Tíminn - 10.02.1976, Side 6

Tíminn - 10.02.1976, Side 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 10. febrúar 1976 Samstrafsnefnd sjómanna: Jafnvel tiléfni til opinberra störfúm verðlagsráðs SAMSTARFSNEFND sjómanna þakkar yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins þá viðurkenn- ingu, sem felst i þvi að svara samstarfsnefndinni, en vill að gefnu tilefni minna á, að frá stofnun verðlagsráðs hafa selj- endur og kaupendur fisks, — það er sjómenn og útgerðarmenn annarsvegar og fiskverkendur hins vegar, en þeir skipa hvor um sig jafn marga fulltrúa i verð- lagsráði — litið á það, sem full- nægjandi og treystandi fyrir- komulag, að báðir aðilar reyni samninga um fiskverð, og ef það ekki tekst, þá skeri oddamaður skipaður af rikisstjórn úr ágrein- ingi. Þvi hefur verið treyst að verðlagsráð hagi störfum sfnum með fullu tilliti og virðingu fyrir öllum aðilum, sem að þvi standa og geri sér þá ábyrgð ljósa, að það er nokkurs konar gerðardóm- ur á skiptingu fjármagns i sjávar-útvegi. Nú hefur það gerzt, að yfir- ne&id hefur sent frá sér yfirlýs- ingu, sem er samþykkt og undir- rituð af öllum fulltrúum nefndar- innar. Sjómenn og útgerðarmenn hafa á undanförnum mánuðum haft grun um hlutdrægni verðlags- ráðs, nú hefur það sannazt, að sá grunur er réttur þvi yfimefnd hefur með yfirlýsingu, algjörlega opinberað hlutdrægni sina. Skal Ingólfur Ingólfsson enn einu sinni minntur á, að hann er kosin i yfirnefndtil að gæta hags- muna sjómanna, en ekki sem böðull þeirra. Kristján Ragnarsson skal einn- ig minntur á, að hann er fulltrúi seljenda i yfirnefnd,, en ekki full- trúi kaupenda, þó svo að allir með stjórnendur hans i L.I.O. séu fisk- verkendur. Kemur glögglega i ljós i orð- margri yfirlýsingu yfirnefndar, að þar eigi önnur tunga heima en tunga sannleikans. Vill yfirnefnd benda á, að sjómenn hefðu strax um áramót getað fengið að vita um fiskverð hjá sinum hags- munasamtökum. Þaðkomfram á fundi hjá samninganefnd sjó- manna og forustumönnum sjó- mannasamtakanna þann 24. jan. sl., að þetta er algjör fjarstæða. Þar leit tilkynning um fiskverð fyrstdagsins ljós og töldu fulltrú- ar i undirnefnd verðlagsráðs að prentvilla eða misskilningur hjá yfirnefnd ylli þessari 33% lækkun á ufsa i 2. og 3. gæðaflokki, þvi aldrei hafði verið minnzt á neina lækkun i undirnefnd. 1 fréttatilkynningu frá verð- lagsráði um áramót er hvergi minnzt á lækkun á ufsa, og i við- tali við Ingólf Ingólfsson i einu dagblaðanna segir orðrétt: „Verðbreytingar eru ekki aðrar, að þvi er tekur til þorsks, ýsu og ufsa en þær, sem koma fram af breytingum á stærðaflokkum.” Með þessum tilkynningum eru sjómenn og útgerðarmenn blekktir til að hefja róðra. Gefa slik vinnubrögð fullt til- efni til að álita að eitthvað sé bog- ið vjð störf verðlagsráðs sjávar- útvegsins og gefa jafnvel tilefni til að hafin verði opinber rann- sókn á störfum þess. Yfirnefnd telur það ekki venju að birta verðbreytingar á einstaka fisk- tegundum i sinum tilkynningum. En sjómenn muna ofur vel til- kynningu verðlagsráðs i október sl. Þar var sagt frá verðlækkun á ufsa og fleiri tegundum, afleið- ingin var sú, að fiskiskip