Tíminn - 06.02.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.02.1976, Blaðsíða 15
Föstudagur (i. febriiar 1976. TÍMINN 15 gildi til frambúðar. Sifelldrar endurskoðunar þörf. Fyrst og fremst þarf að gera dreifingu sem ódýrasta, en jafnfram t þannig, að öllum standi þessar nauösynja- vörur til boða. Lækki dreifingarkostnaður á mjólk, lækkar verð til neytend- anna, og hækki hann, hækkar verð til þeirra einnig. t lok ræðu sinnar lagði ráðherra áherzlu á að frumvarp þetta yrði tekið til athugunar nú, meðan ekki væri mikið um að vera i þingsölum, en ekki geymt til loka þings, þegar fjöldi mála þyrfti af- greiðslu við. Auk landbúnaðarráðherra töl- uðu þingmennirnir Ingólfur Jóns- son (S), Gunnlaugur Finnsson (F), Ellert B. Schram (S), Vil- borg Harðardóttir (Ab) og Stefán Valgeirsson (F). Ingólfur og Ellert lýstu sig fylgjandi frumvarpinu, en Vil- borg efaðist um aö samþykkt þess, yrði, þegar til lengdar léti, til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. Reynslan af kaup- mönnum væri sú, að þegar þeir hefðu ndö einokunaraðstöðu á einhverri vöru, væru þeir fljótir að finna leiöir til að knýja fram hærri álagningu. Kvaðst þing- maðurinn aldrei hafa vitað til þess að kaupmenn gerðu nokkurn hlut fyrir ekki neitt. Stefán Valgeirsson (F) vakti athygli á þeirri þróun, sem orð- ið hefði i verzlunarhátt- um fólks a si'ð- ari árum. Einn- ig benti hann á, að ein ástæðan fyrir þvi, að tlytja þyrfti þetta frumvarp, væri sú, að i nýj- um hverfum fengi mjólkursam- salan ekki góðar lóðir fyrir búðir sinar. Þingmaðurinn lýsti vonbrigð- um sinum með hve málefni bænda næðu litt fram að ganga i þingsölum og kvaðst sakna þess að aðrar breytingar á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins virtust af litinn hljómgrunn eiga á Alþingi. Miólk 4500 bændur fengu launajöfnunar- bætur - 900 synjað o Tafii bændur, sem þar búa. Þar getur hvorugur án annars verið, hvort heldur er i atvinnu, — félags- eða menningarlegu tilliti. Svar við spurningunni, hvað veldur samdrættinum tel ég megi finna m.a. i atriði, sem ég kom að fyrr i ræðu minni. — Að- stöðumuninum —. Verð rekstr- arvara er langt fram yfir lands- meðaltal. Það mun sem næst einróma álit allra, sem um þá spurningu hafa fjallað hvað megi verða til úrbóta, að ekkert geti breytt þessari þróun annað en hærra verð á mjólk til þeirra sem framleiða mjólk á þessu svæði. M.ö.o. annað verðhlutfall milli búgreina en almennt gildir. Ég vil taka það fram til að forðast misskilning, að ég tel að eitt skráð verð samkvæmt verð- lagsgrundvelli, verði að gilda um allt land, en um tima- bundnar og staðbundnar auka- greiðslur verði að ræða til þess að hafa áhrif á þróunina. Til að svo megi verða skortir allar heimildir i lögum. Ég vil að lokum láta þess getið, að til eru þeir, sem hafa haldið að sér höndum með nýbyggingar og aukningu kúastofnsins á Vest- fjörðum, þar til séö veröur hverjar undirtektir þær hug- myndir fá á Alþingi og boðaðar voru I frumvarpinu, sem flutt var 1972. Þar kemur að visu fleira til s.s. samgöngur flutningar en það er önnur saga. Ég vona svo herra forseti að frumvarp þetta dafni vel i hönd- um háttvirtrar landbúnaðar- nefndar og komi þaðan i þeim búningi, sem ég treysti mér til að standa að samþykkt