Tíminn - 04.03.1976, Síða 13
Fimmtudagur 4. marz 1976.
TÍMINN
13
Ib! i, 111
Er CIA hér að verki?
Kæri Landfari!
Fyrir verkfall birtir þú ágætt
bréf eftir Þorstein Hákonarson,
þar sem hann fjallaði um árás-
irnar á dómsmálaráðherrann
og þaö, sem að baki þeim gæti
legið. Lætur Þorsteinn að þvi
liggja.aö maðurinn aðbaki róg-
skrifunum sé Kristján Péturs-
son, tollgæzlumaður á Kefla-
vikurflugvelli og jafnframt, að
samband Kristjáns við viss
bandarisk yfirvöld hafi ekki á-
vallt veriö með öllu eðlileg.
Bréf Þorsteins rifjaöi þaö
upp, að i siðustu viku sá ég neð-
anmálsgrein I Dagblaðinu, þar
sem ræddar voru likurnar á þvi,
að leyniþjónusta Bandarikjanna
(CIA) hefði á einn eða annan
hátt stuðláð að árásunum á
dómsmálaráðherrann, og á-
stæða sennilegust sú, aö döms-
málaráöherrann hefur verið
harðasti talsmaður þess innan
rikisst jórnarinnar, að ekki yrðu
gerðir nauðungarsamningar við
Breta I fiskveiöideilunni. Land-
helgisdeilan hefði hins vegar
leitt til þess, að margir Islend-
ingar hafa tekiö afstöðu sina til
hersetunnar og Atlantshafs-
bandalagsins til alvarlegrar
endurskoðunar.
Nú eru ákaflega sterkar likur
til þess, að leyniþjónusta
Bandarikjanna hafi um árabil
haft erindreka sina hér á landi
til þess að fylgjast með atburða-
rásinni, og reynt að snúa henni
sér i hag. Þannig hefur þetta að
minnsta kosti verið i mörgum
löndum, þar sem flett hefur ver-
ið ofan af starfsemi þessarar
leyniþjónustu.
Þar hefur það sýnt sig, að nyt-
samir sakleysingjar i heima-
löndunum hafa gjarna verið
notaðir til óþurftarverkanna,
hvort sem það hefur verið til
þess að koma málum til réttra
aðila, koma af stað upplognum
fréttum og gróusögum eða
rægja ákveðna menn, hafi
leyniþjónustan séð sér hag I þvi
að rýra traust á þeim í heima-
löndunum.
Mér finnst ýmislegt benda til
þess, að ýmislegt sé til i þvi,
sem fjallað er um I neðanmáls-
grein Dagblaðsins og grein
Þorsteins. Ég get engan veginn
varizt grunsemdum um slikt
meðan annað kemur ekki ótvi-
rætt fram. Og vissulega væri
hlutur þeirra skárri, fóst -
bræðranna fjögurra — Kristjáns
Péturssonar, Vilmundar Gylfa-
sonar, Arna Gunnarssonar og
Sighvats Björgvinssonar, — ef i
ljós kæmi, að þeir væru aðeins
nytsamir sakleysingjar, en ekki
höfundar að róginum.
Ásökun þess efnis, að dóms-
málaráðherrann hafi I krafti
embættis sins gert tilraun til að
stöðva rannsókn á máli, sem
hugsanlega gæti veriö morð-
mál, er vissulega alvarleg. Til-
laga min er þvi sú, að skipuð
verði af Alþingi opinber rann-
sóknárnefnd, er kanni aödrag-
anda og upphaf þessa máls, og
þá sérstaklega, hvort leyniþjón-
usta Bandarik janna hafi átt ein-
hvern þátt i að koma rógsher-
ferðinni af stað eöa haft önnur
afskipti af islenzkum málum á
seinni árum. Svarthöfði.
Lofsverð lokun
Það er merkilegt fyrirbæri, að
i fjölda blaða undanfarna daga
hefur alls konar fólk verið stór-
lega að barma sér yfir þvi, að á-
fengisbúðum rikisins var lokað
og vínveitingar stöðvaðar i
öldurhúsum. Miklu minna hefur
verið kvartað yfir þvi, að
mjólkurbúðir voru lokaðar. í
einu dagblaðanna, Visi, birtust
samdægurs ekki færri en fimm
greinar með stórum fyrirsögn-
um sem ekki snerust um annað
en þennan brennivinsjarm — og
allar áeinnveg.Það er eins og
þjóðlifið gangi fyrir brennivini.
