Tíminn - 06.02.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur (i. febrúar 1!(76.
TÍMINN
11
(Ttgefandi Framsóknarflokkurinn'.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri'.i
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
'son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu,
.slmar 18300 — 18306. Skrifstofur i AðalsJræti 7, simi 26500.
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verðjí
lausasölu ár. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprent JT.fJT
Hatursárásum hrundið
Af hálfu þeirrar kliku Sjálfstæðismanna, sem
gefur út Visi, hefur með aðstoð nokkurra Alþýðu-
flokksmanna verið haldið uppi að undanförnu illvig-
ari árásum á Ólaf Jóhannesson en dæmi er um i
stjórnmálabaráttu á landi hér um langt skeið.
Lengst gengur sú árás, að dómsmálaráðherra
hafi reynt að hefta rannsókn hins svonefnda Geir-
finnsmáls. Þeirri árás hefur nú verið fullkomlega
hrundið. Þessi furðulegi sakaráburður er byggður á
þvi einu, að dómsmálaráðuneytið sendi lögreglu-
stjóraembættinu i Keflavik bréf tveggja manna,
sem töldu sig hafa orðið fyrir aðdróttunum i sam-
bandi við Geirfinnsmálið. Það er föst venja ráðu-
neytisins, að slikum umkvörtunum sé komið á
framfæri við rétta aðila, en að þeim sé ekki stungið
undir stól. Með þessu var ráðuneytið að sjálfsögðu
ekki að hafa nein afskipti af rannsókn málsins,
heldur að fylgja föstum starfsreglum. Það er ekki
hægt að hugsa sér meiri rangfærslu og viðleitni til
mannorðsskemmda en að reyna að nota þetta tilefni
til að bera dómsmálaráðherra þeim sökum, að hann
hafi verið að reyna að hefta rannsókn meints
morðsmáls.
Hitt ásökunarefnið, sem beint er að dóms-
málaráðherra, er á þá leið, að hann hafi ranglega
látið opna vinveitingahús og þannig torveldað
rannsókn á bókhaldi þess og meintum skattsvikum.
Upplýst er, að lokun hússins hafði verið byggð á
ákvæðum áfengislaga, en i þeim er ekki að finna
neina heimild til að loka veitingahúsum vegna
rannsókna skattamála, heldur eingöngu, ef al-
mennu öryggi er talin stafa hætta af rekstri þeirra.
Lokunin hafði ekki verið byggð á þvi, og ráðuneytið
hafði þvi ekkert vald til að halda henni áfram. Hins
vegar gat rannsóknardómari sá, sem um málið
fjallaði,lokað húsinu samkvæmt réttarfarslögum,
ef hann taldi það nauðsynlegt vegna rannsókn-
arinnar. Þess taldi hann ekki þörf.
Þannig hafa sakir þær, sem reynt er að bera á
dómsmálaráðherra, reynzt tilefnislausar, og
auðsjáanlega ekki sprottnar af öðru en þvi að reyna
að ófrægja hann og sverta i augum þjóðarinnar.
Hatrið á ráðherranum hefur valdið þvi að viðkom-
andi mönnum hefur ekki reynzt sjálfrátt.
Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra nýtur
Vissulega þess álits innanlands, að hann getur létti-
lega staðið af sér slikar árásir. Visismenn gæta þess
hins vegar ekki i offorsi sinu, að dómamálaráð-
herra er höfuðleiðtogi þjóðarinnar i þorskastriðinu
svonefnda. Það hvilir á herðum hans að stjórna
landhelgisgæzlunni, en smásjá útlendinga beinist
nú mjög að henni og yfirstjórn hennar, eins og
glöggt hefur sést undanfarna daga. Hér á landi
dvelur nú fjöldi erlendra blaðamanna, sem fylgjast
sérstaklega með þeim mönnum, sem eru aðalleið-
togar þjóðarinnar i landhelgisbaráttunni. Fyrir
slika menn gæti það verið ekki litill fréttamatur, að
yfirstjórnandi landhelgisgæzlunnar sé ásakaður
fyrir það i öðru aðalmálgagni samstarfsflokksins
aðverahinnmestiskálkur, sem ekki vili fyrir sér að
hefta rannsókn morðmála af persónulegum ástæðum.
