Tíminn - 01.02.1976, Page 15
Sunnudagur 1. febrúar 1976.
TÍMINN
15
/•
■N
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:.
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsim. við Lindargöty,
símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð \
lausasölu Itr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprentfi'.R'
Gjóla í laufi asparinnar
Stundum birtast i dagblöðum skrif, sem vekja
einna helzt þann grun, að höfundurinn hafi með
slysalegum hætti misst samband við þær stöðvar
heilans, þar sem hugsanirnar fæðast — jafnvel
hann hafi glundrað niður öllu heilabúinu úti á
viðavangi. Af þvi tagi var forystugrein i Visi á
miðvikudaginn var. Orsök truflunarinnar er sú,
að viðskiptaráðherra ákvað að taka kex, kökur og
brauðvöru út af svonefndum frilista, sem aftur
þýðir, að þær verða ekki fluttar inn framvegis án
gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Hér er sem sagt
verið að spyrna við fótum i gjaldeyrisþrönginni.
Þessi annálsverða forystugrein hefst á svo-
felldum orðum:
,,Fyrir ári fengu ýmsir stjórnmálamenn þá
flugu i höfuðið, að efnahagsvandann mætti leysa
með þvi að endurvekja haftakerfið. Meginástæð-
an fyrir hugmyndum af þessu tagi var nokkuð
umtöluð ræða, sem Ólafur Jóhannesson
viðskiptaráðherra hélt á fundi framsóknarfélag-
anna i Reykjavik”.
Siðar segir:
,,Engu er likara en haftahugmyndirnar séu
orðnar einhvers konar þorrakækur hjá viðskipta-
ráðherra. Nú á að telja fólki trú um að tekið sé af
festu á stjórn efnahagsmálanna með þvi að taka
af frilista ýmiss konar brauðvörur, kökur, kex og
iburðarmeiri brauðvörur eins og það heitir á
reglugerðarmáli. Þvi er haldið fram, að hér sé
um „óþarfan” innflutning að ræða, og af þeim
sökum sé eðlilegt að fella hann undir haftakerf-
ið”.
Réttri viku áður en þessir kveinstafir voru
dubbaðir upp i forustugrein, miðvikudaginn 21.
janúar, birtist i þessu sama blaði heilsiðugrein
með mörgum myndum og stórri tilvitnun á for-
siðu um þá fásinnu að eyða gjaldeyri i „óþarfan”
innflutning. „Hver stjórnar gjaldeyriseyðslu i
slikt?” er spurt i fyrirsögn. Og siðan kemur upp-
talningin risastóru letri: Raspaðar danskar
gulrætur, innflutt poppkorn, þýzkt heilsubrauð,
danskur pilsner og .... og ....”
Upphaf greinarinnar er svo þetta:
„Hver kaupir niðurraspaðar, danskar gulræt-
ur á 247 krónur tvö hundruð grömm, þegar hægt
er að kaupa þrjár gulrætur fyrir sjötiu krónur,
raspa þær niður og fá samt miklu miera? Hver
eyðir gjaldeyri i slikt? Hvernig stendur á þvi að
gjaldeyri er eytt i niðursoðnar ávaxtakökur? Eða
svo margar kextegundir, að ekki er hægt að telja
þær?”
Og fleiri dæmi eru tekin. Siðar i þessari grein er
sagt:
„Ég get nefnt sem dæmi rándýra skrautmuni,
glerkýr og fleira. Að skaðlausu mætti minnka
innflutning á þessu”.
Veðrabrigðin i Visisskrifstofunum hafa orðið
átakanlega snögg. Það, sem svo fáránlegt var
talið 21. janúar, að margauglýst var eftir þeim,
sem sliku stjórnuðu, bæði i máli og myndum, var
réttri viku siðar orðið að einni af þessum heilögu
kúm, sem allir verða að vikja úr vegi fyrir. Þá er
það orðið fast að þvi dauðasök að hamla ofurlitið
gegn gagnslausri gjaldeyriseyðslu og innflutningi
svo margra kextegunda, „að ekki er hægt að telja
þær”.
Sagt er, að lauf asparinnar titri i hinum
minnsta blæ. Hvaðan lagði þá gjólu, sem lætur
allt skjálfa á Visisheimilinu, þegar mark hefur
verið tekið á fyrri visbendingum þaðan? — JH.
ERLENT YFIRLIT
Pinochet orðinn
valtur í sessi
Gagnrýni Freis getur orðið öriagarík
hann beitti sér fyrir umbótum
á mörgum sviöum og kom
mörgu góðu til leiðar. i íor-
setakosningunum 1970 fékk
frambjóðandi hinna rótíæku
vinstri flokka, Salvador All-
enda, flest atkvæði, en náði þó
ekki iögmætri kosningu, og
var það þvi hlutverk þingsins
að velja forsetann. Að ráði
Freis studdi kristilegi flokkur-
inn kosningu Allendes i þing-
inu, þar sem hann hafði fengið
flest atkvæði. en einnig var
það gert i trausti þess, að
samkomulag gæti náðst við
Allende um stjórnarstefnuna,
þar sem stuðningsflokkar A11-
endes voru i minnihluta á
þingi. Slikt samkomulag fór
þó Ut um þúfur, þar sem All-
ende rey ndi að koma fram rót-
tækari stefnu heldur en þing-'
meirihluti var fyrir. Þetta
leiddi til upplausnar og stjórn-
leysis iiandinu, og sætti kristi-
legi flokkurinn sig þvi við
valdatöku hersins, svo að
komiðyrði á aftur ró og reglu i
landinu. Þaö var hins vegar
SITTHVAÐ þykir nú benda
til þess, að einræðisherrann i
Chile, Agusto Pinochet, sitji
ekki eins lengi á valdastóli og
hugur hans mun stefna til.
