Tíminn - 24.02.1976, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. febrúar 1976
TÍMINN
13
<VIKMYNDIR — KVIKAAYNDIR
BERGLJOT ARNA-
DÓTTIR í SJÖ
STELPUM DAHL-
BERGS OG SETH
Leikstjórn og handrit:
Hans Dahlberg og Carl
Johan Seth.
Aðalhlutverk: Bergljót
Árnadóttir, Lena Bro-
gren, Agneta Ehrens-
vard.
Gerð eftir samnefndri
sögu og leikriti Erik
Thorstenson.
Margir íslendingar
kannast við verk þetta
af leikhúsfjölunum. Það
hefur verið uppfært hér
og notið mikilla vin-
sælda.
Verkið f jallar um einn
dag i lifi sjö stúlkna.
Þær hafa allar misst fót-
festu sina i lifinu og
dveljast á betrunarhæli.
Lifi þeirra er lýst á nær-
færinn, en opinskáan
hátt.
HVÍTUR
VEGGUR
Leikstjórn: Stig Björkman
Aðalhlutvérk: Harriet Anders-
son
Myndin fjallar um dag i lifi
fráskilinnar konu.
Konan vaknar snemma að
morgni þessa dags og við hlið
hennarhvilir ókunnugur maður,
sem fljótlega hverfur á braut.
Hún fer sjálf út og leitar allan
daginn að sambandi við annað
fólk, en gengur illa. Meðal
þeirra sem hún leitar að er fyrr-
verandi eiginmaður hennar.
Hún finnur hann, seint og siðar
meir, en hann getur ekkert gert
henni til hjálpar utan að láta
hana hafa peninga upp i húsa-
leigu.
Um stund virðist birta ofurlit-
ið til fyrir henni, þegar hún
hittir ungan Grikkja og getur
opnað hjarta sitt fyrir honum.
Þau reynast þó bæði of feimin til
að stofna til nánari kúnnings-
skapar, svo það verður til litils.
Eftir daglanga, árangurslitla
leit, fer hún um kvöldið á dans:
leik með vinkonu sinni. Að dans-
leiknum loknum tekur hún enn
ókunnan mann heim með sér.
Stubbur litli
Helgi tekur reiðhjólið sitt og
fer að leita Klöru, sem hafði
horfið aftur jafn skyndilega og
hún birtist honum. Klara býr
nokkuð langt i burtu og á leið
sinni hittir Helgi margs konar
fólk — jafnvel fólk sem hann
hafði ekki imyndað sér að væri
til. Allir þeir sem hann hittir
verða með einhverjum hætti
hluti af ástarsögu hans.
Hann hittirsvo einnig Klöru á
ný og kemst þá aö þvi, að hún
ber allt annað nafn.
Leikstjórn: Bo Widerberg
Aðalhlutverk: Johan Bergman
Stubbur er sex ára gamall
knattspyrnumaður, sem valinn
hefur verið i sænska landsliðið.
Hanner helzta máttarstoð liðsins
og verður brátt átrúnaðargoð
þess. Hvað eftir annað hefur hann
átt stóran þátt i sigrum þess og
þegar keppnisferð til Sovétrikj-
anna er fyrir dyrum, þykir ekki
fært að fara hana án hans.
Stubbur'er alvarlegur ungur
maður, en verður þó að láta aðra
lesa fyrir sig blaðadóma um
frammistöðu sina, þvi hann er
hvorki læs né skrifandi. Auk þess
gera auglýsingamenn sér mat úr
honum.
Sjálflýsandi leikbrúður, menn og dýr, i útfjólubláu ljósi koma fram á sýningum Leikbrúðulands, sem nú
eru á sunnudögum kl. 3 að Frikirkjuvegi 11. Atli Heimir Sveinsson hefur samið tónlist við annað leikrit-
ið, sem flutt er „Grétu og gráa fiskinn”, en hitt er um gamlan kunningja brúðuleikhúsunnenda Meistara
Jakob. Timamynd Róbert
Leikbrúðuland
til sjós
LEIKBRÚÐULAND
„Gréta og grái fiskurinn” og
„Meistari Jakob og
tröllið Loðinbarði.”
Frumsýning.
Leikstjóri:
liólmfríður Pálsdóttir
Leikmynd og brúður
Þorbjörg Ilöskuldsdóttir
Atli Ileimir Sveinsson
samdi tónlist.
Textahöfundur
Hólmfríður Pálsdóttir
Lcikbrúðuland frumsýndi
siðastliðinn sunnudag tvö
brúðuleikrit, GRÉTU OG GRAA
FISKINN og MEISTARA JAK-
OB OG TRÖLLIÐ LOÐIN-
BARÐI, en þetta mun vera
fjórði veturinn sem Leikbrúðu-
land hefur starfað i húsi æsku-
lýðsráðs Reykjavíkurborgar.
Má þvi segja að sýningar
flokksins séu orðinn árviss liður
i skemmtanahaldinu hér ekki
sizt ef litiö er á hina samfelldu
sögu.
Jeppi á fjalli á Eyrar-
bakka 1914
Það mun hafa verið danskur
maður austur á Eyrarbakka
sem fyrstur manna sýndi
brúðuleikhús hér á landi, en
hann sýndi Jeppa á fjalli árið
1914 austur á Eyrarbakka, en
upp úr þvi mun hann hafa farið i
leikför til Austfjarða með
sýninguna. Siðan tekur við
brúðuleikhús Jóns E. Guð-
mundssonar.hins kunna brúðu-
smiðs og myndlistarmanns, en
á brautryðjendastarfi Jóns mun
leikhús þetta byggja að veru-
legu leyti. Jón er að mestuhætt-
ur, en þó hefur þvi verið fleygt
að hann sé nú að smiða sér
dúkkur i nýjan leik.