Þannig sýnir allur þessi málatilbúnaður Visis-
manna, að honum er stjórnað af blindu ofstæki. En
þvi mun hann lika verða verstur fyrir þá sjálfa.
Þjóðin fordæmir slik vinnubrögð, sem semja sig i
ætt við vissan félagsskap erlendan. ólaf Jó-
hannesson skaða þau hins vegar ekki þótt það hafi
átt að vera tilgangurinn. Hann mun þvert á móti
standa réttari eftir en áður. Slik verður jafnan
niðurstaðan, þegar menn verða fyrir óréttmætum
hatursárásum. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLÍT
Moro og Fanfani
deila um leiðir
AAikill ágreiningur hjá kristiiegum demókrötum
ILLA gengur að leysa
stjórnarkreppuna á Italiu, en
hún er að verða mánaðargömul.
Rikisstjórnin, sem var minni-
hlutastjórn Kristilega flokksins,
lýðveldissinna og sósialdemó-
krata, féll vegna þess, að sósial-
istar, sem höfðu veitt henni
stuðning á þingi, neituðu henni
um hann áfram. Formlega
byggðu þeir þessa afstöðu sina á
þvi, að stjórnin hefði ekki tekið
nægilegt tillit til stefnu þeirra i
efnahagsmálum. Aðalástæðan
er hins vegar talin sú, að for-
ingjum sósialista hafi þótt
stjórnin og þó einkum forsætis-
ráðherra hennar, Aldo Moro,
taka orðið of mikið tillit til
kommúnista og vera i makki við
þá bak við tjöldin. Einkum gilti
þetta um fóstureyðingamálið,
en þar virðast kristilegir demó-
kratar, kommunistar og
fasistarhafa orðið sammála um
lausn málsins. Sósialistar vilja
koma á frjálsum fóstur-
eyðingum, en hinir flokkarnir
vilja fara varlegar i sakirnar.
Afstaða kommúnista i þessum
efnum veldur nokkurri undrun,
en vafalitið er hún sprottin af
þvi, að þeir vilja fá á sig sem
borgaralegastan blæ og vingast
við katólsku kirkjuna. Stefna
þeirra er eindregið sú, að verða
þátttakendur i borgaralegri
stjórn innan tiðar.
Afstaða sósialista leiddi til
þess, að stjórnin sagði af sér, en
Leoni forseti fól henni að fara
með völd áfram, unz ný stjórn
hafði verið mynduð. Jafnframt
fól hann Aldo Moro að reyna að
mynda nýja stjórn. Hann hefur
unnið að þvi siðan, en án sýni-
legs árangurs.
MARGT er það, sem veldur
þvi, að illa gengur að leysa
þessa stjórnarkreppu. Eitt er
óttinn við vaxandi fylgi
kommúnista, sem bættu veru-
lega fylgi sitt i héraðsstjórnar-
kosningunum, sem fóru fram i
júnimánuði siðastliðnum. Rök-
rétt hefði verið að álykta, að
sigur kommúnista yrði til að
fylkja andstæðingum þeirra
saman, en sú hefur ekki orðið
raunin. Sósialistar, sem hafa
haft úrslitaorðið i þinginu á
annan áratug, óttast vöxt
kommúnista, ef þeim tekst að
vera lausir við alla ábyrgð á
stjórn landsins. Hins vegar hafa
sósialistar takmarkaðan áhuga
á samstjórn með þátttöku bæði
Aldo Moro
kristilegra demókrata og
kommúnista, þvi að þá er
úrslitavald þeirra úr sögunni.
