Tíminn - 14.03.1976, Qupperneq 4

Tíminn - 14.03.1976, Qupperneq 4
4 TÍMINN Sunnudagur 14. marz 1976 Verkamenn og verkfræðingar dansa balletf Þrátt fyrir það, að unga fólkið i Sovétrikjunum hafi jafnmikinn áhuga á jazzi og nútimadönsum, eins og ungt fólk viðast hvar annars staðar i heiminum þá er staðreyndin sú, að vinsældir ballettsins fara stöðugt vax- andi. Svo að segja öll félög og félagsheimili verkamanna og landbúnaðarverkamanna efna til kennslu i ballett og aðsóknin er gifurleg. Kennararnir eru velmenntaðir og færir ballett- dansarar, svo hér er ekki um neitt hálfkák að ræða. Alls munu um 140 þúsund klúbbar af þessari tegund vera starfræktir i Sovétrikjunum, og það eru verkalýðsfélögin, sem fjár- magna klúbbana. Verkamenn, bændur, kennarar og verkfræð- ingar leggja stund á ballett i fristundum sinum, og þeir hafa náð svo langt, að þeir taka þátt i opinberum sýningum, og fara meira að segja i sýningarferðir vitt og breitt um Sovétrikin til pS||m SwSfif Eg þess að sýna list sina. Svana- vatnið er með vinsælustu ballettverkum i Sovétrikjunum, og einnig eru Steinblómið og Þumalina vinsæl verk. Á ann- arri myndinni, sem hér fylgir með sjáið þið listafólk sýna Svanavatnið. Þetta er 300. sýning þessa hóps, og henni hefur alls staðar verið tekið mjög vel. Á hinni myndinni eru áhugamenn að æfa ballett undir stjóm Lidya Dyachenko. Marg- ir fyrrverandi nemendur henn- ar em nú meðal þekktustu ball- ettdansara i heiminum. Hljómleikar til fjóröflunar Rock and Roll hljómleikahald virðist ætla að gegna stóru hlut- verki við öflun fjár i hinu póli- tiska kapphlaupi i Bandarikjun- um árið 1976. Fyrrv. rikisstjóri i Georgia, Jimmy Carter, sem keppir um útnefningu demó- krata til forsetaefnis, hefur tryggt sér Phil Walden frá Capricorn hljómplötum pg Bill Graham, rokkara frá San Francisco, i baráttulið sitt. Fram að þvi höfðu Carter og hans samstarfsmenn aðallega hagnazt á hljómleikum hjá All- manbræðrum og Marshall Tucker-hljómsveitinni. Samkv. kröfum nýju kosningalaganna verða allar rokkhljómsveitir að láta skrá sig, en stjórnmála- menn kæra sig kollótta um það, svo lengi sem hægt er að hafa eitthvað upp úr þvi. Einn af fyrstu stjórnmálamönnunum, sem á þessu ári leigði sér rokk- hljómsveit, er Tom Hayden, eiginmaður leikkonunnar Jane Fonda. Hayden reynir að kom- ast að i stað þingmannsins John Tunneys i Kaliforniu. 1 sept. sl. héldu Linda Ronstadt og Jack- son Browne hljómleika i San Jose til styrktar Hayden og ágóðinn varð næstum 36.000 dollarar Hér sjáið þið mynd af frambjóðandanum Tom Hayden og konu hans, leikkonunni Jane Fonda. DENNI DÆMALAUSI ,,Ég man þegar þú fæddist, Denni, en ég sá ekki storkinn.” ,,Hvað er þra'gammur?”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.