Tíminn - 01.02.1976, Page 23

Tíminn - 01.02.1976, Page 23
Sunnudagur 1. febrúar 1976. TiMINN 23 Agnar Guðnason: Landbúnaðarlausnin Á siðast liðnu ári var þó nokkuð deilt á þá stefnu, sem hér er rikjandi i landbúnaði. Það er að framleiða nægilegt magn af mjólk og kjöti handa öllum landsmönnum og gott betur. Það hefur verið bent á að takmarka þyrfti framleiðsluna við innlendan markað og að væri til bóta að flytja inn búvör- ur að einhverju marki. Dýrasta sérvizkan í Dagblaðinu hafa birzt grein- ar um hversu mun hagstæðara það yrði fyrir neytendur að kaupa landbúnaðarafurðir frá Danmörku en innlenda fram- leiðslu. Það eru margir i bænda- stétt, sem telja þessi skrif svo öfgafull, að þeim sé ekki svar- andi. Þvi miður er ritstjóri Dag- blaðsins ekki einn um þetta viðhorf til landbúnaðarins, sem þar hefur verið túlkað. Það er iskyggilega stór hópur fólks, sem er svo gjörsamlega slitinn úr tengslum við framleiðsluat- vinnuvegina, að hann álitur að Islendingar geti lifað góðu lifi á einhverju allt öðru en sjónum og landinu. Sjálfsafgreiðslan mikla Sá samanburður, sem gerður hefur verið á verði búvara hér og i Danmörku er eflaust réttur hjá þeim Dagblaðsmönnum. Svinakjöt, fuglakjöt, egg, ostar og smjör er mun ódýrara þar en hér, enda er framleiðslukostn- aður á landbúnaðarafurðum lægstur i Danmörku á þessum vörum, að minnsta kosti i V- Evrópu. Hinir ánauðugu landsetar Hvers vegna hætta Sviar ekki við sinn landbúnað og flytja inn allt, sem þeir þurfa af landbún- aðarafurðum frá Danmörku? Eða þá Norðmenn, Finnar og Þjóðverjar? Sennilega stæði nú eitthvað i Dönum að framleiða mat ofan i þá alla. Þessar þjóðir hljóta að eiga einhverja hag- spekinga á borð við þá, sem hafa látið ljós sitt skina hér á landi á undanförnum árum. Það er ótrúlegt annað en að stjórn- völd hafi fengið ábendingar um hversu óraunhæft það er að framleiða landbúnaðarafurðir á mun hærra verði en hægt er að kaupa þær frá Danmörku. Það gæti ekki verið, að andstyggi- legir „þrýstihópar” væru viðar en á íslandi? Hin kúgaða stétt Það væri virðingarvert, ef þeir, sem mest hafa gagnrýnt landbúnaðinn og álita að helzta bjargráðið út úr efnahagsöng- þveitinu sé að hætta stuðningi við þennan atvinnuveg, að þeir reyndu að kynna sér verðlagn- ingu landbúnaðarafurða sem viðast. Enn fremur væri fróð- legt að átta sig á, hvernig sölu er háttað. í þriðja lagi ættu þeir að reyna að komast að þvi, hvers vegna landbúnaður er yf- irl. stundaður i þeim löndum, þar sem framleiðslukostnaður er mun hærri en i Danmörku. Af hverju kaupa ekki allar þessar þjóðir sinn mat hjá Dönum? Þessari spurningu ætti ekki að vera svo óskaplega erfitt að svara, þótt ekki sé nú beint verið að hugleiða hver sé framleiðslugeta danska land- búnaðarins. Tuttugu króna kjötið og fleiri ævintýri Ætli það sé ekki fyrst og fremst vegna eigin hagsmuna? Það er ekki verið að hugsa um þær milljónir, sem svelta ein- hvers staðar óra fjarri, að verið er að framleiða mat ofan i sig og sina, en ekki fyrir einhverja aðra, nema þá i örfáum löndum. Þær þjóðir, sem framleitt hafa