Tíminn - 04.03.1976, Page 6
6
TÍMINN
Fimmtudagur 4. marz 1976.
m KESKU$tAPilOlU£CM PAA ÁANeiMtAWMAfTAJA McH «rTOMU
Fréttin og myndin af þeim Sveini Hallgrímssyni og Ragnheiöi
Sveinbjarnardóttur, sem birtist i blaOi finnska miöflokksins.
Mikill áhugi á landhelgismálinu á
ráðstefnu Mið- og Bændaflokka
i byrjun febrúar var haldinn i
Helsinki fundur miöflokka og
bændaflokka i Evrópu, svo og
fundur fulltrúa ýmissa samtaka
bænda t.d. samvinnuhreyfing-
arinnar. Finnski miöflokkurinn
boðaöi til fundarins I samvinnu
viö búlgarska bændaflokkinn,
en fundurinn var haldinn i
framhaldi af Helsinki sátt-
málanum. Fjallaö var um
hvernig framkvæma megi sátt-
málann hjá þjóöum með ólfkar
s tj ó r nm ála sko öa nir og
stjórnarfar, þ.e.a.s. vinna aö
öryggi og samvinnu í Evrópu.
Fulltrúar yfir 30 samtaka frá 22
þjóöum sóttu fundinn. Ragn-
heiöur Sveinbjörnsdóttir og
Sveinn Hallgrimsson fóru héöan
til Helsinki sem fulltrúar
Fra insóknarf lokksins.
— Viö fórum meö þvi hugar-
fari aö kynna málstaö okkar 1
landhelgismálinu sem bezt
sögöu þau Ragnheiður og
Sveinn, þegar viö ræddum við
þau um Finnlandsferöina.
— Finnar hafa verið góöir
stuöningsmenn okkar i land-
helgismálinu og Kekkonen
Finnlandsforseti hefur lýst yfir
stuðningi viö málstaö okkar.
— Móttökurnar sem viö hlut-
um voru mjög góðar. Okkur var
tekiö meö kostum og kynjum
strax á flugvellinum og þangaö
komu fréttamenn aö ræöa viö
okkur. Birtist forsiöufrétt meö
mynd I blaöi Miöflokksins,
Suomenmaa, þar sem viö gát-
um látiö skoöanir okkar i ljós.
Óneitanlega var okkur veitt
meiri athygli en öörum þjóðum,
sem fundinn sóttu, og kom þar
tvennt til. 1 fyrsta lagi lita Finn-
ar á Islendinga, sem þá Noröur-
landaþjóö, sem þeir finna til
mestrar samstöðu meö, og I
öðru lagi mikill áhugi á land-
helgismálinu.
— Fólk frá ýmsum löndum
sýndi þessu máli áhuga og not-
uðum viö hvert tækifæri til að
svala fróöleiksfýsn þess. Kom
það okkur nokkuö á óvart hvaö
flestir þekktu vel til landhelgis-
málsins, og voru ekki siöur
fróður um okkar málstaö en
Breta. Þaö viröist þvi hafa kom-
iö minna aö sök en margur
hefur ætlaö, aö upplýsingastarf-
semi og fjölmiölar Breta hafa
meira fjármagni og mannskap
á aö skipa en samsvarandi
stofnanir hjá okkur.
— Þaö olli okkur nokkrum
vanda aö útvega nægar
upplýsingar um landhelgismál-
ið, viö vorum aö visu meö bækl-
ing meö okkur og dreiföum hon-
um meöal áhugafólks.
Þá var viötal viö Svein
Hallgrimsson i finnska Utvarp-
inu, sennilega einan þátttak-
enda i fundinum. Þar bar land-
helgismáliö enn á góma og
einnig sagöi hann frá kvenna-
frideginum á tslandi.
Kvennafridagurinn virtist
lika hafa vakið athygli i Finn-
landi, og þar sem Ragnheiöur
kom á hárgreiöslustofu, linnti
ekki spurningunum um hann.
Hvemig eiginmenn, karlmenn
og atvinnurekendur heföu eigin-
lega tekið þvi aö konur lögöu
niöur störf? Helztleit úr fyrir aö
konurnar á hárgreiöslustofunni
hefðu ekki trúaö frásögnum
blaða um kvennafridaginn,
svona nokkuð gæti varla átt sér
stað.
—■ Búlgarski bændaflokkur-
inn stóö fyrir ráöstefnunni
ásamt Finnum?
— Já, og Búlgararnir sem á
fundinum voru, höföu mikinn
áhuga á aö gera lýöum ljóst að
flokkurinn væri leyfilegur og
starfaði með miklum blóma,
þótt trúlega sé hann deild i
kommúnistaflokknum. Undir-
búningsfundur haföi raunar
áður veriö haldinn i Búlgariu —
i Varna, og þangað fóru einnig
tveir fulltrúar héöan Ingi
Tryggvason og Kristinn Finn-
bogason.