Snemma i vetur bárust þær
fréttir frá Chile, að allmargir
hershöfðingjar hefðu bundizt
samtökum um að knýja fram
frjálslegri stjórnarhætti, og
hefðu þeir greint stjórninni frá
þvi. Jafnframt hefðu þeir sett
henni ákveðinn frest til að
koma þessum breytingum á.
Enn hafa þess ekki sézt merki,
að þessi ihlutun þeirra hafi
borið árangur, en ýmislegt
þykir þó benda til að nokkur
veðrabrigði til hins betra geti
verið i vændum. Pinochet sé
ófús að sleppa völdunum, en
kunni þó að geta til samkomu-
lags sleppt einhverju af þvi
einræðisvaldi, sem hann hefur
tekið sér.
Annað þykir þó ekki siður
merki þess, að nokkur breyt-
ing geti verið i vændum. Fyrir
skömmu flutti Eduardo Frei,
fyrrverandi forseti og leiðtogi
kristilega flokksins, ræðu þar
sem hann gagnrýndi stjórnina
á ýmsan hátt. Þetta hefur
enginn þekktur stjórnmála-
maður leyft sér að gera siðan
hershöfðingjarnir tóku völdin.
Kristilegi flokkurinn tók lika
þá afstöðu, að hann myndi
sætta sig við stjórn þeirra um
sinn, i trausti þess, að lýðræð-
ið yrði endurreist, áður en
langur timi liði. Nú sjást engin
merki þess, að hershöfðingj-
arnir hugsi sér að endurreisa
lýðræðisstjórn i náinni fram-
tið. Frei kann þvi að hafa talið
rétt að fara að minna hers-
höfðingjana á, að einræðis-
stjóm yrði ekki liðin til lang-
frama.
EDUARDO FREI er
vafalitið merkasti stjórn-
málaleiðtogi, sem Chile hefur
átt á siðari áratugum. Hann
var aðalstofnandi kristilega
flokksins, og vann sem fram-
bjóðandi hans sigur i forseta-
kosningunum 1964 og var
forseti Chile 1964-1970. Sam-
kvæmt ákvæði stjórnarskrár-
innar gat hann ekki boðið sig
fram að nýju. en flest bendir
til þess að hann hefði verið
endurkjörinn, ef hann hefði
getað gefið kost á sér, þvi að
Eduardo Frei
Agusto Pinochet
von hans, eins og áður segir.
að herinn endurreisti lvð-
ræðisstjórn að nýju. áður en
langur timi liði.
ÞEGAR hershöfðingjarnir
tóku völdin, var það sam-
komulag milli þeirra, að
stjórnin yrði i höndum eins
konar nefndar. sem væri skip-
uð æðsta yfirmanni landhers,
æðsta vfirmanni flughersins,
og æðsta yfirmanni flotans.
Formlega vrði þó æðsti yfir-
maður landhersins talinn
þjóðarleiðtoginn, þar sem
landherinn er talinn veiga-
mesti þáttur landvarnanna.
Þannig komst Pinochet i sæti
þjóöarleiðtogans. Sniátt og
smátt virðist hann hafa ýtt
samstarfsmönnum sinum til
hliðar og tekiö sér sivaxandi
völd. Það þvkir dæmi um
þetta. að hann hefur látið til-
nefna sig sem forseta. Liklegt
þvkir, að öðrum hershöfðingj-
um þvki þetta miður. og er
sennilegt. að þetta sé orsök
þeirra samtaka nokkurra
þeirra. sem krafizt hafa
brevtinga á stjórnarháttun-
um, eins og sagt var frá i upp-
hafi.
Þótt .-djorn Pinochets hafi
tekizt að koma á ró og reglu.
nýtur hún vafalitið vaxandi
óvinsælda. Hún hefur beitt
andstæðinga sina hinni furðu-
legustu grimmd. og var hún
einróma fordæmd fvrir það á
siðasta þingi Sameinuðu þjóð-
anna. Þá hefur henni ekki tek-
izt að ná neinum tökum á
ef nahagsm álunum . Þótt
ástandið væri orðið slæmt i
stjórnartið Allendes. er það
orðið miklu verra nú. Aukin
andstaða við stjórnina birtist
orðið á margan hátt. en eink-
um virðist það þó vera kirkj-
an. eða mikill hluti kirkjunnar
manna. sem hafa látið anriúð-
ina i ljós. Aörir hafa ekki þor-
að að láta eins á sér bera. Það
getur vel átt eftir að tákna
söguleg timamót. að Frei hef-
ur fvrstur stjórnmálamanna.
sem enn dveljast i Chile, kom-
ið fram opinberiega og gagn-
rýnt stjómina. Snúist stjórnin
hart við gagnrýni hans. hefur
hún fengið kristilega flokkinn
á móti sér. og er þá tvimæla-
laust komin i andstöðu við
vfirgnæfandi meirihluta
þjóðarinnar.
Þ.Þ.