lifði við efnahagslegt öryggi. I viðskiptum sinum tók hann ekki of mikla áhættu, og þvi fór svo, ,að þegar hann stóð frammi fyrir dómstólunum i Vin i aprilmánuði 1974 sakaður um svindl, þá fékkst aðeins einn mað- ur til að bera vitni gegn honum. Hann var þvi aðeins dæmdur i eins og hálfs árs varðhald. Kowes er án efa einn sá alklárasti, sem hefur stundað þessi viðskipti. Hann viðurkennir þó að hafa ver- ið svikinn, — en aðeins einu sinni bætir hann við. Það var þegar hann var á ferð um dvergrikið Burundi i Mið-Afriku, að hann rakst á keppinaut sinn, — Hans Hermann Weyer konsúl, sem stundaði titlasölur. Kowes lét hann plata út úr sér nokkrar orð- ur og skjöl. Hann varð ævareiður er honum urðu ljós svikin, og ætl- aði að láta lifvörð sinn taka Wey- er i karphúsið. A siðustu stundu sá hann sig um hönd og gerði mönnum ljóst að hann kynni vel að taka ósigri. — Þannig er það i þessari starfsgrein, hver reynir að klekkja á hinum. Það höfum við þó aftur á móti sameiginlegt, að við svikjum allir viðskiptavini okkar. — (Þýtt ogendursagt J.B.) 1 tsrael tekur Kowes sér hvlld frá erfiðu starfi. Launum sinum eyðir hann gjarnan I fagrar konur m w, *í*SÉ»** Estanislao Goldwasser nýaðlaður stillir sér upp fyrir myndatöku. Með honum er erkibiskupinn Nas railah Sfair sem lánaði kirkju sina fyrir athöfnina.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.