þess. Samkvæmt lögum frá 23. mai 1975 um launajöfnunarbætur, áttu tekjulitlir bændur rétt á launa- jöfnunarbótum, hliðstætt laun- þegum. I 3. grein laganna var kveðið svo á, að laun bónda og verkafólks hans i verðlagsgrund- velli búvara skuli hækka um 5,5%, þannig að afurðaverð hækkaði sem þessu nam. Akveðn- ar reglur voru settar um úthlutun bótanna til bænda, m.a. að ein- göngu þeir, sem höfðu búrekstur á lögbýlum, áttu rétt á bótunum, og enn fremur var miðað við hefðbundinn búskap, nautgripi, sauðfé og kartöflur. Þeir, sem höfðu minna bú en 60 ærgildi, áttu ekki rétt á launajöfnunarbótum. Sama var um framleiöendur með bú, sem gáfu bóndanum og skylduliði hans hærri vinnulauna- tekjur af nautgripum og/eða sauðfé, en svaraði til meðal- vinnulauna af 500 ærgilda búi samkvæmt útreikningi og ákvörðun Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Settar voru ákveðnar reglur um úthlutun launajöfnunarbótanna. Þar var, auk bústærðar, tekið til- littil fyrninga og launatekna utan bús.Þarsem launajöfnunarbætur voru reiknaðar á vinnuframlag búsins, hliðstætt og launþegum var reiknað á vinnustund, fór ekki saman upphæð launajöfnunarbót- anna og bústærðin. Þannig að bóndi með tiltölulega stór bú gat fengið hærri bætur en sá, sem hafði litið bú. Hámarksupphæð launajöfnunarbóta til bænda var 67.200 kr., en lágmarksupphæð án skerðingar var kr. 28.000.. Ef bóndi hafði bústofn, er svaraði til 211-220 ærgildum, átti hann rétt á 31.920 kr. i launajöfnunarbótum, ef reiknuð árslaun hans voru ekki yfir 881.130 kr. fyrir árið 1974. Aft- ur á móti gátu framleiðendur með bú, sem voru frá 391 ærgildi upp i 810 ærgildi, fengið 67.200 kr., þótt reiknuð laun þeirra og greidd laun væru frá 1.079.220 kr. og upp i 1.362.920kr. Sett voru ákvæði um hámarksfyrningu, þannig að ef fyrningin fór ýfir það mark, var mismuninum bætt við tekjur bóndans. Launajöfnunarbætur voru greiddar til 4500 framleiðenda. Heildarupphæðin var tæplega 200 millj. kr. Meðalgreiðsla til bænda var 44 þús. kr. Lægsta upphæð, sem send var framleiðanda, var rétt um 2000 kr. Þá höfðu bæturn- ar verið skertar af ástæðum, sem fyrr greinir. Það hefur verið gagnrýnt, að stórbændur hafa fengið hámarksbætur, en aftur á móti bændur með tiltölulega litil bú hafi fengið mun minna. En þar sem ekki var eingöngu tekið tillit til fjölda búfjár, heldur einnig af- urðamagns, nettótekna og launa- greiðslna, þá gat þetta auðveld- lega átt sér stað. Samtals bárust umsóknir frá 5400 framleiðendum. Af þeim fengu 20% engar launajöfnunar- bætur. Ýmist var það vegna þess, að búin náðu ekki 60 ærgildum eða framleiðendur höfðu of mikl- ar tekjur eða samanlagðar tekjur, og launagreiðslur voru of háar, og i þriðja lagi, að fyrning hafði verið reiknuð hærri en gert er ráð fyrir i reglunum um úthlut- un launajöfnunarbótanna. Á s.l. ári tóku mjólkurbúin á móti tæplega 111.5 millj. kg. af mjólk. Það var rétt um 4,4 millj. kg. minna en árið áður, en þá var innvegin mjólk um 115,9 millj. kg. Þessi mismunur gerir rúmlega 4,3 millj. ltr. Ef miðað er við meðalverðlagsgrundvallarverð fyrir sl. ár, urðu tekjur bænda 206 millj. kr. lægri en ef mjólkur- magnið hefði haldizt óbreytt frá árinu áður. Þennan tekjumissi fær bændastéttin sem heild að nokkru bætt