Tíminn - 04.03.1976, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Fim mtudagur 4. marz 1976,
Hún hefur ekki gleymzt
Enn er mikiö skrifaö og bolla-
lagt um Marilyn Monroe — bæði
lif hennar og dauða, Arthur
Miller, leikritahöfundurinn
frægi, sem um tima var kvænt-
ur Marilyn, skrifaði siöar leik-
rit, sem allir þekktu, að hún var
fyrirmyndin að. Nú hefur sagan
um Marilyn verið tekin til
meðferðar á sviði i Lond-
on, en þetta er ekki leiksýn-
ing, heldur ballett-verk. Aðal-
hlutverkið i ballettinum
dansar Tessa Billyeald, en hún
er 22 ára og er fædd i Vestur-
Afriku. Hún þykir góð dansmær,
og hún þótti alveg sjálfsögð t
hlutverkið, þvi að hún er lik
leikkonunni sálugu i vexti og út-
liti (reyndar er hún með hár-
kollu, sem sérstaklega var gerð
til að likja eftir hári Marilyn).
Eins og flestir muna, sem sáu
Marilyn Monroe i kvikmyndum,
þá hafði hún sérstæða rödd,
hása en bliða, og er leikið segul-
band með rödd hennar með
dansinum. A segulbandinu bæði
syngur Marilyn og talar, og er
hljóðið og dansinn samræmd
svo að úr verður fallegt verk til
minningar um hina látnu leik-
konu.
¥ ¥
Bezta Carmen-
ieikkona í heimi
Á siðastliðnu ári var haldin
Bizet-hátið i Barcelona á Spáni.
Þar komu fram margar beztu
söngkonur heims og kepptu i þvi
meðal annars, hver þeirra léki
og syngi bezt hlutverk Carmen-
ar i samnefndri óperu. Sú, sem
hlaut útnefninguna „Heimsins
bezta Carmen”, er rússnesk
söngkona frá Bolshoi leikhúsinu
i Moskvu, og er nafn hennar
Yelene Obraztsova. Hún hefur á
efnisskrá sinni fullæfð 15 aðal-
hlutverk i helztu óperum heims,
en samkvæmt dómum og um-
sögn hennar sjálfrar, þá er
Carmen bezta hlutverkið henn-
ar. Hún segist aldrei hafa lifað
sig eins inn i nokkuð hlutverk i
leik og söng. Yelena Obraztsova
hefur oft áður fengið heiðurs-
verðlaun fyrir frammistöðu
sina. Meira að segja meðan hún
var enn að læra, þá fékk hún
fyrstu verðlaun i alþjóðlegri
söngkeppni i Helsinki, og siðar
hefur hún fengið gullverðlaun
fyrir túlkun sina á M. Glinka,
Tchaikovsky og i mörgum öðr-
um keppnum, innanlands og
utan.
Hér sjáum við hana sem
Carmen, og er hún óneitanlega
glæsileg, en tslendingar hafa
lika fengið að sjá og heyra
glæsilegar konur syngja og
leika Carmen hér i skammdeg-
inu og flytja okkur sólskin og
suðrænan hita.