Tíminn - 24.02.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.02.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. febrúar 1976 TÍMINN 9 Þegar Búnaöarþing hefst að þessusinni er atvinnulifið vfðast hvar á landinu lamað og þúsundir manna biða þess, að samningar takist fljótlega. Margir bændur, verða að hella niður mjólk og horfa á sitt daglega starf renna út i sandinn — verða til einskis. Bændur búa við það verðlagskerfi að yfirnefnd úrskurðar deiluatriöi ef ekki takast samningar. Þjóð sem berst I bökkum fjár- hagslega og gjaldeyrislega, miss- ir milljarði af gjaldeyri, þar sem bátar eru bundnir við bryggju á meðan loðnan fer framhjá án þess að verða vör við veiðimenn. A sama tima eru tugir erlendra fiskiskipa á veiðum I landhelgi. Skdlum og skrifstofum verður að loka, þvi þar má enginn sópa gólf né þurrka ryk. Það er ti'mabært að hugleiða aðrar leiðir til lausn- ar I þessum málum, sem valda ekki jafn mikil röskun og eyði- leggingu, og nú mun vera og oft hefur orðiðundir kringumstæðum sem þessum. Sóun verðmæta er engum til sóma. Hér á landi er margt ógert og við stöndum einnig i styrjöld við stórveldi um réttindin á hafi úti, vart getum við unnið það strlð, nema að sliðra vopnin inn- byrðis... Við lifum i landi eldfjalla og isa. Ennþá hafa jarðhræringar hér á landi orðið það miklar, að fólk hefur flúið heimili sin og ibúðar- hús og önnur mannvirki hafa skemmzt og jörðin er I sárum. Þannig er það á jarðskjálfta- svæðum norðanlands. Við höfum lært það Islendingar að taka á móti náttúruhamförum meö ró og samstilltum vilja til að leysa þau vandamál, sem þeim fylgja. Það sýnir, að við getum ýmislegt, 1 þegar vilji er fyrir hendi. Visindin visa veginn Það sem einkum gefur landi okkar gildi til landbúnaðar er frjósöm moldin og kjarnmikil grös. Engum er þetta betur ljóst en bændastéttinni, þvi að grasið ræður mestu um afkomumögu- leika I landbúnaði. Það hefur sýnt sigá liönum áratugum og öldum, að gróður hefur brugðizt, túnin kalið og beitilönd verið gróður- snauð. Þótt gull hefði veriö I boði, var hvorki hægt að fá gras né hey. — Rannsóknarstofnun landbúnað- arins hefur margar tilraunir i gangi, þar sem rannsakaöar eru fóðurjurtir, áburðartegundir og magn áburðar o.fl. Vafalaust stöndum við betur að vigi nú gagnvart tiðarfari, kulda og kali en áður, þekkingin er meiri og ef vel er búið, þá er hægt að fleyta séráfram þótt illa ári. — Visindin visa okkur veginn. Hitt er sem betur fer miklu tiðara að við get- um oftast vaðið i grasi og þaö hvarflar þá ekki að okkur að hugsa til annars. Frjósöm mold er mikils virði, en það sýnir sig, að jafnvel gróð- ursnauðir sandar eins og i Rang- árvallasýslu, Austur-Skaftafells- sýslu og viðar, eru að verða grasi grónir, þegar um þá er hugsað og i þá sáð. Graskögglaframleiðsla á svörtum sandi hefur heppnazt mjög vel og sparar okkur með hverju ári er liður erlent fóður og gjaldeyri. Vaxandi möguieikar i fóðurframleiðslunni Fóðurframleiðsla þessi á ekki ýkja mörg ár að baki, en hefur þó sannað gildi sitt, og það er mál manna að bæta megi fóöur þetta með iblöndun m .a. af fitu og fiski. Hafa ber það hugfast, að heyin — taðan,verður alltaf að vera það fóðrið, sem mest er notað og bú- skapur byggist jafnan á. í seinni tið bendir ýmislegt til þess, að möguleikar séu á þvi með hjálp tækni, að ná góðum heyjum i vot- viðratið. Þetta eru einstaka bændur alltaf að sanna og gerðu það margir sl. sumar, þar sem þeim tókst með góðri súgþurrkun aö fá heyin græn og góð þrátt fyr- ir mikla óþurrka. Tiðarfarið siðast liðið sumar var mjög breytilegt frá einum stað til annars. Það var sólrikt og þurrviðrasamt norðan- og aust- anlands, en á Suður- og Vestur- landi voru rigningar miklar og ó- þurrkar. Þó mun það vera svo, að hey eru viðasthvar nægjanleg að magni til, en mjög misjöfn að gæðum. Kjarnfóðurgjöf verður þvi