upp með hærri meðalvigt dilka á sl. hausti, miö- að við haustið 1974. Samtals var Bræla á loðnumiðum slátrað 871.755 dilkum. Meðalvigtin reyndist vera 14,67 kg. Haustið 1974 var slátrað 828.090 dilkum. Meðalvigtin þá var 14,21 kg. Mismunur er 460 gr. á dilk að meðaltali, þannig að fyrir hærri meðalvigt fengust 401 tonn i auknu magni af dilkakjöti. Framleiðendur ættu að fá i sinn hlut um 158 millj. kr. meiri tekjur en hefði meðalvigtin reynzt ó- breytt frá fyrra ári. Á þessum sameiginlega mjólkur- og dilka- kjötsreikningi hefur útkoman orðið sú, að bændur hafa tapað 48 millj. kr. Heildarslátrun sauðfjár á sl. hausti reyndist vera 961.802 stk. Það er 54.289 fleira en árið áður. Kindakjötið, sem kom á markað i haust, var 1.214 smá- lestum meira en áriö 1974. gébé Rvik — Bræla var á loðnumiðunum s.l. sólarhring, og höfðu aðeins tveir bátar tilkynnt um afla til loðnunefndar um kl. 18 i gærkvöld. Sá afli var aðeins 350 tonn. Margir loðnubátanna láta reka á miðunum um tuttugu sjó- milur frá Stokksnesi, en mjög margir biða inni á höfnum eftir löndunarplássi. Ekki var búizt við að veðrið myndi lagast neitt i nótt, og leit þvi illa út meö veiði. AFSALSBREF Afsalsbréf innfærð 29/12 — 31/12 1975: Egill Einarsson selur Einari Jónssyni hluta í Karfavogi 17. Sigurjón Guðjónsson selur Theodór Halldórssyni húseignina Teigageröi 11. Unnur Thoroddsen selur Páli Skýlindal hluta i Langholtsvegi 19. Aðalsteinn Hallgrimsson selur Ragnari Jónssyni hluta i Hraunbæ 10 Unnur G. Stephensen selur Sigvaldinu Jensen hluta i Marklandi 6. Ingibjörg Magnúsd. o. fl. selja Óskari Bjartmarz hluta i Gaut- landi 19. Ólafur Sigvaldason o. fl. selja Halldóri Jónssyni hluta i Sólheimum 23. Kassagerð Reykjavikur h.f. selur Agnari Kristjánss. fasteignina Sunnuveg 1. Haraldur örn Ásbjarnarson selur Sigurði Jónassyni hluta i Mariu- bakka 30. Einar Arnalds selur Sigurði Arnalds hluta i Kleppsvegi 4. Ólafur Jakobsson selur Huldu Björnsd. hluta i Safamýri 23. Sigrún Sigurðard. og Magnús R. Jónsson selja Ellen Svavarsd. hluta i Hrisateig 35. Byggingarfél. Hagur h.f. selur önnu Ólafsd. hluta i lrabakka 32. Oddur Jónasson selur Gyðu Jónasd. hluta i Brautarholti a v/Grandaveg. Steinar Benjaminsson selur Birni Ólafss. og Guðbjörgu Helgu Magnúsd. hluta i Arahólum 4. Guðný Ottesen Óskarsd. selur Magnúsi Magnússyni húseignina Kleifarveg 5. Þóra óskarsd. selur Magnúsi Grimssyni hluta i Seljavegi 3A. Birgir Schiöth selur Guðmundi Guðmundss. hluta i Hraunbæ 122. Ómar J. Viborg selur Baldri Friðfinnss. o. fl. hluta iLaugateig 6. Byggingafél. Einhamar selur Halldóri Jónss. og Þórunni Páls. hluta i Alftahólum 6. Þorkell Sigurjónsson o. fl. selja Lárusi Eggertss. og Ingibjörgu Björnsd. hluta i Sólvallagötu 45. Eyjólfur Þorsteinss. selur Sig- rúnu Eyjólfsd. hluta i Laugateig 34 Sigrún Sigurðard. selur Rúnu Guðmundsd. og Guðmundi Her- mannss. húsiö Framnesveg 16. Byggingafél. Einhamar selur Sigurbirni Sigfinnss. hluta i Austurbergi 10. Óskar & Bragi s.f. selur Guðm. K. Jónss. o. fl. bilageymslu að Espigerði 2 . Gestur Pálsson og Sigurður Ólafss. selja Guðmundi Karlss. hluta i Baldursg. 