Brúðuleikhúsið er á hinn bóg-
inn forn leiklistargrein. Það var
i hávegum haft hjá
Fom-Grikkjum og barst norður
i Evrópu á miðöldum. Brúðu-
leikhúsin höfðu fasta búsetu,
mörg hver, en önnur voru á
stöðugum ferðalögum milli
borga og bæja. Þau voru fastur
liöur i hátiðahaldi og á
markaðstorginu, þar sem fólkið
kom saman.
Þróun þessa leikhúss hefur
hins vegar orðið sú, að það eru
einkum sérstakir áhugaflokkar
eða listhópar, sem fást við þessa
grein sem tómstundastarf, en
erlendis hafa atvinnuleikhús
með brúðum viða verið aflögö
en málin komin i hendur leik-
klúbba.
Brúðuleikhús er leikhús
(venjulega) þar sem brúður
koma fram i staðinn fyrir holdi
klædda leikara. Brúðunum er
stjórnað með strengjum ofan-
frá, eða neðanfrá, en það fyrr-
nefnda er talið algengara.
tslenzka brúðuleikhúsið beitir
blandaðri tækni, i fyrsta lagi
brúðum, sem stjórnað er neðan-
frá og svo sviðsverum, sem eru i
fanginu á svartklæddum
túlkendum, sem ekki sjást, en
með bláu ljósi og sérstökum lit-
um, sjástsviðsverurnar i einkar
litrlkum blæðbrigðum.
Þetta útf jólubláa ljós gerir lit-
ina siálflýsandi, en bað var Jón
bóndi i Mörðudal sem fyrstur
orðaði þörfina á slíkum litum
fyrir málverkið, þvi þá gæti lit-f
urinn holdgazt eins og hann orð-
aði það.
Gréta og grái fiskurinn
Gréta og grái fiskurinn er
byggt á samnefndri sögu eftir
Mariette Vanhalewijn, sem til
er i þýðingu örnólfs Thorlacius.
Leikritið gerist mest á hafs-
botni, eða niðri i sjó, en önn-
ur aðalpersónan, Gréta.siturá
bryggju. Hin aðalpersónan er
litill grár fiskur með minni-
máttarkennd af þvi að honum
finnst hann vera svo ljótur og
það er Gréta sem ræður bót á
vandræöum hans með þvi að
binda á hann rauðan hálsborða.
t tilskrifi frá Leikbrúðulandi
stendur að þetta sé i fyrsta sinn
sem Leikbrúðuland ræöst i
þessa tækni i leikbrúðugerð”.
Þaö kann rétt að vera, en þessi
tækni minnir þó fremur á
grimu-leiklist, en venjulegt
brúöuleikhús, eða jafnvel
grimu-dansa.
Hvað um það, þetta var stór-
skemmtileg sýning og nýstárleg
i bezta máta og þarna var leikin
undir tónlisteftir hið ágæta tón-
skáld Atla Heimi Sveinsson, en
tónlistin gefur sýningunni sér-
stakan rythma og svip. Eftir
tónum dansa fiskar, sæhross og
krabbar.
Þessi uppfærsla er meö þvi
frumlegasta sem sézt hefur i
sviðstækni lengi. Hin útfjólu-
bláa lýsing kemur þó reyndum
sjómönnum og öðrum ferða-
löngum ekki með öllu á óvart,
þvi fjólublá ljós eru viða I djúp-
um rökkrum svokallaðra
skemmtistaða i hafnarborgum
heimsins. Þar verða drullugar
skyrtur hvitar og kámug slifsi
glóa sjálflýsandi i glæsileik
hinna djúpbláa ljósa.
Gamlar kerlingar sýnast ung-
ar sem er verra.
Meistari Jakob
Síöara stykkiö var með hefð-
bundum hætti. Brúður, sem
stjórnað var neöan frá „léku”
verkið.
Maöur er svolitið byrjaður aö
venjast brúðunum, þvi allt
tekur sinn tima. Aðalpersónur
er meistari Jakob, er krakkar i
leikhúsinu þekktu sýnilega og er
hann góöur. Svo er andstæðan,
vondur karl, tröll sem býr i
skógi, og svoauðvitaðkóngur og
kóngsdóttir og svo skemmtileg
hryssa, sem kóngsdóttirin fær i
afmælisgjöf. Prinsessunni er
rænt, en meistari Jakob bjargar
öllu eins og vera ber.
Þetta tókst prýðilega og
börnin voru svo áhugasöm, að
stundum mátti ekki á milli sjá
hvorir léku meira áhorfendur
eða leikendur. Llklega er það
einmitt svona sem barnaleik-
húsið á aö vera, og maður
heyrði hjartsláttinn i brjóstun-
um ungu út um allt, þegar sá
vondi var hvað glæfralegastur i
hátterni sinu.
Það er Hólmfriður Pálsdóttir
sem stjórnar leikjunum tveim.
Einnig samdi hún leikgerðina af
gráa fiskinum og af Meistara
Jakob. Leikmynd gerði Þor-
björg Höskuldsdóttir i sam-
vinnu við Leikbrúðuland.
Frumsýnt var fyrir troðfullu
húsi, en sýnt mun veröa á hverj-
um sunnudegi klukkan þrjú.
Brúður og grimur
Það var góð hugmynd að sýna
tvöólikverk á sömu sýningu og
Framhald á bls. 23