Tíminn - 04.03.1976, Síða 5
Fimmtudagur 4. marz 1976.
TÍMINN
5
Að kyssa
á vöndinn
Það er satt að segja furðu-
legt, að Mbl. skuli taka undír
með Gyifa Þ. Gislasyni i
leiðara I gær, að ekki komi til
greina, að við segjum okkur úr
Atlantshafsbandalaginu. Er
það skoðun Mbl., að við eigum
að halda áfram þátttöku okk-
ar, hvað sem á dynur? Einn af
borgarfulltrúum og alþingis-
mönnum Sjálfstæðisflokksins
sagði nýlega, að þeir timar
gætu komið, að rétt væri að
endurskoða afstöðuna til At-
lantshafsbandalagsins. Hins
vegar fékkst hann ekki til að
svara þvi, hversu mörgum
varðskipum Bretar þyrftu aö
sökkva til að rétt væri að slik
endurskoðun færi fram. Mbl.
gengur sýnu iengra. Ef marka
má leiðara þess i gær, telur
það alis ekki koma til greina
nokkurn tima, að neins konar
endurskoðun fari fram,
óneitanlega minnir þessi ein-
strengingsiega afstaða Mbl. á
afstöðu kaþóisku kirkjunnar á
miðöidum, sem hélt fast I þá
kenningu sina að jöröin væri
flöt og miðdepill alheimsins.
t þessu máli er rétt að átta
sig á, að þátttaka I vestrænu
varnarsamstarfi hefur ekki
reynzt okkur neinn skjöldur i
mesta lifshagsmunamáli okk-
ar. Það er þess vegna eðlilegt
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins. — Er aðild
að Atiantshafsbandalaginu
hafin yfir aila gagnrýni um
alla framtið?
að við endurskoðum afstöðu
okkar til þátttöku i Atlants-
hafsbandaiaginu. Það er ekki
endilega vist, að niðurstaðan
verði sú, að við segjum okkur
úr þvi, en við hijótum að taka
til endurmats gildi þess að
vera i bandalaginu.
Þessa skoðun verður að
kynna helztu ráðamönnum At-
lantshafsbandalagsins ræki-
lega, I staö þess að kyssa si-
fellt á vöndinn.
Þýðing landbúnaðar
Blaðið Dagur á Akureyri
fjallaði nýlega um þýðingu
landbúnaðarins I leiðara sin-
um. M.a. sagði biaðiö:
„Vert er að hugleiöa á
þessum timum, hve þýðingar-
mikill islenzki landbúnaðurinn
er þjóðinni, og er nærtækast
að nefna framleiðslu hans á
hinum ágætu matvælum, sem
hver islendingur neytir dag-
lega. En auk þess leggur
landbúnaðurinn til hráefni I
þýðingarmesta útflutnings-
iönaðinn. Á siðasta ári var
dilkakjöt selt úr landi ásamt
innmat fyrir 635,2 millj. kr.,
nautakjöt fyrir 10,1 milljón,
mjólkur- og undanrennuduft
fyrir 38 milljónir, ostur fyrir
117,9 milljónir, ull fyrir 59,6
milljónir, gærur fyrir 296,6
miiijónir, og stórgripahúðir,
kasein, lax, hross o.m.fi. fyrir
stórar upphæðir. Vörur úr loð-
skinnum voru fiuttar út fyrir
11,3 milljónir, loðsútuð skinn
og húðir fyrir 652,5 milljónir,
ullarlopi og ullarband fyrir
370,4 milljónir, uilarteppi fyrir
171,2 milljónir, prjónavörur úr
ull fyrir 819,9 milljónir. En
samtals er þetta útflutningur
fyrir 3 milljarða og 504,5
milljónir kr. Eru þetta þó að-
eins þær umframvörur, scm
þjóðin notar ekki sjálf, og litið
brot af heildar framleiösl-
unni.” —a.þ.
Nýja frimerkið með mynd As-
grims Jónssonar af Langjökli úr
Húsafeilsskógi.
Þegar i barnæsku kom greini-
legailjós,að Asgrimur bjóyfiró-
tviræðum listrænum gáfum.
Þrátt fyrir fátækt og ýmsa aðra
erfiðleika, hafði Ásgrimur ákveð-
ið, áður en hann náði tvitugsaldri,
að helga sig listinni, og var hann
fyrsti fslendingurinn, sem ein-
vörðungu helgaði sig málaralist.
Asgrimur sigldi til Danmerkur
1897 og var þar við nám næstu
fjögur árin, fyrst i kvöldskóla og
siðan þrjii ár á Charlottenborg
listaakademiunni. Fyrstu sýn-
ingu sina á Islandi hélt hann -1903,
og árið 1907 veitti Alþingi honum
styrk til Italiuferðar, þar sem
hann dvaldist i eitt ár.