mikil, þar sem bæta verður upp það sem vantar á heygæðin. ; Asgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags tslands flytur ræðu á Búnaðarþingi Timamynd: GE Landbúnaðurinn á í vök að verjast Ræða Asgeirs Bjarnasonar forseta Búnaðarfélags íslands við setningu Búnaðarþings í gær Yfirgripsmiklar beitarrannsóknir Mikið er rætt urrf landnýtingu, ofbeit og mengun. Þessi orð nota margir og meina þó ekki alltaf það sama, þvi að mat manna er misjafnt á gögnum og gæöum landsins. A s.l. ári hófst hér á landi yfir- gripsmikil rannsókn á beitarþoli lands og verður fróðlegt að vita, hver niðurstaðan verður i þeim efnum. Margir menn telja sig fróða á þéssu sviði. Reynslan hefur sitt að segja, en eigi að siður er þörf á þvi, að komast að niðurstöðu, sem leiðir hið rétta i ljós. Ræktunin og gróö- urlendið eru undirstaða landbún- aðar. Þvi verðum við að gæta þess að nýta landið aldrei meira ensvo, að nægur gróður haldist til frambúðar. Við höfum vafalaust dæmi þess frá landbúnaði, að stunduð sé rányrkja, en það gefur engumbrauð til lengdarfrekar en rányrkja á fiskimiðunum, sem nú er stórt vandamál, og erfitt verð- ur að leysa. Markmið okkar i landbúnaði á að vera það að rækta landið, nýta það á réttan hátt, og tryggja nóg af innlendu fóðri og fullnægja þörfum þjóðarinnar með búvör- ur. Þótt af og til verði að selja eitthvað af framleiðslunni úr landi, þá skaðar það ekki, þar sem gjaldeyri vantar alltaf. Það er rætt um offramleiðslu i land- búnaði og þvi haldið fram, að hann sé dragbitur á hagvöxt þjóö- arinnar og sumir telja það réttast að leggja hann niður og flytja inn frá öðrum löndum þær búvörur, sem þjóðin þarfnast. — Ekki mundi það drýgja gjaldeyri is- lenzku þjóðarinnar, þaöan af sið- ur gæti það tryggt öryggi fyrir ó- dýrum búvörum erlendis frá, en myndi hins vegar hafa I för með sér mikla röskun á verðmætum og lifsafkomu fjölda fólks. Þá væri llka sterkum stoðum kippt undan fjárhagslegu öryggi og þjóðlegri menningu landsmanna. Það býr eitthvað sérstakt að bakihjá þeim mönnum, sem vilja leggja landbúnað niður eða veikja stöðu hans i þjóðfélaginu. Orð og andmæli, duga að þvi er virðist skammt i þessum efnum. Bænda- stéttin þarf að hugleiða þessi mál og gera sér ljóst, við hverja er aö fástá þessu sviði, og haga gjörð- um sinum samkvæmt þvi. Landbúnaðurinn byggir upp verðmætan iðnað Heildarverðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar til bænda er sem næst 17 milljarðar króna á þvi verðlagi sem grundvallar-búið byggist á. Hér er þvi um veiga- mikinn þátt að ræða i atvinnulif- inu og kjarnmikla og holla fæðu sem gerir alltaf nokkru betur en duga fyrir landsmenn. Útflutn- ingur á landbúnaðarvörum hefur lengi veriö nokkur og það sýnir sig æ betur með hverju ári sem liður að landbúnaðurinn byggir upp verðmætan iðnað, sem einnig eykur árlega gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Siðast liðið ár voru útfluttar iönaðarvörur frá land- búnaðií millj.kr. Loöskinn 11.3 Loð sút uð sk inn 652.5 663.8 Ullarlopiogband 370.4 Ullarteppi 171.2 Prjónavörurúrull 819.9 2.025.3 Auk þess voru útfluttar afuröir af sauðfél Kjöt millj.kr. 589.1 Innmatur 47.0 Ullóunnin 59.6 Gærur 296.6 992.3 Útfluttar Nautgripaafurðir: Kjöt millj.kr. 10.1 Mjólkurafurðir 197.5 Húðir 39.0 246.6 Refa og minkaskinn: 36.6 millj. kr. Hross 53.8 millj. kr. Ýmislegt 44.0 millj. kr. Lax, silungur, áll, selveiöi, æðar- dúnn o.fl. 105.9 millj. kr. Alls námu útfluttar landbúnað- arvörur Óunnar kr. 1479,2 unnar —2025.3 millj. kr. 3.504.5 Til samanbuöar má geta þess, að s.l. ár var flutt út kisilgúrfyrir 570.0 m.kr. ál og álmelmi fyrir 5.046.0 m.kr. Ef grannt er skoðað kemur margt i ljós Þegar litið er á verðmæti þess, sem flutt er úr landi frá landbún- aði, þá kemur margt i ljós, sem vert er að benda á. Það er talin þjóðinni brýn nauðsyn að hefja að nýju minkaeldi