Helzt vilja þeir koma á þeirri
skipan, að kommúnistar verði
gerðir meðábyrgir, án beinnar
stjórnarþátttöku. Þetta er hins
vegar hægara sagt en gert.
Kommúnistar hafa litinn áhuga
á slikri skipan, en viðurkenna
þó, að hún geti verið spor i
áttina til samstjórnar þeirra og
kristilega flokksins, en þeir
telja, að eingöngu slik stjórn
verði nógu sterk til að taka
efnahagsöngþveitið föstum
tökum. Þótt efnahagsvandinn á
ttaliu sé mikill, reyna kommún-
istar ekki neitt sérstaklega til að
notfæra sér hann, t.d. með þvi.
að æsa til verkfalía. Þeir reyna
þvert á móti að tefla sem
ábyrgur flokkur, er ekki vill
auka vandann. Þeir biða aðeins
rólegir átekta. Sennilega eru
þetta rétt vinnubrögð hjá þeim.
Þau hafa lika jákvæð áhrif á
þann hluta kristilega flokksins,
sem getur hugsað til samstarfs
við þá i framtiðinni.
Amintore Fanfáni
MESTI vandinn i
stjórnmálum Itala stafar þvi
ekki frá kommúnistum, nema
þá óbeint. Mestir erfiðleikarnir
stafa frá sundrunginni, sem
rikir innan kristilega flokksins.
Þar er nú hver höndin upp á
móti annarri siðan flokkurinn
tapaði i héraðsstjórnarkosn-
ingunum siðastl. sumar. Sá
ósigur leiddi til þess, að
Amintore Fanfani, sem talinn
var hinn sterki maður flokksins,
varð að segja af sér flokksfor-
ustunni. Hann er leiðtogi hægri
armsins og beitir sér nú ein-
dregið fyrir þvi, að gengið verði
strax til kosninga. Hann heldur
þvi fram, að kommúnistar muni
aðeins græða á þvi, ef kosningar
dragast á langinn, enda verði
ekki hægt að mynda starfhæfa
stjórn úr þessu á yfirstandandi
kjörtimabili, þar sem aðeins er
eftir eitt ár af þvi. Kosningar
muni lika skera úr þvi, hver
staðan er, og auðveldara verði
að marka ákveðna stjórnar-
stefnu fyrir þær en eftir. Þeir
leiðtogar kristilega flokksins,
sem eru til vinstri eða fara bil
beggja, vilja hins vegar draga
kosningar á langinn og byggja
það m.a. á þvi, að efnahags-
ástandið sé þannig, að ekki
megi draga aðgerðir i marga
mánuði, en það gæti hæglega
orðið niðurstaðan, ef gengið
væri til kosninga nú. Bæði,
kommúnistar og sósialistar
hafa tekið undir þessa skoöun.
Fyrir Aldo Moro er það allt
annað en létt verk að mynda
stjórn undir þessum kringum-
stæðum. Moro tilheyrir vinstri
armi flokksins og getur þvi
hugsað sér samstarf til vinstri.
Siðustu fréttir frá ttaliu benda
til þess, að hann hyggist reyna
að fá þingið til að samþykkja rót
tækar efnahagsaðgerðir, enda
þótt ný stjórn hafi ekki verið
mynduð. Það getur orðið fróð-
legt að sjá, hvernig þeirri til-
raun hans reiðir af.
Það dregur ekki úr spennunni
á Italiu, að Kissinger og fleiri
bandariskir stjórnmálamenn
hai'a látið i ljósi ugg við það, ef
kommúnistar kæmust i stjórn.
Þetta kalla kommúnistar
ihlutun um málefni Italiu. Þá
hafa fregnir um að CIA hafi
veitt ýmsum itölskum
stjórnmálamönnum fjárhags-
lega aðstoð, vafalitið orðið vatn
á mvllu kommúnista. Þ.Þ.