Tíminn - 04.03.1976, Síða 8

Tíminn - 04.03.1976, Síða 8
8 Fimmtudagur 4. marz 1976. Þorsteinn Þorsteinsson ó Húsofellli: Ásgrímur Jónsson mólari - Ásgrimur Jónsson fimmtán ára á Eyrarbakka. Asgrimur fæddist á Suð- ur-RUtsstaðakoti i Flóa 4. marz 1876. Foreldrar hans voru Jón Guönason, góðkunnur sómamað- ur, og Guðlaug Gisladóttir. Hún var söngelsk kona sem Asgrimur taldi að hefði verið m jög lik sér og úr þeirri ætt hefði hann fengið listagáfuna I arf. Asgrimur var elztur 7 barna, en 5 þeirra komust til fullorðinsald- urs. Yngstur barnanna var Jón, málarameistari i Reykjavik og kunnur tómstundamálari og sómamaður. Fjórtán ára fór Asgrimur alfar- inn að heiman til að vinna fyrir sér. Fyrst vann hann á Eyrar- bakka hjá Nielsen kaupmanni. Þegar hann fór þaðan réðist hann á skútu og stundaði sjómennsku á skútum i þrjár vertiöir. Tvö ár var hann á Bildudal hjá Pétri Thorsteinssyni. Hvar sem hann dvaldist á þess- um árum var hann sifelit að reyna að búa til listaverk. begar hann var barn i heimahúsum gerði hann likan af Hróarsholts- klettum meö bænum og kirkjunni. Einnig málaði hann mynd af Heklu með taublákku og krit. A Eyrarbakka hreif hann fólkið svo mikið með myndum sinum, aö kona Nielsens kaupmanns fór meö mynd eftir hann til Reykja- vikur til að sýna hana mönnum er höföu vit á list. beir áttu að segja til um það hvort þessi ung- lingur væri ekki efni I listamann. Myndin var máluð eftir Krists- likneski, og þeir sem áttu að dæma þóttustekki geta séð það af þvi að þetta var eftirmynd. Þegar Asgrimur var á Bildudal vann hann fyrst i stað við upp- skipun á salti og kolum o.fl., en þegar það fór að kvisast að hann væri aö föndra við listmálun var hann fenginn til að mála hús og skip, og um vetrartima var hann heimiliskennari á Bildudal. Börn hjónanna, Péturs og Asthildar keyptu eftir hann myndir, en i þeirra hópi var Guðmundur Thor- steinsson, sem siðar varð dáður listmálari. Rúmlega tvitugur eða I árs- byrjun 1897 fór Asgrímur til Danmerkur til að læra málara- list. Hann fór án þess að njóta styrks frá neinum, og I Kaup- mannahöfn vann hann fyrir sér með þvi aö mála húsgögn á verk- stæði 1 þrjú ár en sótti kennslu i myndlist á kvöldin. 1 Akademi- una komst hann haustið 1899 og var þar i þrjú ár, en féll ekki vel að vera þar. 1902—1907 var hann i Danmörku á vetrum en ferðaöist um Island á sumrin og málaöi. Á þeim árum veitti Alþingi honum nokkurn styrk og 1908 fékk hann enn rikisstyrk til ttaliufarar og dvaldist hann ár á Italíu. í tæp 50 ár eftir þetta, starfaöi hann að list sinni og allan þann tima var hann meðal virtustu listamanna þjóðarinnar og hefur aldrei falliö neitt ský á oröstir hans, og aldrei hefur hann notið meiri aðdáunar en nú þegar hann hefur legiö 18 ár i gröf sinni. Þaö var mikiö lán fyrir þjóöina að Asgrimur safnaði af kostgæfni fjölda af myndum eftir sig og arf- leiddi þjóðina af þeim ásamt öll- um slnum eignum. Þessar mynd- ir eru nú varðveittar i húsi As- grims við Bergsstaðastræti, og hefur Asgrimssafn verið undir myndarlegri stjórn frænku hans, Bjarnveigar Bjarnadóttur. Tómas skáld Guðmundsson skráði minningar Asgrims og birtust þær i bókinni „Myndir og minningar” hjá Almenna bókafé- laginu 1956. Einnig samdi Gunn- laugur Scheving listmálari for- mála að listaverkabók með myndum eftir Ásgrim, sem var gefin út af Helgafelli 1949. Ég kynntist Ásgrimi þegar ég var ungur á árunum 1930—1950. A þvi timabili dvaldist hann á Húsafelli á hverju sumri þegar hann hafði heilsu til. Hann var hrokalaus maður sem virtist lita á alla kunningja sina sem jafn- ingja, en viðkvæmur og næmur gagnvart ókunnugum og gekk oft hjá þeim nokkuð reigður með þungum svip. Við suma var hann fljóttekinn og ræðinn viö fyrstu sýn. Við aöra var hann eins og lokuð bók og vildi ekki koma ná- lægt þeim. Hann var óspar á að tala um hugðarefni sin við heimilisfólkiö, jafnt börn sem fullorðna. Ahugaefni hans voru fyrst og fremst listir, ekki siður hljómlist en myndlist. Um tima á Hafnarárunum var hann að hugsa um að gera hljómlist að ævistarfi og var búinn að kaupa sér fiðlu. Hann lék þó aldrei á hana, en lærði hins vegar að leika á orgel og pianó. önnur hugðarefni