Tíminn - 14.03.1976, Síða 7

Tíminn - 14.03.1976, Síða 7
Sunnudagur 14. marz 1976 TÍMINN Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra: OPIÐ BRÉF til Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fjórði hluti r Aður en „menntaskóla - kennari nokkur í Reykjavík" kom til sögunnar Þess er áður getið, að skömmu eftir að þú tókst við ritstjórn Visis, tók þar að anda köldu i minn garð. Get ég enn eigi skilið hverjar ástæður til þess lágu. Ég held, að segja megi, að blaðið hafi tekið mig fyrir. Auðvitað væri ekkert um það að segja, ef um málefnalega gagnrýni hefði verið að ræða. En svo var nú sjaldnast. Þetta gerðist áður en margnefndur menntaskólakennari kom við sögu. Það er þvi ekki unnt að öllu leyti að skjóta sér á bak við hann, þó að hann slægi nýjan tón, er hann gekk á hólmgöngu-' völlinn. Verður komið að þvi siðar. Ég skal aðeins, þér til upprif j- unar, benda á grein á 3. siðu Visis 6. október sl. um flugvéla- kaup Landhelgisgæzlunnar, en þá um nokkurt skeið hafði verið farin krossferð i blaðinu gegn kaupum á Fokkervél. Þar segir m.a.: „Mér er til efst, að á þessari öld hafi nokkur stjórnmálamað- ur beitt lágkúrulegri aðferð við að réttlæta gerðir sinar, hvað þá að hann hafi farið jafnklaufa- lega að þvi. Það var t.d. sjálft dómsmála- ráðuneyti Olafs Jóhannessonar, sem ásamt fjármálaráðuneyt- inu, sem skipaði nefndina, sem hann segir nú ekkert vit hafa á þessu máli... (Þetta er rangt, eins og annað, fjármálaráð- herra skipaði nefndina) ....Aumasti hlutinn af mál- flutningi ráðherrans er þó eftir: Blaðamönnum og öðrum gagn- rýnendum á sko eftir að hefnast fyrir gagnrýnina, ef eitthvað kemur fyrir. — Þarna er farið niður fyrir allar gangstéttar- hellur”. Þetta er aðeins dæmi, sem sýnir, hvernig jarðvegur- inn var undirbúinn fyrir það, er siðar skyldi koma. Það er svo næstum aukaatriði, að ummæli þau, sem eftir mér eru höfð og birt innan tilvitnunarmerkja og út af er lagt i nefndri grein, eru sannanlega röng og úr lagi færð. Ræðan er birt i Timanum orð- rétt eftir segulbandi, og getur þú borið hana saman við tilbún- ing blaðsins. Þú mátt alls ekki skilja orð min svo, að ég sé að kvarta und- an þessum skrifum né öðrum, sem i Visi hafa birzt. Hins vegar vil ég hafa leyfi til að svara fyrir mig, og þá eftir atvikum i sömu tóntegund. Þú getur ekki átt neitt einkaleyfi á stóryrðum og svigurmælum. Þess vegna er það ekki stórmannlegt af þér að leggja á flótta og leita skjóls undir væng dómstóla, þegar þér er sýnt i spegil. Svo kom skúrkaskelfir Svo kom Vilmundur, sögu- kennari eins og stormsveipur inn á sviðið og reiddi svindlara- svipu að ranglátum ráðsmönn- um og spillingu i þjóðlifinu al- mennt. Hefur hann siðan ótrauð ur haldið baráttunni áfram og af mikilli sannfæringu á eigin óskeikulleika, yfirþyrmandi rétttrúnaði og ósveigjanlegri vandlætingu. Er eigi nema gott eitt um það að segja, að fram komi ungir menn, sem setja ekki ljós sitt undir mæliker. Vilmundur helgaði mér fyrsta pistilinn, hvort heldur það hefur nú verið sakir gamals kunnings- skapar eða af þvi, að hann hefur ekki viljað ráðast á garðinn, þar sem hann var lægstur. Sök nr. 1 t greininni, sem birtist 10. október sl., eru bornar á mig þær sakir, að ég hafi heft rann- sókn á meintu smygli, sölu- skattsvikum, bókhaldsóreiðu o.fl. hjá Klúbbnum með þvi að leyfa þar aftur vinveitingar, eft- ir að þar hafði verið lokað i 4 eða 5 daga". t ýtarlegri greinargerð frá dómsmálaráðuneytinu hefur mál þetta verið rakið, og þarf þar engu við að bæta. Vona ég, að sem flestir kynni sér hana. Ég vil ekki væna Vilmund um að hafa farið visvitandi með rangt mál, en lagsbræður hans hafa logið að honum. Auk þess er hann náttúrlega einangraður á sinu menntasetri, önnum kaf- inn við sögurannsóknir og fræði- iðkanir. Eins og eðlilegt er, lifir sögukennari fremur i fortið en nútið. Þess vegna hafa meinleg- ar missagnir slæðzt inn i grein- ina, sem kippa undan henni öll- um stoðum. Þannig hefur lögmaður