Tíminn - 24.02.1976, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Þriðjudagur 24. febrúar 1976
Stórfelld svik í þremur veitinga-
húsum í Reykjavík:
Litið inn á æfingu hjá Leikfélagi Húsavikur. Frá vinstri: Jón Benónýsson, Ingimundur Jónsson og
Gunnar Eyjólfsson.
Pétur Gautur frumsýndur á Húsavík:
Leikritið 100 dra og
aðalleikarinn fimmtugur
Gsal—Reykjavik. — Þrjú veit-
ingahús i Reykjavik hafa orðið
uppvis að stórsvikum, en þau
hafa notaö ólöglega sjússmæla,
sem gera það aö verkum aö
viðskipta vinurinn hefur fengið
allt að 20% minni sjúss en lögboð-
inn er. Að sögn Bjarka Eliasson-
ar, yfirlögregluþjóns, sem vinnur
að frumrannsókn málsins, hafa
niu sjússmælar verið gerðir
upptækir i þessum þremur
veitingahúsum.
Bjarki sagði að i sumum þess-
ara tilvika hefðu þjónarnir verið
með eigin mæla, en i öðrum
tilvikum hefði viðkomandi
veitingahús látið þjónunum mæl-
ana 1 té. Bjarki tók þó fram, að
veitingahúsin sjálf væru ábyrg
fyrir þvi' að ólöglegir sjússamæl-
ar væru notaðir.
Lögboðinn vinsjúss á veitinga-
húsum er þrir sentilitrar, en aö
sögn Bjarka hefur komiö i ljós, að
i áðurnefndum sjússmælum rúm-
ast 3-6 millilitrum minna áfengi,
en viöskiptavinurinn hefur greitt
fyrir.
Þaö var s.l. þriöjudag að upp
komst um þessi svik i einu vin-
veitingahúsanna og I framhaldi af
þvi voru fleiri hús tekin til
rannsóknar. Löggildingarstofan
sem gefur út lögoðna sjússmæla
var fengin til að mæla nákvæm-
lega sjússmælana og kom þá i
ljós, að talsvert vantaði á að þeir
rúmuðu það áfengismagn sem
þeim ber að gera.
Mál þetta verður senn sent til
yfirsakadómara til frekari
rannsóknar.
Við þessa athugun i vinveiginga
húsum borgarinnar kom
ennfremur I ljós, að talsverð
brögð voru að þvi, að vinflöskur
veitingahúsanna væru ekki
merktar VH (veitingahús), en
allar flöskur húsanna eiga að
vera merktar með þeirri
skammstöfun. Bjarki Eliasson
sagði, að þetta hefði verið athug-
að og fram hefði komið, að
veitingahúsin ættu ekki sök á
þessu, heldur starfsmenn
Afengisverzlunarinnar, sem ekki
hefðu fylgzt nægilega vel með þvi
að merkja flöskurnar.
Bjarki sagði að engar átappað-
ar flöskur hefðu fundizt i
veitingahúsunum.
ÞJ-Húsavik. — Leikfélag Húsa-
vlkur frumsýnir Pétur Gaut I dag,
en þann 24. febr. verða liöin 100 ár
frá þvi að Pétur Gautur var sýnd-
ur I fyrsta sinn á ieiksviði og auk
þess verður aðalleikarinn, Gunn-
ar Eyjólfsson fimmtugur sama
dag. Geta þeir þvi árnað hvor
öðrum heilla þcir Pétur Gautur
og Gunnar, en sem kunnugt er fór
Gunnar með þetta sama hlut-
verk þegar verkið var sýnt I Þjóð-
leikhúsinu. Leikstjóri á Húsavik
er Sigurður Hallmarsson skóia-
stjóri, en hann er kunnur leikhús-
maður nyrðra og hefur oft áður
stjórnað leiksýningum hjá Leik-
félagi Húsavíkur.
Með önnur meiri háttar hlut-
verk i Pétri Gaut fara kunnir leik-
arar á Húsavik: Asu móður Pét-
urs leikur Herdis Birgisdóttir,
Sólveigu leikur Guðný Þorgeirs-
dóttir og með hlutverk Dofrans
fer Ingimundur Jónsson og
hnappasmiðinn leikur Einar
Brjánsson.
Æfingar hafa gengið mjög vel,
en óhemju starf liggur að baki
uppfærslu á þvi viðamikla leik-
húsverki sem Pétur Gautur er.
Nálega fimmtíu manns, leikarar
og fleiri, hefur unnið að uppsetn-
ingu leikritsins siðan i desember
sl. Það starf er allt unnið i fri-
stundum, sem gefast á kvöldum,
nóttum og helgidögum.
Gróskumikið leiklistarlíf í Grindavík:
Nýstofnað leikfélag frum-
sýnir annað leikrit sitt
Sjússamælar allt að
fimmtungi of litlir
og flöskur ómerktar
HHJ-Rvik — Leikfélag Grinda-
vikur frumsýnir á morgun
gamanleikinn „Afbrýðisöm
eiginkona” eftir Gay Paxton og
Edward Hoile. önnur sýning
verður svo á föstudaginn 27.
febrúar og siðustu sýningar á
sunnudag.