— t Helsinki voru m.a.
fulltrúar einna sex
Austur-Evrópuþjóða auk
Búlgara. Formaður grisku
sendinefndarinnar var Mavros
fyrrum utanrikisráöherra og
formaður Miöflokksins. Kýpur-
búar vom þarna og sýndu
okkur mikinn samhug, sem
fulltrúar eyþjóðar, sem heföi
eldaö grátt silfur við Breta.
Fulltrúi bændasamtaka á
vesturströnd Irlands varö fljótt
aldavinur okkar og sagöi i
gamni.aöekki harmaöi hann ef
íslendingar gætu leitt svo sem
eitt eldgos undir Downingstræti
10 i London.
Kekkonen Finnlandsforseti og
Miettunen forsætisráöherra
voru viöstaddir setningu
fundarins, sem er fyrsta fjöl-
menna ráöstefnan sem haldin
hefur verið i framhaldi af
Helsinkisáttmálanum. Virolain-
en formaöur finnska miðflokks-
ins flutti þar ræöu, glæsilegur og
aðsópsmikill stjórnmálamaöur.
Skipulag fundarins var aö
ööru leyti þannig, að fulltrúar
stjórnmálaflokkanna og sam-
takanna, sem aðild áttu að fund-
inum, fengu fimmtán minútna
ræðutima hver til aö skýra frá
hugmyndum sinum um sam-
starf Evrópuþjóöa. Flestir þess-
ir flokkar og samtök eiga upp-
haflega rætur sinar I sveitum og
með sveitafólki. Það var þvi
ekki óe.ölilegt að mest áherzla
var lögð á náttúruvernd, nýt-
ingu náttúruauölinda, og sam-
vinnu i landbúnaði og skógrækt.
— I okkar ræöutima komum
viö aö sjálfsögöu aö landhelgis-
málinu enda teljum viö þaö falla
beint undir náttúruvernd og
nýtingu náttúruauðlinda, sögöu
þau Ragnheiöur og Sveinn.
— I lok fundarins var svo tek-
in saman viljayfirlýsing eöa
ályktun i anda þessara viðhorfa.
Það sem þó mestu máli kann
að skipta, er að á fundi sem
þessum komast á kynni milli
fólks og aðila I Austur- og Vest-
ur-Evrópu þannig aö grundvöll-
ur fyrir frekari samvinnu skap-
ast. _ SJ.
Rætt við búnaðarþingsfulltrúa:
SVEITIRNAR OG ÞORPIN
STYRKJA HVERT ANNAD
SIGURJÓN Friöriksson Ytri-Hliö
situr á búnaöarþingi fyrir Aust-
firöinga. Hann á sæti i stjórn Bún-
aöarsambands Austurlands, og
viö spurðum hann fyrst, hvort
hann væri uggandi um framtiö
búskapar á Austurlandi.
— Þaö sem ég óttast fyrst og
fremst er það, aö mjólkurfram-
leiðslan dragist svo saman, aö
ekki verði næg mjólk á Austur-
landi til aö anna eftirspurninni.
Við höfum dæmið fyrir okkur frá
Vestfjörðum þar sem mjólkur-
framleiðslan er orðin svo litil, aö
flytja verður þangaö mjólk I stór-
um stil úr öörum landshlutum.
Slikt er mjög dýrt fyrir þjóðfélag-
ið, og má alls ekki eiga sér staö.
A Austurlandi er ástandiö
þannig, að þar fækkar mjólkur-
framleiöendum stööugt og fram-
leiöslan dregst saman. Þvi er
þessi ótti ekki ástæöulaus. Viö
höfum rætt þetta vandamá) i
stjórn Búnaðarsambandsins og
viöar, og reynt aö finna leiöir til
úrbóta.
Ég hygg, að helzt kæmi þar til
greina aö hafa verulegan verö-
mun á framleiöslunni, þannig aö
bændur I erfiðum sveitum, þar
sem þó er nauösyn að hafa mjólk-
urframleiöslu, fái hærra verö
fyrir sina framleiöslu. Slikt
myndi borga sig fyrir þjóöfélagiö,
ef meö þvi mætti losna viö mikinn
flutningskostnað. Þetta hefur t.d.
verið gert i Norðfirði, og hefur ör-
ugglega stuðlaö aö þvi að halda
þar við mjólkurframleiðslu.
En þaö yrði ekki einungis þess
valdandi, aö flytja þyrfti mjólk til
þessara staða, ef mjólkurfram-
leiöslan dregst saman, heldur er
annarri byggö þá hætt. Við höfum
mörg dæmi um þaö, aö þegar bú-
skapur leggst niður, er þorpunum
mjög hætt. Þvi styrkir það hvað
annað, öflug þorp og kaupstaðir
og öflugar sveitir.