hans voru einkum saga, bæði mannkyns- saga, íslandssaga og þjóðsögur. Fáir á heimilinu voru ósnortnir af þessum brennandi áhuga á listum og enginn var ósnortinn af per- sónuleika þessa örláta og góða manns. Þorsteinn, faðir minn, skrifaði um hann i Lesbók Morgunblaðsins 11. mai 1958 og segir þar i lokin: „Asgrimur Jónsson er i' öllu einn hinn mesti persónuleiki og ágætismaöur sem ég hef kynnzt.” Liklega má flokka i þrennt það sem Ásgrimur taldi vera undir- stöðu listarinnar, eftir þvi sem hann kenndi heimilisfólkinu á Húsafelli. Það fyrsta var tæknin og þekkingin, annað var virðingin fyrir listinni og þriðja var að listamaður yrði að vera i „stemmningu” til aö geta gert listaverk. Hann hafði með sér i sumar- dvölina málverkabækur og eftir- myndir af listaverkum gömlu snillinganna. Einu sinni komum við að honum á rigningardegi þar sem hann var að gera eftirmynd af mynd eftir Renoir. Ekki sagði hann að sannur listamaður þyrfti að óttast að sökkva sér þannig niður i verk annarra. Það væri tæknin sem væri hægt að læra með þvi að gera „kópíur”. Hann talaði um það eins og fráleitan hlut, að menn gætu málað vel án mikillar þekkingar og þekking gömlu meistaranna var honum eilift aðdáunarefni. Oft heyrði ég hann harma örlög mynda Turn- ers, Englendingsins, sem timdi ekki aö vanda myndir sínar svo að þær eru aö verða ónýtar. Góð- ar myndir eiga aö batna meö aldrinum og þá verður allt i þeim að vera vandað og gert af þekk- Þorvaldur Skúlason og Asgrimur. ingu. Hann sagðist mála fimm sinnum i hverja mynd að minnsta kosti þegar heim kæmi á haustin til að þær yrðu sem vandaðastar og endingarbeztar. Sffellt var hann að dást að þekkingu og tækni tónsnilling- anna. Hann hafði með sér upp- trekktan grammófón og nokkur tónverk gamalla meistara. Þetta spilaði hann fyrir heimilisfólkið og sat hljóður og hátiðlegur og hlustaði. Virðing hans fyrir listum var honum oft umræðuefni. List var eitthvað frábært og mikið. Miklir listamenn voru hinir sönnu af- reksmenn. Islenzkir samtiða listamenn nutu fyllstu virðingar hans. Fúskarar án þekkingar og hugljómunar voru hins vegar aumkunarverðir. Þeir voru glansmyndasmiöir eða hávaða- framleiðendur sem meiddu augu og eyru. Jón Þorleifsson listmálari var eitt sinn staddur á Húsafelli. Þá barsteinhvermálari i tal sem As- grimur hafði dæmt hart. „Hann getur verið góður fyrir þvi,” sagði Jón, „Asgrimur getur verið einstrengingslegur eins og mál- arar eru yfirleitt.” Aldrei lýsti Asgrimur „stemmningunni” en talaöi hins vegar oft um hana. bað kom fyrir að hann kæmi heim allur i upp- námi og sagði þá frá eitthvað á þessa leið: „Ég var að mála og var kominn i stemmningu. Þá komN.N.ogfór aðhorfa á mig og tala við mig. Ég komst úr stemmningunni og gat ekki málaö meir.” Allir á heimilinu forðuðust að trufla Asgrim þar sem hann var að mála. Þegar hann kom heim að loknu dagsverki með myndina um öxl var hann þungbúinn á svipinn og enginn vildi trufla hann eða stöðva. Krakkarnir reyndu þó að vera þannig að þeir sæju myndina og þeim fannst hún alltaf ákaf- lega falleg. Eftir nokkra hvíld eftir hugljómun dagsins og erfiöi hafði Asgrimur skipt um gervi. Hann kom að borða og lék við hvem sinn fingur og fræddi fólkið um listir eða sögu, eða gekk út á hlað og stóð þar lengi og horfði á litbrigði náttúrunnar og útskýrði fyrir heimilisfólkinu hvað hann sæi, og það var miklu meira en hinir sáu. Slæmt finnst mér nú að hafa aldrei yfirheyrt hann meira um þetta ástand sem hann kallaði stemmningu. Var þetta aðeins vinnugleði við flókið og vanda- samt starf eða var hún eins og eitthvert afl sem kom yfir hann ogstýrði höndunum eins og annar góður málari sagði: „Mér finnst stundum eins og gamlir spænskir snillingar standi hjá mér og stýri penslinum!” Okkur skildistá As- grimi að stemmningin væri eitt- hvað afskaplega mikið og merki- legt. En Asgrimur kenndi það sem raunar erkunnugt, að i öllum listaverkum er „stemmning” og það er hún sem fyrst og fremst gerir verkið að list. 1 myndum Asgrims er „stemmningin” sem hann talaði um en lýsti aldrei. Hann þurfti þess i rauninni ekki. Myndirnar sjálfar lýsa henni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.