Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. marz 1976 TÍMINN 5 Telly á breiðtjaldið Aristotle Savalas er hávax- inn, sköllóttur og brosmildur. Hann er betur þekktur meðal sjónvarpsáhorfenda, sem horfa á þáttinn Kojak, sem Telly Savalas. (Telly er stytting á griska nafninu Aristotle). Innan tiðar mun hann leika i kvik- myndinni — Grikkinn Nikki —, sem að einhverju leyti verður byggð á lifi fjárglæframannsins Nicholas Andreas Dandolos. Dandolos var einn af útsmogn- ustu fjárhættu- og pókerspilur- um allra tima, og dirfska hans við spilaborðið i New York, Las Vegas og Chicago hefur lengi verið i minnum höfð. Telly fer að sjálfsögðu með hlutverk höf- uðpaursins. Hann er fæddur og alinn upp i Garden City á Long Island, N.Y. A yngri árum lang- aði hann helzt til að verða geð- læknir, og lagði stund á sálar- fræði við háskólann i Columbia. Hann gaf það þó upp á bátinn og . sneri sér að fréttamennsku og vann fyrst hjá þvi opinbera en siðar við útvarpsstöð. Nú ekur hann um á Rolls Royce og þénar rúmar fjórar milljónir króna vikulega. Hann hefur aldrei tek- ið tima i leiklist, en hann var orðinn leikari snemma á sjötta áratugnum. Burt Lancaster út- vegaði honum aukahlutverk i kvikmyndinni — Komdu með krakka heim — og var honum veitt viðúrkenning fyrir frammistöðu sina þar. Siðan þetta gerðist, hefur hann orðið stórt og spennandi nafn i Hollywood, þar sem hann býr með Sally Adams og tveggja ára syni þeirra — og á sjö bila. Hanngefuraldrei fullar upplýsingar um einkalif sitt — eða u.þ.b. 75%, segir hann sjálf- ur. En þá er bara að geta i eyð- urnar. Það sem vitað er um hann með vissu, er að hann er 54 ára og á fjögur afkvæmi. Hann hefur verið kvæntur tvisvar sinnum og hefur skilið jafnoft, en hefur nú búið með Sally Adams siðustu sjö árin. Blaðamenn, sem tala við ' Telly bera honum vel söguna og segja hann skemmtilegan og skapandi persónuleika. Hann hefur gaman af að segja sögur af föður sinum, griskum inn- flytjanda, og lýsir honum þann- ig, að hann hafi ýmist verið margfaldur milljóneri eða ölm- usumaður. Þá segir hann einnig sögur af þvi er hann var að alast upp i Bronx i N.Y., næstelztur fimm barna, og að hann hafi barizt i seinni heimsstyrjöldinni i þrjú ár. — Ég særðist i þessum leik, sem þeir kalla strið — segir hann, en neitar að tjá sig frekar um reynslu sina i „leiknum”. Eftir striðiö hóf hann nám i há- skólanum i Columbia, en fékk ekki inngöngu i læknadeildina. Hann fékk þá vinnu hjá þvi opinbera, með aðstoð bróður sins, sem var yfirmaður banda- risku leyniþjónustunnar i Grikklandi. Leikferill hans hófst, að hans sögn, þegar leik- stjóri nokkur bað hann að finna fyrir sig leikara með ákveðinn evrópskan hreim til að leika i sjónvarpsleikriti, — hvað hann ekki gat. Aftur á móti sótti hann sjálfur um starfið og fékk það. Eftir þetta kom Burt Lancaster honum á framfæri og lék hann skapgerðarhlutverk i tylft held- ur lélegra kvikmynda. Þegar George Stevens, gerði myndina — Bezta saga, sem sögð hefur verið, — um ævi Jesú fékk hann Telly til að leika Pontius Pilatus. Fyrir þetta hlutverk varð hann að krúnuraka sig, og hefur upp frá þvi verið nauða- sköllóttur. Þetta auk sleiki- brjóstsykurs, sem hann hefur mikið dálæti á, er orðið einkenni hans. Lang þekktastur er hann fyrir leik sinn i Kojak-þáttunum .Þess- ir þættir byrjuðu er framleið- andi þriggja klst. langrar kvik- myndar byggðri á sannsögulegu morðmáli, ákvað að búa til sjálfstæða þætti með leynilög- reglumanni, sem leysti um- rædda morðgátu sem söguhetju. Telly fékk aðalhlutverkið og sló i gegn i þvi. Hann er nú eftir- sóttur skemmtikraftur viðs veg- ar um heim. Hann hefur m.a. komiðfram i sjónvarpsþætti hjá BBC i London og fyrir skömmu flaug hann til Þýzkalands (jafn- vel þótt hann sé logandi hrædd- ur við að fljúga) til að leika þar i hrollvekju. Það er orðin tizka hjá ákveðn- um hóp ungmenna i U.S. að krúnuraka sig og kalla þau það — Kojak klippinguna —, og ætla má, að eftir Evrópuför hans gripi sams konar æði um sig þar. Heimurinn er að ganga af göflunum — segir hann, — en ég. ætla mér að lafa i bátnum þar til hann sekkur. Þá ætla ég að snúa mér að þvi, sem ég geröi áður en „vitleysan” byrjaði þ.e.a.s. að kenna. Hvenær var Telly kennari? Hver veit, og það kær- ir sig áreiðanlega enginn um að vita það. Hann er vel gefinn og skýr, gjafmildur, „fallega ljót- ur”, óskaplega rómantiskur og án efa sá litrikasti leikari, sem sézt hefur á skerminum i tutt- ugu ár. Það er aðeins spurning um tima, hvenær hann leggur undir sig breiötjaldiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.