Leikstjóri er Kristján Jónsson.
Leikmynd er eftir Evelin Adólfs-
dóttur. Leikendur eru þau Hauk-
ur Guðjónsson, Guðveig
Sigurðardóttir, Þorgeir Reynis-
son, Lúðvik P. Jóelsson, Erna Jó-
hannsdóUir, Ragnheiður
Ragnarsdóttir, Jóna Ingvadóttir,
Jóhann Ólafsson og Tómas A.
Tómasson.
Leikrit þetta er i þremur þátt-
um og gerist að sumarlagi á
sveitasetri i Englandi á okkar
tima.
Hlutverk i leikritinu eru 9.
Þetta er annað verkið sem hið
nýstofnaða Leikfélag Grindavik-
ur tekur til sýningar. Fyrsta
verkið var „Karólina snýr sér að
leiklistinni” og var sýnt i haust
viö mikinn fögnuð áhorfenda.
Semdæmimá nefna,aðu.þ.b. 800
manns komu og sáu Karólinu og
er það um helmingur bæjarbúa.
Það leikrit var sýnt á hljóm-
sveitarpalli I félagsheimilinu
Festi, sem er eins og gefur að
skilja ekki ætlaöur til leiksýninga
og þar af leiöandi mjög ófullkom-
inn, bæði er hann litill o.fl. Nú er
þetta vandamál úr sögunni hvað
viövikur þessu nýja leikriti. Nú er
ekki lengur leikið á hljómsveitar-
pallinum, heldur hefur verið
tjaldað af svið á upphækkun i
salnum gegnt hljómsveitarpallin-
um. Við þetta fæst mjög rúmgott
og þægilegt svið. Leiktjöldin sem
notuð verða eru einnig af eðlilegri
stærð og er þvi hægt að nota þau á
öðrum leiksviðum. Þetta gefur
þvi möguleika á þvi aö ferðast
með leikritið og sýna það i ná-
grannabyggðunum, en ekkert
hefur verið ákveðiö um það enn-
þá.
jÉIJSMi
11
J *
Eitt atriði I „Afbrýöisamri eiginkonu.”
Ekki jafn alvarlegt
mál og fjölmiðlar
vilja vera láta
- segir landlæknir um inflúensuna,
sem upp kom í Bandaríkjunum
IIHJ-Rvik. — Ég hef haft sam-
band við bandarisk heilbrigðis-
yfirvöld vegna fregna um að þar i
landi hafi komið upp inflúensa
saras konar og sú, sem gekk á ár-
unum 1918—19 og olli miklu
manntjóni og kölluð var spánska
veikin hér á landi, sagði Ólafur
Ólafsson landlæknir i viðtali við
Timann i gær. Við nánari athugun
virðist þetta mál ekki jafn alvar-
legt og fjölmiðlar úti i heimi hafa
viljað vera láta.
Þau tilfelli, sem upp komu i
Bandarikjunum fyrir þremur
vikuni voru fjögur og allt voru það
hermenn i æfingabúðum i New
Jersey. Einn lézt, en hinir eru nú
heilir heilsu. Samkvæmt upplýs-
ingum bandariskra heilbrigðis-
yfirvalda má leiða að þvi likur, að
þarna hafi veriðá ferðinni A-stofn
likurþeim, sem uslanum olli 1918,
sagði landlæknir. Læknar og heil-
brigðisyfirvöld hafa ekki talið
fært að kveða fastar að orði um
þetta en svo, enda hafa Banda-
rikjamenn álitið ástæðulaust að
gripa til sérstakra ráðstafana
vegna þessa.
Hér á landi hafa A-stofnar
inflúensu verið á flakki ár hvert
og við höfum bóluefni gegn sum-
um þeirra, sagði landlæknir að
lokum.
Víta bann við stór-
markaði við Holtaveg
HHJ-Rvik. — Stjórn Félags
Framsóknarkvenna kom saman
á fundi sl. laugardag og ræddi
m.a. þá ákvörðun meirihluta
borgarstjórnar, að leyfa ekki að
stórmarkaði yrði komið upp við
Holtaveg. Var eftiríarandi álykt-
un um málið samþykkt:
Stjórnarfundur i Félagi Fram-
sóknarkvenna i Reykjavik, hald-
inn 21. febrúar 1976, vitir harð-
lega þá ákvörðun meirihluta
borgarstjórnar Reykjavikur að
banna stórmarkað i vöruhúsi StS
við Holtaveg i Reykjavik.
Telur fundurinn umferðarað-
stæður þarna sizt lakari en i iðn-
aðarhverfinu austan Grensásveg-
ar, þar sem einn slikur markaður
er rekinn, og minnir fundurinn
ennfremur á, að' skipulagsnefnd
borgarinnar samþykkti fyrir sitt
leyti. til bráðabirgða, hinn 8. des.
sl. að leyfður skyldi stórmarkað-
ur i vöruhúsi SIS við Holtaveg.