Tíminn - 14.03.1976, Page 2

Tíminn - 14.03.1976, Page 2
2 TÍMINN Sunnudagur 14. marz 1976 Rætt við bunadarþingsfulltrúa Skórinn kreppir víða að í samgöngumólum GHÍMUK Arnórsson bóndi á Tindum i Geirdalshreppi i Austur-Barðastrandarsýslu situr á búnaðarþingi fyrir Búnaðar- samband Vestfjarða. Við spurð- um Grim fyrst að þvi, hvert hans álit væri á þeim áldbúnaðaráætl- unum, sem nú væri viða verið að gera fyrir einstök landsvæði. — Ég tel þeirra hlutverk fyrst og fremst þaö aö styrkja þær byggöir, sem standa höllum fæti og þurfa á sérstakri fyrirgreiöslu a ö h a 1 d a . Hins vegar viröist mér þær vera nú aö fara yfir á annaö sviö og hafi á siöustu árum veriö gerðar allt of viötækar. Þannig hafa verið tekin fyrir heil byggðalög, sem alls ekki er hægt að segja að standi á nokkurn hátt höllum fæti. Aætlunargerö er að visu ekki komin neitt áleiðis ennþá en uppi eru áætlanir um að hefja viðtæka áætlunargerö á mörgum land- svæöum. Þetta tel ég rangt og fremur ætti að leggja áherzlu fyrst á þau svæði, sem aftur úr hafa dregizt. Það fer ekki milli mála, að þeir bændur,sem aftur úr hafa dregizt með byggingar og aörar fram- kvæmdir eru dæmdir úr leik, nema þeir fái sérstaka fyrir- greiðslu. — Nú hefur Inndjúpsáætlunin verið í gangi f nokkur ár, og þið Vestfirðingar fengið nokkra reynslu af áætlanagerð. Hvernig finnst þér Inndjúpsáætlunin hafa tekizt? — Ég tel að þaö heföi verið hægt aö beina þeirri áætlunar- gerð meira einn á mjólkurfram- leiðsluna strax i upphafi. Það er mjög alvarlegur mjólkurskortur á ísafjarðarsvæðinu, ogúrhonum verður að bæta. Hins vegar hefur það fariö svo, að aðaluppbygging- in eftir Inndjúpsáætlun hefur verið sú, að fjárbúin eru stækkuð og aukin. — Nú hefur skipulagning bú- vöruframleiðslunnar verið mikið rædd hér á búnaðarþingi. Hvert er þitt álit á henni? — Það er mjög brýnt mál og mikil nauðsyn að fara að vinna raunhæft að þvi. Ég tel að það verði helzt gert með mismunandi verðlagi og misgóðri lánafyrir- greiðslu. Það má að sjálfsögðu búast við þvi, að bændur verði ekki allir mjög hrifnir af þessu, þvi að þeir hafaekkihaft orð á sér fyrir að vilja láta segja sér fyrir veikum, en það ætti að vera hægt að sveigja þetta eitthvað til. — Er eðlilegt verðhlutfall milli mjólkur og sauðfjárframleiðslu? — Eg er i'arin að hallast að þvi, að það sé að verða óhagstætt mjólkurframleiðendum. Ég var lengi viðkvæmur fyrir þvi að það væri hallað á sauðféð, enda eiga margir bændur þess ekki kost aö hafa aðra búgrein en sauðfé, vegna samgangnanna. Þróunin i mörgum grónum mjólkurfram- leiðsluhéruðum bendir nú til þess, að mjólkin sé ekki nægilega hátt verðlögð miðað við sauðfjár- afuröir. Þvi veröur að fara að breyta þessu. En til þess að forða einstökum landsvæðum frá mjólkurskorti þá verður að vera heimild i lögum til að greiða megi staðaruppbót á mjólk. Þannig eiga t.d. bændur við tsafjarðardjúp að fá hærra verð fyrir mjólkina, en sunn- lenzkir bændur. Slikt ákvæði er ekki til i núgildandi lögum en það verður að setja. Þvi er það mikið atriði að fara nú að dusta rykið af frumvarpi til framleiðsluráðslaga, sem lögð voru fram i tið vinstri stjórn- arinnar, en þar var ákvæði, sem gekk i þessa átt. — Er búskap hætta búin á Vestfjörðum? — Vissulega, og nú siðast lagð- ist ein sveit alveg i eyði i haust. Það er Múlahreppur i A.