20. Breiðholt h.f. selur Erlingi Inga Runólfss. hluta í Kriuhólum 6. Gerður Kristjánsd. selur Þóri Magnúss. og Arnþrúði Karlsd. hluta i Eyjabakka 12. Hörður Magnússon selur Stefáni Þórðarsyni hluta i Hraunbæ 60. Sjálfs tæðisf lokk urinn selur Bjarna Stefánss. húseignina Laufásveg 46. Byggingafél. Afl. s.f. selur Olgu Jónasdóttur hluta i Hraunbæ 102E. Bragi Eggertsson selur Kára Jónssyni hluta i Gautlandi 19. Guðlaug Vigfúsd. selur Guðmundi Eyjólfss. hluta i Brá- vallag. 18. Karl Hallgrimss. selur Ingibjörgu Þórhallsd. og Rúnari Karlss. hluta i Eyjabakka 13. Særún Brynja Svavarsd. og Þórir S. Magnúss. selja Magneu Halldórsd. hluta i Seljavegi 31. Arngeir Lúðviksson selur Sigur- geir Ingimundars. og Margréti Benónýsd. hluta i Hraunbæ 46. Einar Sigurðsson selur Grensás h.f. hluta i Asvallag. 1. Breiðholt h.f. selur Bryndisi Vilhjálmds. hluta i Æsufelli 4. Hlööver órn Vilhjálmss. selur Árna Ólafssyni hluta i Klappar- stig 17. Gunnar Brynjólfss. selur Jóninu Auðunsd. og Gunnbirni Guð- mundss. hluta i Dvergabakka 10. Búland s.f. selur Einari Ingólfss. hluta i Suðurhólum 6. Skarphéðinn Þórarinss. selur á- samt fleirum Kristinu Brynjólfsd. og Steinþóri Ómari Guðmundss. hluta i Hagamel 28. Björn Finnbogason selur Guðlaugu Guöjónsd. hluta i Háa- leitisbraut 47. Arni Rögnvaldss. selur Margréti Ingvarsd lóöarspildu að F'álka- götu 23B. Ingibjörg Þórhallsd. og Rúnar Karlsson selja Höllu Haraldsd. hluta i Hraunbæ 30. Ingólfur Jónasson o. fl. selja Viðari Thorsteinsson hluta i Mánagötu 8. Ingibjörg P. Jónsd. o. fl. selja Margréti Eggertsd. og Sig. H. Sigurðss. hluta i Kleppsv. 20. Skv. útlagningu 5/12 varð Veðdeild Landsb.v/Hús- næðismálast.rik. eigandi að hluta i Þórufelli 2, 4 h. til hægri. Skv. útlagningu s.f. varð sami aðili eigandi að hluta i Iðufelli 8, 2 h. til vinstri. Hjörtur Hanssonselur Ingibjörgu Tómasd. og Hjalta Jóni Sveinss. hluta i Eyjabakka 28. Emil Hjartarson selur Hallar- múla s.f. og Veitingum h.f. hluta i Armúla 5. Sigurður Gizurarson selur Guðjóni Magnússyni hluta i Háa- leitisbraut 15. Viðar Ólafss. selur önnu Sigr. Einarsd. og Péti Péturss. hluta i Miklubraut 60. Valdimar ólafsson selur Sigur- bergi Guðjónss. hluta i Skipa- sundi 87 ■. Edda Magnúsd. og Þórdis Brynjólfsd. selja Sigurði Eyjólfss. hluta i Laugarnesv. 196. Egill Sveinbjörnss. selur Ólafi G. Guðmundss. húseignina Bakkasel 27. Guðmundur Þengilsson selur Árna Sigurðss. hluta i Krumma- hólum 2. HLUTLAUS verðsamanburður Vörutegundir Ýmsar verzlanir Vöruniark aöurinn smjörlíki 129,- 129,- 129,- 129.- 129,- 121.- 129,- 125,- sykur (1 kg.) 135.- 160.- 175.- 143,- 160,- 134,- 145.- 144,- fisk ibollur (1/1 ds.) 203,- 203,- 187.- 203,- 203.- 185.- 192,- 184.- gr. baunir (1/2 ds.) 108.- 110,- 108,- 145.-3) 107,- 96.- 92,- 96,- tekex 99.- 93,- 96,- 85,- 94,- 89.- 85,- 85.- tannkrem (90 gr.) 122,- 133,- 129,- 186.- 3) 133,- 126,- 116,- 113.-2) egg (lkg.) 435,- 550,- 1) 450.- 390.- 410,- 390.- 410.- 390.- þvottaefni Isl. (700 gr.) 175.- 174,- 174.- 574,- 3) 174,- 157.- 164.-2) 622.-3) do erl. (600gr.) 294,- 290,- 306,- 275.- 292,- 238.- 289.- 223.- tómatsósa 273.- 168.-2) 273,- 343,- 3) 287.- 253,- 248,- 422.-3) lyftiduft (1 Ibs.) Aths. 1) egg i kössum 259.- 259,- 259.- 254.- 258,- 235,- 238.- 232,- 2) annaö merki 3) stærri pakkningar Opiðtil 8 í kvöld og 10-12 á mor ^Vörumarkaðurinnhf,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.