Myndefni Asgrims eru flest úr
islenzkri náttúru. Hann lézt árið
1958 og arfleiddi islenzka rikið aö
stórum hluta verka sinna, ásamt
húsi sinu i Reykjavik, þar sem nú
er Asgrimssafn.
eru sérstaklega hönnuð fyrir
torfæruakstur og vegleysur
Þau eru ótrúlega léttbyggð, svo að vélaraflið
nýtist vel, og hátt er undir vélina.
COTA 247 er af fróðum mönnum talið vera ann-
að af tveimur beztu torfæruhjólum veraldar.
Eigum fyrirliggjandi aðeins tvö hjól af COTA
247.
Söluumboð:
Verzlun Hannesar Ólafssonar
Skipasundi 51 — Simi 3-70-90.
Nýtt frímerki gefið út í tilefni
aldarafmælis Ásgríms Jónssonar
gébé-Rvik. — Þann 18. marz merki, að verðgildi kr. 150,00.
næstkomandi mun póst- og sima- Myndin á frimerkinu er eitt af
málastjórnin gefa út nýtt fri- málverkum Asgrims Jónssonar
listmálara, en um þessar mundir
er liðin ein öld frá fæðingu hans.
Máiverkið á frimerkinu sýnir
Langjökul úr Húsafelisskógi.
Stærð þessa nýja frimerkis er
36x36 mm, og er það prentað hjá
Courvoisier S/A i Sviss. Prentun-
araðferðin var sólprentun. Nán-
ari upplýsingar veitir Frimerkja-
salan í Reykjavik, og þar er einn-
ig tekið á móti pöntunum á
fyrstadagsumslögum.
Ásgrimur Jónsson fæddist 4.
marz 1876, og þótti viðeigandi að
gefa út frimerki með einu af mál-
verkum hans.
Menningar- og Iræðslusamhand alþýðu
Fræðsluhópar MFA
F jórir fræðsluhópar taka til starfa i mars.
Hópur I:
Leikhúskynning: Fjallað verður um ýmsa þætti leiklistar og
leikhúss. Meðal annars verður farið á leiksýningar og rætt við
leikara, leikstjóra, höfunda o.fl.
Umsjón: Þorsteinn Marelsson.
Fyrsti fundur mánudaginn 15. mars.
Hópur II:
Ræðuflutningur og fundarstörf I. (Byrjendanámskeið). Farið
verður i nokkur undirstöðuatriði ræöugerðar og ræðuflutnings á-
samt fundarreglum, auk þess sem framsögn verður æfö.
Leiðbeinendur: Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Baldvin Halldórs-
son.
Fyrsti fundur þriðjudaginn 23. mars.
Hópur III:
Ræðuflutningur og fundarstörf II. (Framhaldsnámskeiö, eink-
um ætlað þeim sem sótthafa byrjendanámskeiö eða hafa nokkra
þjálfun iræðuflutningiog fundarstörfum). Starfið er m.a. fólgið i
sjálfstæðum verkefnum og hópstarfi.
Leiðbeinandi: Baldur Óskarsson.
Fyrsti fundur fimmtudaginn 25. mars.
Hópur IV:
Saga verkalýðshreyfingarinnar. Fjallað verður um einstök
timabil og atburði úr sögu verkaiýðshreyfingarinnar.
Leiðbeinandi: Ólafur R. Einarsson.
Fyrsti fundur miðvikudaginn 24. mars.
Hóparnir starfa á timabilinu mars— mai, og koma saman á
kvöldin, cinu sinni i viku.Starfið fer fram i fræöslusal MFA að
Laugavegi 18 VI. hæð og hefst hvert kvöld kl. 20.30. Þátttakendur
innriti sig á skrifstofu MFA Laugavegi 18 VI. hæð, símar 26425 og
26562, sem allra fyrst. Innritunargjald er 500,00 krónur.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni.
Menningar- og fræðslusamband alþýðu.
Tilboð óskast i framkvæmdir við Sjúkrahús Suðurlands,
Selfossi. Innifalið I útboði er einangrun, múrhúðun, gólf-
flísalögn, pipulagnir o.fl.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7
Reykjavik gegn 15.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða
opnuð á sama stað miðvikud. 24. marz, 1976, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Starfsfólk óskast
á innskriftarborð. Góð islensku- og vélrit-
unarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar
ekki i sima.
Blaðaprent h.f.
Síðumúla 14, Rvik.
glóðarkerti
fyrir flesta
dieselbíla
flestar
dráttarvélar
og aðrar
vinnuvélar og
dieselvélar
til sjós og
lands.
Póstsendum hvert á land sem er
84450