sigldu i land og hættu róðrum til þess að mótmæla kjararýrnun. Sennilega hefur þessi róðra- stöðvun vanið verðlagsráð á að þegja. Það væri gagnlegt fyrir sjómenn og útgerðarmenn, ef verðlagsráð tilkynnti um nýja og óvænta ávana jafnóðum. Það gæti komið i veg fyrir að útgerðar- menn legðu út i tugmilljóna kostnað og sjómenn réðu sig á skip sem stunda veiðar á fiski, sem væri svo til verðlaus. I yfirlýsingu yfirnefndar er þvi lýst hversu mikils virði það sé fyrir sjómenn og útgerðarmenn, að stórufsiteljistnú 80 sm og yfir, i stað 85 sm. En i næstu setningu segir, „vitaskuld, að kröfu kaup- enda varð að ráði að láta sama verð gilda fyrir stórufsa og miðl- ungsufsa i 2. og 3. gæðaflokki.” Þar með er sú kjarabót, sem fel- ast átti i breytingu á stærðar- mörkum gerð að verulegri kjara rýrnun. Við, sem erum i samstarfs- nefnd sjómanna, viljum minna r rannsóknará yfirnefnd verðlagsráðs á að til- vera sjómanna og útgerðar- manna byggist á þvi verði, sem fæst fyrir fiskinn, en ekki á orða og talnaleik, sem þeir eru matað- ir á igegnum fjölmiðla. Við hörm um, það, að fulltrúar seljenda i yfirnefnd skuli vera hvatamenn að slikum skripaleik. t yfirlýsingu yfirnefndar kemur fram að úrtak úr fiskkaupum helztu fiskvinnslufyrirtækja sýni, að 1. flokks ufsi i' janúar sé yfir- leitt 60-80% af ufsaaflanum. Það sýnir hvað hlutdrægnin er mikil hjá yfirnefnd verðlagsráðs að birta upplýsingar eingöngu frá fiskkaupendum, en gera ekki til- raun til að fá upplýsingar frá fisk- seljendum. Aftur á móti ætlar samstarfsnefnd sjómanna að gera úrbót og upplýsa verðlags-, ráð um hvaða verð helztu fisk- seljendur fá fyrir fiskinn og tök- um þá eðlilega dæmi frá afla- hæstu bátum, sem veiða með ufsanetum við sunnanvert landið. Einn af aflahæstu bátunum hef- ur sent okkur allar vigtar og matsnótur frá áramótum. Hefur báturinn aflað 137,5 tonn af ufsa, sem reynast að verðmæti 2,464,600 kr. skv. verði frá 1. janú- ar 1976 en 1,310.640 kr. skv. verði frá 1. okt. 1975. Hefur þá meðal- verð á kg lækkað úr kr. 20,41 i kr. 17,93. Samkvæmt upplýsingum fisksmatsmannsins i Þorlákshöfn hefur ufsi að m eðaltali flok kaztj I. fl. 60,3% i II. fl. 20,0% og i III. fl. 19,7%/eftir þvi gæðamati lækkar ufsi, sem landaður er i janúar i Þorlákshöfn um rúm 10% miðað við haustverð. Þvi hefur verið haldið fram, að samstarfsnefnd sjómanna sé sjálfskipuð, og að hún ryðjist fram i nafni sjómannastéttarinn- ar með gifuryrði. Hefur kveðið svo rammt að þessu, að menn frá samtökum yfirmanna á fiskiskip- um, sem sæti eiga i sjóðakerfis- nefndinni hafa á fundum, sem þeir efna til út um land, haldið niðrandi ræður um samstarfs- nefndina og þá menn, sem i henni sitja. Viljum við lýsa furðu okkar á þvi, að samherjar okkar i baráttunni fyrir bættum kjörum sjómanna og útgerðar, skulu hat- rammast berjast gegn sam- starfsnefndinni og væri fróðlegt að vita hvers vegna. Samstarfsnefnd sjómanna var kosin af starfandi sjómönnum i róðrastöðvuninni i október sl. og er þvi ekki sjálfskipuð. Þegar ljóst var, að ekki yrði staðið við þá samninga, sem samstarfs- nefndin gerði við rikisstjórnina 26. október sl. var nefndin kölluð saman aftur og henni