— Nú ert þú búsettur I Vopna-
firði. Er hætta á mjólkurskorti
þar?
— Nei, a.m.k. ekki að svo
stöddu. Þar er framleidd mun
meiri mjólk en fyrir þann mark-
að, sem þar er. Hins vegar erum
við mjög einangraðir I Vopna-
firði, og þvi varla um að ræöa aö
flytja mjólk þaöan til annarra
staöa á Austurlandi. Þessi ein-
angrun stendur okkur einnig fyrir
þrifum á margan annan hátt.
Sigurjón Friöriksson
Einnig stendur okkur fyrir þrif-
um samgönguleysi innan sveitar.
Vegirnir eru svo slæmir, aö þaö
er ekki hægt fyrir okkur aö fylgj-
ast með þróuninni i mjólkurfram-
leiðslunni. Það er t.d. alls ekki
hægt fyrir okkur að taka upp
tankvæðingu, nema vegirnir
verði verulega bættir. Það má
segja, að vegakerfið sé lifæð
sveitanna, og eftirástandi þeirra
fer það, hvort byggðin eflist, eða
lognast útaf.
— Er hægt aö auka búskap i
Vopnafiröi frá þvi sem nú er?
— Já, og það verulega. Sér-
staklega á það viö um sauðfjár-
búskap. Þar eru lönd stór og af-
réttalandið mikið. Mætti þvi
fjölga fé a.m.k. um þriðjung, án
þess aö nokkur hætta væri á of-
beit, eða afurðir fjárins minnkuðu
vegna landþrengsla.
— Er fé vænt i Vopnafirði?
— Já, flestir bændur fá miklar
afurðir af fé sinu. Flestir hafa yfir
helming af ánum tvilembdar, og
nokkrir allt að og yfir 80% af þeim
meö tveimur lömbum. Þrátt fyrir
svo góða frjósemi eru dilkar væn-
ir, og sláturhúsið á Vopnafiröi er
oftast meö hæstu sláturhúsunum i
meðalvigt.
— Þú nefndir áöan, aö sveitirn-
ar og þorpin styrktu hvert annað.
Hvernig er þessu háttaö i Vopna-
firöi?
— Við bændur i Vopnafirði telj-
um það veigamikið atriði að efla
þéttbýliskjarnann. Slikt styrkir
okkar stöðu. Nú er þorpið mjög
vaxandi, og þar er verið að gera
átak i atvinnuuppbyggingu með
þvi að sameina öll aðalatvinnu-
fyrirtæki staðarins. Skuttogari er
gerður út frá Vopnafirði, og sótt
hefur verið um fyrirgreiöslu til að
kaupa annan. Þar er frysti- og
fiskvinnsluhús i byggingu, og
bjartsýni rikir hjá fólki að takast
megi að skjóta mjög traustum
stoðum undir allt atvinnulif.
— Nú eru samgöngur erfiðar á
Austurlandi. Hvernig gengur
ykkur aö halda uppi félagslegum
samskiptum?
— Vissulega er samgöngu-
vandamálið mikið, en samt sem
áöur er Búnaðarsamband
Austurlands elzta búnaðarsam-
bandið. Aðal aðsetur þess er á
Egilsstöðum, og þar i kring eru
þrir af stjórnarmönnunum bú-
settir. Hins vegar er lengra fyrir
okkur hina að fara á fundi, og yfir
vetrarmánuðina fer ég alltaf
fljúgandi. Siðan flugrekstur hófst
á Egilsstöðum, hafa allar sam-
göngur og félagsleg samskipti
orðiö mun auðveldari en áður, og
væri æskilegt að auka þá þjón-
ustu, jafnframt þvi sem sam-
göngur á landi væru bættar.
— Hvert er nú brýnasta hags-
munamál landbúnaöarins?
— Eitt brýnasta hagsmuna-
málið er að stórauka innlenda
fóðurframleiðslu. Jafnframt
verður að gera aðstöðu bænda
sem jafnasta, hvar sem þeir búa.
Ég get nefnt sem dæmi, að við i
Vopnafirðinum fengum okkur
grasköggla frá verksmiðjunni i
Flatey i Hornafirði. Fyrir flutn-
inginn þaðan þurftum við að
greiða 3.600 kr. fyrir hverja lest.
Fóðrið er þvi þessari upphæð dýr-
ara fyrir okkur, en þá sem
skammt frá verksmiðjunni búa.
Sömu sögu má segja af fjöl-
mörgum öðrum vörum, sem viö
þurfum aö flytja langa vega-
lengd. En það sem mér finnst frá-
leitast, er að af þessum flutning-
um þarf aö greiða gifurlegan
söluskatt. Þaö gerir aöstööumun-
inn ennþá meiri.