þinn, Þorsteinn minn, viðurkennt og ritað um það i blað þitt, að túlk- un dómsmálaráðuneytisins (skrifstofustjóra, ráðuneytis- stjóra og min) á þvi ákvæði áfengislaga, sem hér skiptir máli sé rétt. Ætla ég, að leitun verði á lögfræðingum, sem eru á annarri skoðun. Það er alrangt, að Valdimar heitinn Stefánsson hafi látið i ljós þá skoðun, að skilningur ráðuneytisins væri ekki réttur, enda manna ólik- legastur til að ganga inn á verk- svið ráðherra. Hann kom aðeins minnisblaði Halívarðs Ein- varðssonar á framfæri. Það blað ætla ég að leiða hjá mér að ræða. Það er óvéfengjanlegt, að mér sem ráðherra bar að leggja úrskurð á málefni það, sem til min var skotið. Hitt er annað mál, að til þess úrskurðar kom ekki, þar sem lögreglustjóri breytti sjálfur ákvörðun sinni, enda var honum þá kunnugt orðið um túlkun ráðuneytis. Það var þvi lögreglustjóri, en ekki ég, sem opnaði aftur. Þar fór hann að réttum lögum, og á þvi sizt skilið ámæli. Þá gleymist Vilmundi að geta þess, að hvorki Hallvarbur né fulltrúi sakadómara töldu lengur þörf lokunar vegna rannsóknar. Eigi töldu þeir heldur unnt að byggja hana á réttarfarslögum. A hverju átti hún þá að byggjast? A hefndarþorsta, eða hvað? Hitt er annað mál, að það er áhyggjuefni, að nú fyrst, eftir þriggja til fjögurra ára rann- sókn, skuli ákæra samin i þessu máli. En þar er ekki við dóms- málaráðuneytið að sakast. Af framansögðu er ljóst að sakarefni Vilmundar og sagnar- anda hans á hendur mér i þessu máli er runnið út i sandinn. Sök nr. 2 En sögukennarinn var ekki af baki dottinn. 1 grein 30. janúar sl. voru settar fram nýjar sak- argiftir, og átti með þeim að hefja leiftursókn til þess að koma mér út af hinu pólitiska sviði. t þessari grein er þvi dróttað að mér, að ég hafi torveldað, eða jafnvel stöðvað, rannsókn út af mannshvarfi eða meintu morði. Minna mátti ekki gagn gera. Hér var farið með svo raka- laus ósannindi, að furðu gegnir. Sagnarandarnir höfðu enn sem fyrr logið að hinum hrekklausa og trúgjarna sögukennara. Alþýðuflokksmanna, sem vilja ekki, að Alþýðublaðið verði gert að neinum Familie Journal. Alþýðuf lokks - menn eru stikkfrí Syndugum mönnum hefur trúlega ekki orðið svefnsamt að undanförnu. Þeir hafa beðið þess i ofvæni, að hinn vandlæt- ingarfulli menntaskólakennari léti hirtingarvöndinn riða á baki þeirra. Það má segja, að þeim hefði verið nær að syndga ekki. En margir hafa nú hrasað ein- hvern tima á lifsleiðinni. En einn er sá hópur manna, sem ekkert þarf að óttast. Það eru Alþýðuflokksmenn. Vil- Dómsmálaráðuneytið var svo sannarlega ekki neinn hemill á rannsókn út af hvarfi Geirfinns Einarssonar, heldur gerði það þvert á móti allt, er i þess valdi stóð, til að greiða fyrir henni. Þannig fékk levnilögreglumað- urínn i Keflavik, Haukur.Guð- mundsson, sem fyrst og fremst hafði með rannsókn máls þessa að gera, 5-6 mánaða orlof frá öllum öðrum lögreglustörfum, honum var útvegað húsnæði og aðstaða i lögreglustöðinni i Reykjavik, hann fékk sér til að- stoðar mann úr lögregluliði Reykjavikur. Haukur sýndi mikinn dugnað við rannsóknina, leitaði gagna eftir öllum leiðum, innan lands og utan, svo sem al- kunna er. Þessi rannsókn var að þvi leyti sérstæð, að sjaldan munu fjölmiðlar hafa fengið betra tækifæri til þess að fylgj- ast með allri framvindu máls- rannsóknar. t bréfi ráðuneytis- ins til bæjarfógetans i Keflavik, þar sem skýrt var frá kvörtun- um tiltekinna aðila yfir sögu- burði, er sé i gangi um þá i sam- bandi við þessa rannsókn, er lögð áherzla á, að eina leiðin til að hnekkja slikum söguburði sé að upplýsa hið sanna i málinu, þ.e.a.s. hvatt var til að herða á rannsókninni. Ég held, að eng- inn sæmilega læs maður geti skilið það á aðra lund. Það er þvi tilhæfulaust með öllu, að af mér eða ráðuneytisins hálfu hafi steinn verið lagður i götu þessarar rannsóknar. Ég skal játa, að ég var fyrst svo barna- legur að halda, að þessum ill- kvittnislega áburði á mig myndi enginn trúa. En ég hafði gleymt hinu fornkveðna: „Fýsir eyru illt að heyra”. En Alþýðublaðið var með á nótunum. Það hefur æ ofan i æ allan febrúarmánuð a.m.k. alið á þessum óþverra aðdróttunum, auðvitað aðallega sjálfu sér til álitshnekkis og i fullkominni óþökk fjölmargra mundur hefur ekki sagt eitt styggðaryrði i þeirra garð. Fljótt á litið gætu menn haldið, að þetta væri tilviljun. En svo mun þó ekki vera, heldur hefur sögukennarinn gegnumlýst þá og séð i smásjá sinni, að á þeirra ráði væri enginn sá ljóður, sem hann eða sagnar- andar hans telja fordæmingar- verða hjá öðrum. Ekki sitja Alþýðuflokksmenn i bankastjórasætum. Ekki hafa þeir sótzt eftir þvi að verða bankastjórar eða forstjórar rik- isstofnana. Þeir hafa ekki viljað bankaráðsstörf. Þeir hafa ekki viljað þiggja sæti i nefndum eða stjórnum eða öðru þvi, sem af umdeilanlegri sanngirni hafa verið kallaðir bitlingar. Ráðherrar Alþýðuflokksins hafa ekki lagt fyrir sig óþarfar utanlandsreisur. Þeir hafa ekki sólundað almannafé i veizlu- höld. Þannig mætti lengi rekja vammleysi þeirra, enda flestir heiðursmenn, sem ég met mik- ils. Vist vissi ég áður, að margir Alþýðuflokksmenn voru og eru ágætir og heiðarlegir, en ég hafði ekki gert mér grein fyrir þvi áður, að þeir væru allir engla igildi, þannig að þeir sæj- ust ekki i ratsjá sögukennarans. Þeir hafa engar syndir að játa, hvorki stórar né smáar, frekar en Jón bóndi við Himnaportið. Að visu var eitthvað annað skráð i registrið hans Péturs. Aldrei hefði ég trúað þvi, að það ætti fyrir minum ágæta vini og gamla skólabróður, Oddi Sigur- jónssyni, að liggja, að ummynd- ast svona gersamlega i þessu jarðlifi. En hann hefur nú að undanförnu skrifað þær greinar i Alþýðublaðið, sem helzt leynist lifsneisti með. Fyrir þá, sem vilja framvegis una glaðir við sitt, óáreittir af Vilmundi sögukennara, er skyn- samlegast að taka sér liferni Al- þýðuflokksmanna til eftir- breytni, eða þá hitt, sem er enn öruggara, að fá sér Alþýðu- flokksskirteini. Þá þurfa þeir ekki lengur að óttast klóalang vandlætarans. Andarteppu ■ stíll Vilmundur byggir flestar greinar sinar upp af mikilli vandvirkni og á kerfisbundinn hátt. Eru þær flestar i fjórum þáttum. Fyrst kemur fullyrðingastig- ið, siðan ályktunarstigið, þar sem ályktanir eru dregnar af fullyrðingum fyrsta þáttar. Myndu sumir kalla slika rök- færslu dylgjur. Þá kemur þriðja þrepið. Það er reiðikastið. Þá rifur rithöfundurinn hár sitt og skegg yfir vonzku mannanna. Að lokum kemur svo f jórða stig- ið, sem sigur niður i nokkra lægð og endar gjarna á viður- kenningarorðum eða bliðmæl- um i garð þess, sem tekinn hef- ur verið til bæna. Það er eins og hann vilji leggja fórnarlömbum sinum likn með þraut. Þessi iðr- unartónn undir lokin er ákaf- lega einkennandi fyrir skrif Vil- mundar. Við lestur greina Vilmundar leitar á hugann gömul, isfirzk visa, sem margir kannast við. Ég ætla ekki að setja hana á blað að sinni. Sá ágæti og gáfaði maður, Vil- mundur Jónsson landlæknir, gerði það sér til gamans og dundurs að skipa stil manna niður i ákveðna flokka og kall- aði t.d. rembistil, ræpustil, dingulstil og andarteppustil o.s.frv. o.s.frv. Ég vil flokka stil Vilmundar Gylfasonar undir andarteppustil. Vaskleg fram- ganga hans i sjónvarpi var i sama dúr. Skjólstæð- ingurinn Jæja, Þorsteinn minn, ég verð liklega að fylgja fordæmi Vil- mundar Gylfasonar og enda lin- ur þessar á eins konar iðrunar- stefi. Ég verð að biðja þig afsök- unar á þvi, að þú ert orðin hálf- gerð aukapersóna i þessu til- skrifi. En Vilmundur er nú einu sinni þinn skjólstæðingur og er að nokkru leyti á þinu framfæri. Og sannleikurinn er sá, að Visir og Alþýðublaðið er orðið svo samtvinnað i vitund fólks, að af- sakanlegt er, að þessu sé nokk- uð blandað saman. Maður er ekki alltaf viss um, hvar annað endar og hitt tekur við. Og mað- ur veit eiginlega ekki, hvort heldur á að tala um Visisal- þýðublaðið eða Alþýðublaðsvisi. Þinn einlægur, ólafur Jóhannesson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.