-Barða- strandarsýslu. Þar hafði byggð- um býlum smáfækkað þar til þrir siðustu bæirnir lögðust i eyði i haust. Ollum, sem til þekkja, er ljóst, hvaöa hætta er á ferðum ef byggð grisjast og fer I eyði. Þá er næstu byggöum einnig hætt, þvi áð margvisleg vandamál skapast. — Nú seljið þið Barðstrending- ar mjólk til Búðardals. Þar var innvegin mjólk 11,79% minni 1975 en hún var 1974. Er ekki uggur i bændum út af þessari þróun? — Jú, þarna eru blikur á lofti. Vera má þó að hluti af þessari minnkun eigi rætur að rekja til þess,að tankvæðing var tekin upp á svæðinu á árinu. Reynslan hefur viða verið sú, að þegar tankvæðing er tekin upp minnkar mjólkurframleiðsla i bili, en nær sér siðan aftur á strik. Hins vegar eru landþrengsli viða i Barðastrandarsýslum og þvi ekki mikið svigrúm til að auka sauðfjárrækt frá þvisem nú er. — Nú eru samgöngumálin viða crfiö á Vestfjörðum. Hvað getur þú sagt okkur um þau. — Skórinn kreppir viða að i Grlmur Arnórsson bóndi Tindum, samgöngumálunum hjá okkur og þar þarf miklar úrbætur að gera. Við höfum lengi haft hug á að fá brú yfir tvo firði, þ.e. Gilsfjörð og Þorskafjörð. Slikt myndi gjör- breyta öllum samgöngum á Vest- fjörðum, og stytta leiðina til ísa- fjarðar til muna. Þessir firðir eru ekki mjög djúpir, og ætti þvi að vera auðvelt að byggja þar brú yfir. En vissu- lega mun þetta verða æði dýr framkvæmd, og þvi er hætt við að erfiðlega gangi að fá ráðamenn til að samþykkja slika brúargerð. En ef vilji er fyrir þvi að halda Vestfjörðum i byggð verður að leggja gifurlega aukna áherzlu á samgöngumálin. Sé það ekki gert er ekki hægt að taka fögur orð sem byggðastefnu alvarlega. M.Ó. Kvikmyndagerðarmenn byggjo sameiginlega — Kvikmyndaver rís við sjónvarpshúsið OÓ—Reykjavik — Vinnustofur fyrir kvikmyndagerö munu brátt risa á lóðinni nr. 31 við Skipholt. Þaö er kvikmyndagerðin Vlðsjá, sem fengið hefur leyfi fyrir bygg- ingunni, en alls munu um 15 sjálf- stæðir kvikmyndagerðarmenn fá þarna inni fyrir starfsemi slna, og er um að ræöa nokkurs konar sam vinnufélag þeirra, þótt Viðsjá hafi byggingarleyfið. GIsli Gestsson, forstjóri Vlð- sjár, sagði Timanur að i hús- næðinu fái Stúdiófélagið KOT h.f. inni, sem er sameign all- flestra starfandi kvikmyndagerð- armanna. KOT hefur starfað i rúmt ár I þröngu og ófullkomnu leiguhúsnæöi. Þar er fullkomið klippiborð, sem félagsmenn eiga aðgang að, og hefur reksturinn gengið framar öllum vonum, að sögn Gisla. Menn eru þvi vongóðir um að rekstur i stærra og fullkomnara húsnæði standi fyllilega undir sér, og er ætlunin að enginn félags- manna fái að éiga stærri hluta en annar í hinu sameiginlega fyrir- tæki. Aætlað er að hægt verði aö reka sameiginlega eina góða vinnustofu, en ekki að hafa þann háttinn á, sem tiðkazt hefur meðal kvikmyndagerðarmanna fram að þessu, að hver og einn sé að fjárfesta i eignum og tækjum, sem siðan nýtast illa. I húsinu er áætlað að verði sal- ur, sem hægt sé að kvikmynda i og setja upp tilheyrandi ljósa- búnað og annað sem tilheyrir. Klippiherbergi verða að minnsta kosti þrjú, og síðan vinnuaðstaða fyrir hvern og einn kvikmynda- gerðarmanna, og er gert ráð fyrir 15 herbergjum til þess arna. Þá verður í húsinu tónsetningarað- staða fyrir kvikmyndir, svo og ýmis þjónusta, sem kvikmynda- gerðarmenn þurfa, svo sem teiknimyndaborð, og teiknari, sem annazt getur teiknivinnu, sem kvikmyndarar þurfa á að halda, bæði i sambandi við almenna kvikmyndagerð og aug- lýsingar, auk margs annars sem I húsinu veröur. Teikningar að húsinu eru að verða fullgeröar, og hefjast bygg- ingaframkvæmdir á næstu vik- um. Arkitektar hússins eru OrmarÞór Guðmundsson og Orn- ólfur Hall. Til þessa hafa kvikmyndagerð- armenn þurft að fara til útlanda til að ganga frá myndum sinum, sem er mikið óhagræöi, auk kostnaðar og gjaldeyriseyðslu. Hinar nýju vinnustofur kvik- myndagerðarmanna risa á milli Skipholts og Laugavegar, vestan Tónabiós og skammt frá húsi Sjónvarpsins. Vestanvert við bygginguna mun færeyska sjó- mannaheimilið risa.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.