Kristinn Snæland sveitarstjóri:
Athafnir, en ekki öfund
Flateyri—K.Sn. — Vegna at-
hugasemdar Hjörleifs ólafsson-
ar hjá Vegagerð rikisins i Tim-
anum föstudaginn 13. febr., vil
ég taka fram eftirfarandi:
Frétt sú sem Hjörleifur gerir
athugasemd við, var simuö, og
til stóö aö hafa hana meö mynd
af hinum nýja snjóblásara á
Isafiröi.
Siðari hluti fréttarinnar er
það, sem Hjörleifur finnur aö,
og er svohljóöandi:
„Snjóblásarinn er nú aö opna
Botnsheiöina, en til Suöureyrar
á aö opna tvisvar i viku, og þyk-
ir Flateyringum súrt i brotið, að
fá ekki sömu þjónustu og Suöur-
eyringar á þessu sviði.”
Þessi hluti fréttarinnar er
mjög brenglaður, en i staö
tvisvar I viku átti aö standa
tvisvar I mánuöi, enda hef| ég
áöur nefnt þaö i frétt um snjó-
blásarann, aö með honum ætti
að vera unnt aö opna Botnsheiöi
vikulega i staö hálfsmánaöar-
lega (Tfminn 24/12 ’75).
I þeirri frétt benti ég á, aö
snjóblásarinn væri enn óaf-
greiddur á hafnarbakka i
Reykjavik auk þess sem að ofan
greinir.
Lokaorðin i fréttinni, sem
Hjörleifur gagnrýnir, urðu svo
alröng. Þaö, sem okkur hér þótti
beiskt, var þaö, sem nú greinir:
Breiöadalsheiöi var opnuö á
fimmtudegi. Um kl. 21.00 á
föstudegi fóru margir bilar um
heiðina, en um klukkan 17 féll
snjóflóö um þaö bil 30 m breitt á
veginn i svonefndri Kinn, þá
voru 6 bílar héðan fyrir noröan
heiöi, og tveir frá Isafiröi hérna
fyrir vestan. Haft var samband
við vegageröina á Isafiröi til
þess aö fá þetta 30 m haft opnað
(en á heiöinni var aö öðru leyti
„sumarfæri”), en þeirri bón var
synjað, enda heimila snjó-
mokstursreglurnar „aö sunn-
an” ekki nema eina opnun i viku
á Breiðadálsheiði.
A laugardaginn fór svo snjó-
blásarinn upp á Botnsheiöi en þó
aö aðeins væri 1.5 km frá Botns-
heiöarveginum aö snjóflóöinu,
sem blásarinn hefði aöeins veriö
15 minútur aö ryöja, þá máttu
vegageröarmenn okkar ekki
vinna þaö verk vegna reglnanna
„aö sunnan”. Þetta sárnar okk-
ur hér.
Ég hef skrifað mjög margar
greinar um samgöngur hér á
landi, t.d. á siöasta ári samtals
12greinar eða fréttir. 1 þeim hef
ég, eftirþvi sem efni hafa staðið
til, gagnrýnt eða hælt Vega-
gerðinni og oft beinlinis eftir
svörum frá henni við ýmsu, en
aldrei hefur Vegagerðin séö
ástæöutiiaösvarafyrrennú, er
frá mér kemur snarbrengluö
frétt.
Þá er hægt aö svafa, og ekki
nóg með þaö, heldur telur full-
trúi Vegagerðarinnar sig þess
umkominn aö setja okkur Flat-
eyringum lifsreglurnar og segir
I athugasemd sinni: „Flateyr-
ingar gætu þvi hætt aö öfunda
þá á Suöureyri og þess I staö
reynt aö leggja þeim lið I
baráttunni viö aö fá ekki verri
þjónustu en Flateyringar.”
Eins og áöur sagöi, hefur þó
komið fram sú ósk I frétt frá
Flateyri, aö snjóblásarinn nýi
veröi tilþess, aö unnt sé aö opna
Botnsheiði vikulega.
Aö lokum þetta: Brenglaöa
fréttin birtist I Timanum 12.
febr. s.l. og svar vegagerðar-
innar, eða Hjörleifs ólafssonar
13. febr., það er daginn eftir. Nú
skora ég á Hjörleif ólafsson aö
finna bréf hreppsnefndanna i
önundarfirði og Dýrafiröi, sem
þær rituðu Vegagerðinni i nóv-
ember 1974 meö óskum um
breytta snjómokstursreglur
(þvi hefur ekki verið svarað
enn) og sjá um aö svar veröi nú
gefið við þvi. Ella er eins vist,
aö frá mér komi óbrengluð
grein, er erfitt væri að komast
hjá að svara.