i landinu fyrir nokkrum árum, og var miklu meira gert fyrir þessa fram- leiöslugrein af hálfu þess opin- bera en nokkra aðra, þvi pelsarn- ir áttu að vera svo verðmætir er- lendis. Það hefur oltið á ýmsu hjá þessari búgrein siðan hún hófst að nýju og hvorki hefur hún orðið öllum þeim er að henni standa til sóma, né heldur einn bjargvættur i gjaldeyrismálum. Útflutningur á hrossum skilaði 17 millj. kr. meiru i gjaldeyri á s.l. ári en minkapelsar, en hestar eru að mestu leyti aldir á innlendu fóðri. Lax og silungur á nú vaxandi vinsældum að fagna erlendis, einkum i Frakklandi, og vonandi verður svo framvegis. Miklir möguleikar eru á þvi, að fiskirækt i ám, vötnum og fjörðum veröi þjóðinni ennþá verðmætari út- flutningsvara i framtiðinni en verið hefur. Þess vegna verður að fylgjast vel með þessum málum. Stórauka má iðnaðinn Það er lika mjög ánægjulegt, að iðnaðarvörur úr ull og gærum skuli vera orðnar eftirsóttar er- lendis, og allar horfur eru á þvi, að mögulegt verði að stórauka þennan iönað, þar sem aö mark- aðshorfur eru mjög góðar. Tals- vert er flutt út af ull og gærum, sem hægt er að vinna úr innan- lands. Sláturhúsin hafa batnað hin siðari ár og aðstaða öll er þar nú mun betri en áður, og gæði vörunnar þvi meiri. Bæði kjöt og gærur fullnægja lang oftast þeim kröfum, sem kaupandinn gerir, en það er eitt höfuðmarkmið i allri framleiðslu að kaupandinn, neytandinn, sé ánægður. Þá má lika benda á það, að fjárhús eru viöast hvar miklu betri en áður og fleira fé vetrarrúiö með hverju ári sem liður, en það gefur verð- mætari ull. Auk þess fer verð á ull hækkandi og miðast við gæöi. Hérer um stórmál að ræða, þar sem allar horfur eru á, að átt- falda megi útflutningsverðmæti iðnaðarvara úr ull og gærum. Velta sauma- og prjónastofa, sem framleiða til útflutnings, var á siðast liðnu ári 400-450 millj. króna, sem jafngildir verömæti þriggja velbúinna skuttogara. Að framleiðslu þessari unnu 130 manns. Þar við bætist stærri iðn- aður hjá Iðnaðardeild SÍS og Ala- fossi. Ég þakka þeim er hafa haft opin augun fyrir þessum fram- leiðslugreinum og hafa gert sitt itrasta tilþess að byggja iðnaðinn upp innanlands og skapa mark- aðsaöstöðu fyrir hann erlendis. Það er enginn efi á þvi, að við ís- lendingar eigum þó enn eftir að læra mikið á sviði vinnslu og iðn- aðar, til þess að geta fengið við- unandi verð erlendis fyrir sumar þær vörur, sem við þurfum að selja úr landi, hvort heldur eru matvæli, kjöt og fiskur eða iðnað- arvörur, sem þó að mestu eru byggðar á fslenzku hráefni. Leiðbeiningaþjónustan veigamikil hjá Búnaðarfélaginu Störf Búnaðarfélags tslands eru margþætt, eins og ég hef stundum áður drepið á. Leiðbein- ingaþjónustan er eitt meginstarf- ið. Nýlokið er ráðstefnu á vegum Búnaðarfélags Islands og Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. Ráðstefnur eru orðnar fastur lið- ur i starfi þessara tveggja stofn- ana. Héraðsráðunautar og nem- endur framhaldsdeildarinnar á Hvanneyri sækja ráðstefnuna auk margra annarra. Þarna var rætt um rannsóknir og framleiðslu á búvörum. Auk þess var rætt um áaétlanagerð i landbúnaði. Eitt er áætlun og annað er framkvæmd. Landbúnaðurinn samanstendur af þaö mörgum þáttum, að það er ekki nóg að rannsaka einn þátt- inn, nema gera sér glögga grein fyrir hver áhrif það hefur á aðra þætti mála. Starfandi er nefnd, sem á að vinna að skipulagi áætl- ana — tilgangi þeirra og mark- miöi. A meðal bænda, einkum i þeim sveitum og landshlutum, þar sem byggöin er fámenn og margar jarðir komnar I eyði, hafa komið fram óskir um það að gera áætlanir um framkvæmdir a byggðum býlum og endurbygg- ingu eyðijarða. Það er margt, sem hefur áhrif á þessi mál, eins og fram kom á ráðstefnunni og það er margs að gæta. Einn meginþátturinn, sem stendur undir öllum framkvæmd- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.