umfram eigin þarfir, hafa orðið að sætta sig við að selja kjöt, mjólkurvörur og stundum korn á heimsmarkaðsverði, sem er oft viðsfjarri raunvirði vörunn- ar. Dýr er stóri bróðir Gert er ráð fyrir sameigin- legri landbúnaðarstefnu i Eftia- hagsbandalaginu. Innan þess hefur verið samið um verð á landbúnaðarafurðum, verzlun milli landa, innan og utan bandalagsins. Þrátt fyrir þessa sameiginlegu stefnu þá er mjög mikill munur á framlögum til landbúnaðarins i einstökum löndum þess. Á siðastliðnu ári var beinn stuðningur Dana við eigin landbúnað sem svarar 1485 Isl. kr. á hvern ha. ræktaðs lands, i Þýzkalandi var þetta framlag jafnvirði 20.925 isl. kr. á ha. Ef fjárframlögin til land- búnaðarins eru reiknuð sem hundraðshluti af heildarsölu- verðmæti landbúnaðarafurða i þessum tveim löndum, þá voru það aðeins 1.5% i Danmörku en 22% I Þýzkalandi. Auk þess sem bændur fá bein framlög úr eigin rikissjóði, þá fær landbúnaðaðurinn veru- legar greiðslur úr landbúnaðar- sjóði EB, t.d. útflutningsupp- bætur. Þau framlög hér á landi, sem eru sambærileg þeim töl- um, sem nefndar eru hér að framan, er framlag rikisins tii jarðræktar og húsabóta. Á siðast liðnu ári var heildar- framlagið rétt um 400 millj. kr. Ef þessari upphæð væri skipt niður miðað við ha. ræktaðs lands, þá er það rétt um 3.500 kr. Það er 1/6 af þvi, sem þýzkir bændur fá, en rúmlega tvöfalt hærri upphæð en i Danmörku. Ef framlagið er reiknað sem hundraðshluti af söluverðmæti landbúnaðarafurða, þá kemur i ljós, að hlutfallið er svipað hér á landi og i Danmörku en 1/10 af þvi sem það er i Þýzkalandi. Það hlýtur að vera átakanlegt fyrir Þjóðverja, að þeir skuli ekki vera búnir að átta sig á þessum ósköpum! * hugsið um stofnkostnað, rekstrarkostnað og velliðan i rétt upphituðu húsi HDHXl býður allt þetta 3\° öto P T Mjög hagkvæmt verð . [r”T i I . o... *oo [ 'Sl i 1 „ i J ■4 •V .0 ■'Dv r" Hárnákvæmt hitastilli. ADAX ofnarnir 1 þurrka ekki loft. Yfir 20 mismunandi gerðir. isl. leiðarvisir fylgir , Samþykktir af raffangaprófun. Rafmagnsv. rikisins -------------------------------------- Til Einar Farestveit & Co hf Bergstaðastræti 10a Reykjavík Ég undirritaður óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun e: Nafn SPORUM GJALDEYRI BÆNDUR, með því að kaupa pólsku URSUS dráttarvélarnar sparið þið þjóðarbúinu helming þess gjaldeyris sem það kostar að kaupa t.d. dráttar- vél frá Bretlandi. Þið hagnist líka, þið fáið nærri 2 URSUS dráttarvélar fyrir 1 vestur- evrópska. URSUS C-335 40 hestöfl URSUS C-355 60 hestöfl URSUS C-385 85 hestöfl með öllum búnaði 567.000,- Lokaverð. með öllum búnaði 749.000,- Lokaverð. með öllum búnaði 1250.000,- Lokaverð. Það er líka þjóðhagslega hagkvæmt að nýta gömlu dráttarvélarnar, við höfum kaupendur að gömlum litlum vélum jafnvel þótt þær séu ógang- færar, það er líka eftirspurn eftir notuðum heyvinnsluvélum. Heimilisfang EINAR FARESTVEIT & CO. HF. B ERGSTADASTRÆTI 10A SÍMAR: 2-15-65 — 1-69-95 Þetta er þjóðhags- lega hagkvæmt og gjaldeyrissparandi_

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.