Þetta er hneykslanleg afstaða
og það, sem verra er: Þetta er
ægilegur vitnisburður um hug-
arfar þess fóiks, sem bak við
þessi skrif stendur.
Auðvitað var sjálfsagt að
stöðva áfengisausturinn i verk-
fallinu. Það hefði verið ófyrir-
gefanlegt að egna fyrir að-
gerðalaust fólk, sem ekki er allt
nógu sterkt á svellinu, með á-,
fengi, meðan vandséð var,
hvenær vinna hæfist aö nýju, og
enginn veit, hvað margt fólk
þarfnast fjárhagsaðstoðar áður
en lýkur. Og þá einmitt
sama fólk og lausast er á
peningana, þegar áfengi er ann-
ars vegar.
Að auki kynni það að vera
miður hollt fyrir gang sjálfrar
samningagerðarinnar i löngum
og þreytandi verkföllum, þegar
fólk verður aö hima og biða
langar stundir, að hafa opna
bari á næstu hæðum.
Allra hluta vegna var rétt aö
stöðva áfengissölu og áfengis-
veitingar, og það ætti að gera i
öllum verkföllum. Ég flyt dóms-
málaráðherra þakkir minar.
Birgir.
Hugmynd
innflytjenda:
Gjald á
brezka
vöru til
styrktar
Land-
helgis-
gæzlunni
JH-Reykjavik. — Ég legg það
til, að lagt verði sérstakt gjald á
vöru og varning, sem við flytj-
um inn frá Bretiandi, sagði
Magnús Þorgeirsson, forstjóri
Pfaff, viö Timann i gær. — Þetta
gjald sé siðan notaö til þess að
efla Landhelgisgæzluna.
Magnús bætti þvi við, að sér
fyndist ekki óeðlilegt, þótt
kostnaöur við varnir og verndun
fiskimiðanna væri að einhverju
leyti tengdur brezkum hags-
munum, og þar breytti engu
um, þótt hann flytti sjálfur inn
brezkan varning I bland.
Veitingahúsin
hafa haft
verulegar
fjárhæðir upp
úr svikunum
Gsal-Reykjavik — Veitingahúsin
þrjú, sem uppvis hafa orðið að
stórfelldum svikum með notkun
ólöglegra sjússamæla, eru Sesar,
Klúbburinn og Sigtún, að sögn
Bjarka Eliassonar yfirlögreglu-
þjóns, sem fór með frumrannsókn
i málinu, en það hefur nú verið
sent sakadómi Reykjavikur.
Að sögn Bjarka hefur ekki kom-
ið fram, hversu lengi þessi svik
hafa viðgengizt, en þó hefir veit-
ingahúsið Sesar viðurkennt að
hafa notað ólöglega sjússamæla
allt frá opnun hússins. Tekið skal
þó fram, að ekki voru allir sjússa-
mælar Sesars ólöglegir.
Óhætt mun að fullyrða, að veit-
ingahúsin hafi svikið verulegar
fjárhæðir út á þennan hátt, en i
ljós kom, að sjússamælar áður-
nefndra veitingahúsa rúmuðu
mun minna áfengi en löglegt er,
eða allt að 20% minna.
Bjarki sagði, að i sumum tilfell-
um hefðu veitingahúsin útvegað
þjónum sinum ólöglega sjússa-
mæla, en i öðrum tilvikum hefðu
þjónarnir notað eigin sjússamæla
— ólöglega.
F I A T
7 /3 /2J gæðabíllinn frá Fiaf
farangursrými, gott loftræstikerfi,
frábært útsýni og tvöfalt hemlakerfi,
sem eykur öryggið —
atriði sem skipta máli á ferðalögum
Að innan er___________
'sérlega rúmgóður, vel
iljóðeingraður, allur teppalagður og með
jlæsilegu sætaáklæði.
aME
er með færanlegum sætisbökum
og stýri —
til að uppfylla
kröfur ökumanns um þægindi.
Áferðafallegt og aðgengilegt
mælaborð
FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.
Síðumúla 35 Símar 38845 — 38888