veitt umboð til að gæta hagsmuna sjómanna, og eru þar meðtaldir þeir sjómenn, sem eiga báta sina sjálfir og kallaðir útgerðarmenn, og eiga ekki aðild að fiskverk- un. Snemma i janúar afhenti sam- starfsnefndin forsætisráðherra undirskriftarlista frá 120 skips- höfnum, þar sem samstarfs- nefndin er kölluð saman aftur. Aðspurður sagði forsætisráð- herra, að samtök sem þessi væru ekki ólögleg. - f.h. Samstarfsnefndarsjómanna Sigurpáll Einarsson Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn: Málum ruglað saman Gsal—Reykjavik. — Ég lýsi þviyfir.að Kristján Pétursson og Haukur Guðmundsson fara ekki með rétt mál, en hvort það er misminni hjá þeim eða hrein ósannindi, vil ég ekki dæma um, sagði Bjarki Eliasson, yfirlög- regluþjónn á fundi með blaða- mönnum i gær, en tilefni fundar- ins Voru ummæli i frétta- skýringaþætti sjónvarpsins á föstudagsk völd, Kastljósi. Kristján Pétursson deiidarstjóri á Kellavlkurflugvelli greindi þar frá þvi að Bjarki hefði borið þau skilaboð frá Baldri Möller, ráðu- neytisstjóra I dómsmálaráðu- neyti, að rannsókn „splramáls- ins” svonefnda skyldi hætt af þeirra hálfu, og Sakadómur Reykjavikur myndi yfirtaka hana. Bjarki segir þetta hins veg- ar rangt, og telur Kristján og Hauk rugla saman tveimur óskyldum málum — „skilaboðin” sem hann hafði borið þeim hafi verið um smyglmál af Keflavik- urflugvelli, sem upp komst i mai á s.l. ári, og Baldur Möller, ráðu- neytisstjóri hafi ekki haft afskipti af þvi máli á neinn hátt. — Það sem búið er að stimpla miglygara um allt land, verð ég að gera hreint fyrir minum dyr- um, sagði Bjarki, og afhenti blaðamönnum greinargerð um málið. Fer hún hér á eftir: „Laugardagsmorguninn 3. mai 1975 hringdi Haukur Guðmunds- son, rannsóknarlögregluþjónn i Keflavik, til Rúnars Sigurðsson- ar, lögregluþjóns i Reykjavik, og óskaði eftir að hann færi að húsi við Grettisgötu i Reykjavik en þá skömmu áður hafði grunsamleg bifreið farið frá Keflavikurflug- velli áleiöis til Reykjavikur. Um nokkurt skeið hafði verið fylgzt með ferðum nefndrar bifreiðar, þvi ökumaður hennar var grunaður um að smygla áfengi og tóbaki út af Keflavikurflugvelli og flytja það i tiltekiö hús i Reykjavik. Rúnar brá strax við og fékk sér til aðstoðar Edvarð Skúlason, lögregluþjón i Reykja- vik, og fóru þeir aö húsinu að Grettisgötu. Stóöst það á endum, að er þeir komu að húsinu var bifreiðin komin þar og var ökumaður að bera úr bifreiðinni inn i húsið. Lögreglumennirnir gripu þá inn i verknaðinn og lögðu hald á varninginn, sem reyndist vera áfengi og tóbak. Haukur Guð- mundsson kom skömmu siðar á staðinn og hófst nú frumrannsókn málsins af áðurgreindum lög- reglumönnum i herbergi á 1. hæð lögreglustöðvarinnar v/Hverfis- götu, sem Haukur hafði til afnota i sambandi við rannsókn svonefnds „spiramáls” og vann Rúnar einnig áð þvi máli. Var þessi aðstaða og aðstoð veitt á sinum tíma, að beiðni bæjar- fógetans i Keflavík. Sama morgun mun Kristján Pétursson, deildarstjóri tollgæzl- unnar á Keflavikurflugvelli hafa bætzt i hóp rannsóknarmanna. Skömmu fyrir hádegi umrædd- an laugardag er frumrannsókn og yfirheyrslur höfðu farið fram, mátti vænta að nauðsyn