Tíminn - 14.03.1976, Qupperneq 8

Tíminn - 14.03.1976, Qupperneq 8
8 TÍMINN Sunnudagur 14. marz 1976 varpsþætti fyrir börn, en einnar klukkustundar sjónvarpsefni fyr- ir fullorðna. Fjórði hluti af öllum hagnaði sjónvarpsiðnaðarins kemur frá þeim 7% sjónvarpsefnis, sem unnin eru sérstaklega fyrir börn. Að lögum Hamúrabi, sem sett voru árið 2250 fyrir Krist, mátti ekki selja börnum neitt, né heldur kaupa af þeim, og várðaði lifláti ef út af var brugðið. Arið 1975 eft- ir Krists burð er 350.000 auglýs- ingum i sjónvarpi tranað framan i börn i Bandarikjunum, áður en þau ná 18ára aldri, og það er ekki lítið, sem boðið er upp á, ofur- mannlegt þrek i sykurveldi þeirra, leikfangaveldi og auðvit- að krakka-veldi, sem óspart er hampað. Rothenberg bendir á, að flestar rannsóknirnar byggist á þeirri staðreynd, að leikarar stuðli að þvi með túlkun sinni að skapa svipaða hegðun og hugarfar hjá áhorfandanum. Þessi hegðun verði til með eftir- llkingum, að sjálfsögðu auknum og ýktum á flestan hátt. Endur- tekning eða ávani i þessum efnum festir siðan eftiröpunina i fari áhorfandans. Til þess að þetta geti gerzt verða að sjálfsögðu þrjú atriði að vera til staðar, en þau eru þessi: 1. Hafa aðstöðu til að hafa áhrifavaldinn frammi fyrir sér (á skjánum). 2. Hafa aðstöðu til að mtíttaka „Boðskapinn”, sem áhrifavaldurinn flytur. 3. Vera móttækilegurfyrir öllum áhrifum þessa „Boðskapar.” Þá tekur Rothenberg fyrir ýmsar kannanir, sem gerðar hafa verið, og helzt þær, sem unnar hafa verið visindalega, eins og könnun Richard Goranson. Gor- anson bendir á fjögur meginatriði i könnun málsins. 1. Lærdómurinn, — Hér er fjall- að um það, hvort börn séu likleg til að læra og festa sér i minni það, sem þeim kemur nýtt fyrir sjónir af ofbeldi, sem sýnt er i fjölmiðlum. Þá kemur lika til at- hugunar, hvort einhverjar kring- umstæður öðrum fremur gera barninu verknaðinn eftirminni- legri, eftir að það hefur séð hann i túlkun sjónvarpsþáttarins. 2. Tilfinningalifið.—Hér kemur til álita, hvort siendurtekið of- beldi i fjölmiðlum hefur ekki deyfandi eða slævandi áhrif á til- finningalifið, hvort endurtekning- in slævir ekki vitundina svo, að möguleikar séu á þvi, að ofbeldis- hneigðin brjótist frekar út, ef á kynni að reyna. 3. útrásin.— Hér er um það að ræða, hvort það, að sjá ofbeldi i fjölmiðlum kemur til með að kitla ofbeldishneigðir, þannig að þær verði að fá útrás. Hvort það kalli á einhvers konar ofbeldisútrás að horfa á sársauka, hrylling eða þjáningar? 4. Ofbeldishneigðin. — Getur það að horfa á ofbeldi eytt ofbeld- ishneigð eða örvað hana? Og þegar búið er að gera sér grein fyrir þessum fjórum atrið- um litur yfirlit yfir rannsóknir á þeim Ut á þessa leið: 1. Það er enginn vafi á þvi, að börn tileinka sér það, sem þeim kemur nýstárlega fyrir sjónir, ekki sizt ofbeldisaðgerðir. Þessir verknaðir varðveitast lengi i vit- und b arnsins, jafnvel þótt það sjái þá ekki nema einu sinni. Það þyk- ir sýnt, að vissar kringumstæður eru öðrum fremur liklegri til að gera barninu eða áhorfandanum verknaðinn eftirminnilegri: Ef umhverfi það, sem verknaðurinn er framinn i, kemur kunnuglega eða eðlilega fyrir sjónir, — ef of- beldisverkið „heppnast” — ef sá, sem fremur ofbeldið, hlýtur ekki refsingu fyrir — og hafi það verið aðalaðferðin til þess að ná ein- hverju takmarki. 