væri á fleiri handtökum og hús- rannsóknum i sambandi við mál þetta. Mun Kristján þá hafa farið þess á leit við Ásgeir Friðjónsson, dómara, sem skipaður hafði verið sérstakur rannsóknardómari i svonefndu „spiramáli” að hann tæki við framhaldsrannsókn máls þessa. Asgeir taldi, að þetta mál félli ekki undir þá umboðsskrá sem skipun hans i rannsóknar- dómarastöðuna tók til og tjáði Kristjáni það. 1 framhaldi af þessu gekk Ásgeir á fund lög- reglustjóra og var ég þar viðstaddur og greindi frá mála- vöxtum, og féllstlögreglustjóri á, að eðlilegt væri að visa málinu á þessu stigi til rannsóknarlögregl- unnar og sakadóms Reykjavikur. Óskaði hann þá eftir þvi við mig að ég hefði samband við Magnús Eggertsson yfirlögregluþjón rannsóknarlögreglunnar, sem taldi eðlilegt að þeir tækju við málinu eins og komið var, og kvaðst hann reiðubúinn að taka við gögnum i málinu strax, og kvaðst sjálfur mundu biða eftir þeim og skipa mann til rannsóknarinnar. I framhaldi af þessu fór ég til þeirra Hauks og Rúnars, og bað þá að ganga sem fyrst frá gögnum i málinu og koma þeim til Magnúsar Egg- ertssonar sem biði eftir þeim. Kváðust þeir mundu gera svo. Það skal tekið fram að Kristján Péturssón, deildarstjóri var ekki viðstaddur er ég færði þeim Hauki og Rúnari umrædd skila- boð. Þar með lauk minum af- skipfum af máli þessu það sinn. Kemur þá að framhaldi þessa máls, sem hefst með þvi að fimmtudaginn 5. febrúar um kl. 12.40 hringir Baldur Óskarsson hjá sjónvarpinu heim til min og spyr mig, hvort ég kannist við að hafa i svonefndu „spiramáli” komið með þau skilaboð eða fyrirmæli frá Baldri Möller, ráðuneytisstjóra, að Kristján Pétursson o.fl. ættu að hæt'ta rannsókn málsins og afhenda hana Sakadómi Reykjavikur. Þetta hafi átt að vera seint i janú- ar eða byrjun febrúar 1975. Ég tjáði Baldri óskarssyni, að þessi fullyrðing væri alger þvættingur og ætti ekki við nein rök að styðj- ast, enda hefði ég aldrei komið nálægt rannsókn svonefnds „spiramáls” og aldrei borið rannsóknarmönnum þess máls nein skilaboð, hvorki i þvi máli né öðrum frá Baldri Möller. Þar sem mér fannst þessi framburður Kristjáns Péturssonar í þessum Kastljósþætti, er Baldur Óskars- son vi'saði til, svo furðulegur hringdiég siðdegis til Hauks Guð- mundssonar, sem þá var staddur við störf I fangelsinu við Siðumúla og greindi honum frá spurningu Baldurs og fullyrðingu Kristjáns, og spurði hann hvort hann kannaðist við þetta atvik. Hann sagði að hér gætti nokkurs misskilnings hjá Kristjáni eða Baldri, þvi hér væri átt við smyglmál, sem upp kom á s.l. vori. Ég kannaðist strax við það mál og mundi vel afskipti min af y þvi, eins og ég hef greint frá hér' að framan. Ég spurði Hauk, hvort hann teldi að ég hafi komið með skilaboðin um að fá" rannsóknarlögreglunni i Reykja- vik málið i hendur frá Baldri Möller, ráðuneytisstjóra og taldi hannsvo vera.Égbentihonum þá á, að ég myndi málsatvik þessi ' mjög vel og gæti fullyrt að ég hafi aldrei rætt þetta mál við Baldur Möller hvorki fyrr né siðar, hvað þá flutt einhver skilaboð frá hon- um. Ekki virtist Haukur sannfær- ast við þetta, og lauk svo okkar taliaðégkvaðstmundu rannsaka málið nánar. Næst talaði ég við Rúnar Sigurðsson og spurði hann hvort hann myndi eftir umræddu atviki og kvað hann svo vera. Fékk ég Rúnar til að skýra lög- reglustjóra frá málavöxtum að mér viðstöddum og kom fram- búrður hans i einu og öllu heim og saman við það sem ég mundi bezt og réttast, m.a. það að Kristján Pétursson var ekki viðstaddur er ég talaði við Hauk og Rúnar, og nafn Baldurs Möller var aldrei nefnt i þessu sambandi. I fram- haldi af þessu hringdi ég til Bald- urs Óskarssonarhjá sjónvarpinu og greindi honum frá þvi, að mis- skilnings mundi gæta i fullyrð- ingu Kristjáns um að ég hafi borið honum skilaboð frá Baldri Möller i einu eða öðru sambandi þvi ég hafi aldrei rætt við hann, þ.e. Kristján, neitt i tengslum við þessimál.Hinsvegar hafi ég einu sinni rætt við Hauk og Rúnar i sambandi við smyglmál, sem tengt var Keflavikurflugvelli og aðilum i Reykjavik og hafi sú rannsókn farið fram i upphafi i Reykjavik en er frumrannsókn var lokið, hafi ég haft samband við Magnús Eggertsson, yfirlög- regluþjón rannsóknarlögreglu, sem samkv. réttarvenju hafi átt að halda rannsókn áfram og sam- þykkt það. Hins vegar hafi ég frétt I dag (5/2) að Kristján hafi ekki fellt sig við þessa ákvörðun og fengið Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóra á Keflavlkurflug- velli til að hringja i Magnús Eggertsson og fá hann til að heimila að Kristján og Haukur héldu rannsókn áfram og Magnús fallistá það. Um framhald þessa máls er mér alls ókunnugt en aldrei hefi ég heyrt að það hafi verið i nokkrum tengslum við svonefnd Klúbbmál, Geirfinns- mál eða spíramál, heldur hafi hér verið um venjulegt smyglmál að ræða án nokkurra tengsla við umrædd mál.” „Ummælin ó$önn" Gsal-Reykjavik — Tímanum barst i gærkvöldi yfirlýsing frá Baldri Möller, ráðuneytis- stjóra i dóms- og kirkjumála- ráðuneyti, vegna ummæia, sem fram komu i sjónvarps- þætti á föstudagskvöld. Bald- ur sagði i viðtali við Timann I gærkvöldi að hann hefði ætiað sjónvarpinu einum fjölmiðla, að birta yfirlýsingu sina, en fengið þau svör hjá sjtínvarp- inu, að birting yfirlýsingar- innar yrði að biða þar til við- komandi þáttur yrði aftur á dagskrá. Baldur kvaðst hins vegar ekki hafa getað sætt sig við slikt. Yfirlýsing Baldurs Möller, ráðuneytisstjóra fer hér á eft- ir: „I tilefni ummæla i frétta- þættinum „Kastljósi” i sjón- varpinu 6. febrúar s.l. um að ég undirritaður hafi einhvern tima i mai á s.l. ári, gefið Bjarka Elíassyni, yfirlög- regluþjóni fyrirmæli um að stöðva eða fella niður rann- sókn á einhverju máli, sem ég kann ekki að lýsa nánar, þar sem það var ekki skýrt til- greint, og ég kannast ekki við neitt slikt mál, vil ég hér með lýsa þvi yfir, að þessi ummæli eru algjörlega ösönn. Jafn- framt vil ég fullyrða, að frá miðju ári 1961, er embætti saksóknara rikisins tók við þeim verkefnum, á sviöi ákæru og rannsókna, er dóms- málaráðuneytið hafði áður farið með, hefur enginn dóms- málaráðherra né heldur nokk- ur starfsmaður ráðuneytisins, gefið slik fyrirmæli, enda væri með þvi farið út fyrir verka- hring ráðuneytisins og inn á verksvið rikissaksóknara”.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.