2. Það er enginn vafi á þvi, að sifelldar endurtekningar draga úr áhrifunum af ofbeldi. Áhorfand- inn finnur til minnkandi æsings eða spennings, en á hinn bóginn slævist vitund hans gagnvart of- beldi, sem hann kann sjálfur að beita aðra. 3. Rannsóknir hafa ekki leitt i ljós, að útrásar sé endilega þörf, þegar horft er á ofbeldi i sjón- varpi. Engar sannanir eru fyrir þvi, að það framkalli útrásarþörf að horfa á sársauka, hrylling eða þjáningar. Goranson sýnir fram á, að kenningar i þessa átt hljóti að vera mistúlkun á kenningum Aristótelesar, sem benti á þá harmrænu sorgar- og óttakennd, sem leikarar vöktu hjá áhorfend- um með túlkun sinni. 4. Það hefur eyðandi áhrif á of- beldishneigðina, ef það kemur greinilega fram, að ofbeldið brýt- ur i bága við viðtekna siðgæðis- kennd áhorfandans, og ef áhorf- andinn gerir sér ljósar blóðugar og sársaukafullar afleiðingar of- beldisverknaðarins. En það kitlar hins vegar ofbeld- iskenndirnar og ýtir undir þær, ef áberandi hlutir i umhverfi þvi, sem ofbeldisverknaðurinn er fram inn i, kemur kunnuulega fyr- ir sjónir, og þá helzt i sambandi við ofbeldi, sem áður hefur sézt. Hér er um að ræða það, að eitt- hvað, einhver hlutur, myndi sam- bandá milli ofbeldisverknaðarins og vaknaðrar ofbeldishneigðar hjá áhorfandanum frá fyrri tið. Hitt er Iika athyglisvert, og hefur verið sýnt fram á með tilraunum, að það getur lika vakið ofbeldis- hneigð, ef sálarástandi ofbeldis- mannsins á sjónvarpsskerminum svipar til sálarástands þess, sem á myndina horfir. Sem dæmi er tekið ef áhorfandinn kemst i hug- aræsing vegna skamma, sem hann fær áður en hann sér ofbeld- isverknað i sjónvarpið. Undir slikum kringumstæðum er hann næmari fyrir ofbeldi sem hann sér en sá, sem ekki verður fyrir skömmum. 1 grein sinni getur Rothenberg ýmissa þeirra, sem hafa um þessi mál fjallað og segir niðurstöðurn- ar vera á þá leið, að vandlega at- huguðu máli: — Mér virðist löngu kominn timi til þess, að læknavisindin fylki liði og risi skipulega upp og mótmæli þvi, sem er, eins og stjómmálamenn orða það, þjóð- arhneyksli. Slikum mótmælum ætti að fylgja eftir með sérfræði- legum ábendingum, sem byggðar eru á uppeldislegum athugunum og bláköldum staðreyndum. Við höfum nú handa á milli athuganir sem staðið hafa I heilan aldar- fjórðung á sambandinu milli of- beldis I sjónvarpi og ofbeldis og ofbeldishneigðar hjá börnum, og á þeim staðreyndum á að byggja upp nýjar gerðir sjónvarpsþátta fyrir börn og unglinga. En börn hafa hvorki fjármagn né njóta kosningaréttar. Þess vegna verðum við, foreldrar og kunnáttufólk um hagi þeirra, að taka upp hanzkann fyrir þau og gerast málsvarar þeirra, af þvi að þau eru svo sannarlega ekki bakhjarl neinna pólitikusa. Að ldcum vitnar Rothenberg i orð þekkts greinahöfundar um þessi mál, þar sem hann segir: — Þögnin er sama og sam- þykki, og það er ljóst, að ef okkur er annt um börnin okkar, þá get- um við ekki þagað. (Þýttogendursagt: B.H.) Það læra börnin sem fjölmiðlar hafa fyrir þeim beldis i sjónvarpi á börn og ungl- inga. í upphafi greinar sinnar bendir Rothenberg á það, að Bandarikjamenn séu ekkert óvanir ofbeldi, og þræðir þess séu þéttofnir i sögu þjóðarinnar, allt frá dögum villta vestursins, og bófatimanna i Chicago til forseta- morða þar i landi. Rotherberg tekur upp máli sinu til skýringar leiðara, sem birtist i San Fran- sisco Chronicle fyrir hálfu öðru ári. Þar segir: — Það er álitið, að til séu i Bandarikjunum um tvö hundruð milljónir skotvopna, en það merkir, að til sé eitt skotvopn á hvern ibúa landsins, mann, konu og barn. Skammbyssa er seld þrettándu hverja sekúndu, og þri- tugustu hverja sekúndu skiptir gömul skammbyssa um eiganda. Á hverju ári koma fimm milljón nýjar byssur út úr verksmiðjun- um til afnota fyrir óbreytta borg- ara. Af völdum skotvopna lætur ein- hver lifið eða særist fjórðu hverja minútu. Þriðju hverja minútu er einhvers staðar verið að fremja vopnað rán. Þetta eru athyglisverðar stað- reyndir, og þá ekki siður þær, sem varða sjónvarpsskoðun barna og unglinga, en um það mál er næst fjallað i grein Rother- bergs. Hann bendir á, að skoðana- kannanir hafi leitt i ljós, að meðalbarn i Bandarikjunum hafi horft á sjónvarp I 15.000 klukku- stundir um það leyti, sem það út- skrifast úr gagnfræðaskóla. Þá hefur það hins vegar setið i 11.000 klukkustundir á skólabekk. Þá hefur barnið orðið sjónar- vottur að 18.000 morðum og ótelj- andi ránum, ikveikjum, spreng- ingum, fölsunum, smygli, bar- smiðum og pyndingum, sem öllu er að sjálfsögðu lýst út i yztu æsar —og eitthvað af þessu kemur fyr- ir að meðaltali á hverri minútu i venjulegum teiknimyndaþáttum fyrir börn undir tiu ára aldri. Það hefur sýnt sig, að það er að meðaltali sex sinnum meira of- beldi i einnar klukkustundar sjón- A ÞAÐ hefur verið bent I timariti bandarisku læknasamtakanna, að kannanir, sem gerðar hafa veriðá börnum i Bandarikjunum, hafa leitt i ljós, að ofbeidi I fjöl- miðlum, skapar ofbeldishneigð hjá ungiingunum, og af þeim sök- um sé rétt að endurskoða ræki- lega efni það, sem fjölmiðlar flytja yngstu aldurshópunum. Að baki þessarar niðurstöðu liggur mikill fjöldi rannsókna á börnum og fullorðnum, við allar hugsanlegar heimilisaðstæður. Aðallega eru það fjórir megin- þættir.sem sérstaklega hafa ver- ið kannaðir, en það er lærdómur- inn, tilfinningaleg áhrif, útrásin af völdum þessa efnis um ofbeldi og loks hvernig ofbeldishneigðin skapast. Og niðurstaðan er sú, að löngu sé kominn timi til, að lækn- ar risi upp og mótmæli ofbeldis- öldunni, sem í raun og veru sé þjóða rhneyksli. t nýlegu hefti timarits banda- risku læknasamtakanna er grein eftir Michaei B. Rotherberg, MD, þar